Morgunblaðið - 04.12.1982, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.12.1982, Qupperneq 48
y\skriftar- síminn er 830 33 ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 Geir Hallgrímsson á flokksráðsfundi í gær: Reiðubúinn að skipa sjöunda sætið og berjast til sigurs — Mun einbeita mér að því að Sjálfstæðisflokkurinn gangi sameinaður til næstu kosninga GEIR Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir í ræðu við upphaf flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins í gær, að • hann væri reiðubúinn að skipa sjöunda sætið á framhoðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík við næstu alþingiskosningar. • Að hann myndi leiða kosningabaráttu flokksins úr því sæti. • Að hann vildi stuðla að því, að flokkurinn tæki ákvörðun um framtíð sína og forystu í rólegu andrúmslofti að kosningum afstöðnum, þegar ágreiningur stjórnarsinna og stjórnarandstöðu væri úr sögunni. fækkun kjördæmakjörinna þing- manna um einn í hverju kjör- dæmi, en síðan verði þeim sætum sem þannig losna úthlutað eftir atkvæðatölu, en þriðji uppbótar- maður hvers lista komi inn eftir prósentuhlutfalli. Það er álit nefndarinnar að með þessari leið megi draga verulega úr misvægi eftir búsetu, miðað við óbreyttan þingmannafjölda. Þar sem þriðji uppbótarmaður hvers lista kemur inn á hlutfalli er sá möguleiki fyrir hendi að Iitlir flokkar fái uppbótarmann úr fámenniskjör- dæmunum, og hægt er að tryggja að a.m.k. hvert kjördæmi hljóti uppbótarsæti, en þannig yrði fjöldi þingmanna úr hverju kjör- dæmi í engu tilviki minni en nú eru kjördæmakosnir. Miðað við óbreyttar úthlutunarreglur upp- bótarsæta mundi þetta fyrirkomu- lag þýða að þingmenn Reykjavík- ur yrðu 19 og þingmenn Reykja- ness 10, og þingmannafjöldi beggja kjördæma því 29 af 60. Annar möguleiki, sem mikið hefur verið til umfjöllunar, er að fjölga þingmönnum í 63, þannig að uppbótarþingmönnum yrði fjölgað um þrjá. Uthlutun uppbótarsæta yrði eftir atkvæðatölu nema hvað þriðji uppbótarmaður hvers lista kæmi inn á hlutfalli. Miöað við þetta fyrirkomuiag fengi Reykja- vík væntanlega 20 þingmenn og Reykjanes 11, en samkvæmt út- reikningum stjórnarskrárnefnd- arinnar kæmi þetta fyrirkomulag verr út fyrir þéttbýlissvæðið en það fyrirkomulag sem á undan er nefnt. Flugleiðir: Ferskfisk- flutningar til Frakklands Kersfiskflutningar Flugleiða hafa aukizt verulega á síðustu misserum, en aðallega hefur verið um að ræða flutning á ferskum fiski frá íslandi til Bandaríkjanna. Flugleiðir hafa nú hafið flutning á ferskum fiski fyrir íslenzku umboðssöluna til Frakk- lands og var fyrsta ferðin farin í vik- unni, að sögn Sæmundar Guðvins- sonar, fréttafulltrúa Flugleiða. „Það er síðan stefnt að því, að fljúga aðra ferð til Frakklands í næstu viku, en ekki er ljóst ennþá með framhaldið," sagði Sæmund- ur ennfremur. Sæmundur Guðvinsson sagði ennfremur, að flug félagsins með ferskan fisk til Bandaríkjanna gengi mjög vel, en það er aðallega fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Farmar hafa verið með vél- um félagsins vestur um haf í hverri viku og stundum oftar. í ræðu sinni sagði Geir Hall- grímsson, að úrslit prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík um síðustu helgi hefðu orðið áfall fyrir sig og hlytu að hafa áhrif á stöðu hans og skilyrði til þess að gegna skyldum formanns Sjálf- stæðisflokksins. Hann kvaðst hafa staðið frammi fyrir tvíþættu vali í kjölf- ar prófkjörsins: Annars vegar að standa upp af framboðslistanum og verða ekki í framboði í næstu kosningum og kalla jafnframt saman