Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Geir Hallgrímsson um Alusuisse-málið: Alþingi taki málið í sínar hendur Hvarvetna annars staðar myndi atburður af því tagi, sem hér hefur komið fram (úrsögn Guðmundar G. I»órarinssonar, þingmanns Framsóknar, úr álviðræðunefnd og ummæli hans um iðnaðarráðherra), hafa þýtt það, að til stjórnarskipta hefði dregið — eða a.m.k. ráðherraskipta, sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, efnislega í framhaldsumræðu um tillögu tíu sjálfstæðismanna um þingkjörna nefnd til að leiða viðræður við Alusuisse. Ríkisstjórnin ber pólitíska ábyrgð á störfum iðnaðarráðherra og hann hlýtur að taka afleiðing- um af því þegar stuðningsmenn hans lýsa því yfir, að þeir beri ekki lengur traust til hans og draga í efa hæfni hans til þess að halda á málum framvegis. Þetta kom ber- lega í Ijós í máli Guðmundar G. Þórarinssonar (F) sem og í máli Birgis ísleifs Gunnarssonar (S), er hann mælti fyrir þeirri tillögu er hér er rædd. í byrjun júlí sl. varaði ég iðnað- arráðherra við því í samtali, að ef hann héldi fram þeirri stefnu í málinu er hann þá rak, hlyti hann að stefna því í strand. Þá var ætl- unin að ráðherra hefði samráð við okkur í ágústmánuði. Það samráð var að vísu ekki haft fyrr en komið var fram í nóvember, rétt áður en viðræðufundur við fulltrúa Alu- suisse fór fram. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu þá áherzlu á það, að í viðræðum sem í hönd færu, yrði haft fullt samráð við þingflokka og lögðu til, að þing- flokkar tilnefndu hver sinn full- trúa til samráðs við iðnaðarráð- herra. Með þeim hætti væru sköp- uð skilyrði til að ná þjóðarsam- stöðu í málinu og leggja grundvöll að því að við næðum fram hags- munamálum okkar í samningavið- ræðum. En það er skemmst frá að segja að iðnaðarráðherra sinnti í engu þessum tilmælum. Hann hélt áfram þann veg á málum, að hann hefur ekki einungis glatað trausti I>ingfréttir í stuttu máli Lög um málefni aldr- aðra — fyrir áramót PÉTUR SIGURÐSSON (S) mælti fyrir sameiginlegu áliti allra nefnd- armanna heilbrigðis- og tryggingar- nefndar neðri deildar, sem leggur til að stjórnarfrumvarp um málefni aldraðra verði samþykkt með 15 breytingartillögum, sem nefndin flytur sameiginlega. Pétur lagði áherzlu á nauðsyn þess að frumvarp- ið yrði að lögum áður en ári aldraðra lýkur. Frumvarpið sigldi hraðbyri gegn um aðra og þriðju umræðu í þingdeildinni og kemur væntanlega til umfjöllunar í efri deild nk. mið- vikudag. Þrjú landbúnaðarmál í efri deild EGILL JÓNSSON (S) tók til máls í gær í umræðum um þrjú frumvörp, sem hann flytur ásamt Salome Þor- kelsdóttur (S): 1) til breytinga á lög- um um stofnlánadeild landbúnaðar- ins, 2) til breytinga á Lögum um jarð- rækt og 3) um framleiðnisjóð land- búnaðarins. EgiII sagði m.a. að samtals skorti 45,35 m. kr. til að fjárveitingar til Stofnlánadeildar landbúnaðarins verði í samræmi við lagaákvæði þar um. Hann vitnaði til ályktunar Búnað- arþings til rökstuðnings því að með frumvarpi sínu leggur hann til að „að þessu sinni færist einungis helmingur búvörugjalds til Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins, þótt hinsvegar liggi fyrir að ekkert sam- band var á milli álagningar þess i upphafi og þeirrar ákvörðunar, að Stofnlánadeild landbúnaðarins greiddi hluta af ellilífeyri bænda". Frumvarp til breytinga á jarð- ræktarlögum felur í sér að breyta þeim til þess horfs sem var áður en þeim var breytt 1979, en þá vóru heimiiaðar skerðingar á framlögum vegna framkvæmda í