Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 45 Tími til að fólk hætti að hneykslast á unglingum — og líti 1 eigin barm A.M. skrifar 11. nóv.: „Heiðraði Velvakandi. Mig langar til að gera fyrir- spurn til yfirvalda og landsmanna um, hvort ekki sé kominn tími til að spyma við fótum og reyna að stöðva þá þróun, eða öllu heldur vanþroun, að unglingar byrja sí- fellt yngri og yngri að nota áfengi og tóbak. Fyrir nokkrum árum var farin herferð gegn tóbaki. Nem- endur grunnskólanna tóku mikinn þátt í þessari herferð, með þeim ánægjulega árangri að stórlega dró úr reykingum meðal þeirra. En börnin, sem þá voru of ung til að vera með, eru núna orðin nógu gömul til að reykja að þeim finnst. Enda blasir sú staðreynd við að í 7. bekk reykja um það bil þrír af hverjum fjórum og í 8. bekk all- flestir. Vita heilbrigðisyfirvöld og al- menningur þetta ekki og eins hitt að stór hluti 13 til 14 ára unglinga er farinn að neyta áfengis í ein- hverjum mæli, sumir sjaldan og lítið, en aðrir oft og mikið? Eða lokum við bara öll augunum og þykjumst ekki vita eða sjá neitt? Það er auðvitað miklu þægilegra. Það þýðir ekki að einblína á Hall- ærisplanið og segja að þar séu all- ir „vondu" unglingarnir saman komnir og þeir séu ekki stór hluti af unglingum Stór-Reykjavíkur- svæðisins, vegna þess að krakk- arnir hafa fleiri ráð til að koma saman. Þar á ég við „partýin". Þær samkomur eru áreiðanlega með sama sniði og hjá fullorðnum. Hafa börn og unglingar ekki alla tíð lagt kapp á að líkja eftir hátt- um og lífsvenjum fullorðinna? Það hef ég fyrir satt að sumum foreldrum þyki meira en nóg um „partýgleði" bama sinna, en það er erfitt fyrir eina og eina foreldra að taka sig til og banna sínum unglingi að fara út á kvöldin, þeg- ar flestir vinanna fá að fara og þurfa meira að segja ekki að koma heim fyrr en þeim sjálfum best líkar. Þess vegna þyrftu foreldrar að taka sig til og veita börnum sínum meira aðhald. Þurfa ekki öll börn og unglingar nokkurt að- hald og aga? Allir vita að ungl- ingar á gelgjuskeiði eru áhrifa- gjarnir og þegar margir eru sam- an komnir, er hætt við að þeir fáu sem aldir eru upp við reglusemi láti glepjast af hinum. Því enginn má við margnum, og ekki eru margir á þessum aldri sem hafa kjark til að skera sig úr hópnum. Einn „partýglaður" unglingur þrettán ára sagði mér fyrir nokkru að honum fyndist hann eins og hálfgert viðundur, þar sem hann hvorki reykti né drykki. Annar sagðist bara ekki skilja af hverju unglingar mættu ekki drekka eins og fullorðnir. Eru ekki fleiri en ég sem finnst • eitthvað vera að? Með þessum skrifum er ég ekki að halda því fram að þessir unglingar séu „vondir" unglingar eins og það er kallað. Kynni mín af þó nokkrum þeirra hafa sannfært mig um að svo er ekki, öðru nær. Þeir ganga ekki um eyðileggjandi eða stelandi og níðast ekki á börnum eða gam- almennum. Með nokkrum undan- tekningum auðvitað. Flestir eru geðugir og elskulegir ef þeim er sýnd alúð og vinsemd. Það er kominn timi til að fólk hætti að heykslast á unglingunum og líti í eigin barm og spyrji sjálft sig hverjir eða hvað eigi sökina á þessu ástandi, og hvað sé til úr- bóta. Hvernig er það, ætli það sé hálft í hvoru litið niður á fullorðið fólk, og einkum karlmenn, sem stundar bindindi?" Þessir hringdu .. . Langt fyrir neðan virdingu málgagns okkar sjálf- stæðismanna Aldís Þorbjörg hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hringi vegna þess að mér ofbjóða skrif Staksteina í blaðinu okkar í dag (fimmtudag). Lagt er út af leiðaraskrifum Alþýðublaðsins í gær, þar sem GÁS, ritstjórnar- fulltrúi Alþýðublaðsins, fjallar um prófkjörsúrslit Sjálfstæðis- flokksins og gerir það ágætlega að mínu mati. GÁS hefur skrifað leiðara í umrætt blað síðan rit- stjórinn, Jón B. Hannibalsson, tók sæti á Alþingi í haust. Höf- undi Staksteina er örugglega ljóst að um tvo menn er að ræða. Virðist hann því vísvitandi vera að blekkja lesendur i krafti út- breiðslu blaðsins og ber það vott um sams konar músarholusjón- armið og hann sakar höfund leiðarans um. Svona skrif eru sem betur fer ekki algeng í Morgunblaðinu og eru langt fyrir neðan virðingu málgangs okkar sjálfstæðismanna. 