Morgunblaðið - 04.12.1982, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.12.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 24 25 / Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakiö. Maðkar í mysunni Aþað var bent í forystu- grein Morgunblaðsins í gær, að hin mikla þátttaka í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi vestra hlyti að valda andstæðingum Sjálfstæðisflokksins áhyggj- um og þá helst þeim Ragnari Arnalds, þingmanni Alþýðu- bandalagsins, og Ingólfi Guðnasyni, þingmanni Fram- sóknarflokksins, sem skipaði 3ja sæti á lista flokks síns í síðustu kosningum. í lok þess- arar forystugreinar var þó sleginn þessi varnagli: „Að- hafist framsóknarmenn ekk- ert og uni því áhyggjulaust, að kjörfylgi sjálfstæðismanna stóraukist, leiðir aðgerðar- leysið til þess eins, að ýmsir telja sig hafa staðfestingu á því, að líklega séu maðkar í mysunni." Lesendur Morgunblaðsins þurftu í gær ekki annað en fletta frá leiðaranum yfir á baksíðu blaðsins til að fá staðfestingu þeirra Rágnars Arnalds og Ingólfs Guðnason- ar á því, að maðkar voru í mysunni í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Norðurlands- kjördæmi vestra. Ragnar Arnalds segir, að framsókn- armenn hafi beinlínis viljað >Aryggja að Sjálfstæðis- flokkurinn byði fram í heilu lagi, þó listinn yrði tvíhöfðað- ur“ eins og samráðherra Pálma Jónssonar orðar það. Ingólfur Guðnason upplýsir, að jafnvel sér, þriðja þing- manni Framsóknarflokksins, hafi verið tilkynnt af forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins í sinni heimabyggð, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann sjálfur tæki þátt í prófkjörinu. Ingólfur metur niðurstöðuna í prófkjörinu á þann veg, að þar hafi „góðvilj- aðir menn lagt hönd að“. Menn þurfa ekki að þekkja marga framsóknarmenn til að vita, að ekki eru aðrir en framsóknarmenn „góðviljað- ir“ í þeirra huga. Morgunblaðið spurði þá Ragnar Arnalds og Ingólf Guðnason að því, hvort þeir óttuðust ekki um eigin þing- sæti vegna mikillar þátttöku í prófkjöri sjálfstæðismanna. Ragnar taldi, að þeir menn úr öðrum flokkum sem þarna hefðu „aðstoðað" sjálfstæð- ismenn „myndu síðan taka af- stöðu í kosningum alveg óháð þessu prófkjöri". Ingólfur Guðnason sagði: „Ég hef oft lánað fé og fengið það gjarn- an til baka með skilum aftur." Þurfa menn frekari vitni? Það liggur Ijóst fyrir og er viðurkennt af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, að ann- arra flokka menn hafa skipu- lega tekið þátt í prófkjörinu í Norðurlandskjördæmi vestra. Einn þátttakendanna í prófkjörinu, Jón Ásbergsson, sagði hér í blaðinu í gær, að á fjórða hundrað framsóknar- menn og alþýðubandalags- menn í Húnavatnssýslu hefðu tekið þátt í þessu prófkjöri, sem auðvitað var eingöngu ætlað stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins sam- kvæmt samþykktum og ræki- lega auglýstum reglum. Þá skýrði Jón Ásbergsson frá því, að kjósendur hefðu skráð nöfn sín á þátttökulista og lægju þeir fyrir. Það sem hér hefur verið lýst er magnað pólitískt hneyksli. