Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður: Bráðabirgðalög- in bjarga engu Er stefnt í framhald núverandi stjórnarmynsturs? Hér fer á eftir fyrri hluti þingræðu Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþing- ismanns við umræðu í efri deild Al- þingis um bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar. Síðari hlutinn verður birtur einhvern næstu daga. Röng stjórnarstefna Formaður Alþýðubandalagsins hefur sagt þjóðinni að hún sé að glata efnahagslegu sjálfstæði sínu og flokksmenn hans hver um ann- an þveran krefjast fórna á fórnir ofan, kjaraskerðinga á kjara- skerðingar ofan. Formaður Fram- sóknar segir, að við séum komnir fram á ystu nöf í efnahagsmálum og fjöldaatvinnuleysi muni dynja yfir á næstu vikum. Liðsmenn hans segja, að ákvæði frumvarps þess sem hér er til umræðu, séu ekki nándar nærri nógu róttæk, kjaraskerðingin þyrfti að vera miklu meiri og skattaálögurnar ennþá þyngri. En hæstvirtur for- sætisráðherra blessaður bjargar þessu öllu saman. Frá hans bæj- ardyrum horfir þetta allt öðru vísi við. Þar er allt í sómanum eins og ævinlega þar sem hann kemur nálægt málum. Ekkert nema ein- ingin og bróðernið, virðingin fyrir Alþingi og elskusemin einskær. Það er hreint ekki ónýtt fyrir hnípna þjóð í vanda að eiga svona einingartákn. Allt væri þetta sprenghlægilegt ef það væri ekki svona skelfilega alvarlegt. Auðvitað er vandinn geigvænlegur. Hann byggist að langmestu leyti á rangri stjórn- arstefnu. Við höfum verið að sökkva í skuldafen á mestu upp- gripaárum í allri Islandssögunni. Þó er sjálfsagt að játa að ytri að- stæður hafa að sumu leyti verið samverkandi stjórnarstefnunni. Þannig er t.d. varla hægt að kenna ríkisstjórninni um það, að skreið- in er líka maðksmogin og ítalir alltof matvandir. Við uppskerum nú illgresi það sem til var sáð með stjórnarmynduninni. Þegar bráðabirgðalög þau sem nú eru fyrst lögð fram fyrir Al- þingi, góðum mánuði eftir að það kemur saman, voru útgefin 21. ág- úst sl., lýsti þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins fyllstu andstöðu við þau og krafðist þess að þing yrði kvatt saman, enda lá þá fyrir að ríkisstjórnin hefði ekki starf- hæfan meirihluta. A því þingi hefði kjördæmamálið verið til lykta leitt, síðan rofið þing og kos- ið nýtt. Þær kosningar hefðu þá væntanlega farið fram fyrir nokkrum vikum í blíðskaparveðri um land allt og vonir hefðu a.m.k. til þess staðið að starfhæfflr’ meirihiuti gæti myndast á Alþingi að þeim loknum, þannig að sú ógnvænlega mynd íslenskra þjóð- mála, sem nú blasir við hverju heimili og hverju atvinnufyrir- tæki væri einungis martröð sem menn hefðu vaknað upp frá, en ekki blákaldur veruleiki. Og nú segir formaður Framsóknar- flokksins í fjölmiðlum, að eftir á að hyggja hefði þetta verið besta lausnin, sú sem Sjálfstæðisflokk- urinn benti á að kjósa strax í haust. Hann hefði mátt hugsa fyrr, sá góði maður. Alþýðuflokkurinn gerði sömu kröfu og formaður þingflokks hans, Sighvatur Björgvinsson, sagði þá: „Engin stjórn á samn- ingskröfu á hendur stjórnarand- stöðu." Kannski segir hann það Þingræða — fyrri hluti enn, eða hvað? Ef forsætisráð- herra hefði orðið við þessari ósk Sjálfstæðisflokksins, hefði hann unnið langmerkasta verk í langri sögu sinni og baráttu innan Sjálfstæðisflokksins og fyrir hann. Þá hefði það leitt af sjálfu sér, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið heill og óskiptur til kosn- inga. Þær kosningar væru af- staðnar og Sjálfstæðisflokkurinn vafalítið kominn í einhverja að- stöðu til að taka þátt í björgunar- aðgerðum út úr því öngþveiti sem allir sjá nú fyrir augum og stjórn- arherrarnir lýsa hvað skýrustum dráttum. Sama stefnan áfram? Ekki veit ég hvað forsætisráð- herra gengur til að halda enn saman þessari vonlausustu stjórn allra stjórna, en ég veit