Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Myndlist Bragi Asgeirsson Fyrsti listamaðurinn, sem kynntur er í bókaflokknum „ís: lenzk myndlist", er Listasafn ASI og Lögberg standa að, er Eiríkur Smith úr Hafnarfirði. Eiríkur mun sá myndlistarmaður sinnar kyn- slóðar, er hvað mestra vinsælda nýtur meðal þjóðarinnar ásamt Sverri Haraldssyni og hafa þessar vinsældir aukist mjög hin síðari ár. Stór og mikil bók var gefin út um Sverri fyrir fimm árum í út- gáfu þeirra Páls Vígkonarsonar og Gunnars Þorleifssonar og er skemmtilegt til þess að vita, að Bókin þessir tveir málarar voru skóla- bræður í Handíða- og myndlistar- skólanum á sínum tíma. Var lær- dómsríkt fyrir okkur byrjendurna að fylgjast með vinnubrögðum þessara atorkumanna og um margt innbyrðis keppinauta um svipmikil vinnubrögð. Með þeim í deild voru m.a. Benedikt Gunn- arsson, Jóhannes Geir, Guðmund- ur Elíasson o.fl. Báðir studdust þeir við hlut- veruleikann í upphafi, en þróuðust með tímanum út í nýlist, tóku út þroska á ýmsum sviðum framúr- stefnulista tímanna, en þróuðust svo aftur I átt til landslagsmál- verksins og hlutveruleikans við mikinn fögnuð unnenda þeirrar listhefðar, enda þekkingu þeirra og tæknikunnáttu við brugðið. Þeir eru ófáir, sem falla snemma fyrir fegurð lita, forms og línu, eru síteiknandi frá unga aldri, en í langflestum tilvikum taka önnur áhugamál við, er í skóla kemur. Andstætt því magn- aðist áhugi Eiríks með ári hverju og hér var það mikilvægt, að fyrstu teiknikennarar hans örv- uðu hann og studdu á alla lund. Var snemma litið á Eirík sem eins konar undrabarn og myndir hans jafnvel hengdar upp á veggi í kennsiustofu öðrum til lærdóms og eftirbreytni. Slíkur meðbyr hefur verið ómetanlegur fyrir þroska Eiríks og þá ákvörðun seinna að leggja út í listnám. Hefði honum t.d. verið stranglega fyrirlagt að minnka við sig afköst- in í myndgerð, en leggja sig allan fram í reikningi, sem var hans veika hlið, er ekki gott að segja hvernig farið hefði. Annars er það algengt, að þeir, sem eru mjög lífrænir í eðli sínu, séu slakir í raungreinum. í fæstum tilvikum er það vegna hæfileikaskorts, heldur vegna þess að kennsla í þessum greinum er nær undan- tekningarlaust ólífræn og þraut- leiðinleg. Almenn skólamenntun þessa velmenntaða myndlistarmanns varð aldrei meiri en barnaskóla- nám. Fjölskyldan mun ekki hafa haft efni á að missa þroskaðan pilt í skóla og verða þannig af fyrirvinnu. Hann var sex sumur hjá móðurbróður sínum, síðan í sveit við ísafjarðardjúp og vann til sjós og lands á gamla mátann. En Eiríkur glataði ekki voninni um að komast í myndlistarnám, þótt hann hefði frekar óljósar hugmyndir um slíkt nám og hefði ekki komist í snertingu við neitt sem nefna hætti alvöru málara- list. En það var fylgst með þessum fátæka hæfileikamanni úr fjar- lægð, og dag einn kallaði fyrrver- andi teiknikennari og mikill vel- unnari, Guðjón Guðjónsson, Eirík á sinn fund og tjáði honum, að um Eirík Smith ónefndir aðilar hefðu ákveðið að kosta hann til kvöldnáms í mynd- list haustið 1939, í skóla þeirra Finns Jónssonar og Jóhanns Briem í Reykjavík. Það er merki- legt að hugsa til þess, að sam- kvæmt eigin sögn var eins og þetta kostaboð kæmi ekki sér- staklega flatt upp á Eirík — líkast sem hann ætti þetta inni. Svo sterk var köllunin. Mikilvægast var þó hér, að þar með var grund- völlurinn að listnámi lagður. A þessum árum var gengið frá stofnun Handíða- og myndlist- arskólans, sem seinna hlaut nafn- ið Myndlista- og handiðaskóli ís- lands, og þá var í fyrsta skipti lagður grundvöllur að því að kenna myndlist og listrænar handíðir í dagskóla. Var hér að verki hinn merki skólamaður Lúð- víg Guðmundsson, er skildi vel, hve hér var um mikla glompu að ræða í íslensku skólakerfi að meta ekki slíka menntun til jafns við önnur almenn skólafög. A hernámsárunum komust ís- lendingar áþreifanlega í kynni við Bretavinnu og peningaflóð, því var ekki að undra í ljósi fjölskyldu- aðstæðna þótt það yrði ekki fyrr en að stríðinu loknu, að Eiríkur innritaðist í