Morgunblaðið - 23.01.1983, Side 44

Morgunblaðið - 23.01.1983, Side 44
^^\skriftar- síminn er 830 33 iíifi0MOTlííto^lÍíj> .^fglýsinga- síminn er 2 24 80 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 Innbrot í ísbjörninn: Bíldudalur: Tugum þúsunda stolið og miklar skemmdir unnar TUGIIM þúsunda króna í reiðufé var stolió hjá ísbirninum hf. við Norðurgarð í Keykjavík aðfaranótt laugardags, og gífurlegar skemmdir unnar, samkvæmt upplvsingum er blaðamaður Morgunblaðsins fékk í gær hjá miðborgarstöð lögreglunnar í Keykjavík. Tveir menn voru að verki, og náðust þeir á laugardags- morgun, þar sem þeir munu hafa verið heima hjá öðrum þeirra. Hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins fengust þær upplýsingar að mennirnir sætu inni og væri unnið að rannsókn málsins. 1 gær var ekki ljóst hve mikið tjón innbrots- þjófarnir höfðu unnið á innan- stokksmunum og húsakynnum ís- bjarnarins, né heldur hvort allt þýfið væri komið fram. Mennirnir tveir munu áður hafa komið við sögu hjá lögreglunni. Snjóflóð féll á tvö fjárhús MIKIÐ snjóflóð féll úr svokölluðu Kúðagili ofan Bildudals rétt fyrir há- degið í gær. Féll það á tvö fjárhús og voru þar um 60 kindur. Ekki er Ijóst hve mikið af þeim hefur drepizt. Flóðið náði ekki niður að byggðinni og engin slys urðu á mönnum. Að sögn Páls Hannessonar, fréttaritara Morgunblaðsins, var þetta mikið flóð, en ekki var ljóst hve stórt það var eða hve mikið af kindum hafði drepist. Þegar Mbl. hafði samband við hann skömmu eftir klukkan 12 var verið að hefja björgunarstarf og ljóst var að eitthvað af kindunum hafði bjarg- azt. Þá féllu að sögn Páls nokkur minni snjóflóð innarlega í bænum í gærkvöldi, ofan við Dalbraut 16 til 46, en þau ollu engu tjóni. Þó var fólk flutt úr fjórum húsum til öryggis. Snjóflóðið, sem féll í gærmorg- un tók með sér fjóra raflínustaura og rauf þar með rafstrauminn frá Mjólkárvirkjun, en rafmagn er nú fengið frá dísilrafstöð. Spennistöð, sem stendur neðan Búðagils, skemmdist hins vegar ekki. Byggðasjóður: Framlag ríkisins hefur aldrei ver- ið minna að raungildi síðan 1972 Harma að framlagið skuli ekki vera meira, segir Stefán Guðmundsson, varaformaður stjórnar Framkvæmdastofnunar STAÐA Byggðasjóðs er nú fremur slæm og hefur framlag rikisins til hans ekki verið lægra að raungildi síðan 1972, miðað við verðlag árs- ins 1982 og byggingarvísitölu. Stef- án Guðmundsson, alþingismaður og varaformaður stjórnar Fram- kvæmdastofnunar, sagði i samtali við Morgunblaðið, að hann harm- aði að framlagið skyldi ekki vera meira, en hann vonaði að Byggða- sjóður gæti áfram þjónað hlutverki sínu eins og hann hefði vissulega gert. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er framlag ríkis- ins til Byggðasjóðs nú tæpar 70 milljónir króna. Sé litið á fram- lagið frá árinu 1972 og það reikn- að til verðlags ársins 1982, miðað við byggingarvísitölu, kemur í ljós að framlagið nemur rétt rúmum 44 milljónum. 1972 og 1973 var það rúmar 48 milljónir en fór síðan ört vaxandi og varð mest 1977 eða tæpar 130 milljón- ir. Síðan hefur það farið minnk- andi og er nú eins og áður sagði lægst eða 44 milljónir króna. „Framlag er ekki sama og ráð- stöfunarfé, það er meira en framlagið. Samkvæmt lögum segir að ráðstöfunarfé skuli vera um 2% af útgjaldalið fjárlaga, en því nær það ekki nú. Það er rétt að þetta er lægra en áður. Auk framlags ríkisins eru tekjur sjóðsins eigið fé, lántökur og tekjur af lánveitingum. En eins og fram kemur í þessum tölum er bolmagn sjóðsins til lánveitinga takmarkað. Sjóðurinn mun samt sem áður reyna að standa við hlutverk sitt. Eins og fram hefur komið mun hluti gengismunar, 50% til 60% fara í gegnum sjóð- inn til lányeitinga fiskvinnslu- fyrirtækja. í bréfi frá ríkisstjór- inni þar að lútandi er að vísu tek- ið fram að ríkissjóður muni beita sér fyrir framlagi, sem nemur þessari upphæð, en ekki sagt hvaðan það muni koma. Þegar eru hafnar lánveitingar á þeim vettvangi og fleiri mál á döfinni," sagði Stefán . 