hvað kommúnistum gengur til. Og þó er kannski líka ljóst, hvað vakir fyrir Gunnari Thoroddsen. Það væri raunar skrýtið ef svar við því vefðist fyrir mönnum, a.m.k. nú eftir að hann hefur slitið tengsl við flokksstarfið í Reykjavík með skætingsbréfi, sem hann sendir fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna að tilefnislausu, annað hvort af því að hann vill ekki eða þorir ekki að sækjast eftir framboði á vegum flokksins. Og hvers vegna halda menn að hann ljái aldrei máls á því að stjórnin segi af sér og ráð- herrar kommúnista og Framsókn- arflokks styðji hann dyggilega í þeirri afstöðu, þótt allir tali þeir nú um að til greina geti komið að flýta kosningum. Svarið er svo augljóst, að menn hafa ekki komið auga á það. Auðvitað hafa þessir herrar samið um það að halda stjórnarsamstarfinu áfram næsta kjörtímabil, ef nokkur lífsins leið er. Höfuðpaurinn, sjálfur formað- ur kommúnistaflokksins, fer held- ur ekkert dult með þetta. Hann krafðist á flokksráðsfundi um helgina kosninga sem fyrst og seg- ir svo orðrétt: „í þeim kosningum þyrftum við að leggja áherslu á að núverandi ríkisstjórn fengi aukinn meirihluta á Alþingi, þannig að unnt væri að stýra eftir meginstefnu hennar áfram." Þess vegna láetur formaður Framsóknar líka sam- þykkja enn þrælslegri ofstjórn- arstefnu en áður á þingi flokks síns til að girða fyrir samstarf við frjálslynd öfl að kosningum af- stöðnum eins og nánar verður vik- ið að síðar. Og þess vegna and- mæla kommúnistar varla einu sinni að nafninu til þessari nýju og þrælmögnuðu afturhaldsstefnu Framsóknarflokksins, heldur þvert á móti og þriðji aðili ríkis- stjórnar andmælir auðvitað engu. Nú virðast allir hafa gleymt því, að Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra hefur frá stjórnarmynd- un og til þessa dags sagt það hverjum sem heyra vildi, að hann ætlaði að sitja út kjörtímabilið. Hann segist ætla að vera forsæt- isráðherra þegar talningu lýkur. í von um að núverandi aðilar að rík- isstjórn fái styrkleika til að starfa áfram, en ella auðvitað að bera víurnar í þær leifar Alþýðuflokks- ins sem eftir kynnu að verða. Og hann er ekki einn til vitnis um þetta, þvert á móti. Allir aðilar stjórnarsamstarfsins hafa æ ofan í æ gælt við það, meira að segja nú síðustu vikur og daga, að efna til kosninga til að reyna að auka þingstyrk sinn, svo þeir geti áfram verið í stjórn eða stjórnað til næsta hausts með tilskipunum. Enginn hefur sýnt þar minnsta bilbug né fengist til að lýsa neinu öðru yfir. Þetta er sú óhugnanlega mynd, sem við blasir í íslensku þjóðlífi. Atvinnan, lífskjörin, efnahagslegt sjálfstæði og allt það sem nú er ógnað með verður að víkja fyrir metnaði og trúnaðar- heitum þeirra sem völd tóku á ís- landi í ársbyrjun 1980. Markmið kommúnista Ljóst er hvað fyrir kommúnist- um vakir. Þeim er ástandið ekki eins leitt og þeir láta. Þeim hefur tekist það ætlunarverk sitt að koma meginatvinnuvegum lands- ins á vonarvöl. Þeim hefur tekist að brenna upp öllu fjármagni í einka- og félagsrekstri í sjávar- útvegi, hneppa landbúnaðinn í lénsviðjar og sverfa svo að iðnaði að þar er stöðugur samdráttur og í besta falli stöðnun. Og nú boðar formaður flokks þeirra, að ætlun- arverkið sé að ná gróðanum af versluninni og þjónustu. Þar hafi verið heldur lífvænlegra heldur en í undirstöðuatvinnuvegunum svo- kölluðu. Það verður því að láta greipar sópa, svo að hvarvetna sé sviðin jörð. Það segja þeir a.m.k. þó að reynslan sé sú þegar þeir ráða, að þeir vilji gjarnan láta braskið blífa, ef meginstoðir at- vinnulífsins hrynja. Þetta ástand er auðvitað óskastaða kommún- ista í baráttunni á komandi árum fyrir því að lengur þurfi ekki að spyrja: Sovét-ísland, óskalandið, hvenær kemur þú? Þetta er raunar bara önnur hlið málanna. Kommúnistar hafa líka náð öðrum markmiðum, ekki