Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik Miklum átakaleik iauk með sigri Víkings íslandsmeistarar Víkings sigr- uðu tékknesku meistarana Dukla Prag með einu marki, 19—18, á sunnudagskvöld í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Er það góður árangur hjá Víkingum, þó svo að hann dugi ekki til að koma þeim áffram í keppninni að þessu sinni. Það er ávallt gott af- rek að sigra lið frá Austur-Evrópu hér á landi í Evrópukeppni í hand- knattleik. Bæði Víkingar og KR-ingar geta vel við unaö að hafa nú á síðustu dögum unnið góða sigra. Handknattleiksmenn Austur-Evrópu eru allir atvinnu- menn í íþróttinni og því gott að geta lagt þá að velli. Víkingar töp- uðu fyrri leik sínum sem fram fór í Prag með átta mörkum sem var stórt en þess ber að gæta að mikil forföll voru í liði þeirra. Þá er alltaf mjög erfitt að leika á útivelli í Austur-Evrópu og flest liö fá þar slæma útreið. Mikil átök strax í upphafi — Strax í upphafi leiks Víkings og Dukla var mikið um átök og leikmenn beggja liöa spiluöu mjög fast. Varnarleikur var oft á tíðum nokkuö grófur og þaö var alveg Ijóst á leikmönnum aö þeir ætluöu ekki aö gefa sinn hlut án þess aö berjast fyrir honum. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á sjöundu mínútu, og voru þaö Tékkar sem skoruöu. Nokkur taugaspenna virtist vera í leikmönnum Víkings og sóknir þeirra voru nokkuð óör- uggar í upphafi. En þaö lagaðist svo til strax. Og meö miklum krafti náöu þeir sínum besta leikkafla fyrstu fimmtán mínútur leiksins. Náöu þá þriggja marka forystu, 5—2. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 5—3 fyrir Víkinga. Þá datt leikur liðsins nokkuö niöur, mikiö var um mistök í send- ingum og leikmenn Dukla náöu aö jafna metin, 5—5, á 21. mínútu leiksins. En þattóku Víkingar aftur vjö sér og náöu enn á ný þriggja marka forskoti, 9—6, og þannig var staðan þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. En síöustu tvö mörk hálfleiksins komu frá Tékkum, og aöeins eitt mark skildi liöin af er flautaö var til hálf- leiks, 9—8. Jaðraði við slags- mál í síðari hálfleik Allan síöari hálfleikinn var jafn- ræöi meö liðunum, og gífurleg bar- átta var í leikmönnum beggja liða. Á stundum átti maöur alveg eins von á því aö boltinn yröi lagöur til hliðar og hnefarnir látnir tala, en sem betur fer kom nú ekki til þess. Leikmenn Víkings höföu frum- kvæöiö lengst af og þegar síöari hálfleikur var hálfnaöur höföu Vík- ingar tveggja marka forskot, 13—11. En leikmenn Dukla sýndu mikla baráttu í vörn og sókn og misstu Víkinga aldrei langt á und- an. Þeim tókst aö ná eins marks Víkingur 19 Dukla Prag forystu, 18—7, þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum, en Víkingar skoruöu síöustu tvö mörkin. Viggó jafnaði, 18—18, meö þrumuskoti þegar 1,45 sekúndur voru eftir. Næsta sókn Tékka rann út í sand- inn og Víkingar náöu hraðaupp- hlaupi og Guömundur Guömunds- son skoraöi af miklu haröfylgi sig- urmark leiksins þegar aðeins 20 sekúndur voru eftir af leiktíman- um. Harkan bitnaði á handknattleiknum Þaö sem einkenndi leik liöanna öðru fremur á sunnudagskvöldiö var mjög mikil harka, hnoö og pústrar. Bitnaöi þaö mjög á hand- knattleiknum sem spilaöur var. Sí- fellt var veriö að dæma aukaköst og boltinn gekk