Morgunblaðið - 04.12.1982, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.12.1982, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 Kristjana Bjarnadóttir Stakkhamri — Minning Fimmtudagsmorguninn 25. nóv- ember sl. lést að heimili sínu Skólastíg 26 í Stykkishólmi, Kristjana Bjarnadóttir, fyrrver- andi húsfreyja á Stakkhamri. Kristjana fæddist 10. nóvember 1908 í Njarðvíkum. Foreldrar hennar voru Magndís Benedikts- dóttir ættuð úr Strandasýslu og Bjarni Ivarsson ættaður af Suður- nesjum sem bjuggu þá í Njarðvík- um, þar sem Bjarni stundaði sjó. En fljótlega fluttu foreldrar henn- ar vestur í Miklaholtshrepp, að Laxárbakka, eða árið 1911, og bjuggu þau þar í sex ár. Þaðan fluttu þau að Miklaholtsseli og bjuggu þar til ársins 1930 að þau létu af búskap og fluttu suður til Reykjavíkur. Kristjana ólst upp með foreldr- um sínum og hópi systkina við heldur kröpp kjör eins og títt var á þeim árum. En hún var tápmikil, leikandi léttlynd og dugleg, þó hún væri smá vexti. Hún fékk sína barnafræðslu í farskóla Miklaholtshrepps og var kennari hennar Jóhann Hjörleifs- son á Hofsstöðum, síðar þingritari og vegaverkstjóri um mörg ár. Litla aðra menntun hlaut Krist- jana í æsku. Þó var hún nemandi á húsmæðranámskeiði, sem haldið var í Skógarnesi haustið 1925 að tilhlutan búnaðarsambandsins. Þar kenndi sú vel menntaða og mæta kona Sigurborg Kristjáns- dóttir, síðar stofnandi og skóla- stjóri Kvennaskólans á Staðar- felli, nokkrum konum heimilis- fræði um tíma. Kristjana var yngsti nemandinn og naut þess samt vel að vera á námskeiðinu og ræddi oft um þau miklu áhrif, sem þetta námskeið hefði haft á nem- endurna og langt út fyrir þann litla hóp. Nemendurnir lærðu margt. Fjölbreytni í matargerð, og t.d. kökubakstri, kynntust þar ýmsum nýjungum, sem áður voru óþekktar og „komust á sporið" líka við klæðagerð, útsaum o.fl. Síðar bætti Kristjana miklu við þetta nám sitt í skóla lífsins, sem var henni í ýmsu strangur en hún skilaði verkefnum sínum þar með miklum ágætum, oft við erfiðar aðstæður. Hún varð fyrirmyndar- húsmóðir á fjölmennu og gest- kvæmu heimili. Haustið 1930 giftist hún bróður mínum, Alexander Guðbjartssyni á Hjarðarfelli. Vorið 1931 hófu þau búskap á einum þriðja hluta jarðarinnar á móti föður okkar. Þau fengu íbúð í rishæð gamla timburhússins, sem reist var 1926 og voru það fjögur lítil herbergi undir súð sem þau fengu til afnota og var einu þeirra breytt í eldhús. Engin þægindi, hvorki vatn né frárennsli var þar á loftinu. Baða þurfti börnin í bala, bera allt vatn upp stiga og skolpið niður. Eldi- viður var mór, sem þurfti að bera upp stigann. Það þurfti því mikinn kjark til að hefja búskap við þessi skilyrði og þröngan efnahag. Þetta ár sótti kreppan hart að landbún- aðinum og árin sem á eftir komu voru afar erfið. Það var því „ekki bjart í álinn" fyrir ungu hjónin í byrjun búskaparins við þessi frumstæðu skilyrði. Engir fjár- munir voru til eða fáanlegir til að bæta aðstöðuna. Alexander var búfræðingur frá Hvanneyri í tíð Halldórs Vil- hjálmssonar. Hann var bjartsýnn, hraustur og duglegur og þau voru því samtaka ungu hjónin um að láta hendur standa fram úr erm- um og leggja sig fram um úrbæt- ur. Alexander varð barnakennari veturinn 1931—1932 og aftur 1933-1935 og enn 1951—1965 og kenndi í hreppnum alls 17 vetur, stundum