síður mikilvægum. Þeim hefur tekist að koma á meira misrétti í íslensku þjóðfélagi en tíðkast hefur í marga áratugi. Og þeim hefur tek- ist að sverfa svo að eignarrétti hins almenna borgara, að naum- ast er nokkur kostur fyrir ungt fólk, hversu duglegt sem það er, að byggja eigin íbúðarhúsnæði og standa undir árlegum greiðslum af þeim kostnaði, eða þá að ráðast í atvinnurekstur. Þess vegna verð- ur þetta allt saman á félagslegum grundvelli í framtíðinni og fólkið verður náðarsamlegast að búa undir því þaki sem kommissararn- ir úthluta því. Svo hefur þeim tek- ist að hreiðra um sig hvarvetna í þjóðlífinu. Og síðast en ekki síst hefur forystumaður úr aðallýð- ræðisflokki landsins boðið þeim kverkatök á sér. Slíku hafa þrælskólaðir kommúnistaforingj- ar hingað til hvergi fúlsað við. „Undarleg örlög“ En hvað þá með Framsókn, hvað segir hún? Eg er sannfærður um að fjöldi framsóknarmanna fyrirverður sig fyrir það að taka þátt í þeim ljóta leik sem nú er leikinn. Þeir gera sér grein fyrir því hvert stefnir til sjávar og sveita. Þeir gera sér grein fyrir því að fjöldi ungra og dugmikilla Kyjólfur Konráð Jónsson. bænda er að kikna undan dráps- klyfjum okurvaxta og elskusemi SlS-valdsins. Og unga fólkið í bæjunum er að missa íbúðir sínar. Og þeir vita, að niðurtalningin svokallaða er farin veg allrar ver- aldar, enda eintómt bull. Þeir vita, að landið er stjórnlaust og allt er byggt á óheilindum. Þeir vita, að það er illt verk sem flokkur þeirra vinnur, þegar hann hangir áfram við völd, ef völd skyldi kalla. En þeim er skipað að stíga Hruna- dansinn til enda. Það veit formað- ur Framsóknarflokks manna best, þótt hann segi nú, að kannske væri best að rjúfa þing og kjósa um hávetur. Með leyfi forseta læt ég vara- þingmann Framsóknarflokksins, Harald Ólafsson, lýsa þessu ástandi. Hann segir í grein í Tím- anum 20. okt. sl.: „Undarleg eru örlög þessarar þjóðar. Mitt í einhverri mestu velsæld sem þekkist á byggðu bóli blikna harðnaðar stjórnmálahetj- ur gagnvart ægilegasta vanda sem um getur í sögunni. Og ungir menn og hraustir taka undir þennan harmþrungna óð og bjóð- ast til að hætta snakkinu og fara að gera eitthvað. Það mætti ætla, að yfir væri skollið timabil áþján- ar, pesta, illviðra og nauða. Lands- mönnum er sagt að fiskurinn sé horfinn úr sjónum, enginn vilji kaupa skinnkápur, skreiðin heldur áfram að hrannast upp og Afríku- menn fá ekki að kaupa hana og skuldasúpan þykknar stöðugt. Söngurinn er langur og tilbreyt- ingarlaus og lausnarorðið er eitt og hið sama: ráðstafanir. Ekki þætti mér ólíklegt, að rannsóknir leiddu í ljós að fá orð vektu fólki lengri og ámátlegri geispa en orð- ið ráðstafanir og aðgerðir. Fyrst voru aðgerðir til að hamla gegn dýrtíðinni í tísku um árabil. Svo var dýrtíðinni breytt í verðbólgu og frá þeirri stundu hafa aðgerð- irnar margfaldast ár frá ári. Mér stendur þó öllu meiri stuggur af barlómnum og svartsýnisrausinu en öllum þeim aragrúa aðgerða sem sífellt er verið að gera og hafa allar eitt og sama markmið: að búa í haginn fyrir nýjar aðgerðir og ráðstafanir. Það eru engir sem halda því fram að ástandið geti ekki verjð betra. En þrátt fyrir samdrátt í þorskveiðum hefur afli sjaldan verið meiri í sögu landsins. Hey- fengur er bærilegur og fallþungi dilka ekki lakari en gengur og ger- ist. Utanlandsferðir, bílainnflutn- ingur og brennivínsdrykkja er í hámarki, gífurlegt magn peninga er í umferð, þjóðin eyðir meiru en hún aflar. Það sem skiptir mestu máli nú er að gera sér ljóst, að hér ríkir pólitísk kreppa, ekki efna- hagsleg, eða réttara sagt, efna- hagsörðugleikarnir margumtöl- uðu eiga sér stjórnmálalegar ræt- ur. I rúmt ár hefur verið næsta erfitt að sjá hvaða efnahagsstefnu ríkisstjórninni hefur fylgt eða hvort hún yfirleitt hefur haft nokkra stefnu í þeim efnum. Nú er