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa með skipulegum hætti verið „lánaðir“ til að hafa áhrif á skipan framboðslista flokks- ins. Hvað segja talsmenn prófkjöra við þessu? Ekki get- ur kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi vestra látið það sem hér hefur verið lýst sem vind um eyrun þjóta? Prófkjörsstjórn átti ekki annars kost en að fara eftir þeim reglum, sem henni voru settar. En hvað segir kjördæmisráðið sem ákvað reglurnar og tekur endanlega ákvörðun um framboðið? Er ekki eðlilegt að rannsókn fari fram og þá væntanlega undir forystu miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins, sem hefur úrslitavald um prófkjörsregl- urnar? Verði ekki tekið hart á þessu máli nú þegar geta and- stæðingar Sjálfstæðisflokks- ins gripið til sömu ráða víðar, þar sem prófkjör fer fram. Auðvitað kynni að koma í ljós, hvað svo sem Ragnar Árnalds og Ingólfur Guðna- son halda, að fjöldaflótti sé brostinn í lið þeirra sjálfra og væru það svo sannarlega ánægjuleg tíðindi. Flokksráð sjálfstæðis- manna situr nú á fundi. Er ekki rétt að það taki próf- kjörsreglur flokksins til endurskoðunar með hliðsjón af því, sem hér hefur verið lýst? Er ekki tímabært að staldra við og endurmeta stöðuna, þegar prófkjörsregl- ur sjálfstæðismanna og hneykslanlegir starfshættir ýmissa afla eru með þeim hætti, að andstæðingum Sjálfstæðisflokksins sýnist talin trú um í nafni „víðsýni og frjálslyndis", að flokkur- inn starfi undir kjörorðinu: Flokkur allra flokka? Erfiðasta ákvörðun á formannsferli minum — sagði Geir Hallgrímsson við setningu flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins Geir Hallgrímsson flytur r»ðu sína á flokksráðsfundinum í g*er. Morgunblaðið/ Ól.K.Mag. Um leið og ég segi formanna- og flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins sett- an býð ég ykkur öll velkomin til þessa fundar. Ég læt í ljós þá von og vissu, að fundurinn megi verða Sjálfstæðisflokkn- um til styrktar, einmitt nú þegar ætla má að innan misseris verði gengið til alþingiskosninga. Undirbúningur kosninganna er hafinn, bæði málefnalega varðandi stefnu flokksins í kosningunum og framkvæmdalega um framboð flokksins í 8 kjördæmum landsins. Þáttaskil í flokksmálum Frá því að síðasti landsfundur kom saman, hafa tvenns konar þáttaskil orðið í málefnum Sjálfstæðisflokksins. í sveit- arstjórnarkosningunum í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn glæsilegan sigur um land allt, en mesta gleði vöktu úrslit- in í Reykjavík, þar sem flokkurinn endurheimti þann meirihluta, sem tap- aðist fyrir fjórum árum, undir glæsilegri forystu hins unga borgarstjóra, Davíðs Oddssonar, sem naut til þess dyggilegs stuðnings Alberts Guðmundssonar, for- seta borgarstjórnar, og annarra fram- bjóðenda flokksins í kosningabaráttunni. Þessi mikli sigur Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum var jafn- framt ótvíræður dómur kjósenda um þá vinstri stjórn, sem setið hefur að völdum í nærfellt þrjú ár. Þessi úrslit eru sú eina skoðanakönnun um fylgi stjórnmála- flokka, ríkisstjórna og stjórnarandstöðu, sem mark er takandi á. Þessi mikli sigur skapar okkur sterka viðspyrnu í kosn- ingabarárttunni til Alþingis, sem fram- undan er, og hann undirstrikar jafn- framt hvílíkt afl býr í Sjálfstæðisflokkn- um, þegar flokksmenn bera gæfu til að standa saman. Önnur þáttaskil urðu í málefnum Sjálfstæðisflokksins á sl. sumri, þegar tveir af þeim þingmönnum flokksins, sem hvor með sínum hætti, gerði mynd- un núverandi ríkisstjórnar mögulega, lýstu andstöðu við hana. Albert Guð- mundsson, sem lýsti því yfir í byrjun febrúar 1980, að hann mundi verja ríkis- stjórnina vantrausti, tók