Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 41 Loðdýrarækt Athugasemd viö grein Skúla Skúlasonar eftir Jón Ragnar Björnsson Skúli Skúlason, sem er umboðs- maður á íslandi fyrir Hudson Bay í London, ritar grein í Morgun- blaðið þann 24. nóvember sl. um Iððdýraflokkun og fleira. Sumt af því sem fram kemur í grein Skúla þykir mér orka tví- mælis og vil því gjarnan koma nokkrum athugasemdum á fram- færi. Skúli telur mismunandi sjón- armið ráða um lífdýraflokkun milli landa. Nefnir hann sem dæmi að Finnar hafi aukið loð- dýrarækt sína mjög hratt, oft sett á allar hvolpatæfur til undaneldis, Danir aðeins 15—20%, en við farið bil beggja og sett á 40—60% af hvolpatæfunum og sé sú tala við- urkennd víða erlendis sem hæfi- leg. Magnús Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, sem hefur reynslu á sviði loðdýrakynbóta, telur óvar- legt að setja á meira en þriðju hverja hvolpalæðu, eigi stofninum ✓ ekki að hraka. Það er hluti af ræktunarstarfi bóndans að bæta sinn bústofn. Góð dýr eru ekki aðeins til ánægju, þau gefa einnig betri arð. íslenskir bændur verða að keppa að fyrsta flokks framleiðslu, þá þola þeir verðlægðir, sem alltaf má búast við öðru hvoru. Þess vegna er varhugavert að velja of stóran hluta hvolpalæða til und- aneldis. Ef auka á stofninn hraðar þarf að flytja inn lífdýr. Þá telur Skúli, að val á ljósum dýrum úr stofninum leiði til þess að hann verði grár. Það gerir auð- vitað ekkert til ef það er sá litur sem neytendur vilja borga best fyrir. Ég hef rætt þetta við Hans Rimenslotten, norskan sérfræðing í refarækt, sem talinn er meðal þeirra færustu í heiminum. Hann kvaðst ekki í nokkrum vafa um að hann mundi velja ljós dýr til und- aneldis, fyrir þau skinn fengist hæst verð um þessar mundir. Hann kvaðst ekki geta séð að slíkt val þyrfti að leiða til grárra dýra, ef rétt væri valið. Skúli telur Finna hafa gengið lengst í vali á ljósum litum með þeim afleiðingum að skinnin verða grá. Hann segir þó síðar í grein- inni að hæst verð hafi fengist „Hjartalæknir mafíunnar" saga eftir Konsalik ÚT ER komin hjá Iðunni skáld- sagan Hjartalæknir mafíunnar eftir þýska höfundinn Heinz G. Konsalik. Andrés Kristjánsson þýddi. Konsalik hefur samið fjölda skáldsagna og er einn þeirra höfunda sem nú eru uppi sem víðkunnastur er; bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og eru nú komnar út í meira en tuttugu og sjö milljón- um eintaka. — Efni þessarar sögu, Hjartalækni mafíunnar, er kynnt á þessa leið á kápubaki: “Hvað vildi ítalska mafían með Heinz Volkmar, þýskan lækni sem var grunlaus kominn í sumarleyfi á Sardiníu? Nokkrir ungir menn höfðu rænt honum og ætlað að krefjast lausnar- gjalds. En fleiri reyndust hafa áhuga á manninum þegar vitn- aðist hver hann var, sérfræðing- ur í hjartaflutningi. Nú hefur mafían náð honum á sitt vald. Vandalaust að láta líta svo út að læknirinn væri talinn dauður. Sóíanó mafíuforingi býður hon- um nýtt nafn og starf á sínu sviði fyrir ógrynni fjár, margir fyrir finnsku skinnin. Ekki virðist þessi „grái“ litur hafa komið í veg fyri gott verð hjá Finnum! Þá getur Skúli þess í lokin, að íslensku blárefabúin þurfi að eiga þess kost að láta flokkunarmenn frá því