Morgunblaðið - 04.12.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 04.12.1982, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 Gerum fanga að betri mönnum — eftir Jónu Gróu Sigurðardóttur formann Verndar Það er illt hlutskipti að vera dæmdur til refsingar fyrir afbrot, aðstandendum þungbært og þjóð- félaginu kostnaðarsamt, en hjá því verður ekki komist. En aftur á móti á það að vera skylda hins opinbera að sjá svo um að fangels- isvistin verði betrunarvist. Meginmarkmið fangelsisvistar á að vera endurhæfing manna til fullgildrar þátttöku í þjóðfélag- inu, m.a. með því að hjálpa þeim til að fá lækningu á andlegum meinum sínum, að læra að þekkja sjálfan sig, að efla öryggiskennd sína og virðinguna fyrir náungan- um og sjálfum sér, þannig að þeir finni markmið og tilgang í lífi sínu, sjálfum sér og þjóðfélaginu til blessunar. Betrunarvist sem er grundvölluð á fræðslu og endur- hæfingu hlýtur að vera það sem koma skal og líklegasta meðalið til að rjúfa þann vítahring sem margir fangar hafa lent í. Fangar eiga í erfiðleikum með að gæta hagsmuna sinna, persónu- legra og veraldlegra, og þurfa að mestu leyti að vera upp á góðvild annarra komnir að þessu leyti. Þarna hafa félagasamtökin Vernd komið til skjalanna. Vernd hefur greitt úr vandamálum fanga eftir bestu getu, og starfsmenn Vernd- ar verið tengiliðir milli vistmanna „í starfi sínu nýtur Vernd fjárstuðnings úr ýmsum áttum. Einstakl- ingar og félög leggja til fé, opinberir aðilar styrkja starfsemina og fyrrverandi fangar greiða fyrir kostnað við dvöl á heimilum Vernd- ar. — En þetta hrekkur ekki fyrir öllum útgjöld- um. Það þarf meira til, og þess vegna leitar Vernd til landsmanna í dag.“ og fjölskyldna þeirra, en miklu meira þarf að koma tii. Samfara betrunarvist fanga þurfa að koma til aukin tengsl við aðstandendur þeirra. Þeir þurfa að eiga kost á fræðsiu um eðli vandans og ábend- ingum um leiðir út úr honum, en öll fræðsla og fyrirbyggjandi að- gerðir í þessum efnum eru með betri fjárfestingum sem þjóðfélag- ið getur lagt í. Þetta eru menn í æ ríkari mæli að gera sér ljóst. ÖU umræða og jákvæð gagnrýni er af hinu góða Frjáls óháð samtök hafa það fram yfir opinberar stofnanir að þau geta leyft sér að gagnrýna fé- lagslegar aðgerðir og bent á nýjar leiðir, vegna kynna sinna á vanda- málinu, og unnið markvisst að umbótum vegna þekkingar, áhuga og reynslu. Vernd hefur af fremsta megni reynt að hafa áhrif á almennings- álitið og reynt að efla skilning og samúð með þeim sem á einn eða annan hátt hafa lent á öndverðum meiði við þjóðfélagið og minna mega sín. Málefni geðsjúkra fanga, þ.e. þeirra sem eru úrskurð- aðir í öryggisgæslu, er smánar- blettur á íslensku þjóðfélagi. Þess- ir menn eru ekki sakhæfir vegna sjúkleika síns, en eru þó vistaðir í fangelsi þar sem engin tök eru á að koma við nauðsynlegri meðferð og lækningu þeim til handa. Vissulega hafa komið fram skiptar skoðanir í allri þessari umræðu, eins og eðlilegt er því sjónarmið manna eru misjöfn eins og gengur. En telja má víst að öll þessi umræða hafi átt sinn þátt í því að stjórnvöld og landsmenn gera sér nú æ ljósari grein fyrir því að mikilla úrbóta sé þörf. Til að ná árangri þurfa allir að vera með í starfi sínu nýtur Vernd fjár- stuðnings úr ýmsum áttum. Ein- staklingar og félög leggja til fé, opinberir