Morgunblaðið - 04.12.1982, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 04.12.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 37 Jakob Elías Kristjáns- son — Minning Miðvikudaginn 17. nóvember sl. var til moldar borinn móðurbróðir okkar, Jakob E. Kristjánsson. Hann fæddist í Bolungarvík 22. júlí 1923, sonur hjónanna Þórunn- ar Bjargar Jensdóttur og Krist- jáns Bárðar Sigurðssonar. Var hann næstyngstur fjögurra systk- ina. Þegar Jakob var á fimmta ári, missti hann móður sína af slysför- um, er snjóflóð féll á veginn í Óshlíð. Stóð nú Kristján einn eftir með fjögur ung börn og svo fór að hann varð að koma þeim í fóstur til annarra, og varð það hlutskipti Jakobs að alast upp hjá vanda- lausum sem mótaði mjög hans lífsferil. Strax á barnsaldri fór að bera á augnsjúkdómi sem ágerðist og á fermingarári sínu fór Jakob til Reykjavíkur, þá með töluvert skerta sjón. Þetta kom í veg fyrir frekari skólagöngu, en hann átti mjög létt með lærdóm og afburða- gott minni hafði hann. Fyrst starfaði hann hjá Blindravinafé- laginu við körfugerð, en þrátt fyrir sjóndepru fór hann út á hinn almenna vinnumarkað og stund- aði þar ýmis störf fram til ársins 1961. Sjóninni hrakaði stöðugt. Á þessum árum bjó hann hjá systur sinni Guðrúnu og Halldóri mági sínum í Skerjafirði. Þá kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Jónsdóttur frá Þverspyrnu í Hrunamannahreppi, og hófu þau búskap árið 1957 á Holtsgötu 25. Árið 1963 hóf hann störf að nýju hjá Blindravinafélaginu í Ing- óífsstræti, en árið 1970 stofnaði hann eigin körfugerðarverkstæði að Hamrahlíð 17, í húsi Blindrafé- lagsins, í rúmgóðu og vistlegu hús- næði sem hann skipulagði og inn- réttaði með hjálp Sigríðar konu sinnar. Allt bar þar vott um hand- lagni, útsjónarsemi og snyrti- mennsku. Mörgum sjáandi manni þótti ótrúlegt hvað hann gat gert í höndunum þótt blindur væri. Vinna var Jakobi mikils virði og síðustu vikurnar fór hann sárlas- inn til vinnu sinnar og gleymdi þá gjarnan verkjum og annarri van- líðan. Handverk hans geymist víða og mörg eru þau orðin ung- börnin, sem sofið hafa fyrstu mánuði ævi sinnar í körfu sem Jakob hefur farið höndum um. Jakob var aðeins 59 ára að aldri þegar hann lést eftir stutta sjúkralegu í Borgarspítalanum 4. nóvember sl. Við. viljum þakka Jakobi samfylgdina og vottum Sigríði innilegustu samúð og biðj- um Guð að styrkja hana á rauna- stundu. Kristján og Steini Kveðjuorð: Elísabet Helgadótt- ir hannyrðakennari \ Fædd 26. nóvember 1898 Dáin 1. nóvember 1982 Ættingjar, samstarfsmenn og vinir Elísabetar Helgadóttur, hannyrðakennara, komu saman í Fríkirkjunni í Reykjavík, kirkj- unni hennar, til þess að kveðja hana á kyrrum haustdegi. Það var augljóst, að margir mundu þessa mætu konu, sem ny- iega var gengin á vit feðra sinna. Elísabet fæddist í Reykjavík, 26. nóvember 1898. Faðir hennar var Helgi, steinsmiður, hér í borg. Hann hafði alist upp suður með sjó. Faðir hans var Runólfur Run- ólfsson, húsmaður á Flankastöð- um í Miðneshreppi. Móðir Elísa- betar var Ástríður, dóttir Erlends Halldórssonar, bónda að Dysjum í Garðahreppi. Þrautseigir sjósókn- arar stóðu að Elísabetu í báðar ættir og góðir eiginleikar þeirra fylgdu henni dyggilega á langri ævi. Helgi Runólfsson byggði sér lítinn bæ úr höggnum steini neð- arlega við Klapparstíginn vestan- verðan. Hann var ein hæð og með háu risi til geymslu. Veggirnir voru kalkaðir hvítir að utan eins og þá var venja. Börn þeirra hjóna, Ástríðar og Helga, urðu 4: Guðrún, fór til Kanada og settist þar að, Erlend- ur, vélstjóri, sem starfaði lengi á reykvískum skipum, Helgi, véla- maður, sem drukknaði ungur að árum, og Elísabet, sem var yngst barnanna. Elísabet ólst upp ásamt systkinum sínum í litla bænum við Klapparstíginn. Hún tók slíku ástfóstri við bæinn, að hann og dvölin þar gat henni aldrei úr minni liðið. Hún vandist þar fljótt á vinnusemi og vinnugleði og sá foreldra sína hjálpa fólki, sem hafði enn minna milli handa en þau sjálf. Vinnan og hjálpsemin var bless- un, og takmark lífsins var að standa á eigin fótum og vera frem- ur veitandi en þiggjandi. Sigurður Erlendsson, bóksali, kom oft á heimili systur sinnar. Allir hlökkuðu til komu hans, hann lánaði bækur og sagði fréttir utan af landi, glaðvær maður og hagmæltur, sem margt sporið átti milli bæja með bagga á baki. Elísabet lærði handavinnu í fjóra vetur