Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 33 „Eigin sparnaður þjóðar- innar til lengdar er eini varanlegi grundvöllur fjár- hagslegrar uppbyggingar“ — sagði Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri á ráðstefnu Stjórnunarfélags- ins um „fjárfest- ingarákvarðanir á Islandi“ JÓHANNES Nordal, seðla- bankastjóri, fjaliaði nokkuð um lánsfjármagn í hlutfalli við þjóðarauð annars vegar og þjóðarframleiðslu hins vegar á ráðstefnu Stjórnun- arfélags íslands á dögunum um „Fjárfestingarákvarðanir á íslandi“. „Milli þessara samanburðar- grundvalla er veigamikill munur. I fyrsta lagi sá, að þjóðarauður er yfirleitt um þrefalt hærri en þjóð- arframleiðsla, svo að hlutfallið gagnvart honum nemur um og innan við þriðjung, en lánsfjár- magnið liggur mjög nærri tölu- legri hæð árlegrar þjóðarfram- leiðslu. í öðru lagi hefur hækkandi fjármagnsstuðull móti þjóðar- framleiðslu með tímanum valdið því, að lánsfjármagn hefur hald- izt betur uppi gagnvart fram- leiðslu en þjóðarauð. Loks hafa sveiflur í árferði og afköstum valdið mun meiri sveiflum að til- tölu við framleiðsluna," sagði Jó- hannes Nordal. Jóhannes Nordal sagði, að hlutfallið við þjóðarauð væri lágt miðað við það sem búast mætti við m.t.t. almennrar fjármögnun- arhlutfalla, og færi það almennt lækkandi frá rúmum 30% við upphaf timabilsins í um 23% árið 1979. „Þetta hefur að sjálfsögðu ekki gerzt vegna lækkandi láns- fjárhlutfalls til nýrrar fjárfest- ingar, heldur vegna verðbólgu- ávinnings af skuldum, svo og til- tölulega örum afborgunum láns- fjár miðað við afskriftartíma eigna. Meira en öll heildarlækk- unin kom fram á innlenda fjár- magninu um nærfellt 10% þjóðar- auðs milli 1954—1975. Ósveigjanlegar þarfir valda því, að erlent fjármagn fyllir að veru- legu leyti skarðið, auk þess að mynda toppa á tímum óhagstæðs árferðis. Frá lægðinni hafa bæði innlent og erlent fjármagn hækk- að talsvert að hlutfalli, en hlutfall hins innlenda er enn mun óhag- stæðara miðað við fyrri afstöðu. Að tiltölu við þjóðarframleiðslu eru þessar sveiflur svipað tíma- settar, en hlutföllin í lok tímabils- ins ölí hærri að tiltölu við fyrri afstöður. Þó erlendar lántökur geti skapað svigrúm til aukinnar fjárfestingar um tíma, er eigin sparnaður þjóðarinnar til lengdar eini varanlegi grundvöllur fjár- hagslegrar uppbyggingar. Að honum hlýtur því athygli okkar fyrst og fremst að beinast," sagði Jóhannes Nordal. Lánsfjármagn í hlutfalli við þjóðarframlei&slu % Staða á verðlagi hvers árs fon .. ilO 1 nn ^Lánsfjárr nagn on \ W \ alls QA _ 60 - 1 lnnlent\ cn i \ i ^ 4n _ L... .. .. / 30 K * Á /\ / \/V J 20 Ay v / \ Erlent m ' 1 \ / ( / i 0 — 195 i 5 57 59 61 63 65 67 69 71 73 7 5 77 79 (1982 áí 81 Btlun) Lánsfjármagn í % hlutfallivið þjóðarauð 28 Staða á verðlagj i lok hvers árs t A Lánsfiármaan / 26 - \ y \ rV'>• . / 24 xi y\, f 22—/\ y1* ■ \ i V A 20—i • - / V "V 18 T 1 I \ I 16 Ir nlent\ ! ~r V \ Zs M ' ■ ,oJ . / 8 /sA A r / j / / \ ^ r rlent A^í / ^ | 2 i * I o _i 1955 57 59 61 63 65 67 69 71 73 7 5 77 79 (1982 á; eS aetlun) VIÐSKIPTI SIGHVATUR BLÖNDAHL Tilraunaflutningar með hraðfeiti TILRAUNAFLUTNINGAR á hraö- feiti með flutningaskipinu Helgey, sem Eimskip hefur á leigu til sigl- inga á Weston Point í Bretlandi, hóf- ust snemma sl. vor. í fréttabréfi Kimskips segir, aö þar sem hraðfeiti sé erfið viðureignar í flutningum hafi verið hannað sérstakt kerfi til (lutninga á henni af starfsmönnum Hvdról hf. og flutningatæknideildar Kimskips. Á þessu sumri hafa verið farnar alls 6 ferðir með hraðfeiti, tvo gáma í hverri ferð. Hitastig feit- innar má ekki fara niður fyrir 40 gráður, því þá storknar hún, og eru gámarnir því sérstaklega ein- angraðir til þessara flutninga. Þessir flutningar hafa til þessa gengið mjög vel og er gert ráð fyrir, að áframhald verði á þeitn. 