illa. Bæöi liðin léku vörnina vel, þrátt fyrir aö annaö slagið kæmu gloppur hjá Víking- um. En mikið var um mistök í sókn- inni. Víkingar létu Pál Björgvinsson leika framarlega í vörninni og trufl- aöi hann spil Tékkanna. Kom þaö nokkuö vel út lengst af. Tóku Vík- ingar mjög hraustlega á móti hin- um hávöxnu og sterku Tékkum og sýndu mikla baráttu. Enda var fjór- um þeirra vísaö af leikvelli til kæl- ingar. Liöin Leikmenn Víkings sýndu mikið keppnisskap í leiknum og höföu i fullu tré viö leikmenn Dukla hvaö hörku snerti. En spurning hvort þaö hafi ekki bitnað á leik þeirra aö spila svo fast. Sórstaklega var slæmt hversu iila boltinn gekk hjá Vikingum í sókninni. Bæöi Sigurð- ur Gunnarsson og Viggó Sigurös- son geröu sig um of seka um aö keyra inn í vörn Tékka til þess eins aö fá aukaköst, í staö þess aö láta botlann ganga hratt á milli. Viö þetta varð spil Víkings oft nokkuö stirt og of mikiö varö um hnoö inn á miðjunni. En þess á milli sáust laglegar leikfléttur og falleg mörk voru skoruö úr þeim. Bestu menn Víkings í leiknum voru Páll Björgvinsson, sem leikur ávallt vel þegar um storleiki er aö ræöa, leikmaður meö mikla reynslu og mjög næmt auga fyrir öllu sem er aö ske í leiknum bæöi í sókn og vörn, Árni Indriðason, Steinar Birgisson og Hilmar Sigur- gíslason sem léku mjög vel f vörn- inni. Gáfu aldrei neitt eftir og börö- ust eins og Ijón. Viggó var mjög öruggur í vítaköstunum, en hann á aö geta betur í sóknarleiknum. Guömundur var óheppinn meö skot sín úr hornunum en þrátt fyrir þaö skorðai hann fjögur falleg mörk. Siguröur Gunnarsson skor- aöi þrjú mörk meö þrumuskotum en var þrátt fyrir þaö nokkuö mis- tækur i sendingum sínum og virtist ekki finna sig nægilega vel. Leikmenn Dukla Prag eru allir mjög hávaxnir og sterkir, um leiö grófir og gefa aldrei þumlung eftir. Liðiö er mjög jafnt og varla veikan hlekk að finna í því. Eins og flest öll tékknesk lið er lið Dukla meö mikla seiglu og missir ekki niöur leikinn þrátt fyrir aö mótherjinn hafi náö forskoti. Seigla og barátta ásamt skynsemi í leik var aöalsmerki Dukla, tékknesku meistaranna í handknattleik. Þess má geta aö tékkneska landsliðið er byggt upp á liði Dukla en þaðan eru níu leikmenn í landsliöinu og lands- liösþjálfarinn er sá sami og þjálfar Dukla. Bestu leikmenn Dukla voru markvöröur liösins Barda, og úti- leikmennirnir Cerny, Liska og Bartek. Dómarar voru sænskir og sluppu þeir allvel frá leiknum sem var mjög erfiöur aö dæma vegna hörkunnar. Mörk Víkings: Páll Björgvinsson 5, Guömundur Guömundsson 4, Viggó Sigurösson 4, Sigurður Gunnarsson 3, Ólafur Jónsson 1, Steinar Birgisson 1, Árni Indriöa- son 1. Mörk Dukla: Cerny 5, Slaviar 4, Bartek 4, Kortc 2, Kratovil 2, Toma 1, Liska 1. Fjórum Víkingum var vísaö af leikvelli í 2. mín. hverjum en aöeins tveimur tékkneskum leikmönnum. Áhorfendur aö leiknum voru um 1700 talsins. - ÞR. • llla brotið á Guömundi GuAmundasyni þar som hann er í dauðafaari á línunni eftir • Viggó Sigurðsson jafnar Mkiim með mifctu þrumuskoti þegar aöeins tvsar mínútur eru til leiksloka. • Guðmundur Guð þrátt fyrir að hann • Siguröur Gunnarsson naar að skjóta framhjá hinum ha vðxnu leikmönnum Dukla Prag. • Ólafur Jónsson I Eínkennandi mynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.