Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 „Sjálfs mín og vonandi annarra vegna ætla ég að halda áfram“ Rætt við Egil Egilsson rithöfund EGILL Egilsson rithöfundur send- ir frá sér sína þriðju bók nú i ár. Ber hún heitið „Pabbadrengir“ og kemur út hjá Almenna bókafélag- inu. f tilefni af útgáfu bókarinnar, hafði Morgunblaðið tal af Agli og spurði hann fyrst um efni bókar- innar. Eignuðust tvíbura „Ég vil helst að verkið svari fyrir sig sjálft. Hins vegar get ég aðeins sagt frá tildrögum þess. Ég var með í smíðum verk sem var ekki komið verulega áleiðis. Ég eignaðist tvíbura og sit uppi allt í einu með það að koma engu í verk í skriftum, svo að ég sný mér að börnunum sem söguefni. Ég snýst við þessu með því að fara að skrifa um það sem tekur af mér tímann. Verkið er byggt á reynslu minni af börnunum í móðurlífi, í fæðingu og af um- önnun þeirra á eftir. Sagan er allmiklu beinna unnin úr raun- veruleikanum en verkin á undan, og ég kalla hana ekki skáldsögu. Samt verður af tilliti til mín og minna og margra annarra sem komu við sögu að hafa sem minnst af atburðunum sann- sögulega beinlínis. Ég legg vís- vitanndi áherslu á ferlið sjálft, án tillits til hvers konar fólk er þáttakendur í því. Að auki urðu eftir fæðinguna öll samskipti milli manna, bæði orðaskipti og annað, nánast að engu vegna ólýsanlegs annríkis. Ég á auk þess erfiðara með að fara út í djúptækar tilfinningalegar pæl- ingar en í hreinni skáldsögu. Ég á það sammerkt með öðrum karlmönnum að vera lokaður til- finningalega, líka gagnvart sjálfum mér. Ég hef reynt það sem mjög fá- ir hafa reynt, að hafa tekið þátt í uppeldi barna til jafns við móð- urina og ég held ég sé ekkert að hæla mér þó ég segi það. Þetta er mjög mikilsverð reynsla og ég vil reyna að koma henni á framfæri til annarra, sem ekki hafa próf- að hana. í framhaldi af því vildi ég að það yrðu karlmenn en ekki konur sem ritdæmdu þessa bók. Ég er að lýsa karlmanni í þess- um kringumstæðum og fáir þeirra hafa enn sem komið er reynt þetta sem ég hef reynt. Það væri fróðlegt að sjá hvernig þeir bregðast við. Ég gæti trúað að frásögnin gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum sem aldrei hafa í raun og veru komið ná- lægt umönnun ungbarna. Þessi reynsla af uppeldinu hefur af- sannað fyrir mér ýmsar goð- sagnir um það til dæmis, að kon- ur séu miklu hæfari til barna- uppeldis en karlar. Til dæmis sef ég ákaflega fast, en kona mín laust, en það var oftast að ég var kominn fyrr fram úr en hún ef barn heyrðist æmta. Eðlisfræði og skáldskapur Þetta er svo mikilvægur hlut- ur að reyna og það eru svo marg- ir sem fara á mis við hann, til dæmis þeir sem taka ákvarðanir í þjóðfélaginu. Ég vil gjarnan af- hjúpa þessa reynslu, segja frá henni og reyna að gera menn sér meðvitaða um hana. Ég er sann- færður um að stjórnmálamenn myndu taka öðru vísi á málun- um, ef þeir hefðu gengið í gegn- um eitthvað svipað, nú þegar lagt er hagfræðilegt mat á alla hluti og þessi bók er kannski ör- lítil tilraun til að breyta því mati.“ Hvernig fer það saman að stunda ritstörf og vera eðlis- fræðingur? „Nú, ég get ekki sagt að það fari neitt sérstaklega vel saman. Það má segja að í upphafi hafi ekki neitt eitt sérstakt áhuga- svið skorið sig úr hjá mér, ég hafði áhuga á mörgu, en eðlis- fræðin tekur mann sterkum tök- um þegar maður fer að kynnast henni. Ég er einn af þeim sem urðu fyrir djúpum áhrifum af atburðunum ’68 og þeim þjóð- félagshræringum sem þá áttu sér stað. En ritstörfin eru þann- ig, að maður verður hugfanginn af þeim. Eftir að ég skrifaði fyrstu bókina, hafa þau sífellt leitað meira á. Maður stelur tíma frá öðru faginu til að stunda hitt og maður er varla líklegur til afreka í öðru hvoru þeirra, nema leggja hitt