Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 Dr. Robert Jarvik með gervihjartað. Gervihjarta- þega líöur „mjög vel“ Salt Lake ('ity, 3. denember. Al*. MANNINUM, sem læknar í Banda- ríkjunum græddu gervihjarta í, leið „mjög vel“ i dag, að því er læknar hans sögðu. Að vísu er ekki Ijóst hvernig honum reiðir endanlega af en allt lofar þó góðu enn sem komið er. Aðgerðin var gerð í gærmorgun og stóðu að henni 15 skurðlæknar undir stjórn dr. Williams C. Devr- ies. Hjartaþeginn heitir Barney B. Clarke, 61 árs gamall tannlæknir á eftiriaunum. Að sögn talsmanns læknanna munu næstu dagar skera úr um hvernig til tekst, en einkum óttast þeir sjúkdóma í kjölfar að- gerðarinnar, t.d. lungnabólgu, og blóðtappa. Clarke er með fullri meðvitund og skilur allt sem fram fer, en getur ekki tjáð sig þar sem hann er með súrefnisslöngu tengda við barkann. Gervihjartað, sem grætt var í Clarke, kallast Jarvik-7 eftir höf- undi sínum, dr. Robert Jarvik. Það er gert úr gerviefninu polyuretan og er hjartslættinum stjórnað með þrýstilofti. í Clarke slær það 112 slög á mínútu, en eðlilegur hjart- sláttur dr. Devries sjálfs er hins vegar 72 slög á mínútu. Sagði Devr- ies, að þessi hraði hjartsláttur væri ekki óeðlilegur með tilliti til aldurs Clarkes og ástands. „íslensk menning er nauðsynleg Svíþjóð og Norðurlöndum ölluma — segir Lennart Bodström, utanríkisráöherra Svíþjóðar, sem kemur í opinbera heimsókn til landsins á mánudag Stokkhólmi, 3. dosembor. Krá fróttaritara Mbl., (10011000 Kagnarsdóttur. „ÉG GET engu lofað, hvorki aukn- um kindakjötsinnflutningi né að við styðjum tillögur um að engar kjarnorkusprengjur verði á Norð- ur-Atlantshafi,“ sagði Lennart Bodström, hinn nýi utanríkisráð- herra Svíþjóðar, í viötali við Morg- unblaðið, en hann kemur á mánu- daginn í opinbera heimsókn til ís- lands. Bæði kindakjöt og kjarnorka eru nýir-.,þættir í lífi Lennarts Bodström, stjórnmál sömuleiðis, hann er meira að segja nýgeng; inn í Jafnaðarmannaflokkinn. í tólf ár stýrði hann næststærstu hagsmunasamtökum Svíþjóðar, TBO, með einni milljón meðlima. Nú ber hann ábyrgð á utanrík- ismálum landsins. Og hann virðist kunna vel við sig þar sem hann situr undir kristalsljósakrónunum í vinnu- herberginu sínu í hjarta Stokk- hólmsborgar með heiminn sem verksvið. Að hann heimsækir ís- land í upphafi ferils síns er ekki vegna þýðingar landsins í utan- ríkismálum, ef einhverjum datt það í hug, heldur er það föst venja utanríkisráðherranna að byrja á því að heimsækja Norð- uriöndin áður en þeir kasta sér út í hringiðu heimsmálanna. Noregur og Finnland voru fyrst á dagskrá, nú er röðin komin að Islandi. Þótt heimsmálin og pólitíkin hafi ekki verið í miðpunkti hjá Lennart Bodström hingað til, þarf enginn að efast um að hér er á ferðinni maður, sem kann sitt verk, og það var engin tilvilj- un, að Olof Palme skyldi einmitt velja Lennart Bodström til þess að gegna utanríkismálunum, sem Palme hefur persónulega mikinn áhuga á. Þeir eru gamlir vinir og nágrannar frá eyjunni Fárö, sem er við norðurenda Gotlands, og þar hafa þeir eytt saman mörgum sumardeginum og rætt heimsmálin. Svo Palme vissi vel hvað hann gerði þegar hann fékk Bodström utanríkis- málin í hendur. „En ég kem fyrst og fremst til íslands til að kynna sjálfan mig og stefnu stjórnarinnar," segir Bodström, „og til þess að fá.góð