Morgunblaðið - 04.12.1982, Síða 7

Morgunblaðið - 04.12.1982, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 7 Opið til kl. 4 í dag -LAUGAVEGI 66 GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 85055 GARBO Austurstræti 22 Sjálfstæð- ismenn 1 borgarstjórn Davíð Oddsson, borgar- stjóri, sagði nýlega í viðtali við Mbl., að væru vinstri menn enn við völd í borg- inni myndu fasteignaskatt- ar til borgarsjóðs hækka um 78% 1983 í kjölfar skattstofnshækkunar, þ.e. 78% hækkunar fasteigna- matsins. I samræmi við fyrirheit hafí sjálfstæðis- menn ákveðið að lækka fasteignaskatta, þ.e. skatt- stiga. Ákveðinn 15,8% af- sláttur, sem sjálfstæðis- menn standa fvrir, veldur því, að hækkun fasteigna- mats lendir ekki á borg- arbúum með sama þunga og ella hefði orðið. „Hins vegar er ljóst,“ sagði borgarstjóri, „að eignaskattar ríkisins munu lenda með ofurþunga á all- an almenning, því þeir eru í meginatriðum miðaðir við fasteignir. Þegar gert er ráð fyrir jafn lítilli skatt- vísitölu frá ríkinu annars- vegar og þessu háa fast- eignamati hinsvegar mun það þýða stórkostlega skattaukningu á fólk.“ Fasteignamat og skattvísitala Birgir ísleifur Gunnars- son og Matthías Bjarna- son, þingmenn Sjálfstæðis- flokks, hafa fhitt frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Meginefni frumvarpsins er það að „fasteignir, sem notaðar eru til íbúðar, skuli sem skattstofn eignaskatts ekki hækka meira milli ára en sem nemur hækkun skattvísitölu." f greinar- gerð segir að skv. gildandi lögum skuli miða fast- eignamat m.a. við „gang- verð sem líklegt er, að þær mundu hafa í kaupum og sölum". Þetta ákvæði hafí Húsnæðiskreppa og hækkað fasteignamat Fasteignamat í Reykjavík hefur hækkað um 78% milli ára. Ástæða: hækkun á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu á líðandi ári. Orsök: húsnæðiskreppa, þ.e. húsnæðiseftirspurn langt um- fram framboð, sem rætur á í verulegum samdrætti íbúðarbygg- inga á vegum einstaklinga á sl. 2 til 3 árum. Grunnorsök: Aðför stjórnvalda að Byggingarsjóði, sem á liðnum áratugum hefur lánsfjármagnað 90—95% af íbúðarbyggingum í landinu, en hann var sviptur helztu tekjustofnum sínum, er nú renna beint í ríkis- sjóð. Afleiðing: hækkun leigu, íbúðaverðs og fasteignamats sem skattstofns, bæði fasteignaskatta og eignaskatta, sem eykur verulega á skattbyrði almennings. leitt til þess í Reykjavík og víðar að „fasteignamat hafí hækkað mun meira en sem nemur hækkun launa venjulegs launafólks, þannig að skattbyrði eigna- skatts þyngist stöðugL" í þessu sambandi má minna á þá mismunun sem fram kemur í því, að sá sem eyðir ölhi aflafé sínu án sparnaðar eða fjárfest- ingar, greiðir aðeins einu sinni skatt af því, en sá sem setur hluta þess í eign, eins og íbúðarhúsnæði, er í raun siskattaður á sama aflaféð. Sparnaður og fjár- festing, sem óhjákvæmi- lega kemur þjóðfélaginu til góða i varanlegri eign, sæta í raun refsingu. Hrifsar krón- una, gefur eyr- inn í, jólagjöF* Hækkun ríkisskattheimtu frá árinu 1978 nemur á nú- virði sem svarar milli 20—30 þúsund nýkrónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Núverandi valdhafar hafa hækkað bæði vörugjald og söluskatt sem eru mikil- virkir verðþættir flestra nauðsynja almennings. Benzínskattar nema og hátt í 60% af söluverði benzíns til bifreiðaeigenda. Stjórnvöld hafa skert um- samdar verðbætur á aL menn laun 13 sinnum frá 1978, nú síðast um helming 1. desember sl. Skerðingin nemur tíund tekna í mesta útgjaldamánuði heimil- anna. í kjölfar komu veru- legar verðhækkanir nauð- synja, s.s. búvöru margs- konar. Síðan koma ráðherrarnir og berja sér á brjóst og flagga „láglaunabótum", sem greiddar eru með skattpeningum viðkom- enda. Fyrst hremma stjóm- völd drjúgan hluta afla- tekna fólks, hækka vöru- gjald og söluskatt, skerða vísitölubætur á laun. Síðan klæða þeir sig í gjafabún- ing jólasveina, greiða brotabrot til baka — og þykjast miskunnsamir! Deman tshringar Dra, umaskart Kjartan Ásmundsson, gullsmíðav. Aðalstræti 8. " hÁVv Kvenfélag Karlakórs Æ Reykjavíkur heldur W flóamarkað ^terkurogBi k/ hagkvæmur ám og bazar auglýsingamiöill! 1 aö Freyjugötu 14 í dag, laugar- dag 4. des., kl. 1.00. Bflasöludeildin j er opin í dag / frá kl. 2—6 / Nýir og notaöir bílar til sýnis og sölu. Komiö ræöiö málin og þiggiö veitingar. Lada Safir kr. 105.000.- Lada Station kr. 127.000.- Lada Canada kr. 124.000.- Verö frá kr 165.001 Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.