niður." Nú er talað um að þetta séu ólík fög. „Að sumu leyti fara ritstörf og eðlisfræði saman og að öðru leyti ekki. Skáldskapurinn byggir mikið á innlifun, en ekki eins mikið á rökhugsun eins og eðlis- fræðin gerir. Hins vegar þarf einnig innsæi við nýsköpun í eðl- isfræði. I sjálfu sér eru þetta ekki lík fög. Hins vegar þarf þetta ekki að koma mönnum eins undarlega fyrir sjónir og ég verð stundum var við. Rithöfundar hafa löngum komið úr hinum ólíkustu starfsgreinum, mörgum ekkert undarlegri en eðlisfræð- inni. Eðlisfræðin höfðar til allt annarra sviða en skáldskapur- inn. Hún kemur einhverjum Egill Egilsson, rithöfundur. sannleika á framfæri og höfðar til vitsmuna. Skáldskapurinn af- tur á móti höfðar frekar til til- finningalífsins, hefur dýpri áhrif og veldur fremur afstöðubreyt- ingu, þegar honum tekst vel upp. Skáldverk geta haft mjög djúp- stæð áhrif. Til dæmis gjör- breyttist afstaða mín til þjóð- erniskenndar við lestur Islands- klukkunnar." Að læra að ritskoða sjálfan sig Hver er innbyrðis afstaða þessarar bókar til hinna bók- anna sem þú hefur skrifað? „Það má segja að það séu al- menn tengsl milli fyrstu og þriðju bókarinnar, að því leyti að þær fjalla um karlmenn sem gangast upp í því að vera karl- menn. Þessi bók mín núna dreg- ur upp mynd af karlmanni í að- stæðum sem mér finnst hann vera of sjaldan í, að minnsta kosti sjálfur í eigin persónu. Miðbókin er svona dálítið til hliðar við þetta. Hún og þessi síðasta fjalla þó báðar um sam- band feðra og sona.“ Aðhyllist þú ákveðna stefnu í bókmenntum? „Sumir hafa viljað kenna mig við raunsæi eða nýraunsæi í bókmenntum. Mér finnst mjög erfitt að draga markalínu milli raunsæis og annars. Það liggur í augum uppi, að hvaða form sem höfundur aðhyllist, þá er hann að vinna úr sinni eigin reynslu eða annarra sem hann þekkir náið. Ef hann gerir það, finnst mér ekki skipta máli hvaða nafn því er gefið. Það sem skiptir máli er hvort menn gera það vel eða illa, hvort þeir kunna sitt fag eða ekki. Um mínar sögur má með nokkrum rétti segja, að þær séu mismunandi miklar raunsæis- sögur. Og það er ekkert leynd- armál að mér finnst ég hafa tek- ið framförum frá því að ég byrj- aði að skrifa. Frásagnaraðferðin er orðin ísmeygilegri og maður skrifar hnitmiðaðri texta. Það sem maður lærir er að ritskoða sjálfan sig, maður fer að þekkja nothæfan texta og hendir því sem maður er ekki ánægður með. Þetta er hlutur sem er torlærður og sumir læra aldrei. Ritstörf gefa manni ákaflega mikið per- sónulega og setja margt á stað í sálarlífi manns og ég hef fengið mikið út úr þeim. Bæði sjálfs mín og vonandi einnig annarra vegna ætla ég að halda áfram," sagði Egill Egilsson rithöfundur að lokum. HJ Dagbók rithöfundar Bókmenntír Erlendur Jónsson Guðmundur Daníelsson. DAGBÓK ÚR HÚSINU 219 bls. Setbergk Reykjavík, 1982. Hressilegur sunnan þeyr stend- ur af bók þessari. Síst er þar nokk- ur lognmolla — skáldið er alltaf á ferðinni, alltaf að snúast í ein- hverju, hitta menn að máli, mæta mönnum á götu, fara til Reykja- víkur austan af Eyrarbakka, eða frá Reykjavík austur. Og þegar hann er heima snjóar inn gestum. Loftið rafmagnast af gleðskap: »Séra Sigurður í Holti og frú Hanna heimsóttu okkur í dag og mikið var sungið.« Eða þetta: »Páskadagur. Söngkonan Engel Lund kom hingað ásamt Páli Is- ólfssyni, Ragnari Jónssyni og Björgu konu hans. Þau skoðuðu gamla Húsið og drukku kaffi. Páll skemmti með eftirhermum. Hann hermdi eftir Indriða Einarssyni revísor, doktor Sigurði Nordal, Árna Pálssyni prófessor, H.K.L. skáldi og Þórbergi. Og hann lék á orgelið, sem hann sagði að væri gott. Ég gaf honum og söngkon- unni „Kveðið á glugga". Glaumur mikill var í Húsinu.