Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Á að setja sérlög um þjóðsönginn? Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Slík sérlög eru ekki á Norðurlönd- um, Bretlandi né V-Þýzkalandi Hæstvirtur forsætisráðherra sagði, að það væri tímabært að setja lög um þjóðsönginn, hlið- stætt því sem sett voru 1944 sérlög um þjóðfána Islands. Það kann að vera, að svo sé, en mér þykir rétt að líta samt nokkuð nánar á þetta mál. Það segir í greinargerð með þessu frv. að með því sé leitað staðfestingar á fyrri afstöðu stjórnvalda varðandi þjóðsönginn. Tekinn sé af allur vafi í máli, sem mestur hluti þjóðarinnar muni vera einhuga um. Ég hygg, að það sé nú enginn vafi, ef það er átt við með vafa, hver sé þjóðsöngurinn. Það er þá spurning um vernd þjóð- söngsins og hvað á að gera í því efni. Hann er nú ekki verndarlaus nú sem stendur, en það kann að vera, að það þurfi að vernda hann betur heldur en hann er samkv. lögum í dag. Og þá er spurning, hvort það eigi að setja sérlög um þjóðsönginn eins og gert er ráð fyrir með frv. því sem við nú ræð- um. Ég hygg, að hjá þeim þjóðum sem okkur eru skyldastar og næst- ar sé ekki um slík sérlög að ræða. Ég hygg, að það sé rétt, að á Norð- urlöndum séu ekki sérlög um þjóð- söngva þeirra ríkja né í Bretlandi eða Þýskalandi, svo að eitthvað sé nefnt. Ég hygg, að þetta sé rétt, að það séu ekki sérlög. En það þýðir ekki, að þjóðsöngurinn eða þjóð- söngur þessara ríkja njóti ekki einhverrar verndar. Og hvar er þeirrar verndar að leita? Þeirrar verndar er að leita í hinum al- mennu höfundalögum hvers ríkis fyrir sig. Og þar er Hka hjá okkur að leita nokkurrar verndar, sem þjóðsöngurinn hefur í dag. Spurn- ingin er, ef okkur þykir ekki þjóð- söngurinn nægilega verndaður samkv. höfundalögum eins og þau eru hjá okkur, hvort það eigi að bæta úr því með því að setja sér- lög, eins og hér er gert ráð fyrir, eða hvort það eigi að bæta úr því með því að breyta höfundalögjíft- um. Ég vil strax segja það, aðHriér þykir það eðlilegri leið, ef það er að ræða um að setja sérstök ákvæði um þjóðsönginn, að setja þau ákvæði þá með sérlögum eins og gert er ráð fyrir með þessu frv. heldur en fara að breyta höfunda- lögum okkar í þeim tilgangi aþ veita þjóðsöngnum meiri vernd heldur en þar er aú að hafa. Það er svo, að þjóðsöngurinn nýtur samkv. lögum ekki verndar hins almenna höfundarréttar eða er ekki háður höfundarrétti. En í höfundalögunum er gert ráð fyrir, að þó að svo sé ástatt fyrir þjóð- söngnum eða öðrum verkum, sem verndar þurfa að njóta, þá njóta þau verndar samkv. ákvæðum höf- undalaganna og það er ákvæði í 4. gr. höfundalaganna þar sem tekið er fram, að óheimilt sé að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. Þjóðsöngurinn nýtur þessarar verndar í dag. í 53. gr. höfunda- laganna er tekið fram, aö þetta ákvæði, sem ég tiltók í 4,gr., gildi um bókmenntaverk og listaverk, sem ekki eru háð höfundarrétti. En hvernig á þá að snúast við, ef þessi réttur er skertur, sem 4. gr. höfundalaganna gerir ráð fyrir? Um það höfum við ákvæði í 53. gr. höfundalaganna, þar sem segir að mál út af þessum brotum skuli að- eins höfða eftir kröfu mennta- mrh., enda telji hann þess þörf vegna tillits til almennrar menn- ingarvendar. Mér þykir rétt að víkja að þessu og draga þá stað- reynd fram, að þjóðsöngurinn nýt- ur vissrar verndar samkv. lðgum í dag. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Ég má segja, að það sé svipað umbúið, t.d í höfundalögum á Norðurlöndum eins og hér er gert. En það mun vera í hliðstæðum ákvæðum í lögum á Norðurlönd- um kveðið sterkara að orði hve- nær höfða skuli mál í þessu sam- bandi heldur en hér er gert. Og þessi ákvæði, sem eru í okkar höf- undalögum eru frekar um réttar- farsleg skilyrði heldur en efnis- ástæður fyrir málshöfðun. En eft- ir því sem ég veit best er nú litið nokkuð frjálslega á Norðurlöndum á meiðingar eða misþyrmingar á mikilvægum listaverkum á þeirri forsendu, að þau muni standa slíkt af sér og það sé ekki nema í und- antekningartilfellum, sem þurfi að beita löggjöfinni til verndar. En með frv. því sem hér er lagt fram og við ræðum nú, þá er gert ráð fyrir að veita þjóðsöngnum meiri vernd heldur en hann nýtur nú. Ef við eigum að gera það sem ég tel ékki óeðlilegt að gert sé, þá er ég samþykkur því að fara þá leið, sem hér er gert ráð fyrir, að setja sérlög um þjóðsönginn en