Morgunblaðið - 23.01.1983, Side 18

Morgunblaðið - 23.01.1983, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 Hans G. Andersen sendiherra var ungur ráðinn til starfa í stjórn- arráðinu og honum voru strax falin vanda- söm verkefni: Að gera úttekt á þjóðréttarlegri stöðu í landhelgismál- inu og leggja drög að stefnu Islands í þessum mikilvæga málaflokki. Niðurstaðan lá fyrir í ársbyrjun 1948 — greinargerð og laga- frumvarp um vísinda- lega verndun fiskimiða landgrunnsins. I samtali við Morgunblaðið stikl- ar Hans á stóru um þróun hafréttar síðan. Landgrunnslögin mótuóu stíórnlist í landhelgismálinu Sagnfræðingar, stjórnmálafræð- ingar, lögfræðingar, alþjóðafræð- ingar og alls kyns aðrir fræðingar eiga eftir að rýna í skjölin er varða stefnu íslands í landhelgismálum og deil- urnar við aðrar þjóðir vegna útfærslnanna fjögurra 1952 (grunnlína dregin umhverfis landið frá ystu annesjum, eyjum og skerj- um og þvert yfir mynni flóa og fjarða, en síðan sjálf markalínan 4 mílum utar), 1958 (12 mílur), 1972 (50 mílur) og 1975 (200 mílur) og vegna baráttu íslendinga fyrir því á alþjóðavettvangi að yfirráðaréttur strandríkja yrði viðurkenndur með al- þjóðalögum. Hvort tveggja fór saman hjá okkur Islendingum og var stjórnlistin í raun ákveðin með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins frá 1948. í greinargerð laganna, sem hér eftir verða nefnd landgrunnslögin eins og jafn- an manna á meðal, stóð þetta: „í fáum orðum eru heildarniðurstöðurn- ar þessar: Tvær meginstefnur eru uppi í heiminum varðandi rétt ríkja til þess að setja friðunarákvæði undan ströndum sín- um. Annars vegar stefna Bretlands og ann- arra ríkja, sem meiri hagsmuna hafa að gæta í sambandi við fiskveiðar undan ann- arra ríkja ströndum; samkvæmt henni hefur ríki aðeins slíkan rétt innan 3 mílna beltisins næst ströndum (eða a.m.k. ekki lengra frá ströndum en það hefur beitt slíkum yfirráðum í mjög langan tíma). Flest eða öll þau ríki, sem hagsmuna hafa að gæta við Islandsstrendur myndu vafa- laust halda fram þessari stefnu gegn öllum tilraunum íslands til einhliða ráðstafana. Þau ríki vilja, að ísland gerist aðili að möskvastærðarsamningnum frá 1946 og viðurkenni m.a. þannig að samningaleiðin sé sú eina rétta í slíkum málum. E.t.v. myndu þau ríki fáanleg til að gera nokkru víðtækari samninga á þessu sviði. Hins vegar er stefna þeirra strandríkja, sem helst vilja búa að sínum eigin miðum; sam- kvæmt henni hefur strandríkið rétt til þess að ákveða nauðsynlegar friðunarráð- stafanir innan sanngjarnrar fjarlægðar frá ströndum. Fyrri stefnan hefur lengst af verið talin sú rétta að þjóðarétti, en segja má þó að hún sé ekki eins föst í sessi nú og áður. Verður því ekki með vissu sagt hvort alþjóðadómstóll myndi staðfesta hana, ef til kæmi og má telja að mjög miklar líkur séu fyrir því að sanngjarnar einhliða ráðstafanir myndu taldar lögleg- ar. Það er litlum vafa bundið, að síðar- nefnda stefnan er réttari stefna fyrir ís- land að öðru jöfnu. Samkvæmt henni væri ísland sjálft talið dómarinn um það, hvaða ráðstafanir skuli gerðar og er sjáanlega megin munur á því og hinu að úrskurður- inn sé á valdi þeirra þjóða, sem fúsar eru til að fórna sinum eigin fiskimiðum til þess að tryggja sér frjálsræði á öðrum miðum. Hitt er jafn ljóst, að hlutaðeigandi þjóðir myndu berjast kröfuglega á móti tilraunum íslands til að ganga í lið með fylgismönnum hinnan stefnunnar. Má þá ekki loka augunum fyrir því, að vel gæti komið til mála, að viðkomandi þjóðir myndu ekki einungis neita með öllu að við- urkenna hinar íslensku ráðstafanir, heldur jafnvel myndu beita hefndarráðstöfunum, t.d. neita að styðja friðun Faxaflóa og draga úr viðskiptum við ísland. Aðal sjónarmiðið ætti að vera að reyna að ná sem mestum árangri með sem minnstum árekstrum. Sýnist þá réttast að fara varlega af stað, en þó með einhliða ráðstafanir í huga — ráðstafanir, sem byggðar væru á ýtrustu sanngirni og vís- indalegum staðreyndum. Tvenns konar leiðir yrðu farnar, annars vegar einhliða lagasetning og hins vegar viðræður við hlutaðeigandi ríki. Hvort tveggja yrði á byrjunarstiginu að vera á sem allra breið- ustum grundvelli, þannig að óljóst væri, hversu langt Island ætlaði sér að ganga, en opnum Ieiðum væri haldið í báðar áttir, bæði til þess að sækja á eða láta nokkuð undan síga eftir atvikum. Megin sjónar- miðin yrðu að vera þannig