« Ragnar í Smára var á þessum árum (1947—1948) »hornsteinn og mæniás nútímalistar á Islandi* og ber fundum þeirra oft saman, Guðmundar og hans. Hagalín kemur líka víða við sögu. Sem eldri höfundur lét hann sér annt um nafna sinn: »Eitt var það með öðru, sem Hagalín hvatti mig til að gera, hann hvatti mig til að heimsækja Jakob skáld Thorar- ensen, sem væri jafnvígur á sögur og ljóð.« Tómas Guðmundsson er meðal þeirra sem dagbókarhöfundur hittir á förnum vegi. Nágranna Guðmundar austanfjalls, Krist- mann Guðmundsson og Jóhannes úr Kötlum, hillir þarna uppi. Og Gunnar í ísafold er líka með í dæminu en hann gekk þá næstur Ragnari í Smára sem stórútgef- andi: »Ég náði í Gunnar í ísafold og gerði við hann þann samning, að ég fengi 10 þúsund krónur fyrir handritið „Á langferðaleiðum“.« (Til skýringar á þessari fjárhæð má geta þess að lítill fólksbíll kostaði á þessum árum tíu til fjór- tán þúsund krónur.) Útvarpið gerði sér far um að hafa sem besta og nánasta sam- vinnu við rithöfunda á þessum ár- um. Því kemur Helgi Hjörvar hér talsvert inn í myndina, sá rómaði upplesari og dáði útvarpsmaður. Þess má geta hér til bókmennta- sögulegrar útskýringar að Guð- mundur Daníelsson var um þetta leyti orðinn næstum eins frægur og viðurkenndur rithöfundur og hann er nú. Og ríflega það — því nafn rithöfundar var þá yfirhöfuð stærra í meðvitund þjóðarinnar en nú, þá voru naumast aðrar stjörnur á himni frægðarinnar, nema auðvitað stjórnmálamenn- irnir. Þar að auki var Guðmundur enn tiltölulega ungur maður þann- ig að viðhorf hans til manna og málefna eru hvarvetna fersk, hann hefur gaman af öllum þeim umsvifum sem því fylgdu að vera ungur höfundur á uppleið, um- gangast aðra listamenn, vera með í traffíkinni. Þó verður þess ekki vart að Guð- mundur miklist af því hlutverki sem hann leikur í þessari bók, hann er öruggari með sig en svo, viðurkenning annarra er aðeins sjálfsagður hlutur. Málefni rithöfunda voru í deigl- unni um þetta leyti, þeir skiptust í hægri og vinstri með líkum hætti og nú, nema hvað þá var kannski enn heitara í kolunum. Þessarar pólitísku skiptingar verður lítið Gudmundur Danlelsmn vart í dagbók Guðmundar. Hann lætur hamaganginn á stjórnmál- asviðinu sjaldan raska ró sinni. Af kunningjahópnum má að vísu ráða hvorum megin hann stendur en að öðru leyti en pólitíkin hon- um ekkert hjartans mál; fremur mætti segja að honum þyki stjórn- málaþras rithöfunda fremur fá- fengilegt. Hann er fyrst og fremst bókmenntalega sinnaður maður, faglega hugsandi listamaður. Bókmenntirnar eru ekki aðeins hans annað lifibrauð, þær eru honum sífellt og sjálfsagt um- hugsunar- og umræðuefni hvar sem hann hittir sína líka. Enda var Guðmundur á þessum árum og lengi síðan bókmenntagagnrýn- andi (auk þess að vera sístarfandi og afkastamikill skáldsagnahöf- undur) skrifaði fyrir Vísi og síðar önnur blöð, þannig að hann er oftast með bækur í höndum, ef ekki sínar, þá annarra. Húmor Guðmundar er stundum dálítið stórkarlalegur. En gam- ansemi hans nýtur sín hvergi bet- ur en í bókum af þessu tagi: spítalasögunum, Landshorn- amönnum — og í þessari dagbók. Já, dagbók! Þar er maður einr. með sjálfum sér, lætur allt flakka. Dagbók skrifar maður naumast handa öðrum, jafnvel þó hún birt- ist síðar öðrum til lestrar. Líti ég í sjónhending yfir skáldverk Guð- mundar þykja mér bækur þær, sem hann skrifaði á þessum árum (það er að segja árunum eftir stríð) vera með hans veikasta, bæði að stíl og efni. Öðru máli gegnir um þessa dagbók sem hann skrifar á sama tíma. Hún stendur mun nær sumu því sem Guðmund- ur hefur sent frá sér á seinni ár- um, þar með töldum áðurnefndum spítalasögum og Landshorna- mönnum. Skáldsögur Guðmundar frá árunum kringum 1950 eru það »tilbúnasta« sem hann hefur gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.