Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 25 TIERÐKYNNING »•. Q Merðiagssiofnunar O INNKAUPA KARFAN Tafla 1: Algengar matvörur (etcki miðai við vörumerki) Landbunaðarvörur Nymjolk 1 Itr. Jógurt meö ávöxtum 180 gr. Smjör 250 gr. Algengur brauöostur 26% 1 kg. Dilkakjöt laeri 1 kg. Nautagullas 1 kg. Nautahakk 1 kg. Kjötfara 1 kg. Kjuklingar 1 kg. Reykt medisterpylsa 1 kg. Svinaskinka aneidd 100 gr. Egg 1 kg. Kartöflur 1 kg. Tómatar 1 kg. Hvitkil verft pr. haus Flskur Ný yauflök fryst, tilbuin A pönnuna 1 kg. Braud og kökur Heilhveitibrauft lorm ósneitt 1 kg. Heilhveitibrauð form sneitt 1 kg. 3ja koma brauð ósneitt 1 kg. Franskbrauft form osneitt 1 kg. Franskbrauft form sneitt t kg. Rulluterta Ijós Korn og sykur Hveitl 1 kg. Sykur 1 kg. Ávextlr Epli 1 kg. Appelsinur 1 kg. Drykkjan/örur Kaffl 250 gr. poki Hreinn appelsinusafi V« Itr. Appelsin 25 cl. Sítrón 25 Cl. Aðrar matvörur Eva minarin 250 gr. Palmin 500 gr. Borftsmjörliki 500 gr. Pakkais vanillu 1 Hr. 1) Nysjélenskt kindakjöt. Reykjavik Kaupmannahöfn Mismunur i % 9.70 10.45 27.50 96.75 77.75 197.75 121.55 48.80 122.55 108.15 31.80 57.80 6.50 93.20 34.05 18.00 28.10 37.00 17.70 27.50 27.65 12.40 11.55 28.00 28.45 19.95 9.20 5.50 4.70 13.20 21.80 12.05 30.40 9.65 4.15 17.65 100.05 128.85" 153.75 92.30 47.45 51.00 69.20 21.40 37.20 7.55 48.70 12.85 31.75 34.00 27.60 25.80 28.50 20.35 10.75 24.35 18.75 20.75 35.70 5.20 5.55 5.50 4.95 17.75 885 23.70 -1.5% 151.8% 55.8% -3.3% -39.7% 28.6% 31.7% 2.8% 140.3% 56.3% 48.6% 55.4% -13.9% 91.4% 165.0% -43.3% -17.4% 34.1% -31.4% -3.5% 35.9% 15.3% - 52.6% 49.3% 37.1% 44.1% 76.9% -0.9% 14.5% 166.7% 22.8% 36.2% 28.3% Tafla 2: Vörur framleiddar í Danmörku Korn og sykur Ota sólgrjón 475 gr. Kellogg s corn flakes 500 gr. poki Drykkjarvörur Gevalia kaffi röd vacumpakkaft 500 gr. Don Pedro kaffi röd mellemristed 500 gr. Nesquick 400 gr Niðursuðuvörur Fenger rauftkal 1100 gr. Beavais rauftkal 600 gr. Fenger rauftbeftur 1075 gr. Limfjords muslinger naturel 100 gr. Efnagerðarvörur Skælskor jarftarberiasulta 425 gr Fenger jarftarberjasulta 400 gr. Bahnckes taffel sinnep 250 gr. UG Pölsemandens sinnep 500 gr. Aðrar matvörur Taffel chips kartöfluflogur 100 gr. Nyborg lög sild 325 gr Maizena sausejaavner til brun sause 250 gr. Hreinlætisvörur Prana þvottaefni 4 kg. Botaniq þvottaefni 4 kg. Ajax meft salmiak plus 820 ml. Palmolive uppþvottalogur 500 gr. Colgate fluor tannkrem 200 gr. Tampax regular 40 stk. Mölnlycke bleer til börn under 5 kg. 40 stk. VRa wrapfilm 30 m. Reykjavik Kaupmannahöfn Mismunur i % 15.25 32 80 54.65 53.70 42.75 71.10 38 95 71.80 18.55 47.65 47.15 21.10 30.25 15.20 35.20 24.80 135.30 119.70 19.95 22 90 34.05 61.70 76.30 28.20 14.70 18.85 61.80 59.45 31.45 27 05 13.80 32 40 12.90 28 05 27.55 16 05 