Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982
Prófkjör sjálfstæðismanna á Suðurlandi:
Árnesingar og Skaft-
fellingar hafa til-
nefnt frambjóðendur
PRÓFKJÖR Sjálfstædisflokksins í Suðurlandskjördæmi fer væntanlega
fram dagana 22. og 23. janúar næstkomandi. A fundi í gær samþykkti
fulitrúaráö Sjálfstæöisflokksins í Árnessýslu og á Selfossi þrjá frambjóöend-
ur í prófkjörið. Þeir eru: Brynleifur H. Steingrímsson, læknir, Óli Þ. Guð-
bjartsson, skólastjóri, og Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri.
V-Skaftfellingar hafa tilnefnt
þrjá menn í prófkjör flokksins.
Þeir eru: Björn Þorláksson, Eyj-
arhólum, Siggeir Björnsson, Holti,
og Tómas Pálsson, Heiði.
Rangæingar hafa ekki gengið
frá framboði. Á fundi fulltrúaráðs
Sjálfstæðisflokksins í Rangár-
vallasýslu síðastliðinn laugardag
var samþykkt að tefla fram þrem-
ur mönnum í prófkjörið en fimm
menn gefa kost á sér. Þeir eru:
Eggert Haukdal, alþingismaður,
séra Halldór Gunnarsson, Holti,
Jón Þorgilsson, Hellu, Óli Már Ar-
onsson, Hellu, og Sigurður
Óskarsson, Hellu. A fundi full-
trúaráðsins um helgina var sam-
þykkt að efna til skoðanakönnun-
ar í Rangárþingi um hvaða þrír
fulltrúar verði í prófkjörinu.
Fimm manns í
um gefa kost á
Sigurður
Hallbjörns-
son látinn
SIGL'RÐUR Hallbjörnsson, vörzlu-
maöur Reykjavíkurborgar, er látinn,
64 ára aö aldri. Hann fæddist á
Seyðisfirði 25. desember 1917, sonur
hjónanna Hallbjörns Þórarinssonar
og Halldóru Þórarinsdóttur.
Hann flutti til Reykjavíkur og
starfaði um langt árabil hjá Hita-
veitu Reykjavíkur, þar til hann
gerðist vörzlumaður Reykjavík-
urborgar en því starfi gegndi hann
um nokkurra ára skeið. Sigurður
var í fremstu röð glímukappa um
langt skeið. Hann var hestamaður
góður.
Sigurður lætur eftir sig son, Eð-
vald Karl Sigurðsson.
Vigfús B. Jóns-
son í prófkjör
VIGFÚS B. Jónsson, bóndi að
Laxamýri, hefur tilkynnt þátt-
töku í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Noðurlandskjördæmi
eystra.
„Ég vil fyrst og fremst
kanna hvaða fylgi ég hef, þá
hafa og margir hvatt mig til
þátttöku. Ég á ýmis áhugamál
sem bundin eru við þetta kjör-
dæmi, sem ég vil gjarnan
vinna að, og þar sem ég er bú-
inn að vera í stjórnmálum
lengi hefi ég fengið dálitla
reynslu sem gæti komið sér
vel. Ég tel mig vera að bjóða
betri starfskrafta en ég bauð
upphaflega. Þá vonast ég til að
prófkjörið fari drengilega
fram. Það er mín heitasta ósk í
þessu sambandi, því okkur
sjálfstæðismönnum ríður á að
mæta heilir og óskiptir til
leiks í alþingiskosningunum,"
sagði Vigfús B. Jónsson í sam-
tali við Mbl.
Vestmannaeyj-
sér í prófkjör
Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandi,
en á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum
var fyrir skömmu samþykkt að
tefla fram þremur mönnum í
prófkjörið. Þeir sem gefa kost á
sér eru: Árni Johnsen, Ásmundur
Friðriksson, Gísli Geir Guðlaugs-
son, Guðmundur Karlsson og
Kristján Torfason. Fulltrúaráðið
mun væntanlega koma saman í
vikunni og taka afstöðu um, hvort
Eyjamenn tefli fram þremur full-
trúum og þá hverjum eða hvort
allir fimm frambjóðendurnir taki
þátt í prófkjörinu.
Skartgripir
fyrir um 100
þús. fundust
UNGUR MAÐUR fann á sunnu-
dagskvöldiö um 200 skartgripi, einkum
hringi, við veginn suður í Nauthólsvík.
