Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 KANARÍEYJAFARAR GUL býöur ykkur vel- komin í verslun sína FOTO HERTIE c.c. Cita Lokala no. 108 Playa del Ingles. Ljósmynda og radíó- vörur vídeó og margt margt fleira Sanngjarnt verö ... GUL AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SVEIN SIGURÐSSON Walter Mondale er hér staddur í Þingvallakirkju ásamt Eirfki J. Eiríkssyni fyrrum þjóðgarösverði. Myndin var tekin í apríl 1979 þegar Mondale var í heimsókn hér á landi. Walter Mondale þykir líklegasti forsetafram- bjóðandi demókrata Bandaríkin: FLESTUM kom mjög á óvart þegar Edward Kennedy, öldungadeildar- þingmaður lýsti þvi yfir nú fyrir skemmstu, að hann hefði ákveðið af fjölskylduástæðum að sækjast ekki lengur eftir forsetaembættinu og ætlaði því að draga sig úr kapphlaupinu um útnefningu Demókrata- flokksins. Allar skoðanakannanir bentu til, að Kennedy nyti langmests fylgis hugsanlegra frambjóðenda innan flokksins og að marga mati hefði honum verið.það innan handar að setjast að í Hvita húsinu eftir kosn- ingarnar á árinu 1984. Kennedy hefur hins vegar tekið ákvörðun, sem hann mun standa við, og af þeim sökum beinast nú allra augu að fyrrum kcppinautum hans innan Demókrataflokksins, þeim John Glenn, öld- ungadeildarþingmanni fyrir Ohio, Gary Hart, öldungadeildarþingmanni fyrir Colorado, og síðast en ekki sist aö Walter Mondale, fyrrum vara- forseta, sem nú þykir líklegastur til að hljóta útnefninguna. Fyrir Walter Mondale er ákvörðun Kennedys vafa- laust fagnaðarefni en setur hann um leið í nokkurn vanda. Að Kennedy frátöldum nýtur hann nú mestra vinsælda en það hefur jafnan verið talið fremur erfitt hlutskipti við upphaf forkosn- ingabaráttunnar. Annað kemur líka til. Kjós- endur Demókrataflokksins og Bandaríkjamenn allir bíða nú eftir því að frambjóðendur flokksins brjóti í blað í efna- hagsmálaumræðunni og bendi á einhverjar nýjar leiðir. Aukin ríkisafskipti, sem Kennedy hefur barist fyrir, þykja ekki koma til greina, enda þær skoðanir nú ríkjandi, að ríkisumsvifunum verði markaður ákveðinn bás. Það, sem fólk vill, er eitthvað uppbyggjandi, eitthvað, sem horfir fram á veginn, ekki ör- væntingarfulla verndar- og ein- angrunarstefnu. Með öðrum orð- um ný iðnstefna. „Ég trúi á alþjóðlega sam- keppni en ég læt ekki bjóða mér hvað sem er ... Það, sem mestu skiptir á næstu árum, er að draga niður hvíta uppgjafarfán-_ ann og draga upp þann banda- ríska, að snúa vörn í sókn ... Við verðum að hætta að tala um að vera ákveðnir í alþjóðlegum viðskiptum, nú verðum við að vera það.“ Það er Walter Mondale, sem lét þessi orð falla í ræðu, sem hann flutti nú nýlega á fundi með verkamönnum í stáliðnaðin- um, og það stóð ekki á því, að hann væri stimplaður verndar- og einangrunarsinni. Sú nafngift á þó ekki við um Mondale, hann er ekki einangrunarsinni í þeim skilningi, heldur vill hann koma vitinu fyrir viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að búa framleiðslu þeirra sömu skilyrði á Bandaríkjamarkaði og þær búa bandarískri á sínum mark- aði. Mondale er þeirrar skoðunar, að á vandamálunum í banda- rísku efnahagslífi sé engin ein- föld lausn. Hann hefur gaman af því að rifja upp síðasta ríkis- stjómarfund Jimmy Carters for- seta. Carter gekk hringinn í kringum borðið og spurði hvern og einn hvað hann hefði lært í embætti. „Ég man hverju Har- old Brown, varnarmálaráðherra, svaraði,“ segir Mondale. „Hann kvaðst hafa tekið við embætti vitandi vits um að samband væri á milli máttugs herafla og heil- brigðs efnahagslífs en nú vissi hann, að sambandið væri al- gjört, þ.e.a.s. að öflugt efna- hagslíf væri algjör forsenda fyrir öflugum her. Þess vegna einmitt, yrði jafnt að skera niður útgjöld til hermála og annarra mála þegar efnahagslífið krefð- ist þess.“ Mondale heldur því fram, að aðeins með samræmdum aðgerð- um af þessu tagi verði unnt að lækka hallann á fjárlögum og lækka vextina til frambúðar. Aðeins með því að „taka fyrst til á sínu eigin heimili" geti Banda- ríkjamenn látið verulega að sér kveða í því efnahagslega endur- reisnarstarfi, sem nú bíði þjóða heims. Einn liður í þessum aðgerðum, að því er Mondale segir, er að tryggja heiðarlega samkeppni, snúast til varnar gegn niður- greiddum innflutningi og af- nema óeðlileg höft á bandarískri framleiðsluvöru erlendis. Á þessi mál mun Moldale trúlega leggja megináhersluna í kosn- ingabaráttunni. Um það bil 30 stórar við- skiptaþjóðir Bandaríkjanna setja hömlur við innflutningi að vissu marki til verndar eigin iðnaði og segist Mondale vera tilbúinn til að grípa til sams konar verndaraðgerða t.d. hvað varðar bandarískan bílaiðnað. Keppinautar Bandaríkjanna veita útflutningsatvinnuvegun- um lán á mjög lágum vöxtum en Reagan hefur hins vegar skorið niður fjárveitingar cil banda- ríska inn- og útflutningsbank- ans. í þessum efnum vill Mond- ale fara öfugt að og beita auk þess „sérstökum takmörkunum" við innflutning, sem ógnar sum- um greinum bandarísks iðnaðar. Walter Mondale gerir sér fulla grein fyrir því, að varlega verður að fara til að ekki hljótist af fullkomið viðskiptastríð og hann veit líka, að erfitt er að tala um fullt jafnræði með þjóðum á krepputímum. Umfram allt ger- ir hann sér þó grein fyrir, að hann á ekki svör við öllum spurningunum og einmitt þess vegna hefur það ákveðið eftir 18 mánaða stanslaust stjórnmálaat að verja næstu þremur mánuð- unum til „náms“. í þeim efnum hefur hann sér til halds og trausts virta háskólamenn og sérfræðinga, sem áður réðu ráð- um sínum með Carter forseta. í bandarískri kosningabaráttu hefur afstaðan til einstakra, staðbundinna mála jafnan ráðið hvað mestu hingað til. Með Mondale kann að verða á þessu nokkur breyting. Hann leggur áherslu á, að efnahagsmál heimsins, efnahagsmál Banda- ríkjanna og þar af leiðandi út- gjöld til hermála og félagsmála í Bandaríkjunum séu samtengd og í rauninni ein órofa heild. Þetta kann kannski að þykja fullstór biti fyrir einn frambjóðanda en þeirm mun forvitnilegra verður að fylgjast með því hvernig Mondale tekst að ráða við hann. (Heimildir: International Herald Tribune, Time)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.