Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 Úr tónlistarlífinu eftir, MARGRETI HEINREKSDOTTUR Oft er rætt og ritað um nauðsyn þess aö færa menninguna út fyrir höfuðborgarsvæðiö til þeirra, sem ekki eiga þess kost að skreppa í leikhús, á listsýningar eða tónleika — og auka þannig litbrigði lífs fólksins í dreifbýlinu, bæði til lands og sjávar. Einn þeirra listamanna, sem sérstaklega hafa lagt sig fram um að flytja landsbyggðinni lifandi, sígilda tón- list er Jónas Ingimundarson, píanóleikari, sem fyrir utan að halda einleikshljómleika hefur leikið með fjölda einsöngvara og mikið fengist við kórstjórn, auk leiðbeiningarstarfs og kennslu. Eitt af því, sem vakið hefur staklega minnisstaeður dagur athygli á tónlistarflutningi Jón- asar er, að hann lætur oft fylgja kynningar á tónverkum og höf- undum þeirra og hefur þannig opnað mörgum áður lokuð hlið að heimi tónbókmenntanna. Nú að undanförnu hefur Jónas haldið tónleika, bæði almenna og fyrir nemendur framhaldsskóla, við mikla ánægju og góðar und- irtektir, að því er viðstaddir hafa tjáð mér. A efnisskrá að þessu sinni voru Etydur og Polonesur eftir Chopin og Myndir á sýn- ingu eftir Musorgsky. A næst- unni er fyrirhugað, að hann leiki í Hvassaleitisskóla og Neskirkju, þar sem vígja á nýja flygla og fyrir Rangæinga strax upp úr áramótum. Jafnframt er hann að byrja að æfa nýtt píanóverk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hann er að skrifa fyrir Jónas við ljósmyndir Ágústs Jónssonar af íslenzku grjóti og tilheyrandi Ijóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Óður steinsins". Jónas er fæddur að Berg- þórshvoli, þeim sögufræga stað „og hef mjög gaman af því,“ seg- einn á Selfossi, þegar ég stóð fyrir fernum kynningarhljóm- leikum fyrir skólanemendur og fékk til liðs við mig Samkór Sel- foss og Ruth Magnússon. Börn og unglingar bæjarins komu á þessa tónleika í fylgd kennara sinna og um kvöldið voru þeir endurteknir, án þess að þeir væru nokkuð auglýstir öðru vísi en svo, að við sögðum krökkun- um frá þeim, ef þeir vildu hvetja foreldra sína til að koma. Við- brögðin voru slík, að húsið troð- fylltist svo að við lentum nánast í vandræðum. Ég held óhætt að segja, að helmingur Selfossbúa hafi komið á tónleika þann dag- inn. — Kynningar mínar hafa verið afar mismunandi," heldur Jónas áfram, — „oft svipaðar þeim, sem sjá má í prentuðu pró- grammi, en ég fann að fólki þótti betra að heyra sagt frá tónverk- unum og höfundunum, sérstak- lega því fólki sem var óvant að hlusta á sigilda músík. Sjálfum fannst mér ég komast með þessu í persónulegra samband við fólk- ið. Þess vegna hélt ég þessu Ljósm. Mbl. RAX Jónas Ingimundarson, píanóleikari ásamt dóttur sinni Láru Kristínu. Góð tónlist ber með sér agaða hugsun ir hann, þegar við höfum sezt að spjalli, sem hann féllst á eftir nokkra tregðu. Hann segist hafa byrjað seint að læra tónlist, fengið sína fyrstu spilatíma í fermingargjöf, — „en fólkið mitt hafði ákaflega mikið yndi af söng og notaði hverja ffístund til að njóta sönglistar. Þess vegna er það líklega, sem ég legg mest upp úr „syngjandi rnúsík", — ekki aðeins tónlistarflutningi söngvara, sem ég hef þó mikið dálæti á, heldur því, að hljóð- færi, hverju nafni sem nefnist, syngi, — að hver tónn syngi.“ Hann segist hafa hlustað mik- ið á söng sem barn, sérstaklega á óperur, bæði í útvarpi og af hljómplötum; — „ég leit á stór- söngvara eins og Tito Gobbi, Di Stefano og aðra slíka sem vini mína. Eftir fermingu fór ég svo í tónlistarskólann í Reykjavík og hafði þar marga góða kennara, svo sem Rögnvald Sigurjónsson, Ásgeir Beinteinsson og Árna Kristjánsson, sem er einstakur maður, mér finnst ég sækja með aldrinum æ meira í það, sem okkur fór á milli." Síðan lá leiðin til Vínarborgar í framhaldsnám í þrjú ár. Eftir heimkomuna, ár- ið 1970, fór Jónas til starfa sem tónlistarkennari og kórstjóri á Selfossi, en fluttist til Reykja- víkur 1974, hóf kennslu hjá Tónmenntaskólanum og síðan Tónlistarskólanum í Reykjavík. Helmingur Selfyssinga