Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 17 yggi og athvarf sem allir menn þrá að eiga víst, en öryggið er for- senda þess að menn sem hafa ver- ið inniíokaðir í lengri eða skemmri tíma eiga möguleika á því að geta unnið í sínum málum til nýs og betra lífs. Hvaöa árangri vilj- um við ná? Að undanförnu hefur talsverð umræða átt sér stað í fjölmiðlum um málefni fanga. Hefur hún að- allega beinst að því sem kallað er lúxusiifnaður fanga í fangelsun- um. Sýnist þar sitt hverjum. Sú skoðun hefur komið fram að í fangelsum eigi fangar alls ekki að hafa mannsæmandi aðbúnað, þar sem þeir séu afbrotamenn og eigi ekkert gott skilið frá þjóðfélaginu. Þótt skoðanir um þetta geti ver- ið skiptar, þá eru flestir eflaust sammála um það að þegar fangar koma úr fangelsunum, þá sé það þeirra hagur, og alls þjóðfélagsins, að unnið verði að því að gera þá að nýtum þjóðfélagsþegnum. Þegar fangi hefur lokið afplán- un telst hann kvittur við þjóðfé- lagið og það sem hann vann til miska. Hann getur um frjálst höf- uð strokið. Hann hefur tekið út refsingu sína, og getur horfst í augu við lífið á nýjan leik. A þessu augnabliki er mikils um vert að fanginn fái þann stuðning sem nauðsynlegur er til að troða hina þröngu stigu. Þar kemur Vernd til skjalanna. Þar byrjar fangahjálpin fyrir alvöru. Vernd þarf aðstoð ykkar allrí til að standa undir þessu verki Takið vel á móti sölufólkinu í dag Árangurinn mun ekki leyna á sér. Lána málverk til almennra sýninga Á fundi i stjórn heilsugæslustöðv- ar Seltjarnarness 29. nóvember sl. var lagt fram bréf hjónanna Ingi- bjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sigurðssonar, Sævargörðum 1, Sel- tjarnarnesi, þar sem þau tilkynna að þau hafi lánað Lista- og menningar- sjóði Seitjarnarness 19 myndverk úr safni sínu til sýningar í Heilsugæslu- stöð Seltjarnarness a.m.k. í 1 til 2 ár. Frá þessu er skýrt í fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi. Þar segir enn- fremur: Hér er um að ræða verk margra þekktustu listamanna þjóðarinn- ar, en þeir eru þessir: Jóhannes Kjarval, Gunnlaugur Blöndal, Jó- hannes Jóhannesson, Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Tryggvi Ólafsson, Svavar Guðnason, Einar Þorláksson, Björg Þorsteinsdóttir, Karl Kvaran, Júlíana Sveinsdóttir og Þorvaldur Skúlason. Mjög gestkvæmt hefur verið í heilsugæslustöðinni í seinni tíð og hafa listaverkin glatt augu þeirra er þangað hafa leitað. Stjórn heilsugæslustöðvarinnar kann þeim hjónum Ingibjörgu og Sverri bestu þakkir fyrir lánið á listaverkunum og Lista- og menn- ingarsjóði Seltjarnarness fyrir milligöngu í þessu máli. Heilsugæslustöðin á Seltjarn- arnesi er opin daglega frá kl. 09.00 til 17.00 mánudaga til föstudaga. Þeir sem áhuga hafa á myndlist eru boðnir velkomnir þótt þeir eigi ekki erindi við heilsugæslustöðina að öðru leyti. Starfssvæði stöðvarinnar er Seltjarnarnes og hluti vesturbæj- ar Reykjavíkur. Kópavogur: Jólapappírssala á morgun SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar, Kópavogi, verða með sína árlegu jólapappirs- sölu í Kópavogi n.k. sunnudag 5. desember. Skátarnir ganga þá í hús og bjóða Kópavogsbúum pappírinn til kaups. Öllum hagnaði af sölunni verður varið til æskulx' ðsstarfsemi í Kópavogi og segir í fréttatilkynn- ingunni frá Skátafélaginu, að skátarnir vonist til að Kópa- vogsbúar taki skátunum vel eins og undanfarin ár. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í fyrra, eru tveir ungir skátar við jólapapp- írssölu. Þessa helgi í Blómaval: Jolastíömur sérstöku kynningarveröi, - 20% afsláttur ■ Jólablómiö vinsæla Jólastjaman (Euphorbia pulcherrima) fannst í Mexíkó áriö 1834. Nú á dögum þykir jólastjarnan gefa ómissandi jólasvip á heimilin. Blómaval býður því Jólastjörnuna á sérstöku kynningarverði: 128.- ‘ 112.- 460T 80.- Þetta tilboð gildir eingöngu nú um helgina Jólahyacintur til framhaldsræktunar. Þær seljum við nú beint úr gróður- húsinu, svo þær verði á réttu stigi til að blómstra fallega um jólin. Jólaskraut. Eigum gott úrval af alls- konar jólaskrauti og efni til skreytinga. GróÖurhúsinu við Sigtún. Símar36770-86340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.