Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Hvað eiga þeir sameiginlegt, breski málarinn sir Edward Burne-Jones og meistari Jóhann S. Kjarval? Fljótt á litið virðist það vera harla fátt. Burne-Jones (1833—1898) var uppi á Vikt- oríutímabilinu, en Kjarval fædd- ist árið 1885 og lést fyrir tíu ár- um. Að sönnu voru báðir miklir listamenn og ágætir samtíma- menn þeirra varðveittu viðtöl við þá, en þeir voru uppi á gerólík- um tímum. Nýlega komu út á ensku bækur sem hafa meðal annars að geyma viðtöl við mál- arana. Af þeim sökum hefur Louis A. Muinzer, prófessor við háskólann í Belfast, fjallað um þessa ólíku málara í einum og sama ritdómnum í írska menn- ingartímaritinu CIRCA. Bókin um Burne-Jones ber nafnið Burne-Jones Talking. His Con- versations 1895—1898 Pres- erved by His Studio Assistant Thomas Rooke, en í kaflanum úr grein Muinzers, sem hér fer á eftir, hefur gagnrýnandinn snú- ið sér að bókinni um Kjarval, sem á ensku heitir Kjarval. A Painter of Iceland. Bókin um Kjarval er eina ritið um þennan íslenska málara sem fáanleg er á enskri tungu. Hún er 96 blaðsíður með litprentuðum ljósmyndum af verk- um listamannsins og fjölda svart- hvítra teikninga, ásamt stuttum, grein- argóðum og gagnrýnum kynningar- kafla eftir Aðalstein Ingóifsson, og dá- samlegu sýnishorni af orðræðu málar- „Þeir leika sér ekki nóg af hvölunum u írinn Louis A. Muinzer lýsir í ritdómi kynnum sínum af list Kjarvals ans: „Samtal við Kjarval" eftir skáldið og blaðamanninn Matthías Johannes- sen. Bókin er ákaflega aðlaðandi og opnar fyrir vikið víða sýn til Kjarvals, bæði sem listamanns og persónu. ... líkt og hluti mannkyns ætti hvorki augu, sál né máln- ingarpensla ... En því ættum við að hafa fyrir því að kynnast Kjarval? Fáir enskumælandi menn þekkja nokk- uð til málverka hans, og í raun á aðeins eitt listasafn á málsvæði okkar, the Museum of Modern Art í New York, safn málverka eftir Kjarval. Það væri fróðlegt að vita hve margir breskir og írskir list- gagnrýnendur og listfræðingar kunna í það minnsta skil á nafni hans. Og því ætti okkur ekki að standa á sama? Svarið er hið sama og ég hef gefið í öðru tölu- blaði CIRCA: listasagan og list- gagnrýnin ættu að forðast um- burðarleysi og þröngsýni; hvorug greinin hefur efni á að takmarka athygli sína við list sem sprottin er upp í fáum menningarlegum tískulöndum — líkt og afgangur- inn af mannkyninu ætti hvorki augu, sál né málningarpensla í eigu sinni. Þeir sem fjalla um list- ina ættu ekki að einblína enda- laust á hvundagsleg “sígild lista- verk sem óþarft er að kynna", heldur halda af stað til landa á borð við ísland, Perú eða Norður- írland, í leit að skapandi fólki. Gagnrýnendur sem fylgja straumnum hafa ekki gefið hæfi- leikum þessa fólks hinn minnsta gaum. Og hvað Kjarval áhrærir þá er hann fremur sjálfstæður lista- maður en tákn Ósýnilega lista- mannsins í okkar heimi. Um hann get ég aðeins sagt þetta: Fyrir margt löngu eigraði ég um lista- söfnin í Reykjavík í því skyni að fá yfirsýn yfir íslenska list. