Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 48
Denianiur 4® æðstur eðaistei 1 ía <£>Ull Sc é’llfttf Laugaveui 35 ^skriftar- síminn er 830 33 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Ólafur Jóhannesson á fundi í gærkvöldi: Framkoma Alþýðubanda- lags í kjördæmamálinu er nægt tilefni stjórnarslita „ÞAÐ liggur í augum uppi, að ef þessir flokkar koma sér saman um lausn í þessu máli þá er kominn grundvöllur að stjórnarmyndun 65 ára maður í gæzluvarðhaldi: Grunaður um kynferðisafbrot gegn 13—14 ára stúlkum FULLORÐINN maður situr nú í gæzluvarðhaldi grunaður um að hafa haft samræði við ungar stúlkur, 13—14 ára gamlar, í sumurn tilvik- um að minnsta kosti gegn greiðslu. Samkvæmt 1. málsgrein 200. greinar hegningarlaganna getur það varðað 12 ára fangelsi að hafa samræði við stúlkur yngri en 14 ára. Grunur leikur á, að maðurinn sem er 65 ára gamall hafi um ára- bil haft samfarir við stúlkur allt niður í 13 ára gamlar. Maðurinn var úrskurðaður í síðustu viku i gæzluvarðhald til 22. desember eftir að foreldrar ungrar stúlku höfðu komist að sambandi dóttur sinnar við manninn. hjá þeim og þá er kominn grund- völlur að nýrri ríkisstjórn, sem auðvitað á þá að taka við og leiða málin, ef það er meiningin að skilja okkur framsóknarmenn eftir og hafa ekki nein samráð við okkur,“ sagði Olafur Jóhannesson, utanríkisráðherra m. a. á fundi Framsóknarfélags Reykajvíkur í gærkvöldi í umfjöllun sinni um meðferð kjördæmamálsins á AI- þingi, en í ræðunni vék hann að viðræðum Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks um nýskipan kjördæmamálsins og taldi hann að framkoma Alþýðu- bandalagsins í því nægð ein sér til stjórnarslita. Kvað Ólafur kjördæmamálið mikið framfararmál fyrir fram- sóknarmenn í Reykjavík og taldi að það flokkaðist undir andvara- leysi ef þeir létu það liggja á milli hluta. Þá sagðiÓlafur: „Það gæti verið erfitt fyrir framsókn- arþingmenn í þessu kjördæmi, að snúast gegn hóflegum lagfær- ingum, þótt það kostaði nokkra fjölgun þingmanna og að mínu mati getur það jafngilt pólitísku sjálfsmorði fyrir þá menn að neita fjölgun þingmanna.“ Hann sagði síðar í ræðu sinni: „Þrí- flokkarnir, aðrir en Framsókn- arflokkurinn, hafa haldið fundi um skeið og rætt kjördæmamál- iðr>^n þess að hafa Framsóknar- flökkinn nokkuð með í ráðum. Á þessum fundi hafa tekið þátt formenn þingflokka og þar eru þeir að ræða þetta mál og reyna að koma sér saman um lausn í því. Þá sagði Ólafur: „Það er auð- vitað ákaflega einkennilegt að samstarfsflokkur okkar í ríkis- stjórn taki þannig upp samstarf við stjórnarandstöðuflokka um lausn þessa máls. Eg held að slíkt hefði nú einhvern tíma ver- ið talið til stjórnarslitaástæðu." Hjörleifur Guttormsson í skeyti til Alusuisse: Jf. Stærsta íslenzka *|| jolatréð •fsjú;' V.Vvjp- Á fostudag var kveikt i stærsta islenska jólatrénu. Það er 10 m á hæð, höggvið í Hallormsstaðarskógi og stendur framan við kjörbúð Kaupfé- lags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Morgunbiaðia/óiafur. Iðnaðarráðherra hefur ekki hafiiað samningaleiðinni SAMKVÆMT heimildum sem Morgunblaðið telur áreiðanlegar, lýsir iðnaðarráðherra því yfir í svar- skeyti sínu til Alusuisse, sem hann sendi á föstudag, að sá skilningur á afstöðu sinni sé rangur, að hann hafni hugmynd Alusuisse um við- fangsefni frekari samningaviðræðna en krefjist í staðinn tafarlausrar upphafshækkunar á orkuverði til ál- versins í Straumsvík. Afstaða Hjör- leifs Guttormssonar i skeytinu til Alusuisse virðist því ekki samrýmast yfirlýsingum hans um að hann ætli í þessari viku að gera tillögur um ein- hliða aðgerðir gegn Aluisuis.se, en þeim áformum lýsti ráðherrann eftir að Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði sagt sig úr álviðræðunefnd. I fyrrgreindu skeyti Alusuisse, en meginefni þess var birt á bak- síðu Morgunblaðsins sl. sunnudag, lýsir dr. Paul Muller, aðalsamn- ingamaður Alusuisse, sig reiðubú- inn til að mæla með upphafs- hækkun á raforkuverði að tveimur skilyrðum uppfylltum. 