Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 9 HtaEgO&fnáíl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 174. þáttur Enn hlýt ég að þakka góð bréf, upphringingar og orð á förnum vegi. Ahuginn er lif- andi, og mönnum er ekki sama um móðurmálið. En þeir eru einnig til meðal útlendinga, sem ekki láta sig litlu skipt hver örlög eru búin íslenzkri tungu. Eins slíks velgjörðar- manns minnumst við um þess- ar mundir. Fyrir fáum vikum voru liðin 150 ár frá fæðingu Danans Rasmusar Kristjáns Rasks, sem kom „þegar Fróni reið allra mest á,“ eins og Þorsteinn Erlíngsson orðaði það. Þegar Rask beitti sér fyrir stofnun Hins íslenzka bók- menntafélags 1815—1816, skrifaði hann meðal annars á þessa leið: „Sérhver íslenzkur maður, sem ekki er öldungis ókunnug- ur í heiminum, mun viður- kenna, að gamla Norrænan sé sú helzta undirrót Islands sóma, því væri ekki gamli skáldskapurinn, sögurnar og aðaltungan, móðir allra tungu- mála á Norðurlöndum, þá mundi varla nokkur maður í framandi löndum þekkja þjóð eða land, né heldur forvitnast þar um, framar en um aðra villiþjóð eður eyðimörk ... En hér er meiri brestur á en vera skyldi, þar sem öll bóka- skrift á íslenzku og prentun er nærri undir lok liðin, og málið víða farið að spillast, en helzt hjá lærðum mönnum, þó skömm sé til að vita. Það er annars nógu náttúrlegt, þar varla er nokkur sú mennta- grein, í hverri maður af ís- lenzkum bókum geti lagt sér góðan grundvöll, fengið góða almenna útsjón, auk heldur gengið víðar; venjast því Frónskir frá blautu barnsbeini við útlenzkt mál og Islenzkir týna niður Islenzku, en almúg- inn, sem sjálfur er útilokaður frá annarra þjóða bókaskrift, fær litla uppbyggingu af þess- um lærdómi, sem honum er óskiljanlegur. Ef þetta við- gengst, mun þjóðin, þó hún sé nógu lítil, óumflýjanlega tví- skiptast, og mun annar partur- inn taka upp smásaman annað mál og aðra siðu, fyrirlíta alls- kostar hinn og þykja hann klúr og búralegur; þá mun líka útgjört um hennar framfarir í andlegum efnum. Til þess að reisa hér skorður við, ef verða mætti, hafa nú fyrir skömmu margir föður- landsvinir og sómamenn á ís- landi gengið í félag nokkurt, hvers tilgangur er, með árleg- um styrk, sem er tekinn eftir hvers eins vilja og efnum, að útgefa allskonar bækur á ís- lenzkri tungu ...“ Þessi orð eru okkur enn hollt íhugunarefni. Svo er guði og góðum mönnum fyrir að þakka, að þjóðin öll talar eitt mál, en það verður ekki lengi, ef stofnanaíslenskan fær að vera í friði, en er ekki löguð að sómasamlegu alþýðumáli og góðum bókmenntum. Varð- veizla tungunnar án góðra og gildra bókmennta er óhugs- andi. Þær björguðu íslenzku máli í fári siðskiptanna á 16. öld. Fræðimenn Norðmanna viðurkenna að þá hafi skort þjálfað bókmál til þess að taka við trúarboðskap siðskipta- manna á sína tungu. Þeir fengu hann á dönsku, og því fór sem fór. Málrækt okkar og sú við- leitni, sem forgöngumenn Bókmenntafélagsins sýndu, birtist meðal annars í sífelldri nýyrðasmíð, sem oft hefur tek- ist með ágætum. Sr. Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli skrifar mér: „Einhvern tíma í fyrra lýstir þú eftir orði í merkingunni túr- isti. Mér datt þá í hug, að ef til vill mætti taka upp orðið far- gestur, sem er ekki lengra, þolfall er meira að segja ekki nema tvö atkvæði. Hugsanlega mætti finna annað orð, sem fremur þætti við hæfi, en fyrri hluti stofns væri far allt að einu. Einhver annar maður lýsti eftir orði í stað massívur, eða kannski hefi ég tekið það til íhugunar ótilkvaddur, massív eik og því um líkt. Næði ekki gagnheill eða gegnheill þeirri merkingu með sæmd? Til að mynda væri þá sagt: í borðinu ergagnheil eik. Skýt þessu að þér í allri vinsemd." Gaman var að fá þetta góða bréf frá gömlum skólabróður. Ég felli mig vel við þessi orð. í seinna dæminu vel ég fremur gegnheill en gagnheill, segði að einhver hlutur væri úr gegn- heilum viði. íslenzkan er orða frjóust móðir, er haft eftir Hjálmari Jónssyni, kenndum við Bólu. Ég er alltaf að rekast á eitt- hvað nýtt því til staðfestingar. Við upprifjun Ódysseifskviðu festust mér í minni tvö orð úr smiðju Sveinbjarnar Egilsson- ar. Penelópa varð í hans máli bæði torsveig og biðilsæl. Því- líkar nýmyndanir og samsetn- ingar ættu að örva okkur og hvetja til eftirbreytni. Er hægt að selja eða kaupa fargjöld? Svo spurði greindur maður og glöggur að gefnu til- efni úr einhverri auglýsingu. Ég svara þessu neitandi. Við kaupum ekki fargjald. Við kaupum far eða farmiða og gjöldum svo og svo mikið fyrir. Það gjald er fargjald, sem við þannig látum af hendi rakna, en við seljum það hvorki né kaupum. Þetta gefur svo efni til þess að minna á ofurlítið vandasama beygingu sagnar- innar að gjalda: gjalda, galt, guldum, goldinn, og í viðteng- ingarhætti þátíðar segjum við: þótt ég gyldi. „Gefið hvort ödru“ — smásögur eftir Svövu Jakobsdóttur Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér bókina Gefið hvort öðru ... sögur eftir Svövu Jakobsdóttur. Þetta er þriðja smásagnasafn Svövu, en fimmtán ár eru nú liðin síðan safnið Veisla undif grjótvegg kom út. Auk þess hefur Svava samið eina skáldsögu og nokkur leikrit. Gefið hvort öðru ... hefur að geyma níu t sögur, samdar á því árabili sem liðið er frá því Veisla undir grjótvegg kom út. Sögurnar heita: Gefið hvort öðru ... Ferða- maður, Rauð box, í draumi manns, Veisluglaumur hf., Tiltekt, Sund, Kvaðning, Taskan og fuglinn. — Um sögurnar segir svo í kynningu forlags á kápubaki: „Sögurnar í þessari bók miðla flestar reynslu og skynjun kvenna. Allar eru þær sagðar af mikilli kunnáttu og yfir þeim sá heiði og svali blær sem lesendur Svövu þekkja svo vel. Hún er meistari í þeirri list að rjúfa skilvegg raunveru og fjar- stæðu: til vitnis um það er fyrsta Svava Jakobsdóttir saga bókarinnar sem hún dregur nafn af. Aðrar eru með hreinu raunsæismóti, en jafnan er veru- leikinn þó stílfærður að mörkum fáránleikans. Hér má sjá hvernig höfundurinn afhjúpar tómleika hversdagstilveru okkar, stundum líkt og með snöggu hnífsbragði.“ Gefið hvort öðru ... er 107 blað- síður. Prisma prentaði. HveragerÖi: Basar og flóa- markaður Hveragerdi, 28. nóvember. KVENFÉLAG Hveragerðis verður með flóamarkað og basar í húsi fé- lagsins að Fljótsmörk 2, sunnudag- inn 5. desember næstkomandi klukkan 15. Margt verður þar á boðstólum á góðu verði, svo sem alls konar handavinna, fatnaður, jólakort, kökur og sælgæti.Þá verða þar seldir munir úr gamla leikskólan- um, barnahúsgögn, litlir skápar o.fl. Hús kvenfélagsins var um árabil leigt undir leikskólann, en við tilkomu nýs leikskóla í sumar tóku þær konurnar við sinni hús- eign aftur. Húsið hefur nú verið málað og lagfært. Ágóða af sölunni á sunnudaginn verður varið til kaupa á nýjum húsmunum í kvenfélagshúsið, sem nú tekur við sínu upphaflega hlut- verki að vera félagsheimili kvenfé- lagsins og verður notað undir starfsemi þess. — Sigrún. nnTmnn FASTEIGNAMIÐLUN Opið í dag kl. 1—4. Til sölu eftirtalin fyrirtæki: Kvenfataverslun, góö kvenfataversl. í