Hugsanlegt er talið að skartgripirnir
séu hluti þýfisins úr skartgripaverzlun
Kornelíusar Jónssonar í sumar. Tví-
vegis var brotist inn hjá Kornelíusi og
skartgripum fyrir liðlega milljón krón-
ur stolið.
Andvirði skartgripanna sem fund-
ust við veginn suður í Nauthólsvík
nemur um 100 þúsund krónum. Ungi
maðurinn, sem fann skartgripina,
var á leið sunnan úr Nauthólsvík
þegar hann kom auga á kassa
skammt frá veginum, ekki langt frá
Hótel Loftleiðum og reyndust
skartgripirnir vera í kassanum.
Virðist einsýnt, að skartgripirnir
hafi nýlega verið skildir þarna eftir.
Svo sem kunnugt er, situr nú írskur
maður inni vegna fjölda innbrota í
skartgripaverzlanir í sumar, þar á
meðal hjá Kornelíusi.
V & **■** m.U
„Leikmennirnir
ráða úrslitum ekki
yið sem tippum“
— segir Grímur Aðalbjörnsson, sem fékk
hæsta vinning Getrauna frá upphafi
„ÞAÐ ER nú bara heppnin sem
ræður i þessum leik hvort maður
vinnur eða ekki. Það er bara hvort
lappirnar á ensku leikmönnunum
eru snúnar eða beinar, hvort þeir
hitta í markið eða ekki. Það eru
sem sagt leikmennirnir sem ráða
hver vinnur í getraunum, ekki við
sem tippum,“ sagði Grímur Aðal-
björnsson, sem um helgina fékk
hæsta vinning Getrauna frá upp-
hafi, rúmar 370.000 krónur, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Ég er víst einn með 12 rétta
og svo er ég með 11 rétta á 4
seðlum þannig að þetta gefur
mér víst 372.360 krónur, svo
þetta er góð búbót fyrir jólin og
það kom mér þægilega á óvart,
þegar Gunnar Guðmannsson
hringdi í mig og sagði mér að ég
væri einn með 12 rétta. Ég átti
nú ekki von á því. Annars hef ég
nokkuð oft unnið í Getraunun-
um, en aldrei neitt þessu líkt. Ég
vann 1970 man ég 165.000 krón-
ur, sem var mjög gott þá. Ég er
búinn að spila talsvert lengi í
þessu og byrjaði þegar röðin
kostaði 75 aura. Nú er ég oft með
20 16-raða seðla og stundum
meira, en hef ekki verið með
neitt sérstakt kerfi. Ætli ég noti
þetta ekki til íbúðaskipta, en
annars er ég hálf ruglaður vegna
þessa enn svo það er varla að ég
geti sagt nokkuð," sagði Grímur.
Fimm sækja um
stöðu hæsta-
réttardómara
FIMM sækja um stöðu hæstarétt-
ardómara, en Logi Einarsson, for-
seti Hæstaréttar, lætur af störf-
um um áramót. Umsækjendur eru:
Auður Þorbergsdóttir, borgar-
dómari, Guðmundur Jónsson,
borgardómari og settur hæsta-
réttardómari, Guðmundur Ingvi
Sigurðsson, hrl., Guðmundur
Skaptason, hrl. og settur hæsta-
réttardómari og Guðrún Erlends-
dóttir, hrl. og settur hæstaréttar-
dómari.
Finnska sendiráðið
keypti hús VR:
Kaupverðið 5,5
milljónir, sem
var staðgreitt
Verzlunarmannafélag Reykjavík-
ur hefur selt finnska sendiráöinu
húseign sína ad Hagamel 4, en félag-
ið mun fiytja starfsemi sína í Hús
verzlunarinnar innan tíðar.
í VR-blaðinu, sem er málgagn
Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur, segir, að á aðalfundi í marz sl.
hafi verið tekin ákvörðun um að
selja húsið. Þann 23. september sl.
var húsið auglýst til sölu. Nokkur
tilboð bárust, en hagstæðast
þeirra var frá finnska sendiráð-
inu, og samþykkti stjórn félagsins
að taka tilboði þess, sem hljóðaði
upp á 5,5 milljónir króna, sem
greitt var að fullu við undirritun
samnings þann 1. desember sl.
