Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Akureyri 1895-1930 Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar eftir Örlyg Sigurðsson Að ógleymdum virðulegum myndatökum skólaspjaldanna margrómuðu var hápunktur frægðarferils skólaskáldanna í Akureyrarskóla í gamla daga að labba sig til Hallgríms Einarsson- ar ljósmyndara og fá tekna af sér gáfumannamynd. Þá brakaði oft og brast í viðarstiganum upp í myndastofuna, því að skáld af þessari skemmtilegu gerð báru jafnan blýþung höfuð troðfull af mannviti, menntun og heimspeki- legum vangaveltum. Síðan brugðu menn hönd undir kinn áður en fír- að var af í fókus og stellingin minnti á póstkort af danska skáld- inu Holgeiri sáluga Drackmann, eða þá að menn laumuðu hendinni í boðunginn að klassískum hætti Naflajóns Frakkakeisara. Þá sáust sjaldan skólaskáld brosa eða hlæja. Hressilegur hlátur þótti þá næstum ímynd sjálfrar heims- kunnar. A norðurvegg á húsi myndmeistarans stóð stóru skartletri upp á frönsku: „Atelier H. Einarsson". Sýningarkössum með úrvals mannamyndum var komið fyrir á húshliðinni, sem snéri út að Hafnarstræti, vegfar- endum til augnayndis og skemmt- unar. Þá varð þeim óendanlega kóm- íska skemmtimanni, Brynleifi adjunkt Tobíassyni að orði, eitt- hvað á þessa leið: „Nah, hann er obbo glúrinn fótógraf hann Hall- grímur Einarsson. Nú er hann bú- inn að hengja okkur upp í sama glerkassann við Hafnarstrasse, okkur helztu spíssborgarana og oddborgarana eins og Odd Vatns- dæla-Hofverja (Odd prentsmiðju- stjóra Björnsson), Odd apa (O.C. Thorarensen apótekara), Steina Matth. (Steingrím Matthíasson, lækni), Lord Grey (Sigurð skóla- meistara gráa) og svo auðvitað mig, sjálfan æðstatemplarann.“ Fyrir nokkrum dögum barst mér fögur og heillandi gjöf frá gamalii vinkonu minni að norðan, Olgu dóttur Hallgríms Einarsson- ar ljósmyndara. Þessi kærkomna gjöf er nýútkomin myndabók, sem ber heitið: Akureyri 1895—1930. Bókin hefir að geyma gullfallegt úrval af ljósmyndum föður henn- ar, sem hefir varðveitzt. Þar blasir við á hverri síðu myndrænt og merkilegt tímabil í liðinni sögu Akureyrar, þeirrar gömlu Akur- eyrar, sem aldrei kemur aftur. Jafnframt að bjarga þessu mynd- ríka umhverfi og fólki frá gleymsku hefir þessum myndræna og magnaða fótógraf tekizt að skapa ný og sjálfstæð listaverk með linsukassa sínum og næmu, sjáandi auga. Af því, að ég hefi jafnan haft meira gaman af fólki en húsum ætla ég að reyna að fá tvær eða þrjár myndir úr bókinni birtar með þessari grein, sem gefa mér strax tilefni til einhverrar um- fjöllunar, sem gömlum og góðum Akureyringi, eins og reyndar allar myndirnar gera við nánari skoðun á þessu einstæða perlusafni. Minningarnar streyma bókstaf- lega hömlulaust fram, því verð ég að hafa hemil á sjálfum mér til að forðast að verða langorður og leið- inlegur. Tökum til dæmis gamla meðfylgjandi hópmynd á bls. 54. Margur gæti ætlað, við fyrsta augnakast, að myndin væri tekin í lávarðadeildinni brezku eða á að- alfundi Bilderbergsklúbbsins fræga. Þessi skemmtilega og skartlega mynd er af glæsimenn- inu og snyrtimenninu Stefáni skólameistara ásamt kennaraliði sínu. Allir virðast þeir klæddir í hefðbundin kennaraföt síns tíma, sem tíðkaðist þá við Akureyrar- skóla. Þá var stíll og elegans yfir mannskapnum og fyrirmönnum staðarins, ólíkt þeim ruslarabrag og betlilúkuúthaldi í klæðaburði, sem einkennir mjög prolitara- mennsku og allsráðandi, niður- snobbandi plebbasmekk nútímans á svo mörgum sviðum. Því varð Brynjólfi gamla i Þverárdal að orði er hann mætti Stefáni skóla- meistara norður á Akureyri upp- skveruðum og glerfínum í miðri viku: „Með leyfi að spyrja, hverju klæðist skólameistarinn á sunnu- dögurn". Menn hafa eflaust gaman af að sjá hér nöfn viðkomandi greifa á umræddri mynd. Fremri röð sitjandi: Brynleifur Tobíasson, Árni Þorvaldsson, Stefán skóla- meistari, Lárus Bjarnason og Jón- as Snæbjörnsson. Aftari röð standandi: Lárus Rist, Sigurður E. Hlíðar, Júlíus Havsteen og Áskell Snorrason. Vafalítið voru þeir snjöllu lista- menn, Hallgrímur Einarsson og Jón Kaldal, fremstir andlits- myndasköpuða landsins um sína daga. Á bls. 44 í þessari bók er ©RAUMA RAÐNINGA BÓKINÞÍN ♦ ÞESSI BÓK HEFUR EKKI FYRR KOMIO UT Á ISLENSKU Hvað dreymdi þig i nótt? Svartan hest eða epli. Þá þarftu aö vita hvaö draum- arnir merkja. Flettu upp i DRAUMARAÐNINGABOKIN ÞÍN, um 3000 uppsiáttarorð og tilvisun til skildra orða svo ná megi meiri nákvæmni i ráðningunni. Hafðu þessa bók á náttborð- inu og lestu úr draumum þin- um strax meðan þú sérð þá fyrír þér Ijóslifandi. Utgefandi: INGOLFSPRENT simi: 38780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.