Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 45 Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Akureyrar. Undankeppni Akureyrarmóts- ins í sveitakeppni lauk um helg- ina. Tóku 18 sveitir þátt í keppn- inni og var spilað í þremur riðl- um. Tvær efstu sveitirnar í hverjum riðli í undankeppninni spila um 1,—6. sætið í Akureyr- armótinu. Sveitirnar í 3.-4. sæti spila um 7,—12. sætið og neðstu sveitirnar um 13.—18. sætið. Röðin í riðlunum varð þessi: A-riðill: Júlíus Thorarensen 85 Perðaskrifstofa Akureyrar 63 Stefán Vilhjálmsson 57 B-riðill: Jón Stefánsson 79 Stefán Ragnarsson 76 Örn Einarsson 71 C-riðill: Páll Pálsson 95 Hörður Steinbergsson 82 Stefán Sveinbjörnsson 38 Úrslitakeppnin hefst í kvöld í Félagsborg kl. 20. Spilaðir verða 32 spila leikir. Keppnisstjóri BA er Albert Sigurðsson. Brigdefélag Hafnarfjarðar. Þegar aðeins er eftir að spila eina umferð í sveitakeppni fé- lagsins er staða efstu sveita þessi: Sævar Magnússon 202 Aðalsteinn Jörgensen 195 Kristófer Magnússon 167 Jón Gíslason 157 Eins og sjá má eiga aðeins tvær sveitir möguleika á að hreppa hinn eftirsótta meistara- titil og það skemmtilega við þetta er að í síðustu umferð eig- ast þær innbyrðis við á græna borðinu. Það verður því um hreinan úrslitaleik að ræða og nægja Sævari og félögum sjö stig úr þeirri viðureign til að hljóta meistaratitilinn í ár. Þeim, sem áhuga hafa á að fylgjast með leikjunum í síðustu umferð, er velkomið að mæta og spilað verður í íþróttahúsinu nk. mánudagskvöld 13. desember kl. 19.30. Bridgefélag V-Hún. Hvammstanga Nýlokið er 5 kvölda aðaltví- menningskeppni félagsins. Úr- slit: Aðalbjörn Benediktsson og Bragi Arason 606 Karl Sigurðsson og Kristján Björnsson 596 Eyjólfur Magnússon og Guðjón Pálsson 585 Björn Friðriksson og Jóhannes Guðmannsson 584 Eggert Karlsson og Flemming Jessen 568 Meðalskor 540. 3. desember sl. var spiluð fyrri umferð þessa vetrar í sveita- keppni við Blöndósinga. Spilað var á 4 borðum og urðu úrslit þau, að Hvammstangi hlaut 41 stig en Blönduós 39. Togarasaga Guðmundar Halldórs er sannkölluð sjómannabók og brimsölt Guðm. J. Guömundsson Jónas Guðmundsson Saga Guðmundar Halldórs togaramanns nær yfir langa ævi, allt frá að búa í steinbyrgjum og róa áraskipum fyrir aldamót, til hnoðaðra járnskipa. Jónas Guðmundsson nær ótrúlega góðu sambandi við þennan tröllvaxna karakter. Viðtal Jónasar við Guðmund J. Guðmundsson son hans, er hreint gull. Þar lýsir Guðmundur heimilis- föðurnum Guðmundi Halldóri, Verka- mannabústöðunum gömlu, kjörum alþýðumannsins og daglegu lífi hans. TÖGARAiWAOURIAíN GUÖIWUSíOUR HALtOÓB QKiommtnm > Bókaútgáfan Hildur Skemmuvegi 36 Kópavogi Símar: 76700 - 43880 Karlakórínn Hreim- ur gefur út hljómplötu Karlakórinn Hreimur í Suður- Þingeyjarsýslu hefur sent frá sér sína fyrstu hljómplötu. Kórinn er eini starfandi karlakórinn í Þing- eyjarsýslum, og eru söngmenn úr Aðaldal, Reykjahverfi, Kinn og frá Húsavík. Söngstjóri kórsins er nú Guð- mundur Norðdahl. Allt frá því að kórinn var stofn- aður árið 1975 hefur hann lagt áherzlu á að flytja lög cftir þing- eyska höfunda, og hefur verið lögð talsverð vinna í að safna þeirri tónlist. i Á annarri plötusíðunni eru ein- göngu lög eftir þingeyska höf- unda. Platan verður til sölu í Fálk- anum, Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og hjá KEA og Tónabúðinni á Ak- ureyri. Auk þess verður hún til á nokkrum öðrum stöðum úti um land, og svo hjá kórfélögum sjálf- um. Ætti ég hörpu Ljóð eftir Friðrik Hansen IÐIINN hefur gefið út Ijóðasafnið Ætti ég hörpu eftir Friðrik Hansen. Hannes Pétursson annaðist útgáf- una og ritar formála um höfundinn og ljóð hans; hann hefur ennfremur tekið saman skýringaratriði við nokkur Ijóðanna. — Friðrik Hansen á Sauðárkróki (1891—1952) varð víða kunnur fyrir skáldskap sinn, og eru sum kvæði hans raunar land- fleyg. „Skáldgáfa hans var ljóðræns eðlis. Hann var söngvari, eins og vant er að skilja það orð í bók- menntum, kaus að syngja í þeirri merkingu sem Guðmundur Guð- mundsson fékk orðinu þegar hann skilgreindi í ljóði hverju hann sækt- ist eftir í skáldskap sínum. Og ljóð- söngur Friðriks var nýrómantískur, í takt við tímann þegar hann var ungur,“ segir í formála Hannesar Péturssonar. Ætti ég hörpu hefur að geyma úr- val úr ljóðum Friðriks Hansen, lið- lega fjörtíu ljóð, allt frá æskuárum höfundar til æviloka. Er ljóðunum raðað eftir aldri þeirra „samkvæmt líkum, að nokkru leyti, sumum all- traustum, öðrum lauslegri svo nálg- ast ágiskun; mun þó hvergi skeika um ýkja mörg ár aftur eða fram,“ segir í formála. — Aftast í bókinni eru talin sönglög við ljóð Friðriks, en kunnast þeirra er lagið við ljóð það sem bókin dregur nafn af. — Kápumynd bókarinnar er af mál- verki eftir Jóhannes Kjarval. Hún er 80 bls., prentuð í Odda. VIÐ GEFUM ÚT GOÐAR ÍSLENSKAR BARNABÆKUR ÁFRAM FJÖRULALLI eftir JónViðarGuölaugsson Ný sprenghlægileg i.ll bók um Fjörulalla. I þessari bók heldur hann áfram hvers kyns ærsl- um og uppátækjum með dyggri aðstoð bróður síns og félaga þeirra. ÁFRAM FJÖRULALLI ersaga um saklaust grín og gaman sem öll fjölskyldan skemmtir sér yfir. Teikn: Búi Kristjánsson Kr. 197,60 TRÖLLIN í TILVERUNNI eftir Hreiðar Stefánsson Jennu og Hreiðar Stefánsson þarf ekki að kynna. TRÖLLIN I TILVERUNNI er ný bók eftir Hreiðar. Hér segir hann börn- unum sögur sem honum ein- um er lagið. Frásögnin er svo lifandi og skemmtileg að börn- in verða sjálf þátttakendur í atburðunum. Bók fyrir unga sem aldna. Teikn: Ragnar Lár Kr. 197,60 Freyjugötu 27, s. 18188 :gefið börnunum góðar íslenskar bækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.