af skarið á miðju sumri um afstöðu sína til ríkis- stjórnarinnar. Eggert Haukdal, sem gekk til fulls samstarfs við aðila ríkisstjórnarinnar við myndun hennar í febrúar 1980, lýsti afdráttarlausri andstöðu við hana í ág- ústmánuði sl. Báðir hafa síðan greitt vantrauststillögu á ríkisstjórnina at- kvæði sitt. Umtalsverður ávinningur Ákvörðun þeirra Alberts Guðmunds- sonar ög Eggerts Haukdals á miðju sumri um andstöðu við ríkisstjórnina þýddi það, að stjórnin hafði ekki lengur starfhæfan meirihluta á Alþingi. Yfirlýsingar þessara tveggja þing- manna þýða, að nú eru einungis eftir þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem rík- isstjórnina styðja, þ.e. ráðherrarnir þrír, Gunnar Thoroddsen, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson. Af þessum þremur ráðherrum hefur Gunnar Thoroddsen tekið ákvörðun um að taka ekki þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Mér kemur ekki til hugar, þrátt fyrir það, sem á undan er gengið, að Gunnar Thoroddsen hyggi á sérstakt framboð í Reykjavík gegn Sjálfstæðisflokknum. Slíkt væri í mikilli mótsögn við allt það, sem hann hefur sagt um afstöðu sína til Sjálfstæðisflokksins til þess. Þetta þýðir, að í næstu þingkosningum verða væntanlega í framboði einungis þeir tveir ráðherrar, sem þá eru eftir, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson. Pálmi Jónsson hefur þegar náð endur- kjöri í prófkjöri í kjördæmi sínu, en jafn- framt hefur stjórnarandstöðuþingmað- urinn í kjördæminu, Eyjólfur Konráð Jónsson, einnig náð öruggu endurkjöri í það sæti, sem hann hefur skipað á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu og verður að líta á þau úrslit sem yfirlýsingu sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi vestra um, að þeir vilji, að sjálfstæðismenn í kjördæminu gangi sameinaðir til kosninga og að þar komi ekki til klofningsframboðs. Friðjón Þórðarson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Vesturlandskjördæmi í janúar nk. Ég skal engu spá um úrslitin í því kjördæmi, en Friðjón hefur lýst því yfir, að hann muni aöeins vera í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég legg því áherslu á, að sá vandi sem skapaðist í febrúar 1980 við myndun núverandi rík- isstjórnar, er nú einungis takrnarkaður við tvo af þingmönnum flokksins og er að hverfa. Það tel ég vera umtalsverðan ávinning, sem skapar skilyrði til þess að flokkurinn geti gengið sterkur og sam- hentur til kosninga snemma á næsta ári. Krafa um kosningar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gerði strax í ágúst kröfu til þess að Alþingi yrði kvatt saman til þess að fjalla um þá nýju stöðu, sem upp væri komin í stjórn- málunum. Þing yrði rofið, og efnt yrði til nýrra þingkosninga nú á þessu hausti. Þeirri kröfu höfnuðu aðilar ríkisstjórn- arinnar. Síðan hafa bæði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, og Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, harmað þessa af- stöðu flokka sinna og látið orð falla um, að skynsamlegra hefði verið að fara að tillögum okkar sjálfstæðismanna og rjúfa þing og efna til kosninga þegar á þessu hausti. Það er enn skoðun Sjálf- stæðisflokksins að efna beri til kosninga svo fljótt sem auðið er og að því hlýtur að koma á næstu vikum, að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir geri sér grein fyrir því, að þessum leik er lokið