Morgunblaðið - 04.12.1982, Page 46

Morgunblaðið - 04.12.1982, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 Keppni við Bandaríkip ákveðin að tillögu FRÍ NÝLOKIO er árlegu þingi nor- rænna frjálsíþróttaleiðtoga, sem aö þessu sinni fór fram í Kaup- mannahöfn. Fyrir íslands hönd sátu þingið Örn Eiösson formað- ur FRÍ, Sveinn Sigmundsson gjaldkeri og Ágúst Ásgeirsson. Þingiö fór nú fram í 39. sinn, en á þessum þingum hafa norrænir frjálsíþróttaleiðtogar jafnan borið saman bækur sínar og samiö um innbyrðis frjálsíþróttasamskipti, auk þess sem þar hefur gefist tækifæri til að samstilla afstöðu Norðurlandanna í alþjóðlegu frjálsíþróttasamstarfi. Að tillögu FRÍ voru hafnar umræður um norrænt samstarf í nútíð og fram- tíð og fóru mikil skoðanaskipti fram, en af ýmsum ástæðum á Örn Eiðsson, formaður FRÍ, afhendir Mogens Finn Jensen, formanni danska frjálsíþróttasambandsins, gjöf í tilefni 75 ára afmælis danska sambandsins á árinu. „Er stoltur að starfa hjá félagi sem selur sig ekki fyrirsmáaura” — VIÐ munum ekki bregðast áhorfendum. Viö munum leggja okkur alla fram um aö leika vel og reyna að ná fram sigri í báöum leikjum. En viö vitum vel að það verður mjög erfitt því aö Júgóslavar eru toppþjóð í handknattleiknum í dag, sagöi Anders Dahl Nielsen, þjálfari KR-inga, um Evrópuleikina tvo sem framundan eru. Anders sagði ennfremur. — Ég hef fengiö greinargóöar upplýs- ingar um mótherja okkar hjá Leif Mikkaelssen, þjálfara danska landsliösins, og þær koma vonandi aö góðum notum. Þaö er stór- kostlegt aö fá aö leika báöa leikina hér á landi á heimavelli, þaö eykur möguleika okkar mjög verulega. Viö treystum á aö fá góöan stuön- ing frá áhorfendum og vitum aö þeir munu ekki bregðast okkur. — Þá vil ég aö það komi fram, sagöi Anders, — aö ég er stoltur yfir því aö vera í og starfa hjá félagi eins og KR sem selur sig ekki fyrir smáaura. Viö gátum farið út og leikiö báöa leikina ytra okkur alveg aö kostnaöarlausu en stjórnar- menn handknattleiksdeildarinnar höföu kjark og stórhug til þess aö fá báöa leikina hingað og taka á sig allan kostnaö. Þaö er stórkost- legt. — ÞR Andera Dahl Nielsen tekur við verðlaununum, sem besti leik- maður Norðurlandamótsins 1977 og fyrirtiði sigurvegaranna, Dana. Mótið fór fram á íslandi. Jóhann Ingi Gunnarsson: „Ná sér ekki alltaf á strik þegar leikið er á útivelli“ „ÉG ER svolítiö hissa á því aö Júgóslavarnir skuli semja þann- ig að báðir leikirnir fari fram á íslandi. Ég þekki lítilsháttar til liðsins og veit aö þeir eru mjög sterkir á heimavelli, en hafa ekki alltaf náð sér á strik þegar þeir leíka á útivöllum. Ég tel því aö lið KR eigi góða möguleika á sigri, ekki síst ef þeir ná upp góðum baráttuanda og gefast ekki upp, þótt á mótí blási. Ég sendi KR-ingum baráttukveðjur og vona að þeim gangi allt í haginn í leikjunum tveimur," sagði fyrrum þjálfari KR, Jó- hann Ingi Gur narsson, er Mbl. spjallaöi við hann um styrk Júgóslavanna — ÞR samstarf af þessu tagi erfitt upp- dráttar og dregst frekar saman. Þannig var á þessu þingi end- anlega ákveðiö aö fara skyldi fram á næsta ári keppni milli Bandaríkj- anna annars vegar og Noröurland- anna hins vegar í landskeppnis- greinum