Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 26 Erfíðasta ákvörðun ... formanns, af ástæðum sem ég mun ekki fjalla um hér, í stað þess að snúa skeyt- um sínum að andstæðingunum og bar- áttunni við þá. Auðvitað hefur afleiðing- in orðið sú, að erfiðara hefur verið fyrir formanninn að sinna höfuðviðfangsefni sínu, að veita flokknum forystu, efla fylgi hans og takast á við andstæðinga í öðrum flokkum. Flokkslega má og telja sér trú um að með því að standa nú upp af framboðs- lista Sjáifstæðisflokksins í Reykjavík og stuðla að kjöri nýrrar forystu á lands- fundi í vetur, skapi ég Sjálfstæðisflokkn- um tækifæri til að snúa baki við því sem liðið er, og hefja nýjan kapítula í sögu flokksins. Rökin á móti því að velja þennan kost, að standa upp af framboðslistanum í Reykjavík og segja formennsku lausri eru m.a. þau: Annars vegar veit ég eftir þau fjölmörgu samtöl, sem ég hef átt við trúnaðarmenn flokksins og almenna flokksmenn á undanförnum dögum, að staða listans mundi veikjast í kosningun- um. Og hins vegar er formaður Sjálfstæð- isflokksins kosinn á landsfundi og hefur sem slíkur umboð sitt frá sjálfstæðis- mönnum hvarvetna að af landinu. Túlk- un prófkjörs, þótt í kjördæmi formanns sé, breytir því ekki. Næsti landsfundur er einn um það fær og hann verður boðaður, þegar miðstjórn ákveður. Ekki verður séð að landsfundur sem haldinn yrði í vetur meðan núverandi ríkisstjórn situr hefði sjálfstætt gildi. Slíkur fundur mundi enn ræða átök og deilur milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga sem síðasti landsfundur og þessi fundur hefur og mun ganga frá og það er flokkn- um ástæðulaust rétt fyrir kosningar. Þá er það ljóst að nýrri forystu yrði mikill vandi á höndum að leiða flokkinn í gegnum kosningar með litlum undirbún- ingi og skömmum fyrirvara og vafasamt að það yrði flokknum til velfarnaðar að skipa honum nýja forystu í því and- rúmslofti, sem ríkja mundi við þessar aðstæður. Og þar sem ljóst er að naumur tími er til stefnu til kosninga er árang- ursríkara að hefja útrás gegn andstæð- ingum en vera upptekinn af sjálfum sér. Rökin fyrir því að velja síðari kostinn eru þau, að ég hljóti að taka úrslitum prófkjörsins í Reykjavík sem formaður flokksins eins og hver annar frambjóð- andi í því prófkjöri og berjast til sigurs í því sæti, sem mér hefur verið úthlutað. Og jafnframt, að farsælla sé fyrir Sjálfstæöisflokkinn að ganga til kosn- inga undir óbreyttri forystu og forysta verði valin á ný í rólegra andrúmslofti en nú ríkir í flokknum og ríkja mundi að óbreyttu á næstu mánuðum, þegar fram- boðsmál og kosningabaráttan eru í al- gleymingi. Ákvöröun Mér er engin launung á því, að ég hef ekki talið það eftirsóknarvert fyrir mig persónulega, að gegna formennsku í Sjálfstæðisflokknum hin síðari ár. Hins vegar hafa aðstæður í flokknum verið með þeim hætti, að ég hef talið það skyldu mína, flokksins vegna, að gefa kost á mér til endurkjörs og hef hlotið til þess traust flokksmanna, nú síðast fyrir einu ári. Það er mér metnaðarmál að skilja við Sjálfstæðisflokkinn sterkan og samhentan flokk, og á þann hátt, að eft- irmenn mínir í forystu flokksins geti starfað við önnur og betri skilyrði en þau, sem ég hef orðið að búa við um skeið. Ég vil ekki skilja við Sjálfstæðis- flokkinn á þann veg, að ágreiningur og persónuleg togstreita ríki áfram í flokknum. Ég tel það skyldu mína að stuðla að því, að flokkurinn geti tekið ákvörðun um framtíð sína og forystu í rólegu and- rúmslofti, að kosningum afstöðnum, þeg- ar ágreiningur stjórnarsinna og stjórn- arandstöðu er úr sögunni. Þess vegna hef ég tekið þá ákvörðun, sem ég skýri ykkur nú frá, ágætu flokksráðsfulltrúar og formenn. Ég lýsi mig sem formaður reiðubúinn til að sitja i sjöunda sæti á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík við næstu alþing- iskosningar ef það er vilji kjörnefndar og fulltrúaráðsins í