20.05 785 31.00 1895 84.35 93.20 30.75 26.50 29.60 62 40 50 65 15.45 3.7% 74.0% -11.6% - 9.7% 35.9% 162.8% 182.2% 121.6% 43.8% 69.9% 71.1% 31.5% 50.9% 93.6% 13.5% 30.9% 60.4% 28.4% -35.1% -13.6% 15.0% -1.1% 50.6% 82.5% Tafla 3: Heimilistæki framleidd i Danmörku Beocenter 2002. sambyggt hljómfl.taeki an hatalara MMC 20 S R pickup og nal BSO SP 6/7 picup og nál BSO Beovision 7000. litsjónvarpstaeki Vðlund 410 R, þvottavel Voss 63440. hvit eldavel Völund 230 L, hvit uppþvottavél Gram KF 250, hvitur kaliskapur Nilfisk GS 80 ryksuga Reykjavik Kaupmannahöfn Mismunur i % 19 980 1 602" 1.618" 28 360 13.990 9980 14.490 10930 4.350 10468 657 371 . 15.230 13.287 9.134 14.449 8430 3 762 90.9% 143.8% 336.1% 86.2% 5.3% 9.3% 0.3% 29.7% 15.6% 1) Ekki til i verslun. verft miftaft vift aft varan sé tekin ur tollvörugeymslu 10. des sl Skyringar: Semni hiufa desembermánaftar s i var kannað verft a nokkrum mat og hremiætisvorum og heimiiis fækjum i nokkrum verslunum i Kaupmannahofn ofl Reykiavik P*r tolur sem birtar eru ■ pessu biaft' eru meftaitai ur verslunum i hvorri borfl Ofl er miftaft vift flengi ðonsku krönunnar um s l aramot Tafla 1 symr verft ofl verftmismun i % a nokkrum aigengum mat- og drykkiarvorum og er ekki miftaft vift akveftm voru- merki Tafta 2'sýnir danskar mat oq hremiætsvorur sem seidar eru i versiunum bæft' Reykiavik ofl Kaupmannahofn I loflu 3 er synl verft og verftmunur (i %) a nokkrum donskum heimdistæk|um (p m t hl|0mflutnmgstæki) i verslunum i Reykiavik og Kaupmannahofn Vöruverð í flestum tilvikum lægra í Kaupmannahöfn en í Reykjavík VERÐLAGSSTOFNUN hefur gert könnun á vöruverði tæplega 70 vörutegunda í nokkrum verslunum í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Könnunin var gerð skömmu fyrir jól og naut stofnunin aðstoðar danskra verðlagsyfirvalda. Megin- niðurstaðan er sú, að könnunin gefur vísbendingu um að verðlag á þessum vörum, óháð kaupmætti, sé í flestum tilvikum lægra í Kaup- mannahöfn en Reykjavfk. í frétt frá Verðlagsstofnun um verðkönnunina segir: „Samanburður af þessu tagi er ekki einhlýtur því verðuppbygg- ing er misjöfn eftir löndum, svo og kaupmáttur, skattar og aðrar opinberar álögur. Tilgangur könnunarinnar er tvíþættur. Annars vegar er henni ætlað að upplýsa almenn- ing um verðlag og er þannig fylgt eftir því starfi til eflingar verðskyni sem Verðlagsstofnun vann að með markvissum hætti í haust. Hins vegar er könnunin liður í verðgæslu stofnunarinn- ar. Með hliðsjón af mismunandi verðuppbyggingu í löndunum tveimur, var kannað hvort unnt væri að skýra mun sem er á verðlagi einstakra vörutegunda. Hefur stofnunin gert athuga- semdir í einstökum tilvikum og vinnur nú nánar úr könnuninni. Könnuninni hefur verið skipt í Ný verðkönnun: þrennt. Fyrsta taflan sýnir al- gengar