2&4. DES. frá föstudegi 3. desember kl. 19.00 til laugardags 4. desember kl. 19.00 í Langholtskirkju Efnisskrá: LAUGARDAGUR: Kl. 00.00—02.30 Kór Langholtsklrkju: Opin æfing á Jólaóratoríunni eftir J.S. Bach. Undirleikari á æfingu Hrefna Eggertsdóttir. Kl. 02.30—04.00 Hljómsveitin Hafrót leikur popptónlist. Kl. 04.00—05.00 Kór Langholtskirkju: Opin æfing á Jólaóratoríu. Kl. 05.00—09.00 Kór Langholtskirkju flytur blandaða dagskrá: Ma. ættjaröarlög, sálmalög, karlakórinn Stjúpbræöur og kvennakór koma fram ásamt ýmsum einsöngvurum og einleikurum úr rööum kórfélaga. Kl. 09.00—12.00 Gerður Gunnarsdóttir leikur einleiksverk fyrir fiölu. Stefán Guömundsson syngur einsöng, undirleikari Bill Gregory leikur á básúnu, Janet Waring óbóleikari leikur meö á pianó. John Speight syngur. Undirleikari Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir. Sigrún Eövaldsdóttir fiöluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir leika sónötu eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Blásaratríó: Lárus Sveinsson trompet, Janin Hjaltason básúna og Jean P. Hamilton horn. Elisabet Waage syngur: Undirleikari Debra Gold. Sólveig Björling syngur. Undirleikari Gústaf Jóhannesson. Haildór Vilhelmsson og fjölskylda flytja kantötu ásamt Gústaf Jó- hannessyni orgelleikara. Elín Sigurvinsdóttir syngur. Undirleikari Jón Stefánsson. Kl. 12.00—14.00 Már Magnússon syngur. Undirleikari Olafur Vignir Albertsson. Guömundur Jónsson syngur. Undirleikari Ólafur Vignir Alberts- son. Skólakór Garðabæjar syngur. Stjórnandi Guöfinna Dóra Ólafs- dóttir. Ólöf Kolbrún Haröardóttir og Garöar Cortes syngja einsöng og tvisöng. Undirleikari Jón Stefánsson. Sigurður Bragason og Árni Sighvatsson syngja einsöng og tvi- söng. Undirleikari Lára Rafnsdóttir. Kristján Þ. Stephensen og Siguröur Snorrason leika duo fyrir óbó og klarinettu. Kl. 14.00—16.00 Steinþór Þráinsson og Katrín Siguröardóttir (Papageno og Papa- gena) syngja. Anna Júliana Sveinsdóttir syngur. Undirleikari Lára Rafnsdóttir. Blasarakvintett: Kjartan Öskarsson og Siguröur Snorrason klari- nettuleikarar. Þorkell Jóelsson og Sigursveinn Magnússon horn- leikarar og Björn Árnason fagottleikari. Ásrún Daviösdóttir syngur Jólalagaflokk eftir Peter Cornelius Undirleikari Kolbrún Sæmundsdóttir. Lydia Rucklinger (Næturdrottning), Kjartan Óskarsson klarinettu- leikari og Hrefna Eggertsdóttir píanóleikari flytja Hirðinn á fjallinu eftir Schubert. Július Vífill Ingvarsson syngur. Undirleikari Kolbrún Sæmunds- dóttir. Kl. 16.00—18.00 Laufey Sigurðardóttir fiöluleikari leikur „kaffihúsatónlist". Lydia Rucklinger syngur. Undirleikari Kolbrún Sæmundsdóttir. Ágústa Jónsdóttir fiðluleikari og Hrefna Eggertsdóttir pianóleikari leika saman. Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnusson píanóleikari leika saman. Bob Becker baryton syngur. Agnes Löve leikur meö. Helga Þórarinsdóttir leikur á lágfiðlu. Kl. 18.00—19.00 Kór Langholtskirkju lýkur 24ra klukkutíma tónleikum til fjáröflunar fyrir hitalögn í Langholtskirkju. (Utan dagskrár: Aö afloknum Hitatónleikum klukkan 19.00 fer fram fyrsta gifting í hinni nýju Langholtskirkju. Þá mun einn kórfé- laga ganga í hjónaband og aö sjálfsögöu syngur Kór Langholts- kirkju viö athöfnina!!!). Kór Langholtskirkju áskilur sér rétt til breytinga á ofangreindri efn- isskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en þess er vænst aö tónleikagestir láti eitthvaö af hendi rakna til styrktar hitalögn í Lang- holtskirkju. SJÁUMST Á HITATÓNLEIKUM!!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.