Reykjavík. Ég mun berjast hart fyrir því að ná kjöri til Al- þingis úr því sæti. Ég mun ásamt með- frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík og annars staðar á landinu leiða flokkinn í kosningabaráttunni úr því sæti til sigurs. Ég mun einbeita mér að því, að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið óklofinn og samhentur til þessara kosninga og ég mun telja það skyldu mína við Sjálfstæðisflokkinn og það fólk, sem sýnt hefur mér mikinn trúnað á 30 ára stjórnmálaferli, að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn geti ráðið þeim málum, sem framtíðina varða með þeim hætti, sem hæfir virðingu og reisn þess- arar merku stjórnmálahreyfingar og sem þjóðarnauðsyn krefur. Ég vænti þess, að þið gerið ykkur grein fyrir því, að þessi ákvörðun er ekki tekin út frá eigingjörnum sjónarmiðum, held- ur með flokkshagsmuni í huga. Ég treysti því, að ég njóti öflugs stuðnings ykkar til þess að mér verði gert kleift að heyja þá baráttu, sem fyrir höndum er og ég trúi því, að við sjálfstæðismenn getum endurheimt stöðu okkar í stjórn- málunum og orðið á ný það leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur jafnan verið. Eflum einingu í flokknum Góðir flokksráðsfulltrúar. Við skulum hér á þessum fundi ræða málefni flokks- ins og ágreiningsefni okkar af sömu hreinskilni og hreinskiptni og einkenndi landsfund okkar fyrir ári, landsfund, sem sýndi þjóðinni þann gífurlega styrk og kraft, sem í Sjálfstæðisflokknum býr. Að loknum slíkum umræðum skulum við halda héðan hver til sinnar heimabyggð- ar og hefja nú þegar undirbúning að þeirri kosningabaráttu, sm fram undan er. Við skulum taka höndum saman, við skulum efla einingu í flokki okkar, við skulum sækja fram, við skulum berjast til sigurs og við skulum hittast á lands- fundi að ári eftir að hafa valdið umskipt- um og þáttaskilum í íslensku þjóðlífi og þá skulum við setjast niður og skipa mál- um flokks okkar til næstu framtíðar. Boeing 720-þota Arnarflugs við brottför á Keflavíkurflugvelli. Boeing 720 þota Arnarflugs seld til niðurrifs á írlandi BOEING 720 farþegaþota Arnar- flugs, sem lagt var i sumar vegna tæringar, hefur nú verið seld til niðurrifs, en henni var flogið frá fs- landi til Shannon á írlandi í gærdag, að sögn Stefáns Ilalldórssonar hjá Arnarflugi. „Eftir að hafa skoðað alla möguleika komumst við að þeirri niðurstöðu, að heppilegast væri að selja vélina í hlutum og reyndar fáum við svipað verð fyrir hana þannig eins og ef við hefðum selt hana í heilu lagi. Vélin verður rifin á Shannon á írlandi og hreyflar, fjarskiptatæki og ýmis tæki hafa þegar verið seld,“ sagði Stefán ennfremur. Stefán sagði að Arnarflug hefði fengið vélina vorið 1977 og henni var síðan lagt í sumar. „Það má segja, að hún hafi reynzt mjög vel þennan tíma, ef tæringin sjálf er undanskilin, en tæringarvanda- mál er hlutur sem alltaf er fyrir hendi á Islandi," sagði Stefán Halldórsson ennfremur. Lyfjafræðingafélag Islands 50 ára í dag Dr. Jens Gunnar Hald gerður að heiðursfélaga UM ÞESSAR mundir er Lyfjafræð- ingafélag íslands 50 ára, en það var stofnaó 5. desember 1932. Aðeins einn af fyrstu stjórnarmönnum fé- lagsins er enn á lífi. Það er dr. Jens Gunnar Hald, sem býr i Danmörku og hefur hann getið sér heimsfrægð- ar fyrir visindastörf, segir í frétta- tilkynningu frá félaginu. í tilefni 50 ára afmælis félags- ins hefur Lyfjafræðingafélag Is- lands boðið dr. Hald ásamt Hildi Grímsdóttur, konu hans, til lands- ins og ákveðið að útnefna hann heiðursfélaga í afmælishófi, sem haldið verður í kvöld. Að öðru leyti mun félagið halda upp á 50 ára afmælið með sérstakri dag- skrá, sem verður í Háskóla Islands í dag, laugardag, og nefnd hefur verið: „Dagur lyfjafræðinnar." Dagskráin verður tileinkuð efn- inu: „Lyfjafræðiþjónusta við al- menning.“ Þar verða haldin eftir- farandi sex erindi, sem snerta þetta efni: 1. Frá lyfseðli til lyfjatöku, Jak- ob Kristinsson. 