1) Ríkis- stjórn íslands samþykki að stækka megi álverið enda náist samkomulag um orkusölu til hinn- ar nýju framleiðslueiningar. 2) Ríkisstjórn íslands samþykki þá Hlutu 1,2 milljónir í Háskólahappdrættinu: „Skemmtileg tilbreyting að vera ekki blankur“ HJÓNIN Haukur Gíslason næt- urvörður og Helga Karlsdóttir eru heldur betur í sjöunda himni þessa dagana. Og þarf engan að undra, þau unnu nefnilega 1,2 milljónir króna í Happdrætti Háskólans í síðasta drætti sem var á Töstudag- inn sl. Blaðamaður Mbl. hafði samband við Hauk í gær og spurði hann auðvitað fyrst að því hvernig þeim hjónum liði. „Dásamlega, í einu orði sagt. Það verður skemmtileg tilbreyt- ing að vera ekki blankur! Og svo eykur það á gleðina að vinning- urinn kom upp á miða sem er jafngamall hjónabandi okkar, eða 35 ára. Konan valdi miðann á sínum tíma, stuttu eftir að við gengum í hjónaband og við höf- um haldið honum alla tíð. Sem betur fer.“ — Hver voru fyrstu viðbrögð ykkar þegar þið fréttuð að þið hefðuð fengið þann stóra? „Við tókum þessu nú ósköp rólega svo sem. Reyndar ætlaði ég ekki að fást til að trúa því fyrst að við hefðum unnið, því ég hafði heyrt í kvöldfréttunum á föstudaginn að hæsti vinningur hefði komið upp á miða 2-14-13 Ég hafði einmitt orð á því við konuna að þetta væri sniðugt númer, en það hvarflaði ekki að mér að þetta væri okkar miði. Ég man nefnilega miðann sem 21-413! Þegar maður frá happ- drættinu hringdi stuttu síðar og sagði mér tíðindin var ég því heldur tregur til að trúa fyrst í stað.“ — Kemur þetta til með að breyta lífi ykkar? „Að sumu leyti og sumu leyti' ekki. Maður getur náttúrlega ieyft sér meira, en það verða engar stórbreytingar á okkar lifnaðarháttum." Hjónin lukkulega sem unnu stóra vinninginn í Happdrætti Háskól- ans á föstudaginn. Þau heita Haukur Gíslason og Helga Karls- dóttir. breytingu á aðalsamningnum um íslenska álfélagið (ÍSAL) að Alu- suisse sé heimilt að selja allt að 50% af eignarhluta sínum til ann- arra í stað 49% eins og nú er. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins minnist Hjörleifur Gutt- ormsson ekki á þessi tvö skilyrði í svarskeyti sínu til Alusuisse, en segist reiðubúinn að halda viðræð- um áfram sé gengið að þessum skilyrðum: 1) íslendingar gangi að hugmyndum Alusuisse um úr- lausn eldri deilumála (súrálsverð o.fl.) með breytingum. 2) Alu- suisse samþykki að leiðrétting á orkuverði sé réttlætanleg og fall- ist á umtalsverða upphafshækkun. 3) Báðir aðilar lýsi sig fúsa til að ræða og semja um öll framtíðar- samskipti. Ekki mun liggja fyrir hvaða „breytingar" iðnaðarráð- herra vill undir lið 1) eða hvað er „umtalsverð" hækkun undir lið 2) en eins og kunnugt er lagði Guð- múndur Gr Þórarinsson til að þessi hækkun væri 20%, iðnaðar- ráðherra lagði hinn 6. maí sl. til að hún væri 47%. Haft var eftir Ragnari Halldórssyni, forstjóra ÍSAL, í sjónvarpi á föstudag, að hann teldi að dr. Miiller væri til þess búinn að mæla með 20% upp- hafshækkun að öðrum skilyrðum fullnægðum. Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, sagði um helgina, að hann biði nú eftir svari Alusuisse við því skeyti, sem hann sendi á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.