Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 35 hefur haft nokkra stefnu í þeim efnum, svo að enn sé orðrétt vitn- að í þessa merku grein hans. Að- eins vildi ég setja orðið ógerlegt í staðinn fyrir erfitt. Ráðherrarnir sitja valdalausir, áhrifalausir og stefnulausir í illa fengnum stól- um. Enn eru þeir líka ábyrgðar- lausir, en hindra samt aðra í því að axla ábyrgðina og bjarga því sem bjargað verður. En þjóðin mun draga þá til ábyrgðar í fyll- ingu tímans. Annars er sjaldgæft í þeirra lágkúru, sem pólitískum poturum hefur tekist að innleiða í íslensk stjórnmál, að maður sem að forminu til a.m.k. styður þessi öfl, skuli segja sannleikann um þau. í því er í öllu falli fólginn vonarneisti. Á meðan fleiri eða færri aðstandendur stjórnarinnar gera sér grein fyrir því eitraða andrúmslofti, sem stafar frá þess- ari stjórn og þeim skaðvænlegu áhrifum, sem það hefur á heil- brigð samskipti manna á meðal, er von til þess að af braut óheilind- anna verði snúið. Atlögunni var beint að Sjálfstæðisflokknum, kjölfestu íslensks þjóðfélags. Enn hefur aðförin ekki tekist og eitrið situr fast í þeim sem henni stjórn- uðu og við því tóku til millifærslu. Enn reyna þeir að auka glundroð- ann og skjóta sér undan dómi kjósenda. Á meðan eykst mengun- in í þjóðlífinu og stjórnmálaflokk- unum öllum nema Sjálfstæðis- flokknum sem þegar hefur gengið í gegnum sína eldskírn. Þar er mannvígum lokið, enda nóg að gert. Bráðabirgðalögin bjarga engu Óeirðirnar í Alþýðubandalaginu mega mér að meinalausu magn- ast. En það er ekkert gleðiefni, þegar lýðræðissinnar berast á banaspjótum í samtökum sínum hvort heldur er í Alþýðuflokknum eða Framsóknarflokknum. Á stjórnleysið og stefnuleysið er svo sannarlega ekki bætandi og þó er alltaf verið að því. Einingartáknið óttast ekkert, það bíður reiðubúið til áframhaldandi björgunar- starfa, ástsælt eins og Þórarinn Þórarinsson segir. Öllum er nú ljóst orðið, að bráðabirgðalögin bjarga engu. Það er að vísu rétt, að raunveruleg verðbólga verður kannske ekki meiri en 70—80% næstu vikurnar í stað 100% eða svo, en það skiptir sáralitlu máli. Hvort tveggja er jafn vonlaust. Eg sagði raunveruleg verðbólga, því að þær tölur sem fólkinu eru upp gefnar eru alltaf falsaðar vísitölur. Vörur þær sem inn í þá útreikninga ekki ganga, eru ætíð hækkaðar miklu meira en annað. Þetta gera stjórnarherr- arnir vísvitandi, m.a. með þessum bráðabirgðalögum, þar sem hið svokallaða trhabundna vörugjald er stórlega hækkað, því að þar eru tíndar til þær vörutegundir, sem yfirleitt falla ekki inn í gamla vísitöluútreikninginn. Vinstri stefnunni, sem mörkuð var haust- ið 1978 er nákvæmlega framfylgt og stöðugt hert á svindlinu. Ásælni er aukin í vasa skattborg- aranna samhliða kjaraskerðing- um, blekkingum og fölsunum. Kjörorð stjórnarherranna er: Fjármagnið frá fólkinu. Alveg er ljóst, að ríkisstjórnin ætlast ekki til þess að bráða- birgðalögin fái venjulega þinglega meðferð. Þau eru nú fyrst rædd þegar aðeins lifir vika nóvem- bermánaðar og kjaraskerðingin tekur gildi 1. des. Lofað hafði ver- ið, að þessi umræða færi fram sl. miðvikudag, en það var auðvitað svikið. Raunar vissu allir frá upp- hafi að þessi myndu verða vinnu- brögð stjórnar Gunnars Thor- oddsens, eða gátu vitað. Hann hef- ur í nærfellt hálfa öld verið með stjórnarskrána á samviskunni og