hjarta borgarinnar. Meö góö viðskiptasambönd. Uppl. aöelns á skrifst. Sérverslun — heildsala, góö sérverslun í austurborginni meö góöa veltu, er í rúmgóðu húsnæöi og hefur 3 góö vöruumboð. Toppsölu- tími framundan. Matvöruverslun í austurborginni. Góö matvöruverslun í austur- borginni, sem verslar meö brauö, mjólk og nýlenduvörur. Til af- hendingar strax. Sérverslun í Hafnarfiröi. Góð sérverslun meö ört vaxandi veltu í verslunarsamstæöu. Góður sölutími framundan. Til afhendingar strax. Húsgagnaverslun í Reykjavík. Húsgagnaverslun í verslunarsam- stæöu á góðum staö í borginni. Verslunin er í björtu og góðu leiguhúsnæöi ca. 420 fm. Góður lager. Mjög hagstæð kjör. Til afhendingar strax. TEMPLARASUNDI 3 (EFRI HÆÐ) (Gegnt Dómkirkjunni) SÍMAR: 25722 & 15522 Solum.: Svanberg Guðmundsson & Magnús Hilmarsson Óskar Mikaelsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ KL. 9-6 VIRKA DAGA SOLUSTJ IARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HDL SIMAR 21150-21370 Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Glæsilegt parhús í austurbænum í Kópavogi Húsiö er 2 hæöir samtals um 190 fm aöein* 7 ára. Góóur bílskúr fylgir. Allur frágangur og innréttingar í besta lagi. Ræktuö lóö. Óvenju hag- stæö greiðslukjör. Góð eign í Smáíbúöahverfi Steinhús á 2 hæöum um 155 fm i ágætu standi. Efri hæóin: er nýleg getur verió aér íbúð. Stór bílskúr. 40 fm Teikning á skrifstofunni. Nýlegt steinhús í austurborginni Mjög góö eign ein hæó um 140 fm aóeins 10 éra. Vönduö innrétting. Bílskúr 40 tm fylgir. Kjallari undir bilskúrnum. Vel frágengin ræktuð lóö. Veró aðeíns 2,2 millj. 3ja herb. íbúðir við: Engihjalla Kóp. 8. hæö um 80 fm. Ný og góö. Rúmgóö svefnherb. Mikiö skáparými. Fullgerö samelgn. Fribært útsýni. Veró aðeins kr. 950 þús. Jöklasel á neðri hæö 108 fm i fjórbýli. Nú fullbúin undir tréverk. Allt sér (hitastilling, inngangur, þvottahús, lóð sem sólverönd). Fullgerð sam- eign. Óvenju langur greiðslutimi. Byggjandi Húni af. Hæð með bílskúr — einbýlishús skipti Til sölu í Vogunum, 4ra herb. hæö í þríbýlishúsi 110 tm meö stórum bílskúr (verkstæói). Skipti möguleg á einbýlishúsi ekki stóru sem mé þarfnast lagfæringar. Góðar 4ra herb. íbúðir við: Eyjabakka (bílskúr fylgir). ! Álfheima (stór, mikiö útsýni) Hraunbær (skiptamöguleiki á 2ja herb. íbúö),. Kaplaskjólsveg (endaibúö). Vinsamlegast leitiö nánari uppl. 2ja herb. íbúðir við: Espígeröi, 1. hæó 60 fm. Nýl. úrvals íbúö í enda. Góó fullgerö sameign. Ibúðin er laus nk. áramót. Lyngmóar Garðabæ á 3. hæö, stór og góö um 70 fm. íbúöin er ný næstum fullgerð. Sér þvottahús. Bílskúr fylgir. Útsýni. Ennfremur til sölu stór og góö 2ja—3ja herb. ibúö i Mosfellssveit. íbúðin er nýleg, bílskúr fylgir. Þurfum aö útvega í Árbæjarhverfi 2ja herb. góöa íbúö, traustur kaupandi. Ennfremur gott einbýlishús. Eignaskipti möguleg. í vesturborginni óskasi 3ja herb. góö ibúö meö útsýni. 4ra herb. íbúð eöa sérhæð meö bílskúr. Ennfremur rúmgóóa sérhæö, parhús, raöhús eöa einbýlishús aö meðal- stæró. Ýmiskonar eignaskipti. Á Seltjarnarnesi óskast 4ra—5 herb. hæö meö bilskúr eða bílskúrsrétti. Ennfremur einbýlishús eöa raöhús. Ýmiskonar eignaskipti. Traustir kaupendur Sem næst Espigeröi óskast 2ja—3ja herb. íbúö á 1. eöa 2. hæö. Skipti möguleg á góöri sérhæð með bilskúr. Opið i dag, laugardag til kl. 1—5. Lokaö á morgun sunnudag. AIMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ►. p iprpmM&Pt P 0 Gódan daginn! 00 - LT A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.