Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 "THxlKLLcl Úrvals rafmagnsverkfæri til jólagjafa Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Bíldshöfða 14, (við hliðina á Saab). Fyrstu verk Skálholts á almennum bókamarkaði Útgáfan gefur einnig út jólasálma og jólamessu ÞÚR^ SlMI B1500'APMULA11 Ríkisútvarpið annaðist upptök- una, sem fram fór í Fossvogs- kirkju, en hljómplötufyrirtækið Alfa sá um vinnslu plötunnar. Jólasálmarnir eru einnig fáanlegir á kassettu. Loks bryddar útgáfan upp á þeirri nýjung að gefa út jólamessu ÚTGÁFAN Skálholt, útgáfa kirkj- unnar, gefur nú í fvrsta sinn út efni fyrir almennan markað. Útgáfan tók formlega til starfa i marsmánuði sl. og hefur siðan gefið út allmikið efni fyrir Æskulýðsstarf kirkjunnar, svo og fyrir söfnuði. Einnig gefur hún út Víðfórla, málgagn kirkjunnar. Á fundi með fréttamönnum kynntu þau Rósa Björk Þorbjarn- ardóttir, formaður stjórnar Skál- holts, Björn Björnsson, prófessor og formaður útgáfuráðs Skálholts, og Jóhanna Sigþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, það efni, sem Skálholt sendir á al- mennan markað fyrir þessi jól, en það eru tvær bækur, jólasálmar á hljómplötu og snældu og jóla- messa á snældu. Bækurnar eru „Að vera kristinn" og „Síría". Fyrri bókin er eftir Hans Kúng, einn þekktasta og umdeildasta guðfræðing samtímans. Hún heit- ir á frummálinu „Die christliche Herausforderung". Kúng hefur ritað allmargar bækur um krist- indóminn, en ekki ætíð farið troðnar slóðir í þeim efnum. Bæk- ur hans hafa því vakið mikla at- hygli og meðal annars reyndi páf- inn að svipta hann embætti pró- fessors í kaþólskri guðfræði vegna skrifa hans. Á blaðamannafundin- um sagði Björn Björnsson meðal annars að bókin væri skrifuð fyrir kristna menn og Guðs afneitara, fyrir efasemdamenn, en einnig þá sem óvissir væru um sínar efa- semdir. Framsetning bókarinnar er með hinn almenna lesanda í huga, en ekki endilega sérfræð- inga í kristnum fræðum. Þá gefur Skálholt út barnabók- ina „Síríu", sem er eftir danska höfundinn Ester Bock. Síría fjall- ar um agnarlitla ævintýraveru, sem býr í iðrum jarðar á veturna, en í blómi á sumrin. Hún lendir í margvíslegum ævintýrum, svo sem vera ber, og kynnist bæði hinu góða og illa í lífinu. Bókin er 90 bls. að stærð, prýdd mörgum teiknimyndum eftir lista- manninn Thormod Kidde, þann hinn sama og myndskreytti sög- una „Auðunn og ísbjörninn", er hún kom út í danskri þýðingu. Hallmar Sigurðsson þýddi Síríu. Innkaupasamband bóksala mun sjá um dreifingu á báðum bókun- um. Hljómplata með öllum þekkt- ustu jólasálmunum mun einnig koma út hjá Skálholti fyrir jólin. Þrír kórar sjá um flutninginn, þ.e. Dómkórinn undir stjórn Marteins Hunger Friðrikssonar, Kór Bú- staðakirkju undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar og Kór Keflavík- urkirkju undir stjórn Siguróla Geirssonar. Auk ofangreindra að- stoðuðu ellefu hljóðfæraleikarar við flutninginn og er m.a. leikið undir á gítara, fiðlur, flautur og slagverk. Sem fyrr sagði, voru valdir á plötuna jólasálmar sem allir þekkja og kunna, svo þarna er um sannkallaða jólaplötu að ræða. Seljum í dag og næstu daga vörur úr 100% íslenskri ull á framleiðsluveröi. OPID í DAG FRÁ 10—4. ROSKVA hf. Morgunblaðið/ Emilía Frá blaðamannafundi Skálholts, útgáfu kirkjunnar, frá vinstri: Jóhanna Sigþórsdóttir framkvæmdastjóri, Rósa Björk Þorbjarnardóttir, formaður stjórnar og Björn Björnsson, formaður útgáfuráðs. á kassettu. Dr. Sigurbjörn Ein- arsson prédikar og Hamrahlíðar- kórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur sér um sönginn. Þessi snælda er gefin út með góð- fúslegu leyfi Ríkisútvarpsins og jólamessan var upphaflega flutt í sjónvarpssal. 28611 Opið í dag 2—4. Fjörugrandi Rúmlega fokheld eign á bygg- ingarstigi. Samtals um 160 fm. Bílskúr. Uppl. á skrifstofunni. Lynghagi Sérhæð 120 fm á 1. hæð í þrí- býlishúsi ásamt bilskúr. Mlkið endurnýjuð. Laus. Lundarbrekka 4ra herb. um 115 fm mjög vönduð íbúð á 1. hæð. Þvotta- hús á hæöinni. Geymsla í íbúð- inni. Ákv. sala. Laugarnesvegur Járnvarlö parhús, kjallari hæö og ris. Grunnflötur um 60 fm. Bílskúr. Góö lóö. Þingholtsstræti 4ra herb. 120 fm íb. á 3ju hæö. Sérlega falleg íb. Öll endurnýj- uð. Vesturberg 4ra herb. ib. á 2. hæö. Ákv. sala. Álftahólar 4ra—5 herb. íb. á 5. hæö. Suð- ur svalir. Getur losnaö fljót- lega. Bjarnarstígur 4ra—5 herb. íb. á 1. hæð í fimmbýlishúsi sem er steinhús. Töluvert endurnýjuð. Njálsgata Falleg 3ja herb. íb. ásamt 2 herb. í kj. og snyrtingu á 1. hæð í járnklæddu timburhúsi. Mjög mikiö endurnýjuö íb. Hamraborg Góö 2ja herb. íbúö ásamt bíl- skýli. íbúðin er laus. Vitastígur 2ja herb. aðalhæö í járnvöröu timburhúsi. Mjög mikið endur- nýjuö ákveðin sala. Hverfisgata 50 fm á götuhæö. Tilvaliö fyrir söluturn, hárgreiöslustofur eöa þvi um líkt. Hús og Eignir, Bankastræti 6 Lúövík Gizurarson hrl., kvöldsími 17677. GJafaverð Gefið vinum og kunningjum erlendis vandaöar íslenskar ullarvörur í jólagjöf. JAKKAR VETTLINGAR KÁPUR TREFLAR PEYSUR HÚFUR KJÓLAR O.FL. O.FL. Melsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.