011 er greinin sóðaleg og ekki þess virði að eyða orðum á hana. Við eigum ekki að hreykja okkur af því að þurfa ekki ríkisstyrk, enda þigg- ur Morgunblaðið hann einnig. Svo get ég bent Staksteinahöf- undi á, að bak við hvern fram- bjóðanda hjá sjálfstæðis- mönnum voru 280, en á bak við hvern frambjóðanda hjá Al- þýðuflokknum voru 390, og þetta segir dálitla sögu. Aths. ritstj. í tilefni af símhringingu Al- dísar Þorbjargar er rétt að taka fram: 1) Morgunblaðið er ekki mál- gagn sjálfstæðismanna, blaðið stendur fyrir sínu sjálft en styð- ur sjálfstæðisstefnuna. 2) Morgunblaðið þiggur ekki neinn ríkisstyrk. Það selur ríkis- sjóði þau blöð, sem hann telur óhjákvæmilegt að kaupa vegna þeirrar þjónustu sem Morgun- blaðið veitir. 3) í Staksteinum stóð, að rit- stjóri Alþýðublaðsins „til skamms tíma“ hafi tekið þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins. Þar með var gefið ótvírætt til kynna, að það var ekki prófkjörsfram- bjóðandinn, sem ritaði þann leiðara í Alþýðublaðið, sem hér um ræðir. Aldís Þorbjörg hefur ekki lesið Staksteina nægilega vel, úr því að hún segir, að þar virðist því „vísvitandi" haldið að lesendum í blekkingarskyni, að Jón Baldvin Hannibalsson hafi ritað leiðarann um prófkjör i sjálfstæðismanna. Staksteina- höfundur bendlaði Jón Baldvin síður en svo við þessi ósmekk- legu leiðaraskrif í Alþýðublað- inu. Hins vegar kemur það á óvart, að Jón Baldvin Hanni- balsson skuli enn vera ritstjóri Alþýðublaðsins og sérkennilegt að hann vilji láta bendla sig við blaðið. 4) Um fylgið á bak við einstaka frambjóðendur hjá Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki er það eitt að segja, að með því að miða við höfðatölu hefur löngum verið unnt að komast að þeirri niður- stöðu, að íslendingar standi framar en margmilljóna þjóðir. Einstaklingar Minni fjölskyldur Nú er tækifæriö aö eignast glæsilegan og góöan örbylgjuofn frá Komdu til okkar og kynntu þér hvernig þú getur steikt, soðið og bakaö allan venjulegan mat á ör- skammri stund. Hvernig þú getur affryst matvæli á stuttri stund og gert þér heilsusamlega máltíö á auöveldan og hag- stæöan hátt. Meö Toshiba ofninum fylgir matreiöslunámskeiö og þú getur oröiö listakokkur eftir stuttan tíma. Viö fengum takmarkaö magn á þessu hagstæöa veröi kr. 6.990. Hagstæö kjör útb. 1.000 og eftir- stöövar 1.000 kr. á mánuði. Líttu viö og ræddu viö okkur um hvernig Toshiba ER 539 ofnin getur gjörbreytt matreiöslunni. Opið til kl. 4 í dag. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaóastræti 10 A Sími 16995 KJÖTMIÐSTÖOIW laugat—R 2.s. 86511 Okkar veró Skráó veró Úrbeinuó hangilæri 139,70 174,25 Úrbeinaóir hangiframpartar 99,00 125,70 Úrbeinuð ný lambalæri 109,00 141,00 Úrbeinað fullt ávaxtalæri 109,00 142,00 Úrbeinaöir lambahryggir 129,00 163,70 Úrbeinaóir nýir frampartar 86,00 114,85 Lambageiri 129,00 160,00 Lamba herrasteik (úrb. framhryggur kryddaður) 86,00 115,00 London lamb sértitboð 117,50 142,00 Lambaschnitzel 139,00 165,00 Lambapottsteik (smáguHasch) 119,00 145,00 Lambahamborgarhryggur 89,00 111,00 Opið öll hádegi í desember. Opið í dag til kl. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.