Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 Söngskólinn í Revkjavík 10 ára: Haldið upp á afinælið með fjölbreyttum óperutónleikum KLUKKAN þrjú á morgun, sunnu- daginn 30. janúar, stendur Söng- skólinn í Reykjavík fyrir óperutón- leikum í Gamla bíói. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni 10 ára afmælis söngskólans, en auk þess mun skól- inn halda upp á afmæli sitt meö Ijóðatónleikum í apríl og standa fyrir flutningi á Requium eftir Verdi í júní. Söngskólinn í Reykjavík var stofnsettur að hausti til árið 1973. Það var Garðar Cortes, skóla- stjóri Söngskólans sem stofnaði skólann og rak hann til að byrja með í leiguhúsnæði að Laufásvegi 8. Árið 1978 var ráðist í húsakaup að Hverfisgötu 45, þar sem skól- inn er nú til húsa, og var þá stofn- að styrktarfélag sem síðan hefur rekið skólann sem sjálfseignar- stofnun. Á þeim 10 árum sem skólinn hefur starfað hafa 29 lokið VIII. stigi, sem er lokapróf úr almennri deild, skólinn hefur útskrifað 2 einsöngvara og 6 einsöngskenn- ara. Við Söngskólann í Reykjavík starfa nú yfir 20 kennarar, en nemendur í vetur eru 120. Á tónleikunum á morgun koma fram 11 einsöngvarar úr Söng- skólanum, ýmist í námi eða út- skrifaðir, ásamt kór skólans og félögum úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Stjórnandi er Marck Tardue, sem hér er staddur á veg- um Islensku óperunnar og stjórn- ar sýningum á Töfraflautunni um þessar mundir. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins litu inn á æfingu hjá einsöngvurunum í Gamla bíó á fimmtudaginn, stilltu söngfólk- inu upp við vegg, baunuðu spurn- ingum í allar áttir og smelltu af myndum. Meðal einsöngvaranna eru hjónaleysin Elín Osk Óskarsdótt- ir og Kjartan Ólafsson. Þau eru við nám í Söngskólanum, Elín er á sínum fjórða vetri, en Kjartan hefur verið viðloðandi skólann í 8 ár. Bæði eru þau utan af landi, Elín er frá Hvolsvelli, en Kjartan er Fáskrúðsfirðingur. „En við höf- um komið okkur fyrir í höfuð- borginni núna“, sögðu þau, „enda þýðir lítið að vera við nám í Reykjavík og búa úti á landi". Það þarf ekki að efast um að mikið er sungið og spilað á heim- ilinu því. Elín er 21 árs gömul og hún segist hafa byrjað að syngja „óeðlilega" mikið strax í barn- æsku. Söngurinn er mitt líf og yndi „Já, ég fór snemma að gefa frá mér hljóð og gaf heimilisfólkinu engin grið. Og 12 ára gömul er ég farin að syngja í kórum af fullum krafti. Söngurinn hefur alla tíð verið mitt líf og yndi og ég var alltaf harðákveðin í því að verða söngkona. Fyrir fjórum árum byrjaði ég svo í Söngskólanum hjá Þuríði Pálsdóttur og stefni að því að ljúka 8. stigi í vor. Hvað tekur við eftir að því er lokið er ekki alveg ljóst. Ánnað hvort held ég áfram í Söngskólanum og fer í kennaradeildina, eða fer til út- landa í frekara söngnám. Ég hlakka reglulega til tónleik- anna á sunnudaginn, og er alveg laus við það að vera kvíðin þótt ég hafi svo sem ekki mikla reynslu af því að syngja á sviði. En mér finnst svo gaman að syngja að ég hreinlega má ekki vera að því að vera taugaóstyrk." Söngæfing í Gamla bíói undir stjórn Marck Tardue. Frá vinstri: Eiríkur Hreinn Helgason, Árni Sighvatsson, Guömundur Þ. Gíslason, Kjartan Ölafsson, Sigrún Andrésdóttir, Elísabet Eiríksdóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Katrín Siguröardóttir og Asrún Davíðsdóttir. Á myndina vantar einn einsöngvarann, Hrönn Hafliðadóttur. Morgunblaóið/KÖE Tvær markverðar listsýningar Myndlist Bragi Ásgeirsson Slæm veðrátta hefur gert það að verkum að frekar dræm að- sókn hefur verið að listsýning- um almennt. Vil ég því sérstak- lega minna á tvær merkar sýn- ingar er renna sitt skeið nú um helgina og eru það „Norræna vefjarlistarsýningin“ á Kjarvals- stöðum og sýningin „Við erum á leiðinni“ í Norræna húsinu. Síðasttalda