i Eyjarhreppi líka og þá tvo mánuði þar á móti fjórum mánuðum i Miklaholtshreppi hvern vetur. Auk þess sem hann var kennari var hann einnig mikið frá heimili vegna margháttaðra félagsstarfa, t.d. í Kaupfélagi Stykkishólms, sem stjórnarmaður og formaður um alllangt skeið og svo einnig sem hreppsnefndar- maður og oddviti sveitarinnar í mörg ár, fulltrúi á búnaðarsam- bandsfundum fjölda ára og áhuga- maður í æskulýðsmálum, kirkju- legum málefnum og enn fleira, sem of langt væri upp að telja. Hann var því oft í burtu frá heimilinu og varð Kristjana því að taka á sig að vera bæði húsbónd- inn og húsfreyjan á meðan. í litlu íbúðinni á loftinu í „gamla húsinu" fæddust þeim hjónum fjögur börn og þrengdist þá mikið um fjölskylduna. Þá fóru í hönd tímar nýbýla- myndunar þegar kreppunni var að létta. Þau hjónin tóku ákvörðun um að stofna nýbýli og fengu það samþykkt af nýbýlastjórn og var formlega frá því gengið árið 1936 og þá var strax byggt nýtt lítið íbúðarhús á nýbýlinu, sem kallað var Hvammur. Húsið var byggt uppi undir brekkunni ofanvert í túninu, neðan við leikvöll Hjarð- arfellsbarna frá ómunatíð, „kast- inu“, við skjólsæla brekku. Vorið 1937 flutti fjölskyldan í nýja húsið. Það var mjög lítið en vandað að gerð. Þar bjuggu þau þröngt næstu sjö árin. Þar bætt- ust tvær dætur í barnahópinn, sem þá þegar var orðinn stór. Á þessum Hvammsárum vænk- aðist hagur þeirra nokkuð þrátt fyrir ómegðina. Bústofn jókst og afkoman varð betri. Oft voru að- komuunglingar til hjálpar við bú- störfin og oft kom Bjargey móð- ursystir Kristjönu henni til hjálp- ar, einkum er hún ól börnin og á meðan þau voru fyrirhafnarmest. Vorið 1944 urðu svo þáttaskil í lífi þeirra hjóna, er þau keyptu jörðina Stakkhamar og fluttu þangað. Þá rýmkaðist um þau — ný tækifæri sköpuðust í búskapnum með ræktunar- og vélaöld þeirri er þá gekk í garð og íbúðarhúsrými varð sæmilegt. Stakkhamar hefur marga kosti til búskapar, þó jörðin hafi líka mikla ókosti. Henni fylgir laxveiði og reki og mikið og gott haglendi í Stakkhamranesi. Mjög gott er fyr- Móöir okkar, KAREN VILHJÁLMSSON, Vesturgötu 70, Akranasi. andaöist þann 23. síöastliöinn. Útför hennar hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Er|a Gísladóttir Fyrir hönd ástvina, Anna Jóna Q(s|;dóttlr. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- arför móöur minnar, fósturmóöur, tengdamóöur, ömmu og lang- ömmu, BEATRICE MARÍU SOKKE KRISTJÁNSSON frá Höröubóli, Hátúni 10B, Reykjavík, Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks öldunarlækningadeildar Landspítalans fyrir góöa umönnun. Erlingur N. Guömundsson, Ragnhildur Hafliöadóttir, Auóur Krístjánsdóttir, Aöalsteinn Valdimarsson. barnabörn og barnabarnabörnin. Ragnheiður Kon- ráðsdóttir Hellu- landi — Minning ir kýr á sumrin og hross allt árið. Sauðfjárbeit var talin afar góð í Glámsflóa, en hættur voru þar miklar fyrir féð en 1 nesið aft- urámóti of þurrt (vatnslaust) að sumarlagi. Breyta þurfti því nokk- uð búskaparháttum frá því sem verið hafði á Hjarðarfelli. Jörðin var vinnufrek, ef nýta átti kosti hennar og verjast tjóni af ágöllum hennar. Nú voru elstu börnin að vaxa upp og voru komin til hjálpar og enn bættust þrjú börn í hópinn svo hann varð stór — alls níu. Á Stakkhamri bjuggu þau í 24 ár og blómgaðist búskapurinn þá mjög