jarðrækt. Egill sagði m.a. að upphæð þess fjár, sem verðtrygging jarðræktarlaga átti að gefa, hefði farið stöðugt minnkandi og nú er svo komið, sagði hann, ef miðað er við frumvarp til fjárlaga 1983, að ekki vantar einungis allt það fé, heldur einnig skerðingarféð og að auki 3,48 m. kr., svo unnt sé að standa skil á lögboðnum framlögum til bænda. Þriðja frumvarpið fjallar um Stofnlánadeild landbúnaðarins og hefur áður verið frá því sagt. Fræðsla um ávanaefni í grunnskólum SIGURLAUG BJARNADÓTTIR (S) mælti í gær fyrir frumvarpi sem hún flytur ásamt þingmönnum úr öllum þingflokkum, þess efnis, að • taka skuli upp fræðslu um áhrif á neyzlu áfengis og annarra ávana- og fíkni- efna í öllum grunnskólum landsins. Hún taldi hér um mjög brýnt ákvæði að ræða enda ekki ofmælt að hver einasta fjölskylda í landinu sé nú í meira eða minna mæli tengd eða ofurseld erfiðleikum og hörmungum vegna neyzlu áfengis og annarra fíkniefna. Tónskáldasjóður íslands HALLDÓR BLÖNDAL (S) mælti í gær fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt þingmönnum úr öllum þing- flokkum og einum utan flokka (Vil- mundi Gylfasyni) um Tónskáldasjóð íslands, sem vera skal hliðstæða launasjóðs rithöfunda og efla tón- smíðar, útgáfu tónlistar og kynningu á íslenzkri tónlist. Jarðstrengur til sjónvarpssendinga PÉTUR SIGURÐSSON (S) hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þar sem Landsíma Íslands er falið að kanna kostnað af hagkvæmni þess að leggja fjölrása jarðstreng til sjón- varpssendinga og annarra fjarskipta um þéttbýli og síðar milli lands- hluta. Skal Landsíminn kanna sér- staklega þá áætlun um jarð- strengjavæðingu sem unnið er að í Englandi, hvernig þarlendir hyggj- ast fjármagna framkvæmdir og um kvaðir á slíkri starfsemi. Nýting aukaafurða í fiskiðnaði ALEXANDER STEFÁNSSON og fleiri framsóknarmenn flytja tillögu um skipan nefndar til að „gera út- tekt og tillögur um hvernig hægt sé á sem fljótvirkastan hátt að stór- auka og fullnýta aukaafurðir í fisk- iðnaði hér á landi. Nefndin geri m.a. tillögur um tæknibúnað og tækni um borð í íslenzkum veiðiskipum svo og nauðsynlegar breytingar á fiskverk- unarstöðvum 1 landi til að ná þessu markmiði, enn fremur tillögur um nýjar vinnslustöðvar ef með þarf, t.d. í lífefnaiðnaði. Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins og Fiskifélag Islands skulu vera nefndinni til ráðuneytis". í greinargerð segir að togari sem komi með 150 tonn af fiski að landi hafi fengið 180—190 tonn upp úr sjó. Hafi því 30—40 tonnum verið kastað fyrir borð sem innyflum og úr- gangsfiski í einni veiðiferð. stjórnarandstöðu heldur og stærsta stjórnarflokksins. Þing- flokkur Framsóknar hefur í svarbréfi til Alþýðubandalagsins tekið undir vantraustsorð Guð- mundar G. Þórarinssonar, fv. full- trúa síns í álviðræðunefnd. Það er því ljóst, að ráðherra hefur haldið á málum með svipuðum hætti gagnvart samstarfsflokki og gagn- vart stjórnarandstöðu. Ég hygg því að ljóst sé að tími er til kominn að Alþingi taki mál þetta í sínar hendur, eins og lagt er til í þingsályktunartillögu sjálfstæðismanna. Það er fram komið, að hæstvirt ríkisstjórn hefur ekki starfhæfan þingmeirihluta. Það hefur og kom- ið fram að háttvirtur ráðherra nýtur ekki stuðnings þingmanna er hingað til hafa veitt ríkis- stjórninni stuðning og því er ekki um annað að ræða en Alþingi taki málið í sínar hendur. Á það má og minna, að í samningaviðræðum við Alusuisse er rætt um efnisat- riði sem eðli málsins samkvæmt hljóta að koma til kasta Alþingis. Þar