Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Að prófkjöri — eftir Þóri H. Óskarsson Margt kemur í huga manna þessa dagana, þegar lokið er prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eitt af því, sem vakti athygli mína strax á fyrsta degi, sem Morgunblaðið haföi minnsta möguleika á því að koma efni sínu á framfæri var grein eftir Helga Ólafsson, hagfræðing. Það sáu allir, sem grein þessa lásu, að Helgi var sár útaf sigri ýmissa annarra en formannsins Geirs Hallgrímssonar. Ummæli Jóns Magnússonar tel ég vera mjög svo réttmæt og tel ég meira að segja að ýmsir „góðir" vinir Geirs Hallgrímssonar hafi dregið hann í villu vegar út í það, sem nú blasir við honum. Það fer ekkert á milli mála, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að ýmsir stuðningsmenn Geirs Hallgrímssonar og þar á meöal blað allra landsmanna eins og það kallar sig, Morgunblaðið, á sína sök á því hvernig komið er. Ég hefði aldrei ímyndað mér, að prófkjörið færi svona og meira að segja hélt ég að Albert Guð- mundsson, sem ég studdi með ráði og dáð myndi ekki ná meira en 3. til 4. sæti eftir þau átök, sem orðið hafa í flokknum. Úrslitin sýna hinsvegar hug hins almenna kjós- anda, það fer ekkert á milli mála og ég hreinlega hef meðaumkun með formanni flokksins eftir aðra eins útreið og tel, að hann hafi lokast inni í þröngum „vinahópi", samansettum af allskyns sérvitr- ingum, sem hafa haft vond áhrif á formanninn m.a. með einstöku hatri á Gunnari Thoroddsen. Það er að koma í ljós núna með prófkjörunum hvar hugur fólksins stendur, en Morgunblaðsmenn berja höfðinu við steininn og tala jafnvel um svindl og söfnun manna úr öðrum flokkum á kjör- stað. Prestur nokkur norður í landi talar um að verið sé að skemmta skrattanum með því að viðhafa prófkjör. Ég held, að Morgunblaðið ætti loknu „Formaður flokksins hefur nú gefið sína yfirlýs- ingu og met ég hann mik- ils fyrir og tel það stór- mannlegt af honum að taka slíka stefnu, sem hann nú hefur tekið og ég er sannfærður um að kjós- endur munu flykkjast um hahn og sjá til þess að hann nái kosningu.“ að hafa það í huga, að þrátt fyrir stanzlausan áróður sinn fyrir Geir Hallgrímsson og jafnframt gegn Gunnari Thoroddsen þá hafa vopnin svo gjörsamlega snúist í höndum þeirra og þarf ekki frekar vitnanna við en nýafstaðin próf- kjör. Formaður flokksins hefur nú gefið sína yfirlýsingu og met ég hann mikils fyrir og tel það stórmannlegt af honum að taka slíka stefnu, sem hann nú hefur tekið og ég er sannfærður um að kjósendur munu flykkjast um hann og sjá til þess að hann nái kosningu. Til þess að slíkt megi verða þarf stefnubreytingu á „Mogga". Ef þeir, sem þar ráða skilja ekki sinn vitjunartíma þá mun úlfúðin halda áfram og gæti svo sannar- lega endað með algjörum klofn- ingi en nú er tækifæri til að sam- eina flokkinn og gera hann að breiðum, víðsýnum og frjálslynd- um flokki, flokki allra stétta „stétt með stétt“. Það er draumur margra sjálfstæðismanna, að flokkurinn megi aftur verða slík fylking, sem hann var undir for- ystu Olafs Thors. Flokkur, sem sannarlega styður við dug og þor en elur ekki upp í fólki öfund og aumingjaskap en hjálpar aftur á móti þeim, sem virkilega eru hjálparþurfi. Sumir hallmæla prófkjörum og tala um þau sem eitur í flokks- starfinu en hvað um lýðræðið, þora slíkir menn ekki að leita eftir áliti fólksins í landinu? Ef svo er, þá hafa þeir sem þannig hugsa ekki mikið álit á einstaklingnum og talandi um það vil ég nota Sólar- rafhlöður sem endast ævilanfft Q O O O O DDS6B O O Ð Ð B □ OSQO onan Jólatilboðsverð kr. 380.