uppboðshúsi, sem þau versla við, flokka dýrin. Lögum samkvæmt skal trúnað- armaður Búnaðarfélags íslands annast lífdýraflokkun. Búnaðarfé- lagið ber því ábyrgð á kynbóta- stefnunni. Kynbótastefnan á að miða að því að velja til undaneldis hraust, vel gerð dýr með góða frjósemi og skinngæði. Sigurjón ur, hefur fengið sér til aðstoðar erlenda flokkunarmenn frá Eng- landi og Norðurlöndunum. Flokk- un er vandasamt starf sem krefst mikillar þjálfunar og reynslu. Val á skinnalit hlýtur að fara eftir hvað eftirsóttast er og best borg- að. Ef kaupendur vilja dökk skinn, þá eru undaneldisdýr að sjálf- sögðu valin í samræmi við það. Sérfræðingar segja að mun auð- veldara sé að dekkja stofninn en lýsa. Því er fljótgert að breyta litnum ef þörf krefur. Verslun með hráskinn fer í rauninni fram á einum markaði. Uppboðshúsin eru að vísu fleiri, þau langstærstu eru á Norður- löndum, þá eru uppboðshús í Len- ingrad, London og víðar. Skinna- kaupmenn ferðast milli uppboðs- húsanna og kaupa skinn. Þetta er mikið til sami hópurinn, því má segja að aðeins sé um einn markað að ræða. Ég á erfitt með að skilja að skinnakaupmenn geri einhverjar aðrar kröfur til lita og gæða hvort sem þeir eru að kaupa á uppboði í London, Ósló eða Kaupmanna- höfn. Því hlýtur ein og sama kyn- bótastefnan og litavalið að duga án tillits til hvar bændur kjósa að selja sín skinn. Það, sem við þurfum fyrst og fremst á að halda í loðdýrarækt- inni, er þekking og aftur þekking. Jákvæð umræða um loðdýrarækt er nauðsynleg. Hins vegr geta kenningar leikmanna skaðað og ruglað, ef þær eru ekki betur grundaðar en Skúli Skúlason gerir í grein sinni. Með þökk fyrir birtinguna, Jón Kagnar Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda. HEINZ G KONSAUK _,"1__ HJARTA LÆKNIR v ríkir menn borga fúslega millj- ón fyrir nýtt hjarta .. Heinz Volkmar neitar öllu samstarfi. Hvorki gylliboð né hótanir bíta á hann. En þegar hann hefur hitt hina fögru dóttur mafíufor- ingjans, Lórettu, veit hann að hann á sér ekki undankomu auð- ið.“ Hjartalæknir mafíunnar er 246 blaðsíður. Oddi prentaði. Gidan dagþm! GLIT HÖFÐABAKKA9 SIMI 8 54 11 l^t LAUGAVEGI 40 REYKJAVÍK - SÍMI 16468 FRANCH MICHELSEN Ú RSM ÍÐAM EISTARI IAUGAVEGI 39 SÍM113462 \ll( III isi \ 75» ára þ/ónusta Flest glæsilegustu úr heimsins hafa verið smíðuð í Genf Úr í bonbonniére stíl frá franska keisaratímanum (1810—1820). Gangverkið og skreyttur úrkassinn eru til vitnis um afburðahæfni handverksmanna Genfar. Byssuúr frá tímum frönsku endurreisnarinnar Þegar þrýst er á gikkinn, kemur blóm fram úr úrinu og úðar það jafnframt ilmvatni. Úrið er hulið í byssuskeftinu. Bæði gangverk og glerungur frá Genf. Úr þessi eru hluti Wilsdorfsafnsins, nefnt svo til heióurs stofnanda ROLEX, Hans Wilsdorf. Glæst saga úrsmiða Genfar er varðveitt í sköpun einstæðs úrs, ROLEX OYSTER. Hver OYSTER úrkassi er gerður í hvorki meira né minna en 162 áföngum sem krefjast kunnáttu, hagleiks og nákvæmni, því úrkassinn er unninn úr aðeins einu stykki. Án efa er hægt að srtiíða úr á einfaldari hátt. En ROLEX er ekki að flýta sér. 'f ROLEX of Geneva L i l \ ■ * { L í 4 M v j k * j . | } * i i i I I í 'wr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.