Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 15 Aðstandendur sýningar Stúdentaleikhússins. Eru nú fordóm- arnir horfnir? Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir BENT eftir Martin Sherman. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Aðst.leikstj. og þýðandi: Rúnar Guðbrandsson. Leikmynd og búningar: Karl Asp- enlund. Ég las í leikskrá að Stúdenta- leikhúsið hafi formlega verið stofnað í janúar 1981. Ekki minnist ég þess í fljótu bragði, að það hafi verið með aðrar sýn- ingar en þá sem hér verður rætt um, BENT eftir Martin Sher- man, og verður að teljast allmik- ið í ráðist hjá óþjálfuðum leikur- um að taka svo vandmeðfarið verk til sýninga. Verk af þessu tagi, sem fjallar um hómósexú- alista í ríki Hitlers og þó í breið- ari skilningi: kannski afstöðu manna til kynvillinga almennt. Því að skyldu þessir fordómar hafa verið upprættir, þó svo að nazisminn hafi ekki orðið sú stefna sem tók við að ríkja yfir heiminum, eins og Hitlers- draumurinn var. Það er óhjá- kvæmilegt að það sé vandaverk að túlka hómósexúalistana og baráttu þeirra, sýna tilfinningar þeirra og sveiflur — koma því til skila að þetta er fólk eins og við en ekki furðuverur með græn eyru. Og umfram allt er flókið að túlka „samfarasenurnar" í leik- ritinu. Sú kúnst heppnaðist, sér- staklega sú fyrri og ég held að ég geri ekki lítið úr frammistöðu leikaranna þó að ég Ieyfi mér að þakka leikstjóra að það tókst. Leikrit Shermans um þetta viðkvæma og vandmeðfarna efni er býsna mergjað og þó fallegt, en síðari hlutinn þótti mér lang- dreginn um of, þegar borið var grjót og meira grjót. Þar hefði leikstjórinn þurft að ná upp betra „tempói". Leikendur fóru með hlutverk sín af mikilli alvöru, vandvirkni og leikgleði, Andrés Sigurvins- son var mjög svo hommalegur í fasi og framgöngu, manngerðin sem sagt mjög sannfærandi að hinu ytra. Ekki fannst mér hann þó sérlega aðlaðandi persóna framan af og mesta furða hvað hann naut mikillar hylli kyn- bræðra sinna; í síðari hlutanum var hann ögn manneskjulegri og viðfelldnari á allan hátt. Þeir Árni Pétursson og Magnús Ragnarsson stóðu vel fyrir sínu, hvor á sinn hátt, og aðrir leikar- ar sem komu við sögu gerðu það sömuleiðis og má kannski eink- um nefna Þorvald Þorsteinsson í hlutverki Grétu. Eins og áður er vikið að fannst mér leikstjórn Ingu Bjarnason vel unnin og hugmyndadk að mörgu leyti, að öðru leyti en ákveðnum hæga- gangi í seinni hlutanum. Leik- mynd og búningar Karls Aspen- lund voru sömuleiðis til hins mesta sóma. Að öllu samanlögðu mjög svo áhugaverð sýning — og verður fróðlegt að fylgjast með áframhaldandi störfum Stúd- entaleikhússins á næstunni. Það er öldungis rétt sem segir í leikskrá eftir leikstjóranum að leikhús á borð við Stúdentaleik- húsið getur leyft sér að eksperi- mentera miklu meira en at- vinnuleikhús. Vonandi að þær tilraunir verði jafn áhugaverðar og takist jafnvel og þessi sem hér er að vikið. Viltu byrja með mér? Bókmenntir Siguröur Haukur Guðjónsson VILTU BYRJA MEÐ MÉR? Höfundur: Andrés Indriðason. Kápumynd og teikningar: Anna Cynthia Leplar. Prentverk: Prentsmiöjan Hólar hf. Útgefandi: Mál og menning. Það er gaman að fá slíka bók í hendur, því hér er alit sem prýðir góða unglingabók: efni, úrvinnsla, búningur. Höfundur leggur útaf ótta þrettán ára drengs, óttanum við sjálfan sig, óttanum við þetta sem er að brjótast fram í sál hans, hann finnur að hann er að breyt- ast, en í hvað, það veit hann ekki, og það fyllir hann öryggisleysi. Á táknrænan hátt velur höfund- ur stráknum sæti í skólanum fremst í bekknum. Hann situr þar einn, leiðin til þess að hverfa inní hópinn er lokuð, fyrir framan alla — í augsýn allra mætir hann sjálfum sér, og þetta skelfir hann. Inná sviðið leiðir höfundur stelpu- gopa með brún og heit augu og ágengni sem vekur drengnum þrá, sem hann heldur ekki þekkir. Það er erfitt að vera táningur, ham- skipti bernsku og manndóms oft eins og leikvöllur, þar sem leik- endum er það eitt uppálagt að ná taktstigi við sjálfa sig. Sumir ná þvi aldrei, breytast ekki úr barni í mann, heldur verða — allt sitt líf, eins og spriklandi fjölfætlur í dansi við tálmyndir volæðis. Andrés lýsir þessu á meistara- legan hátt. Stíll hans og tilþrif eru seiðmögnuð list, sem gaman er að sjá á unglingabók. Hér þarf engar Andrés Indriðason hækjur — hér þarf ekkert klám — hér þarf ekkert barnamál, nei, hér er á för höfundur sem af virðingu nálgast verkefni sitt. Hann hefir eitthvað að segja, af því að hann ann mannlífinu, og er að reyna að skilja það. Elías Þór Árnason verður að manni. Teikningar önnu eru bráðvel gerðar, fyndnar og falla vel að efni. Ef útlendingur bæði mig að benda á bók, frá 1982, sem hæf væri til kynningar er- lendis, þá myndi ég stoltur rétta fram þessa. Hafið þökk fyrir frá- bæra bók. Glæsílegur jólamarkaðu í KJALLARA KJÖRGARÐS I^SSáaSSSSÍ W'. X 1 I V? B .. ATH.: Nýjar vörur bætast við daglega. GERIÐ SVO VEL AÐ LÍTA INN Gífurlegt úrval af leikföngum. Mikiö úrval af styttum. Skartgripir á hlægilegu veröi. Sængurfatnaöur — vefnaöarvörur. Fatnaður og skór á alla fjölskylduna og margt margt fleira. JÓLAMARKAÐURINN í KJALLARA KJÖRGARÐS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.