sambönd." Hann játar þó, að bannið við kjarnorkuvóþnum á Norðurlöndum muni efalaust bera á góma, en markmið Olofs Palme og stjórnar hans er Norð- urlönd án kjarnorkuvopna. Þeg- ar Lennart Bodström fær spurn- inguna um hvort Island og Norður-Atlantshafið séu þar með talin er hann ekki reiðubú- inn að svara játandi, a.m.k. ekki hvað Norður-Atlantshafið snert- ir. Höfin umhverfis önnur Norð- urlönd eru hins vegar með talin og þar með kafbátar búnir kjarnorkuvopnum. „Fjarlægðin til íslands og allt það haf, sem er á milli íslands og hinna Norðurlandanna, er svo stórt, að það er nánast ómögu- legt fyrir okkur að setja slík skilyrði," segir hann. „En auðvit- að hlýtur markmiðið í framtíð- inni að vera að allur heimurinn verði laus við kjarnorkuvopn. Við verðum að stoppa vígbúnað- inn. I kjarnorkustyrjöld er eng- Lennart Bodström, inn sigurvegari, þar tapa allir." Bodström telur það ekki skipta máli þótt sum Norður- landanna séu í NATO þegar um bann við kjarnorkuvopnum í þessum löndum er að ræða. Það sé jafn nauðsynlegt fyrir öll lönd að koma í veg fyrir kjarnorku- styrjöld. „Og við skulum hafa það í huga,“ segir hann, „að kraf- an um bann við kjarnorkuvopn- um er ekki frá ríkisstjórnunum komin, heldur frá fólkinu sjálfu og fjölmörgum friðarsamtökum, sem vaxið hafa upp undanfarin ár. En til þess, að bann við kjarnorkuvopnum á Norðurlönd- um geti komist á þurfa öll löndin að vera því samþykk." Um kindakjötið og aukna sölu á búfjárafurðum til Svíþjóðar vildi Bodström sem minnst tala. Þar eru löndin bundin af samn- ingum innan EFTA og hingað til hefur það verið regla, að öll lönd séu meðhöndluð á sama hátt. „En það er ekki óhugsandi að stefna að frjálsari verslun í framtíðinni og það er raunar ekkert, sem hindrar að löndin hafi nánari samvinnu í iðnaði og verslun. Þegar um iðnaðarfram- leiðslu er að ræða eru nánast engar markaðstakmarkanir. Hvað nú gerist með Nordsat er ekki gott að vita,“ segir Lennart Bodström, en jafnaðarmenn hafa hingað til verið á móti Nordsat. „Menningarleg þýðing gervihnattarins hefur verið dregin mjög í efa af jafnaðar- mönnum. Aftur á móti getum við hugsað okkur þýðingu slíks hnattar í iðnaði. Nordsat-málið er nú í höndum sérstakrar nefndar, sem mun skila áliti þeg- ar þar að kernur." Lennart Bodström er vel kunnugur íslandi og íslensku at- vinnulífi. Hann hefur oft komið til Islands sem formaður sænsku hagsmunasamtakanna og er firllur aðdáunar á landi og þjóð. „ísland er nánast óskiljanlegt fyrirbæri. Það er meira en ótrú- legt, að svo fámenn þjóð skuli geta haldið uppi samfélagi með svo góðum lífskjörum og sá menningarskerfur, sem ísland leggur til hins norræna sam- starfs, er ómetanlegur. Þótt ís- lenska kindakjötið eigi ekki allt- af greiðan aðgang að Svíþjóð er íslensk menning ekki bara vel- komin heldur nauðsynleg fyrir Svíþjóð og Norðurlöndin," segir Lennart Bodström. „Af íslenskri menningu bæði fyrr og nú hafa Norðurlönd lært og örvast og ætíð verið þiggjendur og það er útflutningur, sem einnig er mik- ils virði þótt hann verði ekki alltaf í krónum talinn," segir Lennart Bodström að lokum. Spánn: ERLENT Stjórn Gonzales sver embættiseið _ pAimsy B Staeffa peoa- og leðursynlhg 4ern haldin hefuf-; íslanrcfL^- fyjr og síðaif* L- stjórn Sóleyjgj^Hóhannsi a glæsilega pelSa, jakka, el^húfur, leóurkápur, leóui k ur- og rúíkinnsdress