og að ríkis- stjórnin hefur enga möguleika á að koma málum fram í þinginu. Þess vegna vænti ég þess, að ekki líði á iöngu þar til sam- komulag verði milli þingflokka um það, hvernig staðið skuli að þingrofi og nýjum kosningum snemma á næsta ári. Andstaðan við bráðabirgðalögin Við sjálfstæðismenn höfum verið spurðir um það, hvernig á því standi, að við lýstum andstöðu við bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar þegar á sl. hausti, þegar þau komu fram, þar sem í þeim felist áþekkar efnahagsaðgerðir og við sjálfir höfum staðið að þar á meðal með skerðingu kaupgjaldsvísitölu. Ég vil í þessu sambandi vitna til ummæla minna á Alþingi hinn 26. október sl. í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, en þar sagði ég m.a. um þetta efni: „Við sjálf- stæðismenn lýstum andstöðu okkar við bráðabirgðalögin, vegna þess að við krefjumst breyttrar stjórnarstefnu. í bráðabirgðalögunum felst kjaraskerðing án þess að hún komi að teljandi gagni í baráttunni gegn verðbólgunni og til lengdar getur hún orðið til skaða vegna þess að launþegar munu ekki sætta sig við sífelldar kjaraskerðingar eins og vinstri stjórna er vandi, sem Alþýðu- bandalagið ber höfuðábyrgð á. Verðbóta- skerðing um 8% 1. desember styðst við þá nauðsyn, að tilkostnaður atvinnuvega aukist ekki, en á sama tíma hefur leng- ing orlofs verulega tilkostnaðaraukningu í för með sér. Væri þá ekki skynsamlegra að draga úr verðbótaskerðingu og fresta því að taka lengra frí þar til betur árar. Samkvæmt þessum bráðabirgðalögum er svo enn um aukna skattheimtu að ræða, sem sjálfstæðismenn geta undir engum kringumstæðum sætt sig við. Samhliða þessum bráðabirgðalögum voru boðaðar ýmsar aðrar ráðstafanir, s.s. láglauna- bætur og ný vísitöluviðmiðun. Kostnaður við vinstri stjórnir Núverandi ríkisstjórn hefur dyggilega fetað braut fyrri vinstri stjórna. Fróðir menn hafa reiknað út, að það kosti þjóð- ina árlega 4% af þjóðarframleiðslu að hafa vinstri stjórn, og að síðustu vinstri stjórnir hafi kostað þjóðarbúið meira en mestu efnahagsáföll eftir stríð, 1967-1968. Ekki geri ég lítið úr aflabresti á loðnu og aflaminnkun á þorski á þessu ári. Það er áfall, sem við ættum þó að vera vel undirbúin að mæta eftir metárin 1980 og 1981. En hitt áfallið er öllu mest, vinstri stjórnar arfurinn, sem stefnir í að greiða þurfi 3ju hverja krónu gjaldeyristekna okkar í afborganir og vexti af erlendum lánum, um leið og skattar hafa sífellt verið þyngdir og kerfið kreppt krumlur sínar þéttar að lífi og starfi einstakl- inganna, heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Stjórnmálamenn eiga ekki að segja mönnum fyrir verkum eða álíta hlutverk sitt sífellt að hafa yit fyrir öðrum, heldur er það verkefni stjórnmálamanna að skapa almenn skilyrði svo að hugvit, hæfileikar og dugnaður einstaklinga fái notið sín um leið og öryggi þeirra, sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni, sé tryggt. Endurreisnin, sem vinna verður að undir forystu Sjálfstæðisflokksins, er ekki síst fólgin í stórminnkuðum ríkis- umsvifum og skattalækkunum. Hér á eftir mun Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ieggja fram drög að stjórnmálaályktun þessa fundar og læt ég því staðar numið um þann þátt mála. Kjördæmamálið í Morgunblaðinu í morgun birtist opið bréf frá kjósanda í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem hann skýrir frá þeim ástæðum, sem urðu þess valdandi, að hann greiddi mér ekki atkvæði í þessu prófkjöri. í bréfinu segir: „Undirritaður kjósandi prófkjörs var ein af þeim, sem ekki kusu, hr. Geir Hall- grímsson. Þar sem þetta virðist koma á óvart hjá ýmsum, tel ég það skyldu mína að upplýsa, hver ástæðan var fyrir þess- ari ákvörðun minni. í stuttu máli sagt: fyrst og fremst aðgerðarleysi í kjör- dæmamáli og loðin svör, þegar þau hafa verið til umræðu. Ranglætið í vægi at- kvæða er orðið óþolandi og er með öllu óviðunandi enda gengið á hlut þéttbýlis- ins, ekki síst höfuðborgarinnar, æ ofan í æ í skjóli misréttisins. Ég mun því per- sónulega fylgjast vel með, hvað gerist í þeim málum hjá sjálfstæðismönnum. Mun ég ekki greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði mitt í næstu kosningum að óbreyttu ástandi. Ekki þarf að taka fram, að ég er ekki ein um þá skoðun, að umbóta sé þörf. Nú verða verkin að tala hjá sjálfstæðismönnum, þolinmæði margra tryggra kjósenda flokksins er á enda runnin." Ég vil leyfa mér að vekja athygli á efni þessa bréfs. Sem formaður Sjálfstæðis- flokksins tel ég það skyldu mína, að hafa hagsmuni og sjónarmið þjóðarinnar allr- ar í huga, þegar ég met afstöðu mína og flokksins til einstakra mála. í kjördæma- málinu hef ég gefið skýrar yfirlýsingar. í umræðum um vantraust á ríkisstjórnina, sagði ég m.a.: „En áður en til kosninga er gengið er ljóst, að það er þjóðarkrafa að jafnað verði vægi atkvæða eftir kjör- dæmum og tryggt að þingmannatala flokka verði í samræmi við fylgi kjós- enda. Þegar rætt er um vægi atkvæða eftir kjördæmum eru tvö megin sjón- armið uppi: Sumir segja, að sérhver kjós- andi eigi að hafa sama atkvæðisrétt, það sé hið eina og sanna lýðræði. Um það verður út af fyrir sig ekki deilt. Hitt er ljóst, að því marki höfum við aldrei náð. Áðrir segja, að áhrif íbúa strjálbýlis á stjórn landsins og löggjafarsamkomu séu minni en þéttbýlisþúa sem nær búa og það réttlæti misvægi atkvæða. Sam- komulag þarf að takast á milli tals- manna þessara tveggja meginsjónarmiða svo að þeir sætti sig við. Hið fullkomna Iýðræði dugar okkur skammt, ef það verður til þess að sundra þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar, þeirra, sem búa í þéttbýli á suðvesturhorninu, og hinna, sem búa í hinum dreifðari byggðum, ein- mitt þegar okkur er svo mikill vandi á höndum." í viðtali við Morgunblaðið föstudaginn 26. nóvember sl. sagði ég um þetta mál: „Ég er þeirrar skoðunar, að það sé vax- andi skilningur meðal strjálbýlisbúa á því, að jafna verði vægi atkvæða og það er það veganesti, er við höfum frá sam- þykkt síðasta landsfundar Sjálfstæðis- flokksins. Og ennfremur: ef við eigum að vera fær um að leysa vanda okkar, þá er meiri jöfnuður á vægi atkvæða forsenda þess. Við verðum að skapa skilyrði til þess að við getum brotist út úr efna- hagsvanda þjóðarinnar með svipuðum hætti og gerðist eftir kjördæmabreyting- una 1959 með viðreisninni. Alþingi er ekki fært að takast á við vanda þjóðar- búsins, ef það endurspeglar ekki með við- unandi hætti vilja þjóðarinnar. Reynslan eftir 1959 hefur sýnt að kjördæmabreyt- ingin þá hefur síður en svo reynst óhagstæð íbúum dreifbýlisins. Aukið jafnvægi atkvæða mun áfram verða íbúum landsbyggðarinnar í hag.