vel og nutu hjónin þar ómældrar aðstoðar sinna mörgu og dugmiklu barna. Þar var marga vetur barnaskóli sveitarinnar og margháttuð og mikil umsvif í verklegum efnum við uppbyggingu á jörðinni og líka mikið félagsmálastarf unnið. Kristjana naut þar sinna góðu gáfna, glaða lundarfars og þess að hún var forkur dugleg. Hennar ævistarf varð því mjög mikið, að ala níu börn og koma þeim öllum til góðs þroska, að standa fyrir stóru gestkvæmu heimili með mikilli sæmd og taka með bónda sínum þátt í fjölþættu félagslífi, auk þess, sem hún sjálf vann mik- ið í kvenfélagi sveitarinnar alla tíð. Alexander féll snögglega frá vorið 1968 og féll þá skuggi á líf Kristjönu og naut hún sín aldrei til fulls eftir það. Kristjana hætti þá fljótlega búrekstri og flutti árið 1969 til Stykkishólms, keypti þar íbúð og bjó þar til dauðadags, þó oft dveldi hún tíma og tíma á víxl hjá börn- um sinum. Kristjana var gæfumanneskja. Hún var vel af guði gerð, eignaðist góðan mann, sem reyndist henni farsæll lífsförunautur. Aldrei féll skuggi á hjónaband þeirra og sam- starf þeirra var einstaklega gott allt frá upphafi til enda. Þau eignuðust mörg vel gefin og myndarleg börn. Þau eru: Guð- bjartur, bóndi í Miklaholti II, kvæntur Elínu Rósu Valgeirsdótt- ur frá Miklaholti. Bjarni, bóndi á Stakkhamri, kvæntur Ástu Bjarnadóttur frá Bjarnarhöfn. Hrafnkell, smiður í Stykkishólmi, kvæntur Jóhönnu Jónasdóttur. Guðrún, gift Stefáni J. Sigurðar- syni, trésmið m.m. í Ólafsvík. Auður, gift Smára Lúðvíkssyni, trésmið, Rifi. Þorbjörg, gift Kristni J. Friðþjófssyni, skip- stjóra, Rifi. Magndís, gift Sigur- þóri Hjörleifssyni, verkstjóra, Stykkishólmi. Friðrik, rafvirki, kvæntur Þuríði Einarsdóttur frá Jarðlangsstöðum. Helga, fóstra, gift Friðriki Guðmundssyni, versl- unarmanni, Reykjavík. Með Kristjönu er fallin merkis- kona, sem margt samtimafólk mun minnast með virðingu og þakklæti. Þeir, sem áttu dagleg samskipti við hana um árabil, þakka henni létta lund og hreinskiptni, ár- vekoi, dugnað og lipurð í daglegri umgengni. Eg og kona mín vottum börnum hennar, tengdabörnum og barna- börnum innilega samúð. Við vitum að Kristjönu hefur orðið að ósk sinni að hitta Alexander á strönd- inni hinumegin i birtu morguns- ins. Gunnar Guðbjartsson Ein var sú kona í byggðum Skagafjarðar sem mér finnst að borið hafi af flestum öðrum ágæt- um sem prýtt hafa okkar fagra hérað, en það var Ragnheiður á Hellulandi. Þegar ég var ungur maður heyrði ég talað um þessa merku konu sem stórbrotna húsmóður á höfðingssetri. Almannarómur breyttist ekki þó árin hafi færst yfir, og nú, kringum 90 ára afmæl- ið og hún er öll eins og sagt er um dáið fólk, er ég satt að segja hreykinn að hafa átt hana að kær- um vini um fjölda ára. Oft fann ég að hjá henni var engin meðal- mennska. Það var stórbrotinn per- sónuleiki sem stjórnaði einu gest- risnasta heimili Skagafjarðar, stjórnaði því á þann veg að lands- kunnugt varð. Tel ég að þó Skag- firðingar séu engar smásálir á því sviði, hafi þar borið af. Ekki er hægt að geta Ragnheið- ar nema minnast Olafs á Hellu- landi, bónda hennar, sem dó árið 1961, 76 ára gamall. Hann var þjóðkunnur maður, ráðunautur Búnaðarfélags íslands um fiski- rækt og æðarrækt auk fjölda ann- arra starfa sem urðu til þess að hann var langtímum að heiman innan lands og utan, og kom því