á tónleikum sama daginn Ég spurði Jónas nánar út í það kynningárstarf, sem hefur fylgt tónlistarflutningi hans. Hann kvðast hafa byrjað á þessu strax á Selfossi. „Ég byrjaði þá þegar að segja sögur i sambandi við einstök tónverk og fann fljótt, að þetta var vel þegið. Mér er sér- áfram, bæði á píanótónleikum og þegar ég var með kóra á söng- ferðum. Söngvarar, sem ég hef leikið með, hafa líka margir gert þetta, útskýrt erlenda texta og sagt frá höfundum. Hins vegar þarf að gæta þess, að skýr- ingarnar verði ekki þannig, að þær dragi athyglina frá tón- verkinu sjálfu — það verður allt- af að vera aðalatriðið. Til dæmis er vafasamt að kynna tónverk með því að segja einhverja slá- andi sögu, því þá er hætt við, að hlustandinn tengi söguna við tónverkið í hvert einasta sinn, sem hann heyrir það. Hins vegar er hægt að draga fram einstök stef, benda á tiltekin form og ýmis önnur atriði í tónsmíð, sem verður ef til vill til þess, að menn heyri hana öðru vísi en áður. Stundum er þetta sérstaklega upplagt, eins og í verki Mus- orgskys, Myndir á sýningu, sem ég hef verið að spila að undan- förnu. Það verk er svo mynd- rænt. Svo skemmtilega vildi til um daginn, þegar ég kom í Skálholtsskóla, að nemendur voru þá að ljúka myndskreyt- ingu á vegg í skólanum, og byggðu á hugmyndum, sem þeir fengu við að hlusta á tiltekna músík. Það var því skemmtilegt að geta kynnt þeim tónverk, sem var til komið á alveg gagnstæð- an hátt. Stundum hefur manni líka orðið hált á þessum kynningum. Mér er minnisstætt kvöld eitt, þegar ég var að spila með Sigríði Ellu og Simoni Vaughan. Hann talaði þá enga íslenzku og bað mig að skýra textann í „I’ve got plenty of nothing" úr Porgy og Bess eftir Gershwin. Ég var þessu alveg óviðbúinn og komst eitthvað klaufalega frá því að skýra, hvað væri að hafa gnægð af „engu“ og „ekkert" væri „nóg“ o.s.frv. Einhverju sinni var ég Rabbað við Jónas Ingimundarson, píanóleikara líka að stjórna Karlakórnum Fóstbræðrum á sjúkrahúsi hér í borg, þar sem Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráð- herra, góður vinur kórsins, var meðal sjúklinga — og tók þá sér- staklega fram, að það væri okkur öllum mikil ánægja að sjá hann þarna. Ekki beint heppilega að orði komizt, en þetta varð þó til þess að allir fóru að hlægja og stemmningin varð sérstaklega góð.“ Jónas hefur verið ötull við að fara tónleikaferðir um lands- byggðina, eins og fyrr sagði, og hefur orð fyrir að vera sérlega laginn við að flétta inn í efn- isskrár sínar verkum, sem höfða til áheyrenda og opna hug þeirra. Hann sagði það nú reyndar fara í taugarnar á sér, þegar tal- að væri um að hann væri dugleg- ur og spilaði víða. „Það kann að vera, að ég spili oftar en sumir kollegar mínir, en mér finnst þeirra dugnaður oft meiri að spila kannski aðeins annað eða þriðja hvert ár. Allir notum við frístundir okkar frá kennslu og öðrum störfum til að æfa okkur. Hjá mér byrjaði þetta þannig, að ég var kannski beðinn að koma á einn eða tvo staði að spila og tók þá upp hjá sjálfum mér að hringja í tvo, þrjá staði aðra í nágrenninu til að athuga, hvort ekki væri grundvöllur fyrir því að víðar nýttist sú vinna og sá tími, sem ég hafði lagt í að æfa fyrir þessa hljómleika. Þetta varð smám saman til þess, að æ oftar var til mín leitað og það þykir mér ósköp vænt um. Þá er hins vegar vandamálið að sam- ræma þessar ferðir öðrum störf- um en ég reyni það, því að ég hef þörf fyrir þetta, — annars vegar vegna þess, að ég veit af fólki, sem vill gjarnan komast í snert- ingu við tónlist og hins vegar vegna þess, að mér er sjálfum nauðsynlegt að koma frá mér því, sem ég hef verið að vinna að. Alveg eins og myndlistarmanni er nauðsynlegt að halda sýningu og skáldi að gefa út bók, til þess að geta síðan haldið áfram og einbeitt sér að nýjum verkefn- um. Og þetta hefur líka áhrif á verkefnavalið. Það sem ég er að fást við hverju sinni þarf ekki endilega að vera sérstakiega að- gengilegt — og þess vegna eru kynningarnar einmitt nauðsyn- legar. Eg reyni þó oftast