Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 7 Hneggjaðu nú Fluga mín hvar sem þú ert Enn er brúna hryssan mín falin í fóstri einhvers. Hún er 7 vetra, lítil, ómörkuö, hefur sjálfsagt lagt af tungubasliö og orðin hið þokkalegasta hross, ef kosti hesta Páls heitins á Kröggólfsstöðum ráöa erföum. Innan á vör eru tölustafirnir 123 tattóveraöir. Biö alla glögga hestamenn aö hjálpa mér aö finna hryssuna, en hana sjálfa aö hneggja nú hátt og snjallt þegar hún mætir slíkum. Sigurður Haukur Guðjónsson, Skeiðarvogi 119, Reykjavík, sími 38011. Nú geta allir eignast VHF-talstöð í bátinn og til- kynnt sig inn og úr höfn. Svo er ekki verra aö geta talað heim. Lítil fyrirferöar, 25x8 — 4x32,7 cm. Verö aðeins 4.206.-. DAHnn Gengi 7.12 ’82 DdlUU Bolholti 4. Sími 91-21945/ 84077. TSí úamaíkadutinn s^)-líttif<jciu 12- 1S Citroén G.S.A. Pallas 1982 Ljósbrúnn, ekinn 45 þúsund. C-matic. Verö 165 þúsund. Subaru 4x4 station 1982 Rauöur ekinn 17 þúsund. Útvarþ segulband, grjótgrind, talstöö. Verö 195 þúsund. Mazda 626 "2000 1982 Grár, ekinn 19 þúsund, 5 gíra. Útvarþ, segulband. Verö 160 þúsund. Frambyggður Rússi 1977 Brúnn, ekinn 18 þúsund. Útvarþ, sæti fyrir 14 manns. Toppgrind. Bíll í sérflokki | Saab 900 GLS 1961 j Hvítur, ekinn 18 þúsund. Útvarp, segulband. Verð 220 þúsund. Dodge Power Wagon Pic-up Hvítur, ekinn 20 þúsund á Trader dieselvél, 4 gíra. Útvarp, segul- band, framdrifinn og lokur. Verö 105 þúsund. Toyota Tersell 1980 Rauöur, ekinn 25 þúsund. Út- varp, segulband. Verö 110 þús- und. Toyota Corolia 1979 Daihatsu 1980 Gulur, ekinn 26 þúsund. Útvarp, Grænn, ekinn 39 þúsund. Út- segulband. Verö 95 þúsund. varp, segulband. Vantraust frá öllum flokkum? Guömundur G. Þórarinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í álvið- ræðunefnd, sagði sig úr henni, sem kunnugt er, með samþykki þingflokks Framsóknarflokksins, og lýsti ábyrgð á hendur iðnað- arráðherra. Þar með liggur fyrir að ráðherra hefur ekki traust neins hinna þriggja lýðræðisflokka sem fulltrúi þjóðarinnar í við- ræðum við Alusuisse. Mikill meirihluti Alþingis telur iðnaðarráð- herra óhæfan til að leiða þetta mál. Ef Alþýðubandalagið rýfur ekki núverandi stjórnarsamstarf vegna þessa máls, þar sem ráðherrann hefur aðeins lítið brota- brot þingsins að baki sér og sínum sjónarmiðum, er það og í raun að lýsa „frati“ á ráðherrann og klúður hans í þessu máli. Það þýddi að enginn tekur lengur mark á ráðherranum, ekki heldur Alþýðubandalagið! Hvert beinir Hjörleifur spjótum? I’jóAviljinn hefur það eftir Hjörleifi Guttorms- syni að forstjórar Alusuisse beiti sérstökum aðferðum „þegar þeir væru að ná tangarhaldi á mönnum". I>egar Hjörleifur hafi tekið við embætti órkuráðherra 1978 „voru einhverjir fyrstu mennirnir sem skutu upp kolli í ráðuneyti sendimenn frá þessum auðhring og var erindið að bjóða Hjörleifí til Sviss til þess að skoða landið. Hjör- leifur afþakkaði en boðið var engu að síður marg- ítrekað__“ Hér er Hjörleifur greinilega að þykjast meiri Magnúsi Kjartans- syni, orkuráðherra Al- þýðubandalags 1971— 1974, sem þáði í sinni ráðhcrratíð slikt kurteis- isboð til Sviss. I>að er langt seilst eftir skraut- fjöðrum þegar harðnar á dalnum. Tómas kvartar undan Alþýðu- bandalaginu Timinn hefur eftir Tóm- asi Árnasyni, viðskiptaráð- herræ „Við ræddum kjör- dæmamálið á ríkisstjórn- arfundi í morgun, og ég beindi formlegri fyrirspurn til Alþýðubandalagsins, í framhaídi fréttar Timans um kjördæmamálið í gær, hvort það væru í gangi formlegar viðræður á milíi Alþýðubandalagsins og stjórnarandstöðuflokkanna tveggja um kjördæmamál- ið,“ sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, í viðtali við Timann í gær.“ Formaður Álþýðubanda- lagsins svaraði framsókn- arráðherranum svo, að sögn Tímans, „að ýmsir væru að tala við ýmsa um þessi mál ... l>að vakti athygli okkar ráðherra Framsóknarflokksins, að Svavar neitaði því ekki að viðræður væru í gangi milli þessara þriggja manna (Ólafs Kagnars Grímssonar, Ólafs G. Ein- arssonar og Kjartans Jó- hannssonar) og Fram- sóknarflokkurinn væri utan við þær umræður," sagði Tómas Árnason. Tómas sagði jafnframt: „Við ráðherrar Framsókn- arflokksins létum í Ijósi þá skoöun, að það væri ákaflega alvarlegt mál, ef cinhvcr stjórnaraðilinn stæði i nánast formlegum viðræðum við stjórnar- andstöðuna um jafnþýð- ingarmikiö mál og kjör- dæmamálið er.“ Samhcldnin í ríkis- stjórninni er söm við sig! Minnisvaröi úr áli Reykjavíkurbréf Morg- unhlaðsins veltir fyrir sér hvað aðilar núverandi stjórnarsamstarfs telji sér málefnalega til tekna eftir þrjú ár — og segir m.a.: „En hvað um mctnaö- inn? Er forsætisráðherra ánægður með stöðu stjórn- arskrármálsins? Finnst Steingrími Hermannssyni, að útgerð og fískvinnsla standi betur nú en þegar hann settist í sjávarút- vegsráðherrastólinn? Er Tómas Árnason í sjöunda himni yfir því, aö alþýðu- bandalagsmenn kenna setu hans í viðskiptaráðu- neytinu um verðbólgu og gjaldeyriseyðslu? Er Ólaf- ur Jóhannesson, utanrik- isráðherra, himinlifandi yf- ir Kússasamningnum, sem hann undirritaði? Hver er mcnntamálaráöherra? Finnst Friðjóni l>órðarsyni, dómsmálaráðherra, mikið til þess koma, að sjálfstæð- Lsmenn á Akranesi krefjast tafarlausrar afsagnar hans úr ríkLsstjórninni? Eða l’álmi Jónsson, sem sagði á flokksráðsfundi sjálf- stæðismanna á dögunum, að hann hefði þurft að grípa til „örþrifaráða" gegn meirihluta sjálfstæð- ismanna? Og hvað um Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, sem segir þjóðina vera að sökkva á kaf í skuldir? Ætli Svavari Gcstssyni sé það metnaö- armál að standa að „hljóð- lausri lífskjaraskerðingu" sem bitnar harðast á ungu fólki sem vill eignast hús- næði? Metnaði Hjörleifs Guttormssonar verður vafalaust reistur óbrot- gjarn minnisvarði úr áli.“ SPEGLABQÐIN LAUGAVEG115 SIM119635 .Tv *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.