2. Lyfjaeitranir meðal barna — öryggisráðstafan- ir, Kristján Linnet. 3. Upplýs- ingagjöf — vanrækt starfssvið lyfjafræðinga, Þorsteinn Loftsson. 4. Leiðbeiningar um lyfjameðferð — hlutverk apóteksins, Helga Vilhjálmsdóttir. 5. Lyfjameðferð án læknisráðs, Hildur Stein- grímsdóttir. 6. Staða lyfjafræð- ings í heilbrigðiskerfinu, Almar Grímsson. Síðan verða pallboðsumræður með fyrirlesurum og Eyjólfi Þ. Haraldssyni, yfirlækni heilsu- gæslustöðvarinnar í Kópavogi. Þá má geta þess að í tilefni 50 ára afmælisins, mun koma út á vegum félagsins afmælisútgáfa „Tímarits um lyfjafræði" og Lyfjafræðingatal, sem unnið hef- ur verið að undanfarin ár. Núverandi stjórn Lyfjafræð- ingafélags Islands skipa: Einar Magnússon, formaður, Hildur Steingrímsdóttir, varaformaður, Jóhannes H. Pálsson, gjaldkeri, Guðný M. Ólafsdóttir, ritari, Mím- ir Arnórsson, meðstjórnandi og Ólafur Siemsen, meðstjórnandi. Aðsetur félagsins er að Öldugötu 4, Reykjavík. Fyrirspurn til Jóns Magnússonar ítrekuð JÓN Magnússon, frambjóðandi, sendir í dag (3. des.) svar við fyrirspum undirritaðs í Morgunblaðinu 2. des. Jón telur mig hafa misskilið ummæli hans í umræddu viðtali við blaða- mann Morgunblaðsins 1. desember. Orð Jóns voru nákvæmlega þessi: „Það er mjög ánægjulegt að Ellert B. Schram skuli hafa fengið svona góða kosningu, en það er alvarlegt fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að formaður hans skuli hafa fengið þessa útreið (takið eftir orðavalinu) og er það slæmur hlutur. Mér sýnist ekki hægt að túlka þessi úrslit á annan hátt, en þau séu sigur fyrir þau viðhorf að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi að vera breiður, víðsýnn og frjálslyndur flokk- ur.“ Hvað hefi ég misskilið? Er rangt að leggja þann skilning i ummælin að „útreið" formanns- ins og upphefð annarra fram- bjóðenda séu sigur fyrir hin breiðu, víðsýnu og frjálslyndu öfl o.s.frv. Mér þætti fróðlegt að heyra álit annarra sjálfstæð- ismanna á því hvort ég sé sá eini sem „misskilið" hafi ummælin. I svarinu ítrekar Jón ummæli sín um sigur hinna breiðu, víð- sýnu og frjálslyndu afla í Sjálfstæðisflokknum og tilnefn- ir þar Albert Guðmundsson og Ellert B. Schram ásamt sjálfum sér. Albert Guðmundsson hefur alla tíð verið í einhverju af efstu sætum framboðslistans og Ell- ert B. Schram verið í a.m.k. ör- uggu sæti í öllum prófkjörum í langan tíma og þeir því notið mikilla vinsælda. Er þá Jón Magnússon sigur- vegari hinna „breiðu o.s.frv." afla? Ég tel mig ekki enn hafa fengið viðunandi svör frá Jóni Magnússyni. Það er ekkert svar að benda manni á að kynna sér margra ára skrif um eitthvert efni. Jón talar títt um hin breiðu, víðsýnu og frjálslyndu öfl og hlýtur því að geta skýrt í örfáum orðum hvað hann á við. Þetta er nauðsynlegt fyrir okkur, almenna kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, áður en til kosninga verður gengið. 3. desember 1982, Helgi Olafsson. Athugasemd frá Jóni Magnússyni Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd: Hr. ritstjóri. í blaði yðar í gær var birt fyrirspurn til mín undirritaðs frá Helga Ólafssyni, hagfræð- ingi, sem mér skilst að sé starfsmaður Framkvæmda- stofnunar. Andstætt venju með slíkar fyrirspurnir er hún birt á opnu blaðs yðar. Virtist því ljóst að ritstjórn Morgun- blaðsins teldi ástæðu til að hún væri lesin og taldi ég ekki vafa á, að svar mitt fengi sömu meðhöndlun. í Morgunblaðinu í dag birtist svar mitt við fyrirspurninni en á þeim stað í blaðinu, að líklegast er að það fari fram hjá flestum lesend- um. Mér finnst þessi vinnubrögð óeðlileg og geri þá kröfu að svar mitt verði birt aftur í blaði yðar á morgun á sama stað í blaðinu og fyrirspurnin upphaflega ásamt bréfi þessu. Aths. ritstj.: „Kröfu“ Jóns Magnússonar er hafnað. Svari hans var sýndur fyllsti sómi með birtingu á bls. 5 í Mbl. í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.