nauðsynina á að breyta henni. Þess vegna túlkar hann orðin brýna nauðsyn enn sem áður þannig, að óþarft sé að leita álits Alþingis þó að rúmlega hálfur annar mánuður sé til þess á reglu- legu Alþingi. Hann hefur sérstaka nautn af því að niðast á stjórn- arskránni. í því sést stjórnviskan og manndómurinn best. þ*s*> Utimri og þ«IU W- 1»75 - eftt. gel» att við a& *tr<6* mfndir eru I bdkhwl. Ný bók frá Skjaldborg: Frá konu til konu KOMIN er út hjá bókaútgáfunni Skjaldborg bókin „Frá konu til konu“ eftir Lucienne Lanson, en hún er þekkt í Bandaríkjunum sem kvensjúkdómalæknir og lauk hún prófí með hæstu einkunn frá lækna- háskólanum í Pennslylvaníu. Bókin var fyrst gefin út árið 1975. I bókinni er fjallað um kvenlegt eðli og kvenlega sjúkdóma og veitt er fræðsla um ýmislegt er það varðar. Bókin er í sjö hlutum sem bera heitin: Starfsemi hinna innri kvenlegu líffæra; Konur eru kynjaverur; Margt er kvenna meinið; Kyneðli kvenna; Kvenleg forréttindi; Eðlilegar breytingar hverrar heilbrigðrar konu og Hvað bíður konunnar. Bókin hefur verið endurbætt frá fyrstu útgáfu. Hún er 412 blaðsíð- ur, unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri. Gissur Ó. Erlingsson íslenskaði. „Vélráð á báða bóga“ ÚT ER komin hjá Iðunni ný saga eftir breska spennusagnahöfundinn Brian ('allison. Nefnist hún Vélráð á báða bóga. Andrés Kristjánsson þýddi. Þetta er sjötta bók höfundar- ins sem út kemur á íslensku. Aðalpersóna sögunnar er Trapp skipstjóri sem frá var sagt í bók- inni Einkastríð Trapps sem út kom í fyrra. Efni sögunnar er kynnt á þessa leið á kápubaki: „Trapp skipstjóri er maður sem hefur marga hildi háð á sjó og víl- ar ekki fyrir sér að stíga út fyrir mörk venjulegs siðgæðis þegar hagnaðarvonin er annars vegar. Á hinum gamla dalli sínum, Karon, með skuggalega áhöfn skúrka og þrjóta um borð hefur hann sloppið lifandi úr ótrúlegum háska og svaðilförum. Nú tekst hann á hendur mikið hættuspil, í þetta sinn þarf hann að smygla lifandi fólki yfir Ermarsund. En spurn- ingin er: hverjum vill Trapp þjóna þegar vel er boðið. Brátt er Trapp svo flæktur í eigin vélráð og ann- arra að vandséð er hvernig hann muni sleppa heill á húfi.“ Vélráð á báða bóga er 183 blað- síður. Prentrún prentaði. Samhjálparplatan verður til sölu í kaffistofu Samhjálpar á Hverfisgötu 42 kl. 14—18 alla virka daga til jóla. Sendum í póstkröfum um allt land. Sími 11000. Samhjálp. GARÐAR ANNE ÁGÚSTA PHILIPS litsjónvörp Þeir hjá Philips eru í fararbroddi í framleiðslu lit- sjónvarpstækja. Við hjá Heimilistækjum reynum svo að bjóða sem flestar gerðir þessarar frábæru framleiðslu til þess að allir fái eitthvað við sitt hæfi; Steríó tæki 10“ CX 1130 26“ CS 3390 16“ CT 3418 staðgreiðsluverð kr. 28.710.00 staðgreiðsluverð kr 35.195.00 staðgreiðsluverð kr. 27.740.00 14“ CT 3005 staðgreiðsluverð kr. 14.130.00 16“ CT 3015 staðgreiðsluverð kr. 15.350.00 16“ fjarstýrt, staðgreiðsluverð kr. 17.440.00 20“ C1 3010 staðgreiðsluverð kr. 17.855.00 20“ 3430 fjarstýrt, staðgreiðsluverð kr. 21.435.00 22“ CS 1001 staðgreiðsluverð kr. 23.170.00 22“ fjarstýrt, staðgreiðsluverð kr. 25.810.00 26“ CS 1006 staðgreiðsluverð kr. 23.725.00 26“ 3270 fjarstýrt, staðgreiðsluverð kr 26.625.00 26“ CP 2102 „de luxe“ staðgreiðsluverð kr. 31.272.00 VIÐ ERUM SVEIGJANLEGIR I SAMNINGUM heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.