Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 5 Sjöunda bindi Veraldarsögu Fjölva komið út SJÖUNDA bindi Veraldarsögu Fjölva eftir Þorstein Thorarensen er komiö út. í fréttatilkynningu útgefanda seg- ir m.a. um efni þessa bindis; að þaö fjalli um „eitt stórbrotnasta tímabil mannkynssögunnar, þegar Rómverj- ar sameinuðu „heiminn" og útskýrt, hvernig samfellt viöskiptasvæöi með frjálsum viðskiptum skóp velsæld. Lýst er silkileiö til Kína og miklum siglingum Rómverja til Indlands. einnig vikið aö rómverskri verslun viö Noröurlönd, þjóöaskipun Germ- ana og tilraunum Drúsusar og Germaníkusar til að vinna Germ- aníu, sem stöövuöust meö orustunni í Þjóðborgarskógi áriö 9.“ Síðan segir, að „meginbálkur' bókarinnar fjalli um rómverska keisara og sé þar m.a. sagt ítar- lega frá umdeildum atriðum í per- sónusögu þeirra og aðstandenda þeirra. Annað meginstef bókar- innar sé trúarbragðasaga og sé þar m.a. farið ítarlega í sögu gyð- inga og gyðingdóm og einnig vikið að heiðindómi, trúarbragðafrjáls- lyndi Rómverja, stóuspekinni, samgyðistrúnni og tilraunum til að koma á ríkistrú sóldýrkunar. Þorsteinn Thorarensen er höfundur Veraldarsögu Fjölva, sem hann vinn- ur í samstarfi viö Mondadori- útgáfuna á Ítalíu. Loks segir svo að ítarlega sé fjall- að um kristindóminn, tilkomu hans og útbreiðslu og spurninguna um tilvist Jesú. Þetta sjöunda bindi Veraldar- sögu Fjölva er 160 blaðsíður í stóru broti, með um 150 myndum, sögukortum, annálum og listum um heimildarrit. Fyrirlestur um samband læknis og sjúklings HÉR á landi er staddur prófessor Páll S. Árdal í boöi heimspekideild- ar Háskóla íslands, Minningarsjóðs Níelsar Dungal og Félags áhuga- manna um heimspeki. Páll S. Árdal er prófessor í heimspeki við Queen’s University, Kingston, Ontario, Kanada. Hann mun á vegum Minningarsjóðs Ní- elsar Dungal flytja fyrirlestur varðandi siðfræði lækna nk. föstu- dag 17. þ.m. kl. 13.00 í fyrirlestra- sal Hjúkrunarkvennaskólans við Eiríksgötu. Páll nefnir fyrirlestur sinn: „Samúð sem skilningur" og mun fyrst og fremst fjalla um samband læknis og sjúklings. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. (Frétt frá ttáskóla fsiands) Sigmund teiknar I Morgunblaöíö. Sigmund — með sínu Iagi SIGMUND — með sínu lagi, heitir fjórða bindiö af teikningum Sig- mund, sem Prenthúsið sf. gefur út. í þessari bók eru 146 myndir eftir Sig- mund, og fylgir nú skýringartexti hverri. í formála, sem Indriði G. Þor- steinsson ritar, segir svo: „Stíll Sigmund hefur breyst nokkuð með árunum. Stjórnmálaforingjarnir hafa fitnað sumir hverjir, aðrir orðið illa tenntir, eða þá að þeir koma fram í kvenmannslíki, þótt enginn efist um óbreyttan status undir pilsunum. En auðvitað eru þessi gervi öll í samræmi við myndefnið hverju sinni, og verður hver og einn að taka því. Það má öllum ljóst vera, að mikið hug- myndaflug þarf til að skila þess- um útgáfum af þjóðfélaginu í daglegri mynd. Sagt er að fisk- neysla skerpi gáfurnar og eitthvað mun til af fiski í Eyjum. En við sem þekkjum til Sigmund höldum hins vegar að myndgáfa