Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 4. DESEMBER 1982 23 Sunnan úr hrauni, vatnslitamynd eftir Eirík Smith. ASÍ sýnir mynd- ir Eiríks Smith LAUGARDAGINN 4. desember stendur Listasafn ASÍ fyrir sýningu á verkum Eiriks Smith i tilefni af útkomu listaverkabókar Listasafns ASÍ og Lögbergs- bókaforlags. Á sýningunni eru 8 olíumyndir og 29 vatnslitamyndir og eru flestar myndirnar málaðar á þessu ári. Sýning Eiríks Smith stendur til 19. desember. Hún er opin þriðjudag til föstudag kl. 14.00—19.00 og laugardaga og sunnudaga kl. 14.00—22.00. Aðventuhátíð í Siglufjarðarkirkju EINS OG undanfarin ár verður efnt til aðventuhátíðar ■ Siglufjaröarkirkju annan sunnudag i aðventu. Hefst hátíðin kl. 20.30. Að venju verður þar flutt marg- breytilegt efni, sem allt á að færa okkur nær jólunum og þeim boð- skap er þau fela í sér. Kirkjukórinn, unglingakór og barnakór syngja jólalög undir stjórn Roberts Cummins, söng- stjóra og organista. Robert tók ný- lega við söngstjórn í Siglufjarðar- kirkju og hefur hann nú þegar unn- ið gott starf að tónlistarmálum staðarins. Asamt honum mun Elías Þorvaldsson, skólastjóri Tónskól- ans stjórna barnakórnum. Nemendur úr 5., 6. og 7. bekk Grunnskólans flytja helgileik. Lúðrasveit Siglufjarðar leikur nokkur lög undir stjórn Andrews Hurrell en sjálfur mun hann leika einleik á horn og flytja welskt jóla- lag. Sigurjón Sæmundsson, prent- smiðjustjóri og fyrrum bæjarstjóri flytur ræðu kvöldsins og verður megininntak hennar „friður á jörðu", en það er einmitt megin- verkefni kirkjunnar hér á landi og um allan heim á þessari aðventu og jólum. í lok ræðunnar mun ræðu- maður flytja sálminn „Friður á jörðu" eftir Árna Steinsson. Fleira efni verður flutt á þessu aðventukvöldi, sem of langt mál er að rekja hér. Um leið og sóknarnefnd vill hvetja alla til að taka þátt í hátíð- inni, vill hún minna Siglfirðinga nær og fjær á nýju kirkjubókina og veggmynd af kirkjunni, sem hvort tveggja var gefið út í tilefni af fimmtíu ára afmæli kirkjunnar. Ágóðinn af sölunni mun renna beint í safnaðarheimilissjóð, en safnaðarheimilið hefur verið starf- rækt síðan í ágúst og hefur þar far- ið fram fjölbreytt og gott safnað- arstarf. Öllum er ljóst að slík að- staða lyftir undir allt safnaðarstarf og aðra félagsstarfsemi. Sóknar- nefnd vill enn á nýjan leik þakka fjölmörgum einstaklingum, fyrir- tækjum og félagasíamtökum fyrir framlag þeirra til safnaðar- heimilisins. Bestu kveðjur og óskir um gleði- leg jól. Sóknarnefnd og sóknarprestur. Jólafundur Vorboðans Sjálfstæðiskvennafélagið Vor- boðinn í Hafnarfirði heldur sinn árlega jólafund á mánudag, 6. des. kl. 20.30 i samkomuhúsinu Skip- hóli. Verða þar kaffiveitingar og jólahappdrætti. Eggert ísaksson flytur jólahugvekju og Soffía Guðmundsdóttir syngur við undir- leik Guðna Guðmundssonar. Þorlákshöfn: Fyrsta messa í Þorláks- kirkju Þorlákshöfn, I. desember. NÚ ERU tímamót í byggingu Þor- lákskirkju í Þorlákshöfn, sem er til- búin undir tréverk um þessar mund- ir. Af þessu tilefni hefur verið ákveð- ið að messa í kirkjunni sunnudaginn 5. desember nk. Klukkan 11.00 verður barna- messa, en almenn guðsþjónusta klukkan 14.00. Að lokinni guðs- þjónustu verður kaffisala í félags- heimilinu og sjá sóknarkonur um kaffið. Ágóðinn af kaffisölunni rennur í orgelsjóð kirkjunnar. Einnig er fyrirhugað að messa í kirkjunni á aðfangadagskvöld. Með nýju ári er síðan hugmyndin að halda áfram framkvæmdum af fullum krafti. J.H.S. Jólamarkaði FEF frestað Af ófyrirsjáanlegum ástæðum hefur verið ákveðið að fresta jóla- markaði Félags einstæðra for- eldra, sem átti að vera í dag, laug- ardag. Bókauppboðí Sjallanum í dag Akureyri, 2. desember. BÁRÐUR Halldórsson og Jón G. Sólnes halda bóka- og listaverkaupp- boð í Sjallanum á laugardaginn og hefst það klukkan 14. Uppboðshlut- irnir verða til sýnis sama dag og á sama stað kl. 9—14. Á uppboðsskrá eru 75 bóka- númer og 15 málverk eftir Karl Kvaran, Gunnlaug Scheving, Ein- ar G. Baldvinsson, Sigurð Krist- jánsson, Úlf Ragnarsson, Eirík Smith, Pál Sólnes, Valtý Péturs- son og Kristin G. Jóhannsson. Sv.P. V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! J^rgpstiMaMb Vorum að taka upp mikið úrval af vörum: Hjónarúm — Einstakl- ingsrúm Svefnbekki — Skrifborössamstæð- ur — Skrifborðsstóla með og án pumpu — Vegghillusamstæöur — Borðstofuborð og stól- ar. Verðið er líka alveg hlægilegt. OPID í DAG, LAUGARDAG, TIL KL. 19.00. Á MORGUN, SUNNUDAG, KL. 14.00—17.00. Notið helgina, komið, skoðið og sannfærist. Sjón er sögu ríkari. peiöpið ifDocjœgio SÍMI 77440 Við erum komin í jóla- stem VIÐ RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM Sófasett úr furu, leðri og reyr. 15% afsláttur kJ J Svefnsófar AF SÓFASETTUM <%> Nýborgs Ath.: Opið til kl. 4 laugardaginn 4. desember. Ármúla 23. Sími 86665 — 86755. SAU 18 27.01 DEC82 cscw ihc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.