eftir fermingu hjá systrunum, nunnunum í Landa- koti og vann jafnframt í sjúkra- húsinu. Systrunum féll hún svo vel í geð, að þær töldu sjálfsagt, að hún lærði hjúkrun og starfaði svo áfram hjá þeim. En Elísabet vildi annað, handavinnan átti þá hug hennar og æ síðan. Árið 1918 var hún í Kaup- mannahöfn á „Kunstflidforening- ensskole" og fékk þar að lokum sérstaka viðurkenningu fyrir hæfni og dugnað. Hún kenndi hannyrðir þegar eftir heimkom- una. Árið 1925 fór hún aftur til Hafnar og þá í námsferð. Ferðin sú gerbreytti högum hennar og varð henni til gæfu. Hún kynntist þá ágætum manni, Bjarna Bjarna- syni, kennara, frá Efri-Ey í Með- allandi. Þau giftu sig 28. ágúst 1926. Að námsferðinni lokinni settist Elísabet að í Vestmanna- eyjum, keypti sér hús og hóf kennslu. Hér var hún ein um hit- una og margar stúlkur leituðu til hennar. En Bjarni kenndi við barnaskólann í þorpinu. Árið 1929 fluttu þau hjón til Reykjavíkur, Elísabet þráði átt- hagana, þótt henni liði vel í Vest- mannaeyjum. Það mun líka hafa ráðið nokkru, að Elísabet lét sér annt um móður sína, sem nú var á hennar vegum og sá eftir að fara frá Reykjavík. Bjarni hóf kennslu við Austur- bæjarskólann 1930 og Elísabet 1931. Kennarapróf í sérgrein sinni | tók hún 1937 og fékk með því full réttindi í greininni. Þau hjónin urðu þátttakendur í þeim stóra hópi kennara, sem hóf störf í Austurbæjarskólanum við stofnun hans. Og það tel ég öruggt, að aldrei hafi jafn fríður og fram- sækinn hópur kennara starfað við einn og sama skóla. Kennararnir voru undir handleiðslu hins ágæta skólastjóra, Sigurðar Thorlacíus. Það var bryddað upp á mörgum nýjungum meðan Sigurðar naut við og þær reyndar í skólanum. Þær eru fyrir löngu, margar hverjar, taldar sjálfsagðar kennsluaðferðir um land allt. Sig- urður og kennarar hans brutu ís- inn og aðrir fylgdu í kjölfarið. Þegar þau Elísabet og Bjarni fluttu frá Vestmannaeyjum, seldu þau hús sitt þar og keyptu hús á Bjarnarstígnum og áttu þar heima síðan. Þótt efnin væru lítil og stofnað væri til skulda, þá var þó meira öryggi að hafa eignarhald á íbúð, og allt fór vel með nýtni og fyrirhyggju. Elísabet teiknaði á dúka og kenndi stúlkunum heima hjá sér nokkur fyrstu árin með skólastarfinu. Hún var virt og vel látin af nemendum sínum. Störf húsmóðurinnar utan heimilis og við kennslu heima, kölluðu á heimilisaðstoð. Bjarnarstígshjónin réðu til sín stúlkur til heimilisstarfa að vetr- inum. En þegar á fyrstu árunum í Reykjavík, réðst til þeirra stúlka ofan úr Borgarfirði, Jóhanna, Hanna, Jónsdóttir. Hún reyndist svo vel til allra heimilisstarfa, að á betra varð eigi kosið og börnun- um varð hún sem önnur móðir í fjarveru húsmóðurinnar. Vinátta tókst með henni og hjónunum og börnum þeirra, sem aldrei rofnaði. Hanna, en svo er hún jafnan köll- uð, á enn heima á Bjarnarstígn- um, trú því hlutverki, sem hún tók að sér í upphafi. Ég, sem þetta rita, kynntist þeim hjónunum á Bjarnarstígnum sumarið 1929. Ferðir mínar heim til þeirra urðu margar og aldrei mætti ég þar öðru en iðjusemi, hlýleika og glaðværð. Námsmenn- irnir, sumir utan af landi, eða þá vinir barnanna þeirra hafa sömu sögu að segja. Veitingar voru allt- af sjálfsagðar og gesturinn fór ríkari af vinsemd en hann kom. Börn þeirra Bjarnarstígshjóna ólust upp á góðu heimili: Helgi, prentari, Ásta, prestsfrú í Árbæ og Sverrir, slaghörpukennari. Elísabet Helgadóttir hreifst mjög á unga aldri af þeirri birtu og víðsýni, sem var í boðskap Ein- ars H. Kvarans, rithöfundar, og séra Haraldar Níelssonar. Hún taldi það mikilvægt að hafa tengsl við ættingja og vini hinum vegum landamæranna. Hún sótti árlega fundi hjá Hafsteini Björnssyni, sem létti byrðar fjölmargra með miðilsstarfi sínu. Það er oss öllum gleði, þegar vinir vorir fá að starfa langa ævi, sér og öðrum til sóma. Slíkum er förin af mannheimi auðveld og létt að hefja störf í nýjum heimi. Landamærin liggja saman og kvíslar frá beggja hálfu liðast langt yfir þau. „Guðsvegir eru þar, sem góðir menn fara,“ sagði eitt sinn norsk- ur skáldjöfur. H.M.Þ. EINHELL vinnuborð BÝÐUR UPP Á ÓTRÚLEGA MARGA NOTKUNARMÖGULEIKA TILVALIN JÓLAGJÖF LÍTTU VIÐ Á NÆSTU SHELL-STÖÐ BENSINSTOÐVAR SKELJUNGS Gefíð góðar og nytsamar jólagjafir SAMFELLURÚM kr. 1.625.- SPILABORÐ kr. 1.630 HERÐATRÉ frá kr. 1.000. OPIÐ TIL KL. 4 í DAG KRISTJPíl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.