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ís- lensk málarlist væri aðgreind í tvo flokka Iistaverka: málverk Jó- hannesar S. Kjarvals og málverk allra hinna. Nú skammast ég mín fyrir þessa einföldu niðurstöðu af því ég veit að Kjarval var ekki eini áhugaverði málarinn á þessari frábæru eyju í Norðurhöfum. Upp frá þessu tíma hef ég samt sem áður verið á vakki eftir bók um Kjarval. Líklega hef ég í sálar- fylgsnunum gælt við þá veiku von að einhvern daginn myndi. bók um Kjarval koma út á ensku. Og hér er hún loksins komin. Eftir að hafa lesið þessa nýju bók og litið í fyrsta skipti af mörg- um á myndirnar í henni, get ég staðfest það sem persónulega reynslu mína — eins og íslands- heimsókn mín sannfærði mig um; Kjarval er þjóðlistamaður íslend- inga: málverk hans endurspegla íslenska þjóðarsál á afar sérkenni- legan hátt. Vinsældir hans má ráða af þeirri staðreynd að á sjö- tugasta afmælisdegi listamanns- ins árið 1955, mætti einn áttundi hluti íslensku þjóðarinnar á sýn- ingu á verkum hans. Tiu árum síð- ar varð aðsókn að Kjarvalssýn- ingu jafnvel enn betri því að sjöundi hluti þjóðarinnar sá hana. (25.000 og 30.00 manns í hvort sinn, af u.þ.b. 200.000 sálum sem byggja landið.) Ég velti því fyrir mér hvort nokkur annar nútíma- málari í heiminum sé í raun þjóð sinni meira virði en Kjarval er ís- lendingum. Enginn sem áhuga hefur á að kanna eðli og eigind fyrirbærisins „Listamaður fólks- ins í samfélagi okkar" — eða hvaða öðru samfélagi sem vera skal — getur gert betur en byrja á hugmyndaríkri könnun á Kjarval og Islandinu hans. Vegna þess að ég legg áherslu á mikilvægi listamannsins mun ég reyna að draga saman í stuttu máli í þessum ritdómi meginþætt- ina í verkum hans eða “töfrum". Kjarval er dýrlegur maður og hann á ítarlega umfjöllun skilda þegar rými í CIRCA leyfir. Bókin Kjarval. A Painter of Iceland gef- ur í fyrstu hugmynd um málarann sem Islendingar vilja helst að við kynnumst. Gagnrýnin kynning Aðalsteins Ingólfssonar býður upp á fróðlegt yfirlit yfir líf og list Kjarvals og finnur íslendingnum stað í sögu Evrópulistar. Einn af fáum listamönnum sem Aðal- steinn ber Kjarval saman við er fyrir hendingu Jack B. Yeates. Þetta er stutt en afar hressandi ritsmíð sem örvar lesandann til frekari og nákvæmari könnunar á listamanninum. Aðalsteinn hefur einnig valið myndirnar sem eru einkar aðlaðandi í endurprentun- inni. Þær eru áberandi mismun- andi og saman í hóp gefa þær til kynna augljósa fjölbreytni í stíl Kjarvals. Skoðandinn ætti þó ekki að láta málverkin heilla sig svo að honum sjáist yfir eftirprentanirn- ar af teikningum Kjarvals, eink- um röð teikninga af fólki frá árinu 1927, en þeim er hælt að verðleik- um í kynningargrein Aðalsteins. Hinn sanna Kjarval er þó án efa að finna í landslagsmálverkunum af undarlega og ógleymanlega fögru landi hans. Eg vona að myndirnar í bókinni muni gefa til kynna hvílík áhrif Kjarval hafði á mig á íslandi fyrir mörgum árum; ef þær brjóta ísinn og koma hraunflæðinu á skrið gegna þær hlutverki sínu með prýði. )' Kjarval líkt og beint úr verkum Becketts Fyrir mig persónulega er há- punkturinn í Kjarvalsbókinni þó ekki myndirnar heldur sá hluti hennar sem kallaður er „Samtöl við Kjarval" eftir Matthías Jo- hannessen. Enski textinn er hluti úr samtalsbók Kjarvals og Matthíasar, Kjarvalskveri, og þau eru alveg einstök. Við kunnum að sjá málverk Kjarvals á íslenskum söfnum og heimilum, ef við erum nógu vitiborin til að fara til ís- lands, en við munum aldrei