“ Þetta eru ekki loðin svör, þetta eru afdráttarlausar yfirlýsingar um það, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji stefna að meiri jöfnuði í vægi atkvæða en nú ríkir, en hins vegar ekki ganga svo langt, að þjóðin klofni í tvær stríðandi fylkingar af þeim sökum. Þetta er afstaða sem ég, sem formaður Sjálfstæðisflokksins, hlýt að taka. Mér var fullkomlega ljóst dag- ana fyrir prófkjörið, að ummæli mín þá daga mundu valda óánægju meðal íbúa ekki síst í Reykjavík. En formaður Sjálfstæðisflokksins verður að hafa þrek til að taka afstöðu til einstakra mála án þess að hafa það sífellt í huga, hvort hann fær atkvæðunum fleira eða færra í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna endurtek ég það, hér og nú, ég vil vinna að því, að leiðrétting fáist á kjördænjaskipan og að hlutur íbúa í þéttbýli verði réttur gagnvart íbúum dreifbýlis, en ég er ekki tilbúinn til að standa þannig að málum að þjóðin skipt- ist í tvær fylkingar íbúa þéttbýlis og dreifbýlis, sem berjast hatrammri bar- áttu um þetta mál og önnur hagsmuna- mál sín. Viðræður milli flokka Undanfarið hafa farið fram ítarlegar viðræður milli formanna stjórnmála- flokka og formanna þingflokka og innan stjórnarskrárnefndar um kjördæmamál- ið. Menn hafa rætt málið á þeim grund- velli að ná skyldi 3 markmiðum: 1. Jöfnuði milli þingmannatölu flokka og kjósendatölu. 2. Jafna misvægi atkvæða milli kjör- dæma. /• 3. Skapa skilyrði fyrir því að kjósendur í öllum kjördæmum sjái tilgang að kjósa sinn flokk. Þessum markmiðum verður ekki náð með óbreyttri tölu strjálbýlisþingmanna, nema með fjölgun þingmanna um 7—10. Við sjálfstæðismenn höfum í þeim efn- um ályktun landsfundar í fyrra að vega- nesti, þar sem svo er komist að orði: „Eins og nú standa sakir telur fundur- inn að markmiðum Sjálfstæðisflokksins í kjördæmamálinu verði ekki náð nema með því að byggja á þeirri kjördæma- skipan sem nú gildir. Þetta verði gert með þeim breytingum: 1. Hámarkstala þingmanna verði 70. Fjölgun verði aldrei meiri en þarf til að ná jafnrétti milli kjördæma. 2. Fjölgað verði kjördæmakosnum þing- mönnum í þeim kjördæmum, þar sem vægi atkvæða er minnst, og reglum um úthlutun uppbótasæta verði breytt. 3 Persónulegu kjöri verði komið við með því að kjósandinn eigi þess kost í prófkjöri, við kosningar eða með öðr- um hætti, að velja milli frambjóðenda á framboðslistum. Landsfundurinn felur þingflokknum að hafa frumkvæði um þessar breytingar fyrir næstu alþingiskosningar." í samræmi við þessi fyrirmæli lands- fundar gekk þingflokkurinn frá tillögum til breytinga á stjórnarskrá þess efnis, að fjölga skyldi þingmönnum Reykjavík- ur um 3, Reykjaness um 4 og Norður- lands eystra um 1 eða alls yrðu þing- menn þá 68. Eins og kunnugt er hefur fjölgun þing- manna verið gagnrýnd. Þótt fjölgun þingmanna sé síður en svo eftirsóknar- verð er ekki álitamál að standa að henni, ef lausn næst ekki með öðru móti. En við sjálfstæðismenn höfum ekki neitað að kanna aðrar leiðir til lausnar eins og t.d. fjölgun þingmanna um 3, en þá verða menn að horfast í augu við það, að viðun- andi jöfnuður milli flokka og kjördæma næst ekki, nema með því að fækka þing- mönnum strjálbýlisins og kunna þá að minnka vonir flokka um að fá kosna þingmenn þaðan. Margvíslegir útreikningar hafa verið gerðir og mismunandi útreikningsað- ferðum beitt. Við Ólafur G. Einarsson formaður þingflokksins munum reiðubúnir að svara fyrirspurnum um þetta