landsfund til þess að kjósa nýja forystu. Hins vegar að taka sæti á fram- boðslistanum, berjast fyrir því að ná kjöri úr því sæti og gegna áfram formennsku í Sjálfstæðis- flokknum. Formaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst hafa fengið hollráð frá fjöl- mörgum aðilum er hann hefði staðið frammi fyrir þessu vali, og þau mæti hann mikils. Geir Hall- grímsson sagði það ekkert laun- STJÓRNARSKRARNEFND hefur lokið við endurskóðun kjördæmamálsins og sent formönnum þingflokkanna skýrslu um leiðir og valkosti, sem nefnd- in telur bezta að þeim tveimur markmiðum, sem henni voru sett í upphafi, þ.e. að lagfæra misvægi atkvæða milli kjördæma og misvægi milli flokka. Tillögur nefndarinnar eru nú til meðferðar hjá þingflokkunum, sem taka munu ákvörðun í málinu. „Þetta er ánægjulegur áfangi, og ég held að svona ýtarleg úttekt, svona miklar upplýsingar, eins og fram koma í skýrslunni, auðveldi flokkunum að ná saman. Og ég vona að samkomulag sé á næsta leiti og að þetta framlag nefndar- innar muni auðvelda það,“ sagði Gunnar G. Schram, ráðgjafi stjórnarskrárnefndar, í samtali við Mbl. í gær. Tillögur nefndarinnar byggja ýmist á óbreyttri þingmannatölu eða fjölgun þingmanna frá þrem- ur og upp í níu. I báðum tilvikum hefur svo verið reiknað út hvernig vægi eftir búsetu eða atkvæða- magni breytist eftir fjölda kjör- dæmakjörinna þingmanna og breytingum á úthlutun uppbótar- sæta. Þannig er að finna tillögu um Happdrætti Háskóla íslands 1983: Hæsti vinningur 4,5 millj. HAPPDRÆTTI Háskóla íslands hefur gefið út vinningaskrá sína fyrir næsta ár, 1983, en samkvæmt hcnni mun happdrættið greiða vinn- ingshöfum tæplega 277 milljónir króna. Hækkunin nemur um tveim- ur þriðju af vinningsupphæð fyrra árs. í vinningaskránni segir, að happdrættið bjóði hæstu vinninga hérlendis og á næsta ári verði hægt að vinna 4,5 milljónir króna á eitt númer. Vinningar í happdrættinu á næsta ári verða 135.000, en þess má geta að Happdrætti Háskóla Islands greiðir um 70% veltunnar í vinninga. í boði eru níu 500.000 króna vinningar og eigi viðkomandi ní- faldan trompmiða getur hann unnið 4,5 milljónir króna eins og áður sagði. Síðan eru níu 100.000 króna vinningar, níu 50.000 króna vinningar, 198 vinningar að upp- hæð 30.000 krónur, 2.700 vinn- ingar að upphæð 10.000 krónur hver, 28.305 vinningar að upphæð 2.000 krónur og 103.320 vinningar að upphæð 1.250 krónur. Síðan eru 450 vinningar að upphæð 5.000 krónur. Hagnaðinum af happdrættinu er varið til eflingar Háskóla ís- lands. „Nú kreppir alvarlega að í húsnæðismálum og erfitt er að fullnægja þörfum þeirra sem hafa aflað sér réttinda til framhalds- náms,“ segir í vinningaskrá happ- drættisins. ungarmál, að hann hefði ekki talið það eftirsóknarvert persónulega að gegna formennsku í Sjálfstæð- isflokknum hin síðari ár, en að- stæður í flokknum hefðu verið með þeim hætti, að hann hefði tal- ið það skyldu sína að gefa áfram kost á sér til endurkjörs. Hann kvað sér metnaðarmál að skilja við Sjálfstæðisflokkinn sterkan og samhentan. Þess vegna hefði hann tekið þá ákvörðun sem að framan greinir. Geir Hallgrímsson kvaðst mundu einbeita sér að því, að Sjálfstæðisflokkurinn gæti gengið óklofinn og sameinaður til næstu kosninga. Sjá rædu Geirs Hallgrímssonar í heild á miðopnu. Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hófst á Hótel Sögu í gær. Morgunblaðið/ Ól.K. Mag. Stjórnarskrárnefnd skilar tillögum 1 kjördæmamálinu: Byggja á óbreyttri þingmannatölu eða fjölgun þingmanna um 3 til 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.