er um löggjafaratriði að ræða, endurskoðun á samningum við Alusuisse og starfrækslu ál- bræðslunnar í Straumsvík. Um það er löggjöf sem Alþingi þess vegna þarf að fjalla um. Þingmenn Alþýöuflokks: Myndbönd í sama eftirlit og kvikmyndir Eiður Guðnason og Kjartan Jó- hannsson, þingmenn Alþýðuflokks, hafa flutt frumvarp til breytinga á lögum um vernd barna og unglinga þess efnis m.a., að skoðunarmenn skuli meta hvort myndbönd sem og kvikmyndir „séu óhæf til sýningar börnum innan 16 ára aldurs“. Um myndbönd segir m.a. í frumvarpinu: „Seljendum eða leigjendum kvikmynda á myndböndum eða myndplötum er óheimilt að leigja börnum innan 16 ára aldurs myndefni, sem haft getur skaðleg áhrif á börn skv. framanskráðu. Jafnframt er óheimilt að selja eða leigja slíkt myndefni til fullorð- inna, nema þeir undirriti yfirlýs- ingu um að þeir ábyrgist að mynd- efnið verði ekki til sýningar fyrir börn. Sé myndefni þannig flokkað er- lendis, að það teljist þar varhuga- vert til sýningar börnum eða svo megi ætla af öðrum ástæðum, er seljendum eða leigjendum mynd- banda og myndplatna skylt að fá fyrirfram úrskurð skoðunar- manna kvikmynda um sýningar- hæfni myndefnisins gagnvart börnum. Ríkisútvarpið annast skoðun kvikmynda sem það sjón- varpar." Tilgangur frumvarpsins er m.a. sagður: • 1. Að marka þá stefnu í lögum, að ekki megi sýna börnum inn- an 16 ára kvikmyndir er ætla má að haft geti skaðleg áhrif á siðferði eða sálarlíf þeirra. • 2. Að slá því föstu, að kvik- myndir á myndböndum og myndplötum skuli háðar kvikmyndaeftirliti eins og aðr- ar kvikmyndir ætlaðar almenn- ingi. • 3. Að kveða skýrt á um að óheimilt sé að leigja eða sýna börnum innan 16 ára myndefni, sem þeim er talið skaðlegt. Fjárlög til annarrar itmræðu í dag: Lánsfjárlög „söltuö“ fram yfir áramót — sem og bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar Gert var ráð fyrir því í gær að frumvarp til fjárlaga kæmi til annarrar umræðu í Sameinuðu þingi í dag, þriðjudag. Þetta var þó háð því aö tækizt að prenta nefndarálit og breytingartillögur, sem verða fjölmargar, bæði frá fjárveitinganefnd sameiginlega og einstökum nefndarmönnum, fyrir þann tíma. Geir Gunnarsson (Abl.), formaöur fjárveitinganefndar, mun væntanlega gera grein fyrir sameiginlegum breytingartillögum sem og breytingartillögum stjórnarliða en Lárus Jónsson (S) og Sighvatur Björgvinsson (A) fyrir nefndarálitum og hugsanlegum breytingartillögum stjórnarandstöðu- flokka. Fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun og frumvarp að láns- fjárlögum 1983, sem fylgja eiga fjárlagafrumvarpi skv. ákvæðum í „Ólafslögum" frá 1979 vóru ekki komin fram í gær, en fjármálaráðherra sagði fyrir skemmstu, að óvíst væri hvort lögð yrðu fram fyrir áramót og útilokað að af- greiða fyrir þann tíma. Bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar vóru ekki komin úr umfjöllunarnefnd fyrri þing- deildar í gær, en þau hafa m.a. að geyma framlengingu ým- issa tímabundinna tekju- stofna fram til mánaðarloka febrúar nk. Hinsvegar rnuri ætlun fjármálaráðherra að leita eftir framlengingu sjúkratryggingargjalds og verðjöfnunargjalds á olíu samhliða fjárlögum. Stefnt mun að því að bráðabirgðalög- in komi til annarrar umræðu í efri deild á morgun, miðviku- dag, en sýnt þykir, að ekki sé stefnt að afgreiðslu þeirra fyr- ir áramót. Ekki mun búið að dagsetja þinghlé fyrir jól. Kunnugir telja þó að síðasti starfsdagur þingsins á árinu verði 22. eða 23. desember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.