Morgunblaðið - 23.01.1983, Side 1
76 SÍÐUR
18. tbl. 70. árg.
SUNNUDAGIJR 23. JANUAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovéskir hermenn í Afganistan:
Brenndu yfir 100
þorpsbúa lifandi
Lundúnum, 22. janúar. Al\
ALDRAÐUR íbúi lítils þorps í Afg-
anistan skýrði frá því í gær, að
hann hefði horft á sovéska her-
menn hella bensíni ofan í jarð-
göng, þar sem 105 þorpsbúar
höfðu leitað skjóls, og leggja eld
Líbanon:
Bandaríkja-
menn sjái um
varðstöðvar
Beirút, 22. janúar. \l\
LÍBANIR hafa samþykkt þá tillögu
Bandaríkjamanna að koma fyrir raf-
eindaeftirlitsstöðvum mönnuðum
Bandaríkjamönnum í fjalllendinu í
miðhluta landsins, þar sem síendur-
teknar skærur á milli hermanna
kristinna hægrimanna og Drúsa
hafa átt sér stað.
ísraelar hafa til þessa séð um
gæslustörf í fjöllunum og vilja
halda þeim áfram. Líta þeir svo á,
að varðstöðvar sínar þar séu viss
þóknun fyrir að draga 25.000
manna herlið sitt frá Líbanon.
Líbanir hafa alfarið hafnað þess-
um sjónarmiðum ísraela og segja
þau brjóta í bága við friðhelgi og
sjálfstæði landsins.
Þá hyggst Líbanonstjórn leggja
á það ríka áherslu, að ísraelar láti
af „einokun sinni á landamæra-
gæslu", eins og það er orðað. Segir
stjórnin, að í skjóli þessa hafil
ísraelar flutt hergögn fyrir 201
milljónir Bandarikjadala inn í
landið í desembermánuði.
Philip G. Habib, sérlegur sendi-
maður Bandaríkjastjórnar í Mið-
austurlöndum, mun að sögn út-
varpsins í Beirút eiga fund með
Hosni Mubarak, Egyptalandsfor-
seta, í Kairó í dag. Þaðan heldur
hann áfram til Saudi-Arabíu áður
en hann snýr aftur til ísrael á
morgun.
að, með þeim afleiðingum að allir,
sem í göngunum voru, létu lífið.
„Ég gat ekki borið kénnsl á lík-
in á eftir, þau voru svo illa farin,"
sagði gamli maðurinn. Gol Mu-
hamed, sem bjó í umræddu þorpi,
Padkwhab-E-Shana, í Logar-
héraði, skammt suðaustur af
Kabúl.
Muhamed er einn sex Afgana
sem tekið hafa sér ferð á hendur
til þriggja Vestur-Evrópuríkja til
að skýra frá fjöldamorðunum,
þeir fara síðan tii Bandaríkjanna
í sömu erindagjörðum. Fjölda-
morð þessi voru framin þann 13.
september, en ekki hefur frést af
þeim fyrr en nú.
Afganirnir sex flúðu frá
heimalandi sínu í nóvember og
segjast ekki munu snúa þangað
aftur á meðan ástandið er eins og
það er nú. A meðal þeirra er
læknanemi, sem heldur því fram,
að hún hafi verið pyntuð á meðan
fjögurra mánaða dvöl hennar í
fangabúðum stóð.
MorRunblaöiö/ KOE.
ÖSLAÐ I ELGNUM
Veðurstofan spáði á hádegi í gær áframhaldi á hlákunni, sem verið hefur að undanförnu. Snjórinn,
eða leifar hans, ætti því að vera á hröðu undanhaldi. Myndin sýnir hvernig umhorfs var á einni af
götum höfuðborgarinnar í gærmorgun og er vafalítið ekkert einsdæmi.
Komu gervihnattarins Cos-
mos í gufuhvolfið spáð í nótt
Washington, 22. janúar. AP.
BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið hefur tilkynnt að bilaði sov-
éski kjarnorkugervihnötturinn ('osmos 1042 muni koma inn í gufu-
hvolfið á sunnudaginn. Hann mun brenna upp, en hugsanlegt er að
geislavirkt brak úr honum nái jörðu. Sovétmenn hafa einnig spáð
komu Cosmos á sunnudaginn, „sennilega yfir Arabíuflóa,“ segir
Tass. Tass gerir einnig háðulega grein fyrir hræðslu Bandaríkja-
manna við hugsanlegri geislavirkni og segir líklegast að Cosmos
brenni allur upp til agna. Og nái eitthvað af geislavirkum efnum
jörðu, myndi ekki vera um hættulegt magn að ræða.
Ovenjuleg fæðing á sjúkrahúsi í Southampton:
Barn numið úr látinni
móður með keisaraskurði
Soulhamplon, 22. janúar. Al\
L/EKNAR á borgarspítalanum í Southampton námu lifandi barn úr
móöurkviði í gær, tveimur sólarhringum eftir að móðirin lést. Banamein
hennar var hjartaslag og átti hún 11 vikur eftir af meðgöngutímanum.