ekki að breyta höfundalögunum. En ég vil þá víkja nokkrum orð- um að frv. sjálfu, sem hér liggur fyrir. í 3. gr. frv. er kveðið á um það efni, sem er meginatriði þess, þ.e. að þjóðsöngífin skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en í hinni upphaflegu gerð höfunda hans. Og það er enn fremur tekið fram, að það á jafnt við um ljóð, laggerð, hljóðsetningu og hljóðfall þjóðsöngsins. Það er nokkur spurning, hvernig á að orða ákvæði sem þetta og það vakna spurningar í því sambandi. Og það er spurning, hvað á að taka stíft til orða í þessari grein. Þetta virð- ist hafa almennt gildi og eiga við bæði hljómplötur og lifandi flutn- ing. Það er spurning, sem ég vil vekja athygli á, hvort hér séu of þröng mörk sett. Það getur verkað spaugilega, ef það er brot á lögum, þegar menn í góðri meiningu syngja þjóðsönginn hver með sínu nefi og það megi telja að eitthvað skorti t.d. á hljóðfall eða annað slíkt í þeim flutningi. En svo virðist sem það sé séð fyrir þessu með ákvæðum 5. gr. því að þar er gert ráð fyrir, að ráðh., þ.e. forsrh., geti veitt und- anþágu frá 3. gr. frv. sem ég var að lýsa, þegar sérstaklega stendur á. Það rísa líka spurningar í sam- bandi við þetta ákvæði hversu raunhæft þetta er og hvernig framkvæmdin væri nú á þessu ákvæðl um undanþágur. Ég vil aðeins vekja athygli á þessu. Og ég dreg þá ályktun af þessum hugleiðingum, að það kunni að vera, að það sé réttara að hafa ákvæði í 3. gr. eitthvað rýmri heldur en þar er gert ráð fyrir, en hins vegar að gera ekki ráð fyrir neinum undantekningum, þ.e. eng- ar undanþágur veittar. Ég held að ef það væri hægt að koma þessu frv. í það form, ég segi, ef það væri hægt, þá kynni það að vera bétri lausn á þessu máli. Bíða eftir klippingu í blómaskála ÞÆR breytingar hafa verið gerðar á Hárskeranum, Skúlagötu 54, að settur hefur verið upp blómaskáli, þar sem viðskiptavinir geta beðið eftir kiippingu. Þá hafa bílastæði verið lagfærð. Eigandinn, Pétur Melsted, hefur síðastliðið ár verið í framhaldsnámi erlendis í iðn sinni. Myndin sýnir Pétur í blóma- skálanum. Ný unglingabók: Leyndardómur gistihússins ÚT ER komin hjá Iðunni unglingabókin Leyndardóm- ur gisithússins eftir hol- lenska höfundinn Anke de Vries. Álfheiöur Kjartans- dóttir þýddi. Efni sögunnar er kynnt á kápu- baki á þessa leið: „Hvað var það sem gerðist forðum á herbergi 16 í gistihúsinu Belledonne? Róbert, sautján ára piltur, hefur fundið í fórum látins afa síns minnisbók frá 1944, skráða af manni að nafni Róbert Macy. Hver var hann og hver höfðu orðið örlög hans? Þess- ar spurningar stríða á hinn unga Róbert og þess vegna er hann hingað kominn, í lítið þorp uppi í frönsku Ölpunum. Fólkið í þorp- inu tekur honum misjafnlega, AnkedeVries sumt vel, en annað af tortryggni og andúð þegar hann fer að grennslast fyrir um löngu liðna atburði. En hvað sem þarna hafði gerst fyrir rúmum þrjátíu árum og minnisbókin veitti óljósar bendingar um, þá er hitt víst að þeir atburðir hafa orðið örlagarík- ir ýmsum í þessu friðsæla þorpi." Höfundur sögunnar, Anke de Vries, hefur unnið sér orðstír á seinni árum fyrir barna- og ungl- ingabækur sínar og hafa bækur hennar verið þýddar á allmörg tungumál. Þekktust þeirra er þessi bók, Leyndardómur gisti- hússins, sem m.a. var sæmd viður- kenningu dómnefndar um evr- ópsku unglingabókaverðlaunin. Bókin er 132 blaðsíður. Prentrún prentaði. ROKK GEGN VIMU I HASKOLABÍÓ 17. DES Þeir sem taka þátt í hljómleikunum eru: Bubbi Morthens og EGO Kimiwasa-bardagalist: Haukur og Hörður. Kynnir: Þorgeir Ástvaldsson. Trommur: Sigurður Karlsson Gunnlaugur Briem - Mezzoforte. Bassi: Jakob Garðarsson - Tlbrá. Gítar: Tr.yggvi Hubner Friðryk, Björn Thoroddscn H.B.G. Eðvarð Lárusson - Start. Hljómborð: Hjörtur Hauser - H.B.G. Eyþór Gunnarsson - Mezzoforte Eðvarð Lárusson - Start. kl. 18 og 23 Blásarar: Sigurður Long, Einar Bragi, Rúnar Gunnarsson, Ari Haraldsson, Ágúst Elíasson, Þorleikur Jóhannesson, Konráð Konráðsson. Söngvarar: Pálmi Gunnarsson, Ellcn Kristjánsdótt- ir, Sigurður K. Sigurðsson, Sverrir Guðjónsson, Björk Guðmundsd. Kór: Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Birgir Hrafnsson, Sverrir Guðjónsson, Björk Guðmundsdóttir. Allur ágóði rennur til hyggingar sjúkrastöðvar SÁÁ MiAar fást í öllum hljómplötuverslunum Karnabæjar. MiAaverA 150.- STYRKTARFELAG SOGNS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.