öll heimilisstjórn á herðar hús- móðurinnar, en ég held að ég hafi ekki kynnst manni sem var eins fjölgreindur, t.d. hafði hann í huga og samræðum ógrynni af skáldskap í bundnu máli, og raun- ar má segja að Ragnheiður hafi verið margfróð einnig á þessu sviði. „ Ragnheiður Konráðsdóttir var fædd 3. október 1982. Foreldrar hennar voru Konráð Arngrimsson bóndi og kennari á Ytri-Brekkum í Akrahreppi og Sigríður Björns- dóttir en þau voru búendur á Brekkum frá 1898 til 1944, er Kon- ráð dó þar 88 ára gamall. Ragnheiður ólst upp frá barn- æsku hjá mætum hjónum, Guð- jóni Gunnlaugssyni og Guðrúnu Arngrímsdóttur, föðursystur sinni að Vatnskoti í Hegranesi. Oft heyrði ég Ragnheiði tala um reglusemina og þann fyrirmyndar heimilisbrag sem þar var, og þar naut hún haldgóðrar menntunar sem húsmóðir ásamt kvennaskóla- námi sem gerði hana að einum besta kvenkosti Skagafjarðar á þeim tíma. Ragnheiður giftist Ólafi Sigurðssyni 17. maí 1916 og hófu þau búskap á Hellulandi það ár til ársins 1956 að Þórunn, kjör- dóttir þeirra, og maður hennar, Jón Björnsson frá Bæ, hófu bú- skap með þeim til ársins 1961, er Ólafur dó. Ragnheiður var alltaf gefin fyrir að hlúa að ungviði, það sýndi garðurinn hennar og blóm- in, og þá má ekki gleyma öllum börnunum sem kringum hana voru og hún hlúði að móðurhönd- um þó ekki ætti hún sjálf því láni að fagna að eignast sitt eigið af- kvæmi, en alltaf leit hún á kjör- dótturina sem sitt eigið barn, en Þórunni, núverandi húsmóður á Helluiandi, tóku þau nýfædda og gerðu hana að kjördóttur. Og þá eru það barnabörnin, það var allt- af opinn faðmur hjá ömmu sem allt vildi bæta og græða og ótalin eru börnin sem hjónin ólu að nokkru upp eða tóku til lengri og skemmri dvalar, ég fullyrði að þeim þótti öllum vænt um ömmu á Hellulandi. Einum þætti í skaphöfn Ragn- heiðar kynntist ég, það var trúin á hið góða í tilveru annars lifs, þessi trú hennar hjalpaði henni örugg- iega þegar andstreymi bar að, en það fær enginn umflúið á langri leið, en þessi trú á hið ósýnilega og góða í æðra heimi gaf henni styrk og trú. Eitt sinn spurði ég Ragnheiði hvert væri hennar álit á hinni sönnu gleði. Hin reynda kona svaraði að bragði. Að leggjast þreytt til hvíldar að kvöldi og finna ánægju af vel unnu dags- verki er sönn gleði. Einmitt í framhaldi af þessu svari, þá minn- ist ég þess ekki meðan kraftar leyfðu, að hún væri aðgerðarlaus eða sæti með hendur í skauti, hún var alltaf að hekla, sauma, prjóna - eða sinna öðrum nauðsynlegum verkum, það var ekki í hennar eðli að vera aðgerðarlaus, það má raunar segja um allar góðar ko'n- ur. Um nokkurra ára skeið var Ragnheiður ekki heil heilsu, það var erfitt meðan á því stóð ásamt miklum önnum við móttöku fjölda gesta og stjórnun, en farsællega fékk hún bót meina, og elliárin bar hún mörgum betur. Að leiðarlok- um tel ég hana eina merkustu konu þessa lands. Blessuð sé minning hennar, og blessun sé yfir heimilinu á Hellulandi sem henni þótti svo undur vænt um. Bjöm í B*. Leiðrétting í minningargrein um Ásmund Guðnason í blaðinu í gær, var hann sagður frá Bjargarnefi. Þetta heiti á bænum er rangt. Það hét að Bjargarrétt við Djúpavog. Barnabörn Ásmundar og konu hans, Guðfinnu Gísladóttur, eru 17 talsins, ekki sjö. Þetta leiðrétt- ist hér með. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.