ákaflega auðvelt að lifa við verðbólgu, ef fólk aðeins hætt- ir að gera áætlanir, heldur reynir að eyða hverri krónu eins fljótt og mögulegt er. Þetta getur orðið vani eins og annað og þá er ekki lengur um neina stjórn á efna- hagsmálum að ræða, heldur bjarg- ar sér hver sem betur getur og heimtar af ríkinu það sem á vant- ar til að endar nái saman. Sú póli- tíska kreppa, sem hér ríkir, er sú, að ríkisstjórnin hefur ekki sam- ræmda stefnu í atvinnu- og efna- hagsmálum. Hún er afgreiðslu- stjórn og sem slík getur hún auð- vitað setið svo lengi sem stuðn- ingsmenn hennar sætta sig við slíkt stjórnarform." Og að lokum segir Haraldur Ólafsson orðrétt: „Mesti vandi þessarar ríkis- stjórnar er að hún er reist yfir sprungu í stærsta stjórnmála- flokki landsins. Þess vegna er hún næm fyrir hverjum minnsta titr- ingi. Það er í rauninni ekki nema tímaspursmál hvenær þessi stjórn lýkur störfum." Hermann og Steingrímur Það er í rauninni ekki nema tímaspursmál hvenær þessi stjórn lýkur störfum, segir varaþingmað- ur Framsóknar og það er rétt. En því miður verður það dýrkeypt, að hún hyggst enn hanga í nær hálft ár, þótt helsti forystumaður henn- ar, Steingrímur Hermannsson, lýsi því yfir, að fjöldaatvinnuleysi sé framundan á næstu vikum og við séum komnir fram á ystu nöf í efnahagsmálum. Hefði hann mátt minnast þess, hvað annar stjórn- málaforingi gerði í hans sporum þessa sömu daga fyrir 24 árum. Hann viðhafði sömu orðin um ástand efnahagsmála og dró rétt- ar ályktanir. Hann sagði af sér fyrir sína hönd og stjórnar sinnar. Hermann Jónasson óx af þeirri virðingu, sem hann síðan nýtur og aðrir tóku við að reisa úr rústum það sem aflaga hafði farið. En Steingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra segir bara: Það verður eitthvað að gera, en gerir ekki neitt og situr sem fastast. Haraldur Ólafsson segir rétti- lega, að ríkisstjórnin sé af- greiðslustjórn. Sumir gætu álykt- að, að afgreiðslustjórn kynni að vera jafn ábyrg eða jafn góð og t.d. minnihlutastjórn eða utan- þingsstjórn. En því fer víðs fjarri. Haraldur Ólafsson gerir sér glögga grein fyrir þeim reginmun, sem þarna er á, þegar hann segir stjórnina auðvitað geta setið svo lengi sem stuðningsmenn hennar sætta sig við slíkt stjórnarform. Hún verður sem sagt ekki felld af þeim, sem telja stefnu hennar og starfsaðferðir svo uggvænlegar, að hagur lands og þjóðar krefjist þess að hún víki svo að svigrúm skapist a.m.k. til að reyna aðrar leiðir og leyfa öðrum mönnum að glíma við vandann. Bæði minni- hlutastjórn og utanþingsstjórn væri ábyrg gerða sinna, en sam- kvæmt laukréttri skilgreiningu Haraldar Ólafssonar er núverandi afgreiðslustjórn gersamlega ábyrgðarlaus og getur farið öllu sínu fram eða engu sínu fram, svo lengi sem stuðningsmenn hennar sætta sig við slíkt stjórnarform, svo að enn sé vitnað orðrétt til Haraldar. En hann segir svo margt fleira spaklegt í örstuttri grein sinni, að ég get þar litlu við bætt. Hann segir stjórnina næma fyrir hverjum minnsta titringi, þar sem hún sé reist yfir sprungu í stærsta stjórnmálaflokki lands- ins. Hann gerir sér grein fyrir því nú og hefur kannski gert það frá upphafi, að aðferðirnar við stjórn- armyndunina voru ósæmilegar og gátu ekki leitt til heilbrigðs og trausts stjórnarforms, heldur hlutu þær að leiða til óeiningar og upplausnar. Og því spyr hann eins og ég og meginþorri flokksbræðra okkar beggja: Hvenær í ósköpun- um linnir, hvenær tímaspursmál- inu verði svarað. Aðför að Sjálf- stæðisflokknum Og það er margt margt fleira, sem ég er sammála Haraldi Ólafs- syni um, t.d. skoðunum hans á barlóminum og svartsýnisrausinu þrátt fyrir allt. Og svo auðvitað hinu, að erfitt sé að sjá hvaða efnahagsstefnu ríkisstjórnin hef- ur fylgt eða hvort hún yfirleitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.