10 mvtra brvitt skarú í vvqinn austan llcllu \ ejjaskemmdirnar miklu austan vió llellu á Kant'árvöllum í gji-r. Vatnavextir grófu undan veginum og mikil malbikshella féll nióur. ru(;ir bíla bióu betíiya vegna skemmdanna. sem VegKgeró ríkisins var art lagfæra sírtdeyis í t»ær. MorijunblaAið H.W NOKKKAK vegaskemmdir uröu í fyrrinótt vegna vatnsvertursins og flóóa sem af því leiddi, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá vegaeftirlitinu í gærmorgun. Skammt fyrir austan Hellu skemmdist þjóðvegurinn mikið þegar hann rofnaði við brúna yf- ir Gaddstaðasíki. Þar myndaðist 10 metra breitt skarð í veginn, þegar síkið flæddi yfir hann, en farvegurinn undir brúnni stífl- aðist af krapi og klaka. Víðast hvar á landinu voru gífurlegir vatnavextir og ár og lækir flæddu yfir vegi og sums staðar lónaði vatnið yfir ak- brautirnár. Norðurá lónaði upp á veginn við Hreimstaði í Norður- árdal í gær og var vegurinn ófær af þeim sökum. Ekki var kunn- ugt um fleiri lokaða vegi, en Dalsá í V-Húnavatnssýslu flæddi yfir veginn, þó var fært þar þegar síðast fréttist. Þá rann Viðimýrará í Skagafirði yfir veginn og var víðar sömu sögu að segja, að sögn vegaeftirlitsins. Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svarað um áfeng- ismál og aðra vímugjafa Hringið í síma 10100 frá mánudegi til föstudags, kl. 10—11 ÁFENGISMÁL og vandamál af völdum annarra vímuefna hafa mjög verirt til umrærtu á undan- fornum misserum, Morgunblaðirt mun á næstu dögum og vikum gefa lesendum sínum kost á að bera fram fyrirspurnir um áfengismál og önnur vimuefni og mun Morg- unhlaðið sírtan afla svara virt þeim spurningum og birta spurningar og svör í blartinu. Samtökin SÁÁ hafa tekirt að sér að afla þessara svara frá sérfrórtum artilum. Lesendur Morgunblaðsins geta borið fram fyrirspurnir um hvað eina sem tengist þessum málefnum, hvort sem um er að ræða viðbrögð við aðsteðjandi vanda, fyrirbyggjandi aðgerðir eða annað, sem fyrirspyrjandi hefur áhuga á að fá upplýsingar um. Þeir, sem vilja bera fram fyrirspurnir, eru beðnir um að hringja í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og verða þá fyrirspurnir þeirra teknar niður og birtast ásamt svari nokkrum dögum síðar. Æskilegt er, að fyrirspurnir séu bornar fram undir fullu nafni, en það er þó ekki skilyrði. Morg- unblaðið væntir þess, að þessi þjónusta geti stuðlað að aukinni fræðslu um áfengismál og aðra vímugjafa. 80 svín drápust (Jrænhóli, 22. janúar. UM 80 svín drápust í svínabúi Benny Jensens á Lóni rétt utan Akureyrar í morgun. Mikil krapa- stífla myndaðist í Lóninu rétt við bæinn og fyllti svínahúsið á mjög skömmum tíma og króknuðu svín- in úr kulda og enn er líklegt art fleiri drepist. Það var upp úr klukkan 10 í morgun að þessi stífla myndað- ist og vegna skafla og ísalaga myndaðist fyrirstaða neðan við búið með þeim afleiðingum að dældin, sem svínahúsið stóð í, fylltist. Erfiðlega gekk að ná í aðstoð og það var ekki fyrr en um klukkan 12 að náðist í gröfu til að ræsa stífluna fram. Benny Jensen hefur verið með stórt svínabú þarna um nokkurra ára skeið, en nú voru tiltölulega fá svín í húsinu enda jólin nýaf- staðin. Alls hafa verið nokkuð á annað hundrað svína í húsinu og hefur meirihluti þeirra drepizt. Er hér um tilfinnanlegt tjón fyrir eigandann að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.