orðuð, að byggt væri sem allra mest á sanngirni og með það i huga, að til þess gæti komið, að ráðstafanirnar yrðu lagðar fyrir þriðja að- ila til úrskurðar, t.d. alþjóðadömstólinn. Á byrjunarstiginu væri því nauðsynlegt að gera ráð fyrir því að þær ráðstafanir, sem gerðar yrðu myndu byggjast á vísinda- legum staðreyndum og væru óumflýjan- legar til þess að koma í veg fyrir óbætan- legt tjón. Gæti farið svo að óhjákvæmilegt yrði að ráðstafanirnar myndu beinast jafnt að íslendingum sem erlendum mönn- um. Jafnframt yrði svo að gæta þess vand- lega að gefa engar yfirlýsingar, sem orðið gætu til þess, að ekki væri hægt að auka kröfurnar síðar meir.“ Allir þeir sem um landhelgismál íslend- inga fjalla verða að hafa þá grundvallar- hugsun til hliðsjónar sem hér kemur fram og var forsenda landrgunnslaganna frá 1948 en á þeim byggðust allar síðari að- gerðir íslenskra stjórnvalda. Höfundurinn var aðeins 28 ára gamall lögfræðingur, sem skipaður hafði verið þjóðréttarfræð- ingur utanríkisráðuneytísins haustið 1946 og hefur verið ráðunautur ríkisstjórnar- innar um landhelgismál frá 1947, Hans G. Andersen, sem nú er sendiherra Islands í Washington. „Hafréttarmálin hafa þó allt- af verið einskonar „hobby" hjá mér í ráðu- neytinu og það var verst hvað ég gat stuðst lítið við handbækur þegar ég samdi lögin og greinargerðina," sagði Hans þegar ég ræddi við hann á dögunum í tilefni þess, að nú hefur hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna verið undirritaður og þar með náðst sá tvíþætti árangur sem var mark- mið landrunnslaganna — sem víðtækust lögsaga íslendinga á grundvelli alþjóða- laga. Eins og hin tilvitnuðu orð úr greinar- gerðinni gefa til kynna, er Hans G. And- ersen ekki orðmargur maður. Hann sagð- ist í bili vera búinn að fá sig fullsaddan af hafréttarmálum og þegar ég bað hann að rifja upp það sem sér væri minnisstæðast til dæmis úr deilunum við Breta og aðrar þjóðir sagði hann: „Við skulum nú ekki fara að vekja upp gamla drauga." En lík- lega mun það fátítt að menn geti séð hugmyndir sínar rætast með sama hætti og Hans G. Andersen, ekki síst þegar til þess er litið að þær ná til allra þjóða heims og snerta aldalangar deilur um yfirráð og sókn í mikilvægar auðlindir. — Sagt hefur verið í nýlegri bók, að land- grunnslögin hafi ekki verið frumleg, af því að Tniman, Bandaríkjaforseti, hafi lýst svipuð- um sjónarmiðum þegar árið 1945. Hvað segir þú um þá fullyrðingu? „Þegar frumvarpið var samið,“ sagði Hans G. Andersen „var staðan sú, að Truman hafði gefið tvær yfirlýsingar. Önnur var um að strandríki ætti land- grunnið og hin um fiskveiðar. I yfirlýsing- unni um fiskveiðarnar fólst, að strandríki gæti sett reglur um fiskveiðar á úthafinu utan landhelgi, en á þeim svæðum þar sem aðrar þjóðir hefðu stundað fiskveiðar ætti að setja reglur með samningum við þær. Þá lá einnig fyrir, að sum ríki Suður- Ameríku höfðu fært landhelgi sína í 200 sjómílur. Það sem gert var með land- grunnslögunum var að greina á milli eig- inlegrar landhelgi og efnhagslögsögu. Þetta eru tvö höfuðatriði: Að hafna stefnu Suður-Ameríkuríkjanna annars vegar og leggja áherslu á einhliða rétt strandríkis til útfærslu hins vegar sem stangast á við yfirlýsingu Trumans um samningsskyldu við aðrar þjóðir. Það er þess vegna út í hött og algjör grundvallarmisskilningur að lögin séu ekki frumleg. Hið rétta er að með landgrunnslögunum frá 1948 var stefnt að efnahagslögsögu utan landhelgi sem þá var algert nýmæli, en sú stefna varð endanlega ofan á í hafréttarsáttmál- anum, þar sem staðfest er 12 mílna land- helgi og 200 mílna efnahagslögsaga. Það er mergur málsins sem öll barátta íslendinga var byggð á og leiddi að lokum til fullnaðarsigurs. Sú barátta stóð að vísu yfir í meira en 30 ár, en það er ekki langur tími í sögu þjóðar." — Hver var aðdragandi þess, að íslend- ingar beittu sér fyrir því á vettvangi Samein- uðu þjóðanna, að tekið var til við að semja þar reglur um hafréttarmál? „Þjóðréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna var stofnuð 1947 og var henni ætlað það hlutverk að rannsaka reglur þjóðaréttar og stuðla að þróun og skráningu þeirra. I 6. nefnd SÞ lá fyrir tillaga um þrjú forgangs- verkefni þjóðréttarnefndarinnar að fjalla um millirikjasamninga, gerðardóms- ákvæði og reglur um úthafið. Þar sá ég leik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.