aðilar styrkja starfsem- ina, og fyrrverandi fangar greiða fyrir kostnað við dvöl á heimilum Verndar. En þetta hrekkur ekki fyrir öll- um útgjöldunum. Það þarf meira til, og þess vegna leitar Vernd til landsmanna í dag. Kvenfélögin um land allt standa að sölu á merki Verndar, og vonumst við til að vel verði tekið á móti sölufólk- inu. Merki Verndar er nýtt af nál- inni. Táknið í því er egg. Skurn eggsins táknar þá vernd sem í henni felst utan um viðkvæmt innihaldið. Þessi skurn þarf að vera heil og fær um að gegna hlut- verki sínu. Brýn verkefni Eitt af brýnustu hagsmunamál- um fanga er að hraðað verði sér- staklega afgreiðslu allra mála þeirra, þannig að þeir eigi engin mál óafgreidd þegar afplánun lýk- ur. Og eins að mörg ár líði ekki frá afbroti þangað til að úttekt kem- ur. Þess eru mörg dæmi að menn hafa horfið til nýs og betra lífs og orðið nýtir þjóðfélagsþegnar þeg- ar ógæfan hefur dunið yfir eins og reiðarsiag, og þeir sóttir til fang- elsisvistar. Öllum má ljóst vera að slíkar aðgerðir stuðla ekki að þeirri hjálp sem þessir menn þurfa á að halda. Brýnt er að finna viðhlítandi lausn á þessu máli sem felur í sér félagslega hjálp og réttlæti þeim til handa. Stór hluti fanga hefur framið afbrot sín undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna og átt við meiriháttar vandamál að stríða vegna þess, er því nauðsynlegt að stórauka alla fræðslu um þessi mál. Jafnframt því að hjálpa mönnum inni í fangelsunum hefur Vernd kappkostað að aðstoða hvern þann sem tekið hefur út refsingu og þess óskar. Mikil áhersla hefur verið lögð á að hjálpa mönnum yfir þá byrjunar- örðugleika sem óhjákvæmilega eru því samfara þegar menn öðl- ast frelsi á ný. í þessu skyni hefur Vernd m.a. komið upp tveimur heimilum fyrir fanga sem ekki eiga í önnur hús að venda, en þeim er ætlað að vera áfangastaður á leið þeirra út í þjóðfélagið á nýjan leik. Heimilismenn stunda vinnu utan heimilisins og greiða fyrir viðurgjörning sinn. Forstöðumenn þessara heimila eru fyrrverandi fangar og hefur heimilishaldið gefist mjög vel. Heimilin hafa átt að veita heimilismönnum það ör- Blönduós: Leikfélagið frumsýnir Ævintýri á gönguför Blonduósi, 2. desember. Leikfélag Blönduóss frumsýnir Ævintýri á gönguför eftir Jens Christian Hostrup í félagsheimilinu á Blönduósi n.k. laugardag, 4. desember. Æfingar hafa staðið yfir í um það bil sex vikur undir stjórn Ragnhildar Steingrímsdóttur leik- stjóra. Jónas Þór Pálsson gerði leikmynd og sviðsstjórn er í höndum Skúla Pálssonar. Jóhann Gunnar Halldórsson hefur æft söngvana í leikritinu og sér um hljóðfæraleik ásamt félögum úr Lúðrasveit Blönduóss. „Albert“ — ný bók, sem segir frá ferli Alberts Guð- mundssonar Setberg hefur gefið út bókina „Albert". Hér segir Albert Guð- mundsson frá uppvaxtarárum sín- um og ævintýralegum ferli, en Gunnar Gunnarsson skrásetti. „Hvert er leynarmálið á bak við velgengni Alberts Guðmundsson- ar og hina miklu lýðhylli? Albert Guðmundsson, sem bjó í þakher- bergi við Smiðjustíg ásamt ömmu sinni, sendill í Reykjavík og sæl- gætissali á Melavellinum," segir í frétt frá útgefanda. „Hann, sem sparkaði boltanum tímunum sam- an á degi hverjum, er nú formaður bankaráðs Útvegsbankans, í stjórn Tollvörugeymslunnar, Verslunarráðsins og Hafskips, forseti borgarstjórnar og þing- maður