nokk- ursstaðar heyra neitt í líkingu við rödd Kjarvals. Ég hafði sannar- lega yndi af ágætum samtölum Sir Edward Burne-Jones, en ég er al- veg forfallinn í Kjarval, mann okkar tíma, ekki frá Viktoríutím- anum, listamann sem á smáskrýt- inn hátt mælir fyrir munn okkar allra. Burne-Jones vildi láta skilja sig og átti því einkasamtöl sín við Rooke. Mann grunar hins vegar að Kjarval hafi á stundum talað opinberlega til að verða misskil- inn; hegðun hans kann í fyrstu að hafa orsakast að hluta til af „óör- yggi“, síðan orðið hluti af „varnar- aðgerðum". (bls 11.) Og þó hlýtur eitthvað innra með honum að hafa viljað stökkva yfir mállegar hindranir sem voru milli hans og umhverfisins. Eða leyfið mér að setja það fram á þennan hátt: Sir Edward er líkur persónu úr verk- um Bernard Shaws, en Kjarval er eins og kominn beint út úr ritum Samuel Becketts: Ef málari ætti að ráfa upp á sviðið til að eyða tímanum með Dídí og Gógó meðan þeir bíða eftir Godot, þá myndi málarinn líklega hafa orðið Jó- hannes S. Kjarval. Ágætasta orð- ræða hans hefur yfir sér svima- kenndan, sakleysislegan, slitrótt- an blæ sem ég get einungis kallað írskan. Ef til vill er hann írskur á einhvern undarlegan hátt sem honum einum er kunnur, vegna þess að hið rétta nafn hans er Jó- hannes Sveinsson og hann tók sér nafnið Kjarval eftir „írskum kon- ungi sem hann þekkti úr forn- bókmenntunum". (bls. 8.) Irskasti útlendingurinn Eins og „írskum konungi" frá íslandi sæmir er mál Kjarvals einkar ljóðrænt; það er snúið en hefur í sér dýpt og vanafestu. Ég hef þegar sagt að Beckett gæti hafa skapað Kjarval, en eiginlegur stíll hans hefur eitthvað í eðli sínu sem minnir á skáldverk Jack Yeats — eins hreint á sína vísu og málverk hans. Og hér er sú stað- reynd sem heillar mest allrA: kyrrlátt orðaflóð Kjarvals flytur okkur mun lengra að kjarna listar hans en rökföst samtöl Burne- I Dyflinni eft- ir James Jovce MÁL OG MENNING hefur sent frá sér í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar smásagnasafnið Dub- liners eftir James Joyce og er titill bókarinnar á íslensku í Dyflinni. Er þetta í fyrsta sinn sem verk eftir Jam- es Joyce birtist í íslenskri þýðingu. Á bókarkápu segir m.a.: „Smá- sagnasafnið I Dyflinni er æskuverk James Joyce (1882—1941) sem hann samdi rúmlega tvitugur. Þessar sögur jafnast auðvitað ekki á við hin stóru skáldverk hans, Ul- ysses og Finnegans Wake, en þær eru miklum mun aðgengilegri og geta að ýmsu leyti talist lykill að skáldskaparheimi þessa írska rit- snillings sat.... Enda þótt í Dyflinni sé æskuverk er hér margar meist- arasmíðar að finna, t.d. lokasög- una, Framliðnir, sem skipar heið- urssess meðal evrópskra smásagna á þessari öld.“ I safninu eru fimmtán smásögur og ritar þýðandinn, Sigurður A. Magnússon, inngang. Bókin er 227 bls. að stærð, prentuð og bundin í Odda. Hilmar Þ. Helgason gerði kápuna. Fréttablað Taflfélags Reykjavík- ur komið út ERÉTTABLAD TaBfélags Reykja- víkur er komið út, 112 síöur að stærð. I ritinu er m.a. greinar um unglingameistaramót íslands 1980, bikarmót TR 1980, skák í hreinu lofti 1981, skákkeppni fram- haldsskóla 1981, sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík 1981, Skákþing íslands 1981, heimsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.