sýningin var sett upp á ný eftir að tveir ungir Norðmenn höfðu óvænt tekið niður sýningu sína á 100 ljós- myndum. Um báðar þessar sýn- ingar hefur verið fjallað hér í blaðinu og er það ekki meining- in að skrifa hér langt mál um þær heldur þykir mér brýnt að vekja athygli á tilvist þeirra með stuttri rispu. Á sýningunni á Kjarvals- stöðum sem er í öllu húsinu eru 86 verk en þetta er í þriðja skiptið sem þær vefjarlistar- konur eru á ferðinni með þríær- ing sinn. Vera má að konurnar hafi fundir upp farsælasta formið um almenna listkynn- ingu á Norðurlöndum, því að þetta er hagkvæm lausn til kynningar á list Norðurlanda innbyrðis en slíka kynningu vantar fullkomlega á sviði mál- ara-, teikni- og höggmynda- listar. Hinar stóru sýningar Norræna myndlistarsambands- ins voru t.d. of þunglamalegar og gistu að auki einungis hvert land fyrir sig á 10 ára fresti. Það gekk enda ekki. Fyrirtæki sem þetta eru afskaplega um- fangsmikil og þurfa gífurlegan undirbúning ef vel á að takast auk þess sem kostnaðurinn fer upp úr öllu valdi, — þarf því góða aðsókn og tekjur til þess að halda því gangandi. Uppi eru jafnvel svartsýnisraddir um að þetta kunni að verða síðasti þrí- æringurinn og væri mjög miður ef rétt yrði. Það skal viðurkennt, að þrátt fyrir að margt sé um góða hluti á sýningunni hefur hún valdið mörgum töluverðum heilabrot- um. Menn fá einfaldlega ekki séð að öll verkin komi véfjarlist beint við, sum eru meir í ætt við samklippur, sýniljóð, skúlptúr, konsept- og málaralist og er ekki gott að átta sig á hvert stefnir í listgreininni. Máski vilja menn útvíkka hugtakið „Textíl", en það verður þá að gerast innan ákveðinna marka. Annars væri það t.d. jafn rétt- lætanlegt, að sýna málverk með grafískum eigindum á hinum stóru alþjóðlegu grafík-sýning- um! Sá er hér ritar er einlægur aðdáandi svipmikillar vefjar- listar og þess sem er að gerast í þeirri listgrein en honum finnst einhvernveginn að það þurfi jafnaðarlega vef eða dúk til. Af 590 innsendum verkum voru 82 valin til sýningar auk eins eftir hvern meðlim dóm- nefndar. Athygli vekur hve hlutur íslendinga er lítill á al- mennu sýningunni en hér bætir nokkuð upp sér sýning á „mini-textiT. Svíar sendu inn langflestar myndir en minna en 10 prósent þeirra hlutu náð fyrir augum dómnefndar, hefur það vakið upp getgátur um að fúskið og meðalmennskan blómstri mest á þeim slóðum í augnablikinu. Annars var mér sagt, að löndunum væri skammtaður ákveðinn kvóti og krossbrá mér við þær upplýs- ingar. Samkvæmt líkum hugs- unarhætti ættu t.d. Kínverjar að fá flest Nóbelsverðlaun, Indverjar kæmu næst o.s.frv. Islendingar hefðu þá máski von árið 5000 ... Annar blettur á sýningunni er illa prentuð sýn- ingarskrá, — hér þurfa myndir að vera í lit. Það er nauðsynlegt að þessi sýning hljóti töluverða aðsókn þessa síðustu daga hennar og ýmsir virðast hafa hér mikinn áhuga á málum því þeir komu skíðandi á vettvang í upphafi hennar og hef ég ekki orðið vitni að slíku áður. Fyrirtækinu óska ég velgengni og langlífis. Sýningin „Við erum á leið- inni“ hefur verið vel kynnt í fjölmiðlum og er því nákvæm kynning óþörf en rétt að minna á hana. Þótti mér annars merkilegt að sjónvarpið skyldi einungis gera sýningunni skil í barnatímanum en ekki í „Glugganum", því að sýningin á ekki síður erindi til fullorðinna en barna. Hún kynnir okkur einmitt viðhorf unglinga til lífs- ins í margbreytilegri mynd og er öllum hollt að lifa sig um stund inn í heim þeirra. Á þeirri sýningu er hlutfall þjóðanna svipað að mér virtist hvað myndafjölda snerti og komast íslendingar prýðilega frá sínu, — eru í engu eftirbátar grann- þjóðanna. Og svo er að klæðast skjól- flíkum og drífa sig á þessar ágætu sýningar. Verk eftir Britta Marakatt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.