Barnið var tekið með keisara-
skurði, en líffærastarfsemi móð-
urinnar var haldið gangandi með
ýmsum tólum og tækjum uns að-
gerðin fór fram. Phillip Hick-
mott hafði þrábeðið læknana að
reyna að bjarga barninu þrátt
fyrir hættuna á því að það væri
líkamlega eða andlega vangefið.
„Við ræddum það fyrir löngu
síðan, hvað til bragðs skyldi taka
ef Susan yrði alvarlega veik á
meðan á meðgöngu stæði. Við
vorum sammála um að bjarga
lífi Susan ef þess væri kostur, en
hún tók það loforð af mér, að ef
hún yrði dauðvona, yrði að fjar-
lægja barnið og reyna að bjarga
því. Ég gerði því aðeins það sem
hún bað um. Okkur óraði ekki
fyrir því er við ræddum þetta að
eitthvað myndi í raun gerast. Ég
vildi ekki ganga í gegn um svona
lífsreynslu á nýjan leik, en ég
hef þó Michael litla. Það virðist
vera ailt í lagi með hann og
læknarnir segja Iíðan hans eftir
atvikum góða,“ sagði Hickmott
við fréttamenn í gær.
Læknar Southampton-sjúkra-
hússins hafa sagt að allt of
snemmt sé að spá um framtíð
Michaels litla. Hann var aðeins
1,06 kílógrömm við fæðingu og
var strax settur í öndunarkassa
þar sem hann verður um sinn.
Hafa þeir sagt að Michael þurfi
að vera minnst 3 mánuði á
sjúkrahúsinu undir eftirliti.
Ogerlegt sé einnig að sjá á þessu
stigi hvort hann er vangefinn
eða ekki. Stephen Campion, yfir-
læknir á sjúkrahúsinu sagði
jafnframt, að svona aðgerðir,
eins og gerð var á hinni tvítugu
Susan, væru afar sjaldgæfar.
Bandaríkjamenn hafa mik-
inn viðbúnað vegna komu
Cosmos og sérþjálfaðar sveitir
sérfræðinga um kjarnorku eru
til taks. Lendi Cosmos ekki í
Sovétríkjunum munu Banda-
ríkjamenn fara á vettvang og
koma höndum yfir það geisla-
virka brak sem kann að finn-
ast. Henry Catto, talsmaður
varnarmálaráðuneytisins
sagði að ef Cosmos brynni ekki
upp til agna væru 70 prósent
líkur á því að brak hans myndi
hafna í hafi, „sem væri besta
lausnin," segir Catto. Hann
sagði einnig að 15 prósent lík- |
ur væru á því að brakið myndi
koma niður í Sovétríkjunum, 3
prósent að Kúba fengi send-
inguna og 2 prósent líkur á
Bandaríkjunum og/eða
Kanada. Við vitum ekki nú
hvar Cosmos kemur inn í
hjúpinn, en svona sex klukku-
stundum áður ættum við gera
okkur góða grein fyrir því,“
sagði Catto.
Sovétmenn hafa aðskilið
eldsneytisbirgðir Cosmos frá
aðalhluta hans og koma elds-
neytisgeymarnir í humátt á
eftir aðalhlutanum. Þó er talið
að geymarnir komi ekki inn í
lofthjúpinn fyrr en í miðjum
febrúar og mestar líkur eru á
því að þeir brenni til agna og
valdi ekki vandræðum. Hafa
bæði Bandaríkjamenn og Sov-
étmenn lýst þeirri skoðun.
Viðbúnaður Bandaríkjamanna
er ekki að ástæðulausu. Svipað
gervitungl dreifði geislavirk-
um brotum yfir svæði í
Kanada fyrir fimm árum og
var virknin svo mikil að sér-
stakan búnað þurfti til að
nálgast brotin.
E1 Salvador:
Enn haröir
bardagar
San Salvador, El Salvador, 22. janúar. Al\
STOHSÓKN stjórnarhcrs El Salvador
gegn skæruliðum hefur haldið áfram i
norðurhluta landsins og hafa 5.000
hermenn setið um skæruliöavígi.
Harðir bardagar hafa geisað og
mannfall verið umtalsvert þó fregnir
af slíku hafi verið frekar stopular. A
fóstudaginn féllu þar 8 stjórnarher-
menn og 14 skæruliðar.
Annars staðar í E1 Salvador hafa
skæruliðar gert ýmsar skráveifur.
Til dæmis sprengdu þeir í loft upp
háspennulínur og rafstöðvar í aust-
urhluta landsins með þeim árangri,
að næstum hálft landið varð raf-
magnslaust og vatnslaust í margar
klukkustundir. Þá réðust skærulið-
ar á herflokk sem stóð vörð um
járnbrautarbrúarstæði í San
Miguel-héraði. Hröktu skærulið-
arnir stjórnarhermennina á flótta
og sprengdu síðan brúna í loft upp.
Samgöngutruflun varð talsverð af
þessum sökum.