Morgunblaðið - 04.12.1982, Page 13

Morgunblaðið - 04.12.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 13 Aðventuhátíð í Langholtskirkju AÐVENTUHÁTÍÐIN, sem fram átti að fara um síðustu helgi, en fresta varð vegna veðurs, verður haldin i Langholtskirkju sunnudaginn 5. des- ember kl. 20.30. Dagskrá hátíðarinnar verður að Ólafur Örn Árnason ávarpar sam- komugesti, séra Árelíus Níelsson heldur ræðu, Matthías Johannes- sen skáld flytur ljóð, kór Lang- holtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar og sýnd verður kvikmynd frá kirkjudegi safnað- arins 1954. Þá verður helgistund. Kynnir og stjórnandi verður Hannes Hafstein safnaðarfulltrúi. Kaffiveitingar verða fram bornar. Aðventusam- koma Arnes- ingafélagsins Árnesingafélagið í Reykjavik hélt aðalfund sinn 25. nóv. sl. Formaður félagsins Arinbjörn Kolbeinsson flutti skýrslu stjórn- ar og kom þar fram, að félagið stóð fyrir Árnesingamóti, Jóns- messumóti og fleiri skemmtunum. Settur var upp minnisvarði um Ásgrím Jónsson listmálara á fæð- ingarstað hans, Rútstaðahjáleigu í Flóa. Stjórn félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa Ar- inbjörn Kolbeinsson formaður, Bjarni K. Bjarnason, Ólöf Stef- ánsdóttir, Sigmundur Stefánsson og Unnur Stefánsdóttir. Sunnudaginn 5. des. efnir félag- ið til aðventusamkomu í Hreyf- ilshúsinu, sem öldruðum Árnes- ingum er sérstaklega boðið á. Samkoman hefst kl. 14.30. Séra Ólafur Skúlason flytur hugvekju, Ömmusystur og Árnesingakórinn skemmta gestum með söng og gestum verður boðið upp á kaffi- veitingar. Árnesingakórinn hefur æft af kappi í vetur undir stjórn Guð- mundar Ómars Óskarssonar. Nú fyrir jólin mun kórinn syngja á þremur vistheimilum aldraðra og siðari hluta vetrar er söng- skemmtun með Samkór Selfoss og fleira á dagskrá. Formaður kórsins er Þorgerður Guðfinnsdóttir. Þessi dagbók er með einhverjum hætti — alveg ekta! Og því aðeins á hún nú erindi á prent að Guðmundur hefur fært í dagbók sína það sem máli skipti, og það fyrir lengri tíma en líðandi stund. Þetta er dagbók rithöfundar, lýsir lífi og starfi ungs höfundar á þeim tíma meðan líf og hugsun Islendinga snerist enn um bók- menntir. Lýsingar Guðmundar á þjóðkunnum mönnum og málefn- um á bókmenntasviðinu — því ég þekki ekki það fólk sem hann um- gekkst austur á Eyrarbakka og ræði ekki umsagnir hans um það — eru bæði gagnorðar og mark- vissar. Með stuttum athugasemd- um, sem stundum eru skrifaðar í hálfkæringi, bregður hann upp svipmynd af hinu menningarlega leiksviði eftirstríðsáranna — ein- mitt því tímabili þegar rithöfund- um og listamönnum gekk hvað erfiðlegast að átta sig á hvar þeir stóðu. Þessi dagbók, skrifuð í hita dagsins, er því gleggri og sannari heimild um nefnt tímabil en nokk- ur könnun eða greining, eða hvað maður á að kalla það, gæti verið, ef farið væri að taka hana saman nú eftir munnlegum og skriflegum gögnum og stopulu minni manna. Auk þess gengur Guðmundur hér enn einu sinni fram til að skemmta lesendum og það finnst mér, þegar öllu er á botninn hvolft, hreint ekki minnst um vert! Sumir versla dýrt- aðrir versla hjá okkur Kynnum í dag London- aðeins Hamborgarahrygg á 95pí!kg. ^ f jólabaksturínn á SÚPERlágu verði Hveiti, 5 LBS ')H.65 Pillsbury’s Best / Ljóst Golden sýróp i/2 kgj ikg3430 Möndluspænir '7/I.50 Mónu ---250 g --- lertuhjup Kokosmjol 500g 500g Marsipan, núggat, og kökuskraut í úrvali Nýkomið Ekta Californíumöndlur frá BLUE DIAMOND: Heilar Hýddar Sneiddar Möndlustrimlar Nýegg AÐEINS 45« Ljóma smjorhki .90 lstk. Ekta jarðar berjasulta 1 LBS glas 17^0 Opiðtilkl á báðum stöðum. AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.