Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 15 BESTV KAVPIN! SG2 ——é « o o o - o o Sambyggt tæki með toppgæði RK. 11.505 STG. A1ETAL mf DCDLBv SVSTBVl SG-2HB HLJOMBÆR HUOMMW SHARP 111111W----- ' HLJDM-HEIMILI5-SKRIFSTOFUTÆKI sn^^JfgQ0.7,^,1^3 Kirkjudagur 1 Árbæjarsókn SUNNUDAGINN 5. desember (2. sunnudag í aðventu) verður kirkjudagur Árbæjarsafnaðar haldinn í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar og hátíðarsal Ár- bæjarskóla. Það er orðin föst hefð að halda í söfnuðinum sérstakan kirkjulegan hátíðisdag á aðventu og helga þann dag sérstaklega safnaðarstarfinu og byggingar- málum safnaðarins. Allur ágóði af þessum degi hefur runnið beint í kirkjubyggingarsjóðinn. Segja má, að nú sé mjög brýnt fyrir söfnuðinn að efla og auka fjáröfl- unarstarfsemi sína þar sem kirkjubygging stendur yfir í prestakallinu. Er áætlað, að kirkj- an verði fokheld á næsta ári, en til þess að svo geti orðið þarf verulegt fé, sem reynt verður að safna með öllu tiltæku móti. Því er heitið á safnaðarfólk að fjölmenna á sunnudaginn, taka þátt í dag- skrárliðum kirkjudagsins og styðja þá fjáröflun, sem þar fer fram. Dagskrá kirkjudagsins verður í aðalatriðum á þá leið, að kl. 10.30 árdegis verður barnasamkoma í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar og guðsþjónusta þar kl. 2. Vænt- anleg fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin vel- komin til guðsþjónustunnar. Eftir messu hefst kaffisala Kvenfélags Árbæjarsóknar í hátíðarsal Ár- bæjarsóknar og verður boðið upp á veislukaffi fram eftir degi. Jafn- framt verður efnt til glæsilegs skyndihappdrættis með fjölmörg- um góðum vinningum og á vegum Bræðrafélagsins verða til sölu jólakort. Einnig munu verða seld- ar jólaskreytingar. Kiukkan hálfníu um kvöldið verður svo haldin í Safnaðarheim- ilinu hátíðarsamkoma sú á að- ventu, er féll niður um síðustu helgi vegna óveðurs og ófærðar. Á samkomunni leikur Krystyna Cortes einleik á orgel, Rannveig Guðmundsdóttir sóknarnefndar- maður flytur ávarp. Sigrún Eð- valdsdóttir leikur á fiðlu, félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum syngja undir stjórn Jónasar Ingi- mundarsonar, Albert Guðmunds- son alþingismaður flytur hátíðar- ræður Barnakór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Loks verður helgistund í umsjá sóknarprests og aðventuljós tendruð. Kynnir á samkomunni verður María Guð- mundsdóttir, formaður sóknar- nefndar. Safnaðarfélagar! Fjölmennum á dagskrárliði kirkjudagsins. Eign- umst öll helga hátíðarstund sam- an á öðrum sunnudegi aðventunn- ar. Neytum þess er reitt verður fram bæði fyrir likama og sál og styðjum um leið söfnuðinn í bygg- ingarstarfi hans. Verið öll hjartanlega velkomin. Guðmundur Þorsteinsson. Aldrei meira úrval Jakkaföt Frakkar Kjólar Pelsar Skór Mussur Vesti og m I íbll vi(\ Aðventutónleikar í Háteigskirkju Á sunnudagskvöldið 5. des. kl. 20.30 flytur kór Hátcigskirkju undir stjórn Dr. Orthulf Prunner aðventu- og jólasöngva úr „Litlu orgelbók- inni“ (Orgelbiichlein) eftir J.S. Bach. Jafnframt leikur organistinn sálmaforleikina sem Bach samdi við þessa söngva. Langflestir þessara aðventu- og jólasálma hafa verið sungnir á ís- landi áður fyrr og allmargir allt til þessa dags, þótt nokkrir þeirra séu nú tengdir öðrum tímum og athöfnum. Þetta eru aðrir tónleik- arnir í Háteigskirkju nú á aðvent- unni og hugsaðir sem íhugunar- efni fyrir hátíðina sem fer að höndum. (Frá lláteigskirkju.) Vesturgötu 3, s. 12880. OPIÐ í DAG KL. 10—4. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.