mál, svo að ég fjölyrði ekki um það frekar. En við gerum okkur vonir um, að víðtækt sam- komulag takist á næstu vikum um lausn málsins og ber til þess brýna nauðsyn. Prófkjör hafa farið fram í 2 kjördæm- um. Prófkjörin, prófkjörsreglur og úrslit þeirra gefa tilefni til margs konar um- ræðna og ákvörðunar sem ég geri ekki almennt að umræðuefni. Úrslit prófkjörsins í Reykjavík Mér ber sérstök skylda að ræða úrslit prófkjörsins í Reykjavík og þátt minn í þeim efnum. Ég hef nú gegnt formennsku í Sjálf- stæðisflokknum í 9 ár. Á þessu tímabili hef ég staðið frammi fyrir mörgum erfið-' um ákvörðunum, bæði pólitískum og per- sónulegum. Slíkt er hlutskipti formanns Sjálfstæðisflokksins. Að þessu sinni stend ég frammi fyrir mörgum erfiðum ákvörðunum, bæði póli- tískum og persónulegum. Slíkt er hlut- skipti formanns Sjálfstæðisflokksins. Að þessu sinni stend ég frammi fyrir erfiðustu ákvörðun á formannsferli mín- um, sem snertir bæði pólitíska stöðu flokksins og mína persónulega. Úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík voru áfall fyrir mig. Slíkt áfall fyrir formann stærsta stjórnmálaflokks þjóð- arinnar hlýtur að hafa áhrif á stöðu hans og þau skilyrði, sem hann hefur til þess að gegna skyldum formanns, svo sem vera ber. Af þessum sökum hef ég síð- ustu sólarhringa íhugað vandlega stöðu mína í ljósi flokkshagsmuna. Ég hef fengið mikinn fjölda upphring- inga, skeyta og skilaboða með öðrum hætti. Ég tel því, að ég hafi á þessum fáu dögum, frá því að úrslitin lágu fyrir, fengið nokkurn þverskurð af viðhorfum sjálfstæðismanna til þeirrar stöðu, sem nú er komin upp. Þau sjónarmið eru margvísleg og sú ráðgjöf sem ég hef fengið hefur verið af ýmsum toga spunnin. Ég met mikils þau hollráð, sem mér hafa verið gefin og þær hvatningar og áskoranir sem ég hef feng- ið. Mér er þó ljóst, að ég einn hlýt að taka þá ákvörðun, sem ég stend frammi fyrir nú, en endanlegt úrskurðarvald er auð- vitað í höndum trúnaðarmanna flokksins samkvæmt skipulagsreglum hans. Tvíþætt val í stórum dráttum er valið tvíþætt: Annars vegar, að ég dragi þær álykt- anir af úrslitum prófkjörsins í Reykja- vík, að ég hafi ekki traust sjálfstæð- ismanna í Reykjavík til áframhaldandi framboðs og standi því upp og verði ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í næstu þingkosningum og leggi jafnframt til við miðstjórn, að landsfundur verði kallaður saman hið fyrsta á næsta ári til þess að velja flokknum nýja forystu. Hinsvegar, að ég taki sjöunda sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og berjist fyrir því að ná kjöri í því sæti og gegni áfram formannsstörf- um í Sjálfstæðisflokknum. I mínum huga er staða mín á framboðslistanum og formennska í flokknum samtengd að þessu leyti. Rökin fyrir því að velja fyrri kostinn eru þau, að það sé einfaldlega tímabært að brjóta blað. Ég skal fúslega játa, að fyrst eftir úrslit prófkjörsins, þegar persónuleg vonbrigði höfðu yfirhöndina, var slikur kostur eðlilega í fyrirrúmi. Tækifæri, afsökun og skýring gefst til að brjóta blað og létta af sér þeirri byrði, sem formennska í Sjálfstæðisflokknum, stærsta flokki þjóðarinnar, er raunar hverjum, sem hana tekst á herðar. Sú byrði hefur verið meiri hin síðari ár, þeg- ar ýmsir af flokksmönnum hafa lagt áherslu á að torvelda með andróðri starf SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.