karla og kvenna, þar sem hvor aðili teflir fram þremur kepp- endum í grein. Þess má geta að þaö voru íslendingar sem lögöu til fyrir ári aö möguleikar á þessu móti yröu kannaöir og voru menn þá heldur svartsýnir á aö af keppn- inni gæti oröiö, en þegar rætt var viö Bandaríkjamenn aö þingi loknu reyndust þeir hugmyndum Arnar Eiössonar fegnir og fúslr til keppni. Keppnin veröur háö í Stokk- hólmi 26. og 27. júlí og þegar er Ijóst aö nokkrir íslenzkir frjáls- iþróttamenn eru meira en líklegir þátttakendur í mótinu, því þótt geta skandinavískra frjálsíþrótta- manna sé mikil, þá eigum við ís- lendingar frjálsíþróttamenn sem eru í hópi þriggja beztu í sínum greinum, og fleiri standa viö þrösk- uldinn. Þannig eru Óskar Jakobsson ÍR og Oddur Sigurösson KR nær ör- uggir og viö þröskuldinn standa t.d. Þórdís Gísladóttir ÍR, Erlendur Valdimarsson ÍR, Vésteinn Haf- steinsson HSK, Jón Diðriksson UMSB, Þorvaldur Þórsson (R, Oddný Árnadóttir ÍR, Guórún Ing- ólfsdóttir KR og Einar Vilhjálmsson UMSB. Á þinginu var einnig ákveöiö aö hefja samstarf Noröurlandanna í þjálfunar- og fræöslumálum og aö til að byrja meö verði haldnar sér- stakar norrænar þjálfunarráö- stefnur annað hvert ár, en auk þess eru ýms námskeiö í hverju landi hinum opin. Einnig var á þinginu gengiö frá mótaskrá Noröurlandanna fyrir næsta ár og viðurkennd mörg Noröurlandamet í frjálsíþróttum, en því miöur er ekki lengur að finna Islendinga á þeim skrám. I tilefni 75 ára afmælis danska frjálsíþróttasambandsins (DAF) á árinu afhenti Örn Eiösson sam- bandinu gjöf frá FRÍ í sérstökum afmæliskvöldverði. Tók Mogens Finn Jensen formaður DAF viö gjöfinni fyrir hönd sambandsins. Framarar gáfust upp og Keflvíkingar sigruðu KEFLVÍKINGAR lögðu Framara á heimavelli sínum í urvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi með 80 atigum gegn 67. Fram var yfir í hálfleik. Þaö var ekki fyrr en á siöustu fimm mín. leiksins aö Keflvíkingar tryggöu sér endanlega sigur í leiknum og var þá eins og Framara brysti algerlega úthald til aö standa í heimamönnum. Leikurin var mjög jafn lengst af og skiptust liöin á aö hafa foryst- una. Keflvíkingar höföu góöa for- ystu um tima í fyrri hálfleiknum en Frömurum tókst aö jafna og kom- ast yfir. í síöari hálflieiknum tókst ÍBK síöan aó saxa á forskotiö og KA vann KA vann öruggan sigur á HK í 2. deildinni í handbolta fyrir norðan í gærkvöldi. Sigurinn var aldrei í hættu og HK geinilega slakasta liðið sem sótt hefur KA heim í vetur. Mikiö var skoraö í fyrri halfleik og var markvarslan þá mjög slök, en eftir hlé skánaði hvoru tveggja og sóknirnar nýttust betur. MOKKIN. KA: Frirtjón 8, I'cirlt'iftir fi (5v), Flvmminjí 5, Krislján Ónkarnnon 3, Kjeld, Krl- ingur Krisljáns.sun Oi| Uuómundur (iuómunds- son 2 hvor. MÖKK IIK: Jón Kinarsson 5, Kristján Olafsson 4, Korgsvfinn l>órarinsson 3, Kagnar Ólafsson 3 (2v), llallvaróur Sijfurósson, Sij>uróur Svcinsson og (áunnar (»uómundsson Cvö hver ojj (iuómund- ur (íudfinnsson ciCC. —SH/ÖG Liverpool Á morgun höldum við áfram kynningu okkar á frægum knattspyrnufélögum og nú er komið að ensku meisturunum Liverpool. Eins og allir vita er hér um að ræða sigursælasta lið í Evrópu undanfarinn áratug — lið sem á sér aragrúa aðdáenda hér á landi sem annarsstaðar. nrnmirni komast yfir og sigraði siöan nokk- uö örugglega eftir aö Frammarar höföu sprungip á limminu. Þessir skoruöu stigin: ÍBK: Imrsteinn Bjnrnason 22, Brad Miley 21, Axel Nikulásson 20, Jón Kr. (>íslason 13 og Björn V. Skúlason 4. FRAM: Brazy 22, Simon Olafsson 15, Viðar l>or- kelsson 10, Porvaldur (ieirsson 10, Jóhann- es Majrnússon 6, Ómar Kafnsson 2 og Guð- mundur I. qj Stjörnugjöfin: ÍBK: Þorsteinn Bjarnason ★★★ Axel Nikulásson ★★ Jón Kr. Gíslason ★ Björn V. Skúlason ★ Óskar Nikulásson ★ Fram: Símon Ólafsson ★★★ Viöar Þorkelsson ★★ Þorvaldur Geirsson ★★ Ómar Rafnsson ★ Jóhannes Magnússon ★ Iþróttahöllin á Akureyri tekin í notkun á morgun íþróttahöllin nýja og glæsilega á Akureyri veróur tekin í notkun að hluta til á morgun og verður um samfellda dagskrá að ræða frá kl. 14.00 til kl. rúmlega 17.00. Hér er þó ekki um vígslu að ræða — húsið verður ekki vígt fyrr en í haust þegar það verður fullklár- aö. Dagskráin á morgun veröur þannig: Kl. 14.00: Handknattleikur, meistaraflokkar KA og Þórs. Kl. 15.00: Badminton. Kl. 15.30: Fimleikar. Kl. 16.00: Blak karla og kvenna. Kl. 17.00: Knattspyrna, KA og Þór mætast í einhverjum yngri flokkanna. Öllum er aö sjálfsögöu boöiö að líta inn en aögangur er ókeypis. Einn besti knattspyrnu- markvörður heimsins leikur gegn KR í Evrópukeppninni Rotaöi línuvörðinn og var dæmdur í ársbann EINN af þeim teikmönnum sem leikur gegn KR í Evrópubikarkeppn- inni í handknattieik á sunnudagskvöldið og á þriðjudag er Dragan Panteiic. Hann er einn af snjöllustu markvöróum í heimi í knattspyrnu. En hvað er hann þá aó gera í sterku handknattleiksliði frá Júgóslavíu? Jú, ástæöan fyrir því er sú að hann var dæmdur í árs leikbann frá knattspyrnunni vegna þess að hann rotaði línuvörð í leik er honum mislíkaði dómur hans. Dragan, sem þykir vera skap- mikill i meira lagi, var umsvifalaust dæmdur í eins árs leikbann i knattspyrnu. Atvik þaö sem hér er sagt frá skeöi er liö Dragans Pant- Fimleika- sýning Hin árlega fimleikasýning Bjarkar verður í dag kl. 15.00 í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þar koma fram 200 piltar og stúlkur í öllum aldursflokkum. elic Bordeaux, lék gegn Lens, liói Teits Þórðarsonar. Atvikið skeöi rétt eftir aö Teitur haföi skoraö sigurmark leiksins. Til aö vera í fullri þjálfun þegar leikbanniö rennur út, tók Pantelic uppá því aö fara að æfa hand- knattleik og náöi strax mjög góö- um árangri í íþróttinni. Hann er núna einn sterkasti leikmaöur í liöi Zeljeznickar sem spilar á móti KR í Evrópukeppninni. Pantelic hefur lítiö lagast í skapinu og er oft vísaö af leikvelli. En viö skulum nú vona að hann faki ekki upp á þvi að fara að rota dómarana er liö KR og Zeljeznicars mætast á sunnudag og þriðjudaq. — |>R Dragan Pantelic, sem leikur ( vinstra horninu hjá júgóslavn- eska liðinu. Hann er fæddur 1951 og hefur undanfarin ár leikiö sem atvinnuknattspyrnumaöur meö Bordeaux í Frakklandi og er fast- ur maður í júgoslavneska lands- liðinu í fótbolta og hefur tvívegis verið valinn í heimsliðiö í þeírri íþrótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.