matvörur. Flestar eru þær framleiddar í viðkomandi sölulandi, þ.e. vörur á markaði í Kaupmannahöfn eru flestar framleiddar í Danmörku, og vör- ur í verslunum í Reykjavík flest- ar framleiddar á íslandi. Það er margt sem vekur at- hygli í þessari töflu. — Hátt verð er á jógurt í Reykjavík, en það er um 152% hærra þar en í Kaupmannahöfn. Um 40% lægra verð er á lambalæri í Reykjavík en í Kaupmannahöfn, en á síðar- nefnda staðnum var reyndar um að ræða kjöt frá Nýja-Sjálandi. — Kjúklingar eru 140% dýr- ari í Reykjavík en í Kaupmanna- höfn. — Tómatar eru 91% dýrari í Reykjavík og hvítkál 165%. Á tómötum og hvítkáli er 70% toll- ur auk þess sem flutningsgjald er hátt miðað við verðmæti (16% og 22% af smásöluverði). — Verð á brauðum og kökum er ýmist lægra eða hærra í Reykjavík en í Kaupmannahöfn. Brauð sem eru undir verðlags- ákvæðum eru ódýrari hér en ytra. Hins vegar eru önnur brauð mun dýrari hérlendis. Ennig má benda á það, að í Reykjavík kostar skv. könnun- inni að jafnaði 10 kr. að sneiða eitt kg. að brauði en 2,50 kr. í Kaupmannahöfn. — Sykur er dýrari í Kaup- mannahöfn en í Reykjavík þó danskur sé. Er hann niður- greiddur þegar hann er seldur út fyrir lönd Efnahagsbandalags Evrópu. — Kaffi er dýrara í Kaup- mannahöfn en hérlendis, m.a. vegna skattlagningar á kaffi í Danmörku, en hreinn appelsínu- safi er hins vegar mun dýrari hér en ytra m.a. vegna vöru- gjalds hérlendis. Að vonum eru flestar vörur sem framleiddar eru í Dan- mörku og futtar til íslands dýr- ari í Reykjavík en í Kaupmanna- böfn eins og sést á töflu 2 og töflu 3. — Á Islandi eru tollar og vörugjald allhátt af t.d. niður- suðuvörum, kornflögum, sinnepi o.fl. (25—36% af söluverði í verslunum). — Innlend álagning í Reykja- vík er há í nokkrum tilvikum (t.d. plastfilma). — Hljómflutnings- og sjón- varpstæki eru með 130—155% aðflutningsgjöld sem leggjast á verð tækjanna þegar þau eru komin til landsins. — Loks má á það benda, að erlendir seljendur hafa oft ann- að verð (hærra eða lægra) á út- flutningsmörkuðum en á heima- markaði (t.d. hreinsilögur, hljómdósir o.fl.). Ekki er unnt að alhæfa út frá þeim upplýsingum sem fram koma í könnun þessari. Til þess eru vörutegundirnar of fáar. Þó gefur hún vísbendingu um að verðlag, óháð kaupmætti, sé í flestum tilvikum lægra í Kaup- mannahöfn á þeim vörum sem kannaðar voru, ekki síst með til- liti til þess að hágengi hefur ver- ið á dönsku krónunni miðað við íslensku krónuna (hún er hlut- fallslega dýr miðað við aðra Norðurlandagjaldmiðla). Þess má loks geta, að virðisauka- skattur (moms) er á dönskum matvælum en íslenskar matvör- ur eru án söluskatts." Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svarað um áfeng- ismál og önnur vímuefni Eins og skyrt var frá í Morgunblaðinu sl. sunnudag, mun blