Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 Ég sé þig þó miklu oftar núna en áður. Það er þó bót í miii? Með morgunkaffinu Hún var stórbrotin þar sem hún kom vaðandi gegnum skógarþykknið með fiðrildanet- ið sitt! „SAMA 6AMLA PKASLlP, NEMA YWAÐ p£lR HAFA 0/eTT PALiTlU KKÓMI M'' Ekki verið að berjast fyrir bættum lífskjörum Húsmóðir skrifar: „Núna er kúgun og harðrétti bú- ið að kvelja rússnesku þjóðina, sem telur yfir 200 milljónir íbúa, í 65 ár. Hér var þess minnst með því að listamenn - frá Rússlandi skemmtu á vegum MÍ R. Það hljóp að vísu á snærið fyrir almenningi þegar kommúnistarnir í leppríkj- unum afhentu Stalin föðurlönd sín til eignar og ábúðar, en ekki leið á löngu þar til þau urðu ekki aflögu- fær. Þá var komin hin svokallaða slökunarstefna og frjálsu þjóðirn- ! ar kepptust við að taka brauðið frá sínum eigin börnum og hentu því í botnlausa hit hungurhug- myndahagkerfis Marx, sem allt gerir að engu. Hin frjálsa pressa um allan heim áttaði sig ekki á blekkingum og svikum Kremlherranna, og tók undir áróðurssönginn. Var ekki Ho-Chi Minh kallaður elsku „Farþegi“ skrifar: „Einhver bezta og nauðsynleg- asta þjónusta við borgarbúa eru strætisvagnarnir. Með þeim er hægt að ferðast um þvera og endi- langa Reykjavík fyrir fáar krónur og langi einhvern til að sjá sig um í borginni er til auðveld og ódýr leið — að fara í hringferð með strætisvagni. Vagnarnir eru^Jireinlegir og notalegir. Að þessu athuguðu, er það hörmulegt, að skemmdir skuli vera unnar á þeim. Það lýsir van- þroska og lítilli siðmenningu, svo ekki sé meira sagt. Það er mjög eðlilegt, að rætt sé margt um hin tíðu og sorglegu slys í umferðinni nú á dögum. Vafalaust eru margar ástæður til þessara vandræöa, eins og bent hefur verið á. En víkjum þá að strætisvögnunum. Það mun heyra til undantekninga, ef þeir valda slysum. Þó er ærin ástæða til þess að svo gæti orðið, því að víða hafa . vagnarnir stranga áætlun, en þó Mega ekki gefa eft- ir um hársbreidd S.F. skrifar 16. nóv.: „Velvakandi! Það er undarlegt að ekkert hef- ur heyrst frá kvenréttindakonum eða jafnréttishreyfingunni til andmæla gegn frumvarpi um breytingar á fóstureyðingarlögun- um. Með þessu frumvarpi er verið að stíga skref aftur á bak í réttindum kvenna og vona ég að þær taki höndum saman um að þessar breytingar verði felldar. Það hefur tekið kvenþjóðina aldir að fá þennan rétt að lögum og nú mega þær ekki gefa eftir hársbreidd." Hefur kannski enga þörf fyrir slíka eiginleika K.H.B. (5955-14611) skrifar: „Kæri Velvakandi! Við vorum að ræða úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins nokkrir krakkar í MR. Við vorum sammála um, að þau væru ekki réttlát. Okkur þótti skrýtið, að sjálfstæðismenn skyldu ekki meta heiðarleika og drengskap Geirs Hallgrímssonar. Kannski hefur flokkuFÍi".'! enga þörf fyrir slíka eiginleika." frændi í Svíþjóð og allt gert fyrir Víet Cong? En hvernig er líf al- mennings í Suður-Víetnam núna, þ.e. þeirra sem ekki drukknuðu? Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann. Þeir eiga að hugsa sitt, mennta- mennirnir í Bandaríkjunum, sem gerðu Kastró að heiðursdoktor við fínasta háskólann þeirra. Einræðisstjórnir halda ekki völdum í 65 ár, ef alltaf versna lífskjörin, en KGB passar allt; þar eru líka nauðungarvinnubúðirnar og svo geðveikrahælin, og svo er fólkið látið svara þessu á fjögurra ára fresti með 99,8% atkvæða handa böðlum sinum. í gamla daga þegar Rússland var lokað fengu engir þangað að koma nema þeir sem voru svo blindir í trú sinni að þótt þeir vissu um hryll- inginn, þá breytti það engu um er kannski mestur vandinn með gangandi fólk, sem æðir út á göt- una í veg fyrir vagnana, í órétti. Ég fullyrði, að vagnstjórarnir bjarga lifi fjölda manns dag hvern. Þaðjsýnir, að þessir menn eru starfi sinu vaxnir á allan hátt, að mér finnst eftir margra ára ferðir með vögnunum." S.Ó. skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að fá skýringu á því, af hverju leigubílastöðvarnar senda aldrei bíla að Villta tryllta Villa. Við unglingarnir þurfum líka að komast heim. Þó að maður reyni að panta bíl í gegnum síma koma þeir ekki. Þeir geta aftur á móti beðið langtímum saman fyrir utan hina skemmti- staðina, svo að tugum skiptir. Hvernig stendur á þessu? Með þökk fyrir svar og birt- ingu.“ • Velvakandi spurðist fyrir um þetta atriði hjá Eggert Thoraren- sen á BSR og fékk eftirfarandi upplýsingar: Villti tryllti Villi er opinn jafnlengi og veitingahúsin almennt, þ.e. til kl. 3 eftir mið- nætti. Um kl. þrjú eru leigubílarn- ir flestir fyrir utan þau veitinga- hús, þar sem bílstjórarnir geta helst vænst þess að fá viðskipta- vini. Eftir kl. þrjú má segja að miðbærinn frá Snorrabraut og vesturbærinn séu í svelti með leigubíla. Flest af því fólki sem skemmtir sér á þessum tíma er ungt fólk og afarmargt á það hcima ! Breiðholti. Þar losna bíl- áróðurinn. Nú eru þeir svo fastir í sessi, aðþeir segja sjálfir frá mat- arskortinum og storka heiminum með illverkum sínum. Þá breytir það engu hjá vesturlandakomm- únistum. Þeir kenna bara í brjósti um þá, sem ekki lifa við sultinn og seyruna í kommúnistaríkjunum, og berjast allt hvað af tekur fyrir útþenslustefnu Kremlverjanna. Sannleikurinn um Stalín sem sýndi það, að í skjóli kommúnism- ans er allt hægt að gera, breytti í engu viðhorfum þeirra. Þeir tóku aðeins myndirnar af Stalín úr stássstofum sínum og þær höfn- uðu á öskuhaugum, en þangað ætti líka að fara hagkerfi Karls Marx. Lýðræðisöflin í hinum frjálsa heimi, sem ein standa fyrir allri hjálp til nauðstaddra í veröldinni, eiga að vera búin að finna lyktina af Víet Kong. Þar sem hryðju- verkin eru framin með rússnesk- um vopnum og morðsveitir Kastr- ós veita liðsinni sitt, þar er ekki verið að berjast fyrir bættum lífskjörum, heldur er verið að hneppa þessar þjóðir í þrælafjötra kommúnismans. Þetta er smám saman að renna upp fyrir almenn- ingi í mörgum löndum; það sýna kosningarnar á Spáni, þar sem kommúnistarnir fengu fjögur þingsæti. Hvenær ætlar mesta menningarþjóð veraldarinnar að fara að sjá það, sem allar aðrar þjóðir sjá og vita?“ arnir og snúa til baka. En oft kom- ast þeir ekki lengra en að Broad- way eða í lengsta lagi að einhverj- um skemmtistaðnum í austur- hluta borgarinnar og taka þar að- vífandi fólk. Svona atvikast það, að miðbær og vesturbær sjá ekki bíl langtímum saman. En varð- andi hitt, að ekki sé komið á stað- inn, þótt hringt sé eftir leigubíl: Það gerist ákaflega oft, þegar pantaðir eru leigubílar á nöfn að einhverjum skemmtistaðnum, að það kostar ærna töf og jafnvel leit að finna þann sem pantaði, og svo er hann jafnvel á bak og burt eftir allt saman. Þess vegna kjósa bíl- stjórarnir frekar þann fuglinn sem þeir hafa í hendi hverju sinni. Það er ekki það, að afgreiðslurnar neiti að senda bíla, heldur grunar mig að sagt sé að það þýði ekkert að lofa bíl. Og þetta er reynslan almennt: Eftir kl. þrjú er til- gangslaust að lofa bíl. Það eina sem ég get ráðlagt krökkunum í þessu efni er að fylgjast vel með tímanum og hafa það í huga sem ég var að lýsa. Ef þau svo panta bílinn vel fyrir þennan tíma, þá er það ekkert vandamál að senda þeim bíl, því að það er tiltölulega rólegt frá tvö og fram undir þrjú. Um strætisvagna Hvernig stendur á þessu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.