- _________f tækifærið og segja mína skoðun á því hvernig mér finnst margir hugsa varðandi skoðanir hvers og eins þegar um prófkjör er að ræða. Ég er einn þeirra, sem hafa látið hafa sig í það, að hringja út í hina og þessa og þó aðallega í vini og kunningja. Ég hef nú tekið þá ákvörðun að láta ekki hafa mig í það oftar og vil hérmeð beina því til annarra, að þeir láti kjósandann I friði og treysti fullkomlega á dómgreind hans og frambjóðendur og flokkar láti fólk í friði, auglýsi aðeins með því að hvetja fólk til að nota þenn- an helga rétt sinn, sem er að fara á kjörstað til að hafa áhrif á lýð- ræðið. Frá bernsku hefur mér fundist eitthvað annarlegt við það, að smala mönnum saman til að hringja í fólk og reyna að hafa áhrif á það jafnvel í þeim tón að breyta skoðunum þess og eins og áður sagði mun ég ekki láta hafa mig oftar í slíkt. Mér finnst þvílík ólykt að slíku að ég vil helzt biðja þá afsökunar, sem ég fram að þessu hef hringt í og lofa þeim hér með að láta þá í friði framvegis. Aftur á móti vil ég hvetja alla landsmenn til að neyta atkvæðis- réttar síns og íhuga málin vel og gaumgæfilega áður en þeir kjosa og þá hræðist ég ekki dóm fólks- ins. Það verða allir að sætta sig við úrslit kosninga og í alla staði fjar- stæða að gera fjölda fólks upp annarlegar skoðanir og óheiðar- leik í kosningum. Það sem Sjálfstæðisflokkurinn á að gera nú er að hlýta þeim dómi, sem fram kemur í prófkjör- unum og spila síðan eftir því. Eg man þá tíð, að margir töluðu um það, að ekki væri lengur hægt að styðja Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að það væru bara lögfræð- ingar í framboði, vilja menn held- ur fá það aftur. Mér finnst tími til kominn, að menn láti verkin tala. Oft heyrir maður að þessi eða hinn stjórnmálamaðurinn sé svo lyginn, slóttugur og falskur og þar fram eftir götunum. Ég held að ef fólk tryði slíku þá myndi það hik- laust sýna þeim stjórnmála- mönnum í tvo heimana. Einn átti til dæmis að vera síljúgandi þegar hann tæki ofan gleraugun og sum- ir héldu því fram hér fyrir nokkr- um árum, að einn ágætis ráðherra væri alltaf ljúgandi. Prófkjör eru til góðs ef rétt er með farið, það er til dæmis ekkert óeðlilegt við það, að þeir sem áður hafa verið framarlega á lista og setið á Alþingi eða í borgarstjórn nái aftur góðu kjöri. Ef svo væri ekki þá væri það bara dómur, sem viðkomandi fambjóðandi verður að sætta sig við, það er þá eitthvað í fari hans, sem fólki ekki líkar við eða að hann hefur eitthvað að- hafst, sem fólkið mótmælir með því að kjósa hann ekki aftur, svo einfalt er það. Aftur á móti tel ég, að tíminn hafi leitt það í ljós, að fullkomin ástæða er til að setja ákveðnar reglur í sambandi við prófkjör og vera ekki sífellt að hringla með það hvernig á að kjósa o.s.frv. Eins tel ég að setja eigi reglur um það, að láta fólk í friði eins og áður sagði og stöðva þessar miklu sérauglýsingar einstakra fram- bjóðenda. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn, en þegar samkeppnin er orðin eins og raun ber vitni milli frambjóðenda innan sama flokksins, þá finnst mér að skammt muni vera í það að ein- ungis efnaðir menn geti farið í framboð og það held ég, að sé ekki vilji almennings. Það á að halda prófkjörum áfram og finna þeim þann heiðar- legasta grundvöll, sem völ er á og þá er lýðræðinu borgið. Flokkur, sem ekki vill hlýta dómi stuðningsmanna sinna er dæmdur til að einangrast og verða smátt og smátt að engu. Það er von mín, að prófkjör verði áfram afl fólksins til að segja sínar skoðanir og þeim verði beint í þann farveg, að enginn þurfi að efast um að skoðanir komi fram eftir heiðarlega og ít- arlega íhugun. Þórir H. Óskarsson. 9646—1364 Skypant er liður í þjónustu Jöfurs h.f. við Chrysler, Dodge og Plymouth eigendur á íslandi. Með nútímalegu skipulagi, hraðvirkri tækni og góðri samvinnu við Chrysler verksmiðjurn- ar í Bandaríkjunum og Flugleiðir hefur okkur tekist að stytta stórlega afgreiðslutíma sérpantaðra varahluta og koma á fót þjónustu sem brýn þörf var fyrir; Skypant. Hvernig vinnur Þig vantar sérpantaðan varáhlut í Chryslerinn þinn og hefur því samband við Skypant sérfræðing okkar, Jóel Jóelsson. Hann sér um að telex-skeyti með nauðsynlegum upplýsing- um sendist umsvifalaust til varahlutamiðstöðvar Chrysler, skammt frá Kennedyflugvelli. Þar sér talva um að koma boðum til sérhæfðra starfsmanna á varahlutalager. Þeir senda varahlutinn með hraðboða í vöruafgreiðslu Flugleiða á Kennedyflugvelli þar sem vörunni er tryggð fyrsta ferð heim og Chryslerinn þinn er kominn á götuna fyrr en varir. Hress irarn \tegt JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.