Reykvíkinga. Albert Guð- mundsson, knattspyrnusnillingur- inn, sem sigraði heiminn og sneri síðan heim til íslands og gerðist umsvifamikill athafnamaður og Bókaútgáfan Helgafell hefur gefið út bók um Þórarin B. Þor- láksson listmálara. Bókin er með svipuðu sniði og fyrri listaverka- bækur forlagsins, segir í fréttatil- kýnningu frá Helgafelli. I bókinni um Þórarin eru birtar myndir af málverkum hans og teikningum. Dóttir hans, Guðrún Þórarins- dóttir ritar grein um föður sinn og Valtýr Pétursson listamaður og síðan stjórnmálamaður með meira persónufylgi en flestir aðrir." „Albert“ er 216 blaðsíður og auk þess eru í bókinni yfir 70 myndir. gagnrýnandi skrifar um lista- manninn Þórarinn og verk hans. Þórarinn B. Þorláksson fæddist á Undirfelli í Vatnsdal 14. febrúar 1867 og hann lést 10. júlí 1924. Hann nam bókband í Reykjavík og Kaupmannahöfn og veitti um skeið forstöðu bókbandsstofu fsa- foldar. 1895—1902 stundaði hann málaranám við listaháskólann í Leikarar í þessari uppsetningu Leikfélagsins eru Sveinn Kjart- ansson, Njáll Þórðarson, Guð- mundur Guðmundsson, Benedikt Blöndal, Svanfríður Blönda), Sig- urlaug Þosteindóttir, Steinþóra Sigurðardóttir, Sigmar Jónsson, Þorsteinn Pétursson og Jón Ingi Einarsson. Þetta er annað verkefni Leikfé- lags Blönduóss á þessu ári, en í vor ta'irarinn B. porlákKson listmálari. sem leið setti það upp Kristnihald undir Jökli. Félagið stefnir að því að æfa svo erlent leikrit fyrir vor- ið, án þess þó að nokkuð hafi verið ákveðið í þeim efnum. Eins og fyrr segir verður frumsýning á Ævin- týrinu á laugardag, önnur sýning á mánudag og sú þriðja um aðra helgi. í kringum áramótin er svo fyrirhugað að sýna leikritið í nágrannasveitunum. —BV. 'nnahöfn. Hann varð kennari við Iðnskólann í Reykja- vík og skólastjóri þar 1916—1923. Um aldamótin hélt Þórarinn fyrstur islenskra málara sýningu hérlendis og hann mun einnig fyrstur manna hafa verslað hér með listmálaravörur. Eftir hann liggja fjölmargar landslagsmynd- ir, sem hans mun lengst verða minnst fyrir. Torfi Jónsson sá um tilhögun bókarinnar, setning Prentstofan Blik hf., litgreining, umbrot og prentun Prentsmiðjan Grafík hf., Bókin er 80 síður. „I kvosinni“ — æskuminningar og bersöglismál eftir Flosa Ólafsson Út er komin hjá Iðunni bókin I kvosinni, æskuminningar og ber- söglismál. Höfundur er Flosi Ólafsson og er þetta fjórða bók hans. I þessari bók kemur Flosi víða við. Hann segir frá bernsku- og æskuárum sínum í miðbæj- arkvosinni í Reykjavík, skóla- göngu, daglegu lifi og samskiptum við þekkta samferðamenn og óþekkta. í formála segir höfundur meðal annars: „Þessi bók er hetjusaga úr sálarstríði manns sem er að reyna að sætta sig við að vera eins og hann er, en ekki eins og hann á að vera. Hún er eins og höfundurinn og þess vegna lítið á henni að byggja. Vangavelturnar eru mest hundalógík, órökstudd og útí blá- inn. Uppfull er bókin af iygi, hálf- lygi, hálfsannleik, sannleik, til- finningasemi, sjálfsánægju og aulafyndni. í henni er líka hjarta- hlýja, sólskin, bjartsýni, ást á um- hverfinu og því sem gott er og fal- legt. Þetta erekki bók í venju- legum skilningi, heldur sálar- ástand, og vont að átta sig á því hvenær talað er í hálfkæringi og hvenær í alvöru." Bók um Þórarin B. Þorláksson listmálara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.