að láta skiptast á smærri og stærri verk, hafa efnisskrána sem fjöl- breyttasta og setja á einhvern stað verk, sem ég gæti ímyndað mér, að fólk kannaðist við. Þó veit maður í rauninni aldrei hvað fólk þekkir og við megum ekki gleyma því, að áhreyrendur úti á landi eru oft ekkert frá- brugðnir áheyrendum á höfuð- borgarsvæðinu. Þeir fara ef til vill sjaldnar á tónleika en þeir hlusta kannski ekkert minna á músík. Margir eiga góð hljóm- flutningstæki og fjölbreytt hljómplötusafn eða hlusta meira á músík í útvarpinu. Við getum því ekki gert minni kröfur til þess sem borið er á borð fyrir dreifbýlisfólk en fólk í þéttbýli. Aðalatriðið er að flytja fólki góða tónlist. Hvernig skilgreinir þú góða tónlist? „Ég heyrði einu sinni Sigur- björn Einarsson, fyrrverandi biskup, segja í Skálholti, að sú tónlist ein ætti rétt á sér, sem væri betri en sú þögn, sem hún ryfi. Þegar ég tala um góða mús- ík á ég við tónlist sem ber með sér hugsun og ögun. Það er með tónlist eins og ljóð, það er hægt að raða saman alls konar orðum og kalla hvaða nafni sem er, en ég lít ekki á slíkt samansafn orða sem ljóð fyrr en ég sé, að búið er að raða þeim saman í hugsað, agað form. Góðri tónlist fylgir mikil ögun og hún kemur hverjum þeim til góða, sem hana temur sér. Það hefur til dæmis verið sýnt fram á, að börn og unglingar, sem fást við tónlist- arnám ná oft öðrum betur árangri í öðrum námsgreinum, fyrst og fremst vegna þess, að þau læra að temja sér öguð og skipulögð vinnubrögð og öðlast tilfinningu fyrir formaðri hugs- un.“ Vantar mcnningarpólitík Hvernig er aðstaðan orðin til hljómieikahalds úti um landið, til dæmis varðandi hljóðfæri? Hún hefur breyzt geysilega til batnaðar á síðasta áratug. Mjög víða eru glæsileg félagsheimili og skólabyggingar, þar sem upp- lagt er að halda hljómleika og ótrúlega víða eru komin góð hljóðfæri. Áhuginn hefur líka aukizt mikið, meðal annars með fjölgun tónlistarskólanna. Það, sem helzt vantar, eru peningar til að nýta þessa aðstöðu. Það er í raun og veru mikil sóun verð- mæta að gera ekki ungu tónlist- arfólki kleift að ferðast um land- ið og halda tónleika. Við eigum fjölda ungra mjög góðra tón- listarmanna og sóum verðmæt- um bæði með því að nýta ekki krafta þeirra og með því að svipta fólkið í landinu tækifær- um til að njóta þess, sem þetta unga fólk gæti gefið, og þar með bætt líf þess og fegrað. Þetta er hluti þess vandamáls hjá okkur að við höfum enga menningarpólitík, þrátt fyrir mikla grósku í menningariífinu. Allt sem er gert er meira og minna tilviljanakennt. Það, sem okkur vantar, er aukið samstarf milli tónlistarfolks, tónlistar- skólanna úti um landið og tón- listaráhugamanna, svo og milli byggðarlaga. Ég veit, að mikill og vaxandi áhugi er á þessu, — ég hef stundum aðstoðað við eitt og annað á ýmsum stöðum, til dæmis leiðbeint kórum í nokkra daga og tekið þátt í hljómleikum með þeim eða öðru tónlistarfólki á staðnum — og það er yfirleitt afar þakklátt starf og ánægju- legt. Ég er sannfærður um, að fyrir Jjessu er sterkur grundvöll- ur. Eg hef líka fundið það á organistanámskeiðunum í Skálholti, sem Haukur Guð- laugsson, söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar, hefur staðið fyrir. Þar koma saman kannski hundr- uð manna, í sumar til dæmis 250 manns, sem meta mikils að fá tækifæri til að kynnast hver öðr- um, bera saman bækur sínar og miðla hver öðrum af reynslu sinni. Þeir hafa sýnt mikinn áhuga á að auka lifandi sam- starf. Mér þykir mikill fengur í því að hafa fengið að taka þátt í slíku starfi úti um landið,„ segir Jónas Ingimundarson að lokum, — „það er kannski nokkuð stórt upp í sig tekið að tala um þetta sem mannræktarstarf, en þann- ig lít ég þó á það, því að góð tónlist getur hjálpað svo mörg- um, fegrað mannlífið og bætt manneskjurnar — og þegar við hugsum um alla þá lélegu músík, sem flæðir yfir fólk úr öllum átt- um, sé ég ekki betur en við tón- listarmenn á íslandi í dag höfum ærið verk að vinna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.