Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Finnskt- sænskt-grískt kvöld með Arja Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Kvöldstund með Arja Saijonmaa. Leikstjóri: Vivica Bandler. Leikmynd, búningar og lýsing: Ralf Forsström. Hljómsveitarstjóri: Berndt Eger- bladh. Það var kátt í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöld er hópur finnskra og sænskra listamanna flutti söngva- og ljóðadagskrá sem hann hefur verið með und- anfarnar vikur í Bandaríkjunum í tilefni Scandinavia Today. Leikhúsgestir létu hrifningu sína óspart í ljósi, og er leitt til þess að vita að hinir ágætu lista- menn skuli ekki hafa tök á að endurtaka flutninginn. Arja Saijonmaa söngkona hópsins, sem allt stendur og fell- ur með, er atvinnumanneskja fram í fingurgóma, hefur af- skaplega létta og áreynslulausa sviðsframkomu, heillaði áhorf- endur upp úr skónum, en hélt þó ákveðinni fjarlægð milli sín og þeirra, sem var kannski nokkuð nauðsynlegt í sumum atriðun- um. Hún flutti söngva og ljóð af mikilli kúnst og samspil hennar og hljómsveitarinnar mjög vandað, kannski dálítið rútíner- að, enda ekki að furða, ef þau hafa flutt þessa löngu dagskrá nánast upp á hvern dag síðustu mánuði. Dagskráin skiptist í þrjá kafla, sá fyrsti eru aðallega norræn þjóðlög, Dagbók kýrinn- ar var prósaljóð sem vakti mik- inn hlátur og listakonan flutti vel. I sjálfu sér fyndið en mátti svo sem spyrja hvaða erindi hug- renningar kýr ættu þarna inn í ljóðadagskrá, a.m.k. ef maður er neikvæður. Annar kaflinn var upplestur — á ensku — úr Astarsögu ald- arinnar eftir Mörtu Tikkanen. Þar sem Ástarsagan hefur verið þýdd og gefin hér út og aukin heldur flutt á leiksviði fannst mér ekki ýkja mikið til um að hlusta á þetta á ensku, en flutn- ingur Arja var öldungis ágætur engu að síður. Þriðji hlutinn kom svo ansi mikið eins og skrattinn úr sauð- arleggnum, altjent þegar það er haft í huga að hér eru norrænir listamenn að koma frá Banda- ríkjunum með dagskrá sem væntanlega hefur átt að vera kynning á léttri tónlist og text- um úr norðri. Þarna voru sem sé flutt að megninu til lög eftir Arja Saijonmaa gríska tónskáldið Mikis Theo- dorakis og leikið á búzúkí. Tvö lög voru að vísu eftir Kurt Weil úr verkum Brecht. Lög Theodor- akis standa auðvitað alltaf fyrir sínu og vel það, svo að óskipt ánægja er á að hlýða, en þegar kom fram í þennan kafla var rétt eins og við værum á grísku kvöldi stödd og ekki norrænu. Aukin heldur þótti mér veru- legur munur á nýrri og eldri lög- um Theodorakis sem voru flutt þarna, það er eins og vanti kraft í þau nýrri, þau eru ansi „komm- ersíöl“ miðað við mörg eldri laga hans. Hvað sem þessum útsetn- ingum líður, breytir það ekki því, að flutningur listamannanna var til fyrirmyndar og bráðhress- andi í skammdeginu og ástæða til að þakka ágætum gestum fyrir komuna og góða skemmt- un. Jólatónleikar Tónlist ^Jón Asgeirsson KAMMERSVEIT Reykjavikur hélUá sunnudaginn var jólatón- leika í kirkju Óháða safnaðarins fyrir troðfullu húsi, bókstaflega talað. Tónleikarnir hófust á Adagio fyrir strengi og orgel eft- ir Albinoni. Vitað er að J.S. Bach gerði sér títt við tónlist eftir Al- binoni og