Alþingi í jólaleyfl öðru hvoru megin við helgina:
Fjárlög og öldrunarmál
líklega einu afgreiðslumálin
— Stjórnarliða greinir á um afgreiðslu bráðabirgðalaganna og fylgifrumvarpa
FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ fyrir ár-
ið 1983 og frumvarp um öldrunarmál
verða að mati flestra þingmanna
sem Mbl. ræddi við í gær einu
stjórnarfrumvörpin sem hljóta af-
greiðslu löggjafarsamkomunnar úr
þessu fyrir áramót. Stefnt var að því
í gær að Ijúka afgreiðslu fjárlaga-
frumvarpsins í sameinuðu Alþingi
nk. laugardag og senda alþingis-
menn að því loknu í jólaleyfi, en
samkvæmt venju stendur jólaleyfið
yfir fram i janúarmánuð. Nokkrir
þeirra sem rætt var við á Alþingi í
gær voru þó þeirrar skoðunar að
ekki reyndist kleift að afgreiða fjár-
lagafrumvarpið fyrr en nk. mánudag
eða þriðjudag. Menn höfðu á orði í
þinghúsinu í gær að líklega væri
þetta eitt afkastaminnsta og óstarf-
hæfasta Alþingi sem sögur færu af.
Fjárlagafrumvarpið kemur til 2.
umræðu í sameinuðu þingi í dag,
en fjárveitinganefnd á enn ólokið
nokkru af reglubundnum störfum
sínum, sem nefndin tekur til af-
greiðslu á milli annarrar og þriðju
umræðu. Frumvörp til fjáröflunar
fyrir ríkissjóð sem fylgja venju-
lega afgreiðslu fjárlagafrum-
varpsins er þó óútséð með hvað af
verður, en stjórnarliðar ýmsir
töldu nægja að fjárlagafrumvarp-
ið eitt sér færi í gegnum þingið.
Gera mætti ráð fyrir tekjuöflun-
arliðum í fjárlögunum sem sam-
þykktir yrðu síðar. Fjáröflunar-
frumvörp þessi fara í gegnum
deildir Alþingis gagnstætt við
fjárlagafrumvarpið sem fer í
gegnum sameinað þing, en ríkis-
stjórnin hefur ekki meirihluta í
neðri deild, eins og kunnugt er.
Af öðrum stórum málum ríkis-
stjórnarinnar sem liggja fyrir Al-
þingi, svo sem bráðabirgðalögun-
um og boðuðum fylgifrumvörpum,
virðist ljóst að þau ná ekki af-
greiðslu á Alþingi fyrir áramótin.
Bráðabirgðalögin sjálf koma úr
fjárhags- og viðskiptanefnd efri
deildar sem þingskjal í dag og
verða væntanlega tekin til 2. um-
ræðu á morgun, miðvikudag.
Hækkanir á bilinu 4,2—15%
VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á
fundi sínum í gærdag að heim-
ila 4,2% meðaltalshækkun á
brauðum og tekur sú hækkun
þegar gildi. Þá samþykkti
Verðlagsráð að heimila 12,6%
hækkun á töxtum leigubíla.
Samþykkt var 8,2% hækk-
un á farmgjöldum vöruflutn-
inga á langleiðum, 9% hækk-
un á töxtum vinnuvéla og
samþykkt var 15% hækkun á
aðgöngumiðum kvikmynda-
húsa og fara þeir nú úr 40
krónum í 46 krónur.
Þá samþykkti Verðlagsráð
að heimila 11,8% hækkun á
sementi, sem síðan hefur í
för með sér tæplega 6%
hækkun á steypu. Sement
hefur hækkað um liðlega
88% á árinu,
Framsóknarflokk og Alþýðu-
bandalag greinir mjög á um af-
greiðslu hliðarfrumvarpa bráða-
birgðalaganna, sem boðuð voru að
fylgja skyldu. Ber þar hæst orlofs-
lagafrumvarpið og frumvarp um
vísitölumál, sem verið hefur „í
salti" í forsætisráðuneytinu allt
frá því að vísitölunefnd ríkis-
stjórnarinnar klofnaði í afgreiðslu
þess. Orlofslagafrumvarpið er til
meðferðar í félagsmálanefnd neðri
deildar árdegis og reiknað með að
skerist þar á ný í odda milli full-
trúa stjórnarflokkanna um af-
greiðslu þess.
Það mál sem legið hefur efst í
skjalabunkum flestra þingmanna
yfir óafgreidd mál síðustu daga er
kjördæmamálið, en þingmenn úr
öllum flokkum hafa lýst sig reiðu-
búna til að ná samstöðu um af-
greiðslu þess hið fyrsta. Formenn
stjórnmálaflokkanna funduðu síð-
ast í gær um kjördæmamálið, en
engin niðurstaða fékkst á þeim
fundi. Formennirnir koma saman
á ný fljótlega, en þingflokkarnir
hafa flestir varið löngum um-
ræðutíma í málið.