Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 19 Kirkjudagur Selja- sóknar er á morgun KIRKJUDAGUR Scljasóknar verð- ur 2. sunnudag í aðventu, 5. desem- ber. Starfsemi Seljasóknar er ung en vex með hverju ári. Þar er ekki kirkja, en undirbúningur að fram- Jón Baldvin ræðumaður á aðventukvöldi í Bústaðakirkju SÍÐASTA sunnudag, þann fyrsta i aðventu, voru fyrri þættir aðventu- og afmælishátíðar Bústaðasóknar í tilefni af 30 ára afmæli safnaðarins. Frá þessu segir í fréttatilkynningu frá Bústaðasókn. Þar segir ennfrem- ur: Barnamessan, með góðri þátt- töku fullorðinna líka, var vel sótt og kveikt var á fyrsta kertinu á aðventukransinum, stólar voru bornir inn í kirkjuna við messuna kl. 2.00, svo mikil var aðsóknin, og þá prédikuðu þeir tveir prestar sem þjónað hafa söfnuðinum þessi 30 ár, þeir séra Gunnar Árnason og séra Ólafur Skúlason. Glæsi- borð kvenfélagsins svignuðu und- an kræsingum, sem voru vel þegn- ar og fjölskyldur áttu þar góða stund. En þegar halda skyldi til aðventuhátíðar um kvöldið, skall á ofviðri mikið, svo að ekki var ann- að hægt en aflýsa öllu. Var þetta nítjánda skiptið, sem slík hátíð skyldi haldin, og hið fyrsta skipt- ið, sem veður hamiaði. Sunnudaginn 5. desember er því enn boðið til aðventuhátíðar í Bústaðakirkju og er ræðumaður Jón Baldvin Hannibalsson, alþing- ismaður. En það öðru leyti verða sömu dagskrárliðir og boðaðir höfðu verið fyrir síðasta sunnudag með miklum söng- og hljóðfæra- leik. Og að lokum verða kertin tendruð og kirkjugestir taka með sér sýnilega kveðju kirkju sinnar. Hamlar nú vonandi ekkert, að enn verði mannmargt á aðventuhátíð í Bústaðakirkju og eru allir vel- komnir, meðan húsrúm leyfir. En messur eru að venju kl. 11.00 og kl. 2.00. kvæmdum langt kominn, segir 1 fréttatilkynningu frá söfnuðinum. Kirkjudagurinn hefst með barnaguðsþjónustum á tveim stöðum í hverfinu, bæði Öldu- selsskólanum og á Seljabraut 54 og þær hefjast kl. 10.30. Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 14. Þar mun sóknarpresturinn, sr. Valgeir Ástráðsson, prédika, leik- ið verður á trompett. Einnig verð- ur altarisganga. Guðsþjónustan er í ölduselsskólanum, eins og aðrar almennar guðsþjónustur sóknar- innar. Strax að lokinni guðsþjónust- unni verður basar Kvenfélags Seljasóknar, einnig í ölduselsskól- anum. Samtímis honum verður opnuð sýning á teikningum kirkj- unnar, sem fyrirhugað er að reisa í Seljahverfinu. Mun arkitekt kirkjunnar, Sverrir Norðfjörð, verkfræðingurinn, Leifur Bene- diktsson, ásamt fulltrúum úr kirkjubyggingarnefndinni vera til staðar og útskýra. Verða basarinn og sýningin opin fram eftir degi, og þá verður rennt á könnuna fyrir þá, sem koma. Um kvöldið verður aðventu- kvöld í Ölduselsskólanum. Þar verður fjölbreytt dagskrá. Kirkju- kórinn mun syngja, ungt fólk úr söfnuðinum syngur létta tónlist og æskulýðsfélag safnaðarins mun sjá um helgileik. Aðalræðumaður kvöldsins verður Sigurbjörn Ein- arsson, fyrrum biskup Islands. Hugleiðingu mun Friðrik Ól. Schram flytja. Aðventusamkoma hefst kl. 20.30. KOMDU . KRÖKKUNUMÁOVART! Farðu til þeirra umjólin Mömmur, pabbar, systur, bræöur, afar, ömmur, frændur, frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til útlanda. Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flug- leiðir bjóða til Norðurlandanna. Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir: Kaupmannahöfn Kr. 4.906.- Gautaborg Kr. 4.853.- Osló Kr. 4.475.- Stokkhólmur Kr. 5.597,- Barnaafsláttur er 50%. Fargjöldin taka gildi 1. des. Upplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif- stofur Flugleiða , umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi esió reglulega ölmm fjöldanum! Við bökum Ijúffenga rétti í gamla ofninum hennar Mömmu Rósu. Bragð er frásögn ríkara. Líttu endilega inn á öðruvísi veitingastad við Hlemm. Við höfum opnað við Hlemm eftir vel heppnaöar breytingar (þar sem Kráin var áður)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.