o.fl, o. / kl. 20.00 og tj 1 meö ■SfH f 11 Magnús Kjartansson leikur fyrir matargesti eins og honum ein- um er lagið. Magnús Kristjánsson kynnir. \ Fjölbreytt skemmtiatriði Madrid, 3. dcNember. AP. RÁÐHERRAR hinnar nýju stjórnar jafnaðarmanna á Spáni sóru í dag embættiseið sinn í Zarzuela-höllinni í Madrid að viðstöddum Spánarkon- ungi, Juan Carlos. Auk Gonzalez, forsætisráðherra, eru 16 ráðherrar í ríkisstjórninni og eru flestir hag- fræðingar eða lögfræðingar að mennt. Fjórtán eru flokksbræður Vaxandi atvinnu- leysi í USA Washington, 3. desember. Al*. ATVINNULEYSI jókst enn í Banda- ríkjunum í nóvember og komst þá upp í 10,8% af vinnufæru fólki, sem er hið mesta allt frá kreppunni mikiu fyrir stríð. Fjölgaði atvinnulausum um 440.000 í landinu í nóvember og eru nú um 12 milljónir Banda- ríkjamanna skráðar atvinnu- lausar. Gert er ráð fyrir, að at- vinnulausu fólki eigi enn eftir að fjölga í desember. Gonzalez, einn óháður og annar úr flokki sósialdemókrata. Jafnaðarmenn hafa lofað að leggja fram frumvörp um 150 mál á næsta kjörtímabili og ber þar hvað hæst ný hegningarlög og nýj- ar agareglur í hernum, ókeypis menntun fyrir alla og endurbætur í opinberri stjórnun. Einnig stefna þeir að því að útvega 800.000 manns atvinnu á næstu fjórum ár- um. Hvað utanríkismálin varðar ætla jafnaðarmenn að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Spánar að NATO og um afnot Bandaríkjamanna af spænskum herstöðvum. í stjórn Gonzalez fara þessir menn með helstu embætti: aðstoð- arforsætisráðherra er Alfonso Guerra, utanríkisráðherra er Fernando Moran, dómsmál eru í höndum Fernando Ledesma, með varnarmál fer Narcis Serra og innanríkisráðherra er Jose Barr- ionuevo. Danmörk: Kvöldverður (' Rjómasupa f potage Flamande Saltzbury steake Verð aöeins kr. 170 Tryggið ykkur miða á einstaka skemmtun sírttf 77500 kl\Wt7dí * i Y\ Stjórnarkreppu afstýrt PELSINN 1.1 Kaupmannahörn, 3. desvmlwr. Al’. HÆTTUNNI á stjórnarkreppu í Danmörku virtist vera afstýrt í dag, eftir að jafnaðarmannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, féll frá kröfu sinni um, að danska stjórnin hætti þegar í stað greiðslu á tilskild- um framlögum Dana til þess að koma fyrir 572 meðaldrægum flugskeytum á vegum NATO í Vestur-Evrópu. Ef jafnaðarmenn hefðu haldið fast við þessa kröfu sína, þá hefði samsteypustjórn Pauls Schlúters orðið að horfast í augu við alvar- legan ósigur í danska þjóðþinginu í næstu viku. Veður víða um heim Akureyrí +1 alskýjað Amsterdam 2 heióskírt Aþena 14 skýjaó Barcelona 12 mistur Berlin 2 skýjaó Brussel 4 skýjaó Buenos Aires 24 heiðskirt Caracas 29 heióskirt Chicago 22 rigning Dyflinni 9 skýjaó Feneyjar 12 léttskýjaó Frankfurt 4 þoka Færeyjar 8 alskýjað Genf 5 skýjaó Helainki 2 skýjaó Hong Kong 23 heióskirt Jerúsalem 13 heióskírt Jóhanneaarborg 26 skýjaö Kairó. 21 heiöskirt Kaupmannahöfn 4 skýjað Lissabon 11 skýjaó London 7 heiöskírt Los Angeles 19 heiöskírt Madrid 8 skýjaó Malaga 15 léttskýjaó Mallorca 13 skýjaó Mexíkóborg 22 heióskírt Miami 27 skýjaó Montreal 8 þoka Moskva 1 heióskirt Nýja Delhí 28 heióskirt New York 14 skýjaó Ósló -1 skýjað Paris 5 skýjaó Reykjavik 1 skýjaó Rio de Janeiro 32 skýjaö Róm 15 rigning San Francisco 10 heióskírt Stokkhólmur +3 heióskírt Tókýó 18 heiðskírt Vancouver 7 rigning Vín 8 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.