notaði meðal annars í eina fúguna sína tema eftir hann. Upphafið á bassaferlinu og ýmislegt annað minnti á fræga aríu eftir Bach. Annað verkið var orgelkonsert í F-dúr eftir Hándel og lék Hörður Ás- kelsson einleikinn í báðum verk- unum. Eftir hlé voru flutt verk eftir Couperin og konsert eftir Torelli. Gunnar Kvaran selló- leikari lék einleik í konsert Couperin. Kammersveitin lék mjög vel enda er sveitin mönnuð góðu tónlistarfólki, sem sífellt er að auka við getu sína og reynslu í flutningi vandaðrar tónlistar. Hörður Áskelsson lék af tölu- verðu öryggi, einmitt þar sem frekast reyndi á hæfni hans, í orgelkonsertinum eftir Hándel. Það er til baga fyrir flutning orgeltónlistar hversu kirkjur eru illa settar. Forráðamenn þeirra hafa látið sér nægja það minnsta, sem hægt var að kom- ast af með og þar með komið í veg fyrir að hægt væri í mörgum tilfellum að flytja venjulega kirkjutónlist, hvað þá að stofna til meiriháttar flutnings kirkju- tónlistar. Fyrir utan að vera hljómlítið er hljóðfærið tæplega í hljómleikahæfu standi. Gunnar Kvaran lék Konsertlögin eftir Couperin mjög vel, en þau eru skrifuð upp úr verkum, er Coup- erin samdi fyrir viola da gamba. Síðasta verkið var konsert op. 8, eftir Torelli. Undirtitill er hjarð- ljóð fyrir hina helgu nótt. Torelli er merkilegur fyrir þær breyt- ingar er hann kom fram með á hlutverki einleikarans. Hjá hon- um fær einleikarinn sérstakar tónhendingar, einleiksstef og ennfremur lætur hann hljóm- sveitina leika undir þessa ein- leiksþætti. Á milli leikur hljómsveitin sjálfstæða og sér- stefjaða kafla. Torelli leysir konsertinn úr viðjum „conserto grosso“-formsins með op. 8, nr. 1—6 leggur hann grundvöllinn að einleikskonsertinum, eins og hann þekkist í dag. Leikur Kammersveitarinnar var í heild mjög góður undir stjórn Rutar Ingólfsdóttur, sem átti nokkra vel útfærða einleikskafla ásamt Laufeyju Sigurðardóttur. Tll tónllstar- og bókmenntaunnenda i iú'S&L 83.61 Metsölubók og nú hljómplata LÍFSJÁTNING, endurminningar Guð- mundu Elíasdóttur söngkonu, er nú kom- in út í þriðju prentun. Bókin hlaut frá- bcerar móttökur í fyrra og varð ein sölu- hcesta bók ársins. Ingólfi tekst einstaklega vel að miðla Guðmundu, lífi hennar, sorgum og gleði til lesandans. Og nú hefur IÐUNN gefið út hljómplötu með söng Guðmundu. Platan heitirþað sama og bókin: LÍFSJÁTNING. Á plötunni eru lög úrýmsum áttum, hljóðrituð áýmsum tímum og syngur Guðmunda íslensk lög, lög úr óperum og erlend lög. Viltu hlusta á Lífsjátnlngu? Platan fæst i bóka- og hljómplötu- verzlunum Tryggðu þér eintak strax. Sögur sem brenna sig í hug lesandans ANDVÖKUSKÝRSLURNAR eru prjár sög- ur eftir Birgi Engilberts sem kunnur er fyrir leikritagerð sína, en kveður sér nú hljóðs sem sagnaskáld með eftirtektar- verðum hœtti. Sögurnar eru samfelldar að stíl og frásagnarhœtti, lýsa atburðum sem beint hafa sögufólkinu fram á ystu nöf. Höfundur hefur slíkt vald á stíl sín- um að hann miðlar afar sterkri tilfinn- ingu fyrir eyðingaröflum í manneskj- unni. Ncergöngular sögur sem brenna sig í hug lesandans. Bræóraborgarstíg 16 Pósthólf 294 121 Reykjavík Simi 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.