hans sé meðfædd. Þegar mikið liggur við stendur maður með hamar í hendi og lem- ur honum frá sér um leið og hann segir í fyrsta, annað og þriðja sinn. Sigmund er enginn upp- boðshaldari, enða fer hann ekki að leikreglum. Núna hefur hann sagt í fjórða sinn um leið og hann læt- ur teiknipennann ríða á höfði samfélagsins. Með þeirri skírnar- athöfn kveðjum við viðburðaríkt Sigmund-ár og byrjum að sprella, okkur og krónunni til gagns á því fimmta." Kápnmynd bókar Sigmund. Old hraðans — nýútkomin plata kórs Menntaskólans við Hamrahlíð — plötuumslag eftir ERRÓ ÖLD HRAÐANS heitir hljómplata sem kór Menntaskólans við Hamrahlíð sendir frá sér um þess- ar mundir. Öll lög plötunnar eru islensk, flest hver frá síðustu tím- um, sem skýrir aö vissu leyti nafn plötunnar. Þetta er önnur platan sem kór MH syngur inn á, en hin fyrri var jólaplatan Ljós og hljóm- ar sem kom út fyrir fjórum árum. Kór MH var stofnaður árið 1967 og hefur Þorgerður Ing- ólfsdóttir stjórnað honum frá upphafi. Blm. Mbl. hafði sam- band við Þorgerði í gær og rabb- aði við hana um þessa nýju plötu. „Það má segja að platan sé afrakstur tónleikaferðar sem kórinn fór í til Þýskalands fyrir ári síðan. Guðmundur Arn- laugsson, fyrrverandi rektor skólans, var með í þessari ferð og hafði hann orð á því að það væri synd að varðveita ekki þennan söng, og hvatti okkur til að syngja inn á plötu. Um efnisval plötunnar er það að segja að á annarri hliðinni eru eingöngu lög sem sérstak- lega hafa verið samin fyrir Hamrahlíðarkórinn. Þetta eru fimm lög og tónskáldin eru Jón Norðdal, Atli Heimir Sveinsson, Páll P. Pálsson, Haukur Tóm- asson og Þorkell Sigurbjörns- son. Þessi lög eru tiltölulega ný af nálinni, það elsta er samið 1974, en hin eru öll frá 1980. En þar sem við höfðum hugs- að okkur að platan gæti öðrum þræði þjónað því hlutverki að vera kynning á íslenskum lögum erlendis, þótti okkur við hæfi að hafa einnig á henni eldri lög. Þess vegna eru á hinni hliðinni nokkur gömul og velþekkt lög, eins og t.d. þjóðlagið Fagurt gal- aði fuglinn sá, sem Emil Thor- oddsen raddsetti, og Abba- Labba-Lá eftir Friðrik Bjarna- son. Önnur tónskáld sem koma við sögu á plötunni eru Jón Ás- geirsson, Jón Norðdal, Jón Leifs og Róbert A. Ottóson. Við vonum auðvitað að platan standi fyrir sínu og seldist jafn- vel þótt henni væri pakkað inn i Þannig lítur plötuumslag ERRÓ út á nýju plötu kór MH, öld hraöans. hvítan plastpoka, en það spillir ekki fyrir að listamaðurinn okkar heimsfrægi, ERRÓ, hefur gert umslag plötunnar. Þetta er geysilega skemmtilegt umslag, svokallað klippimyndaverk, og eru myndirnar allar úr íslenskri náttúru eða þjóðlífi." Þess má geta að Öld hraðans er^efin út í 3.000 eintökum. I kvöld syngur kór MH á minningartónleikum um Strav- insky, en í ár eru 100 ár frá fæð- ingu hans. Tónleikarnir eru haldnir í Félagsstofnun stúd- enta og hefjast kl. 20.30. Þar munu ýmsir aðrir tónlistar- menn einnig koma fram. Tekið upp í dag Mikiö úrval af telpnablússum og strákaskyrtum. ,/se

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.