skólann. . í Handíðaskólanum naut Eirik- ur kennslu þeirra Kurt Zier og Kjartans Guðjónssonar og vann nú í fyrsta skipti á ævinni fullan vinnudag við að teikna og mála og kvaðst enda hafa verið alsæll. Af framanskráðu má vel ráða, að þróunin hefur verið Eiríki mjög hagstæð líkt og mörgum öðrum á þessum árum — menn voru í sælu- vímu við aðstæður, er fæstir gerðu sig ánægða með í dag. Þetta voru og ótrúlega mikil uppgangsár um myndlistarfræðsiu á íslandi, í raun réttri algjör kúvending frá því, sem áður var. Að loknu námi við Handíðaskól- ann tók við tveggja ára nám í hin- um þekkta skóla Rostrup-Beyesen við ríkislistasafnið í Kaupmanna- höfn og var þar einvörðungu teiknað eftir grískum myndastytt- um frá morgni til kvölds. Þetta þætti einhæf og lítt spennandi kennsla í dag, en er í raun réttu einhver árangursríkasta þjálfun í grundvailaratriðum myndlistar, er hugsast getur, og eftir slíka þjálfun eiga viðkomandi að vera færir í flestan sjó, ef rétt er farið að. Að loknu námi í Kaupmanna- höfn var stefnan tekin á miðstöð heimslistarinnar þeirra daga, sjálfa Parísarborg og hélt Eiríkur þar til með félaga sínum, Benedikt Gunnarssyni, næstu tvö árin — unnu þeir af meinlætakenndum dugnaði og skoðuðu stíft söfn og sýningar. Þeir héldu svo í mikið ferðalag til Spánar og Tangier í N-Afríku og var það glæsilegur endir á ströngu og viðburðarríku námi. Mér þótti mikilvægt að tíunda í stórum dráttum námsferil Eiríks, til að það komi vel fram, á hve traustum grunni listferill hans er byggður, eins og raunar flestra þeirra, er lögðu út á listabrautina á þessum árum. Gætti hér mjög áhrifa frá Handíðaskólanum. Á þessum árum óðu uppi hvers konar kreddukenningar og þótti enginn maður með mönnum, nema hann væri óhlutbundnari en and- skotinn, ef svo má að orði komast! Hrifning ungra framúrstefnu- manna á Picasso, Braque, Kand- insky, Klee o.fl. slíkum var svo röm að segja má, að margir þeirra hafi étið yfir sig af þessum list- jöfrum og hafi aldrei komist yfir það. Og mikil og gagnrýnislaus að- dáun á nýjum gildum er aldrei af hinu góða, og því vanmeta hinir sömu ýmsa þessara iistjöfra í dag — hafa snúið við þeim baki. Máski var það einmitt þessi ein- strengingslega ofstæki, sem gerði það að verkum, að margir urðu eins konar línudansarar i listinni. Gleyptu hlutina hráa, en gáfu lítið af sjálfum sér og voru þó sann- færðir um ágæti sitt, þægileg lygi er í þessari stöðu sjálfsagt æski- legri en óþægilegur sannleíkur. Hin nýja vitund og möguleikar til skoðunar íslensks veruleika var að sjálfsögðu ekki reglustrika og bogalína, er mætir annarri boga- línu, hvað sem vísir menn í París fullyrtu um inntak alheimsmáls myndlistarinnar. Veruleikinn er allt þetta og ótalmargt fleira, en ekkert afmarkað fyrirbæri fengið alfarið að láni í útlandinu. Aðalsteinn Ingólfsson, er ritar stuttan inngang í bókinni, telur, að enginn íslenskur myndlistar- maður hafi gengið í gegnum eins margar róttækar breytingar og Eiríkur, og að ferill Eiríks eigi sér enga hliðstæðu í íslenskri list, hvað það snertir. Hann segir einn- ig: „Höfum við ekki vanist því að gera of miklar, jafnvel rangar kröfur til myndlistarmanna? Við förum fram á rökrétta og skipu- lega þróun í því sem þeir eru að skapa, upphaf, stigandi og endan- lega niðurstöðu. Við viljum sjá eftir þá „heillegt lífsstarf þegar ævi þeirra líkur ..." Er ekki hugsanlegt að sumir listamenn fái ekki útrás nema í fjölbreytni, að þeir geti ekki verið sjálfum sér trúir með öðrum hætti en að vasast í mörgu, jafnvel hvarfla á milli listgreina. Margt bendir til að svo sé. Þá verðum við að búa okkur til annarskonar mælikvarða á list slíkra manna en þann sem gerir ráð fyrir rökréttri einstefnu." Hér ,var einungis tæpt á lengri rökræðu Aðalsteins um þessi mál, sem ég vísa til í bókinni sjálfri. Athyglisverðri rökræðu, þar sem sitt mun sýnast hverjum. En ég er sammála Aðalsteini í því, að Ei- ríkur hafi gert afbragðsverk á hverju afmörkuðu skeiði listferils síns. Sýningarferill Eiríks hefst með því, að þeir félagar, Benedikt og hann, sýna allmargar Parísar- myndir í Listvinahúsinu, seldu þeir örfáar myndir, en fengu ágæta listrýni frá róttækum skoðanabræðrum sínum. Sína fyrstu og sögulegustu einkasýningu heldur Eiríkur í Listamannaskálanum gamla 1952. Hún var söguleg að því leyti, að lengi gekk sú saga milli lista- manna, að hann hefði orðið að fá lán fyrir vörubíl með allt draslið heim aftur! En hann lætur þó ekki deigan síga og vinnur ótrauður áfram að óhlutlægri myndsköpun. Kalda stríðið skall á og hafði sín áhrif á heimslistina — nú skyldu menn vera grafalvarlegir og lík- Ástunduðu dugnað og meinlæti gagnvart heimsins glaumi í kóngsins Kaupinhavn, nú heims- frægir málarar á fslandi. Bene- dikt Gunnarsson, Eiríkur Smith og Jóhannes Geir (myndin senni- lega tekin árið 1949). astir því, sem þeir bæru ábyrgð á velferð heimsins. Á þeim árum var hlátur guðlast, og hver sá maður, er sýndi vott af tilhneigingu til hlutbundinna forma, réttdræpur landráðamaður. Menn tóku and- agtugir ofan fyrir þeim, er tókst að verða sér úti um magasár og spítalavist út á það. Sumir þoldu ekki við, hættu að mála og lentu á taugahælum. Á þessum árum vann Eiríkur m.a. fyrir sér með auglýsingateiknun og átti þar inn- angengt hjá Ásgeiri Júlíussyni. Árið 1954 tekur Eiríkur þá snjöllu ákvörðun að nema prentmynda- gerðariðn — svona til að sjá fyrir sér og fjölskyldu og vann raunar í þeirri iðn til ársins 1972. Gerðist á sínu sviði einn sá færasti á land- inu, einkum í litgreiningu mynda; þar var víst enginn betri. Árin líða og skyndilega verður sprenging í listheiminum — geometríska málverkið, er var að ganga af þúsundum listamanna dauðum, víkur nú fyrir hinu um- búðalausa „action" málverki og „tassisma", og á eftir kemur svo abstrakt expressjónisminn, og Eiríkur verður bergnuminn af möguleikum hans. Vinnur á þessu sviði í mörg ár og telja margir það timabil hámark listar hans. Allar þessar stílbreytingar gerðu það að verkum, að menn tóku að brosa aftur, sumir jafnvel skellihlóu, og menn streymdu út af taugahælum um alla Evrópu og máluðu eins og frelsaðir. Eiríkur segir sjálfur um þessi fyrri ár í list sinni í Lesbók á sl. ári: „Ég var áður fyrr alltof kreddubundinn — maður var far- inn að þrengja sjónarsvið við kreddubundna vinnu í þessu flatarmálsmálverki. Það var eins konar heilaþvottur og tók langan tíma að komast aftur inn á dýpt- arplanið, þegar önnur myndgerð gerði það nauðsynlegt. Öllum kreddum fylgir ósköp lítið um- burðarlyndi." Popplistin tekur svo við í allri sinni fjölbreytni — svið hennar var allt samanlagt neysluþjóðfé- lagið, en engan veginn einungis hið tvívíða málverk eða samklipp- ur, eins og margir virðast halda hér norður við Dumbshaf, jafnvel listfræðingar ... Hér verður Eiríkur fyrir áhrif- um frá þeim anga þess, er kenndur er við irsk-enska málarann Franc- is Bacon, aðra enska málara og scandinava í bland. Þennan anga flutti Einar Hákonarson hingað með sýningu haustið 1967 (en ekki 1968, svo sem stendur í bókinni). Margir félagar hans og aðdáendur ráku upp stór augu, er Eiríkur söðlaði beint út abstrakt- expressjónisma og yfir í popp- málverkið. En ég var alls ekki einn af þeim, svo sem gefið er í skyn í bókinni — tel mig hafa skrifað af málefnalegum skilningi um sýn- inguna, enda gjörþekkti ég sviðið. En mér þótti hann vinna of hratt fyrir stíl, sem bæði einkenndist af ró fjarvíddar og niðurskipan, er byggðist á grundvallarformum gegnt ótrúlegum fljúgandi fyrir- bærum. Þannig orðaði ég það og er á sömu skoðun enn þann dag í dag. Haustið 1975 reit ég langa grein um ameríska málarann Andrew Wyeth í Lesbók og seinna tvær til viðbótar um fjölskyldu hans. Rannsóknir mínar á þessum merkilega listamanni gerðu það að verkum, að ég kynntist í gegnum þær þrem ættliðum í amerískri myndlist, hverri annarri merki- legri og um leið fulltrúum hins besta í amerískri þjóðarsál. Þessar greinar mínar vöktu víst töluverða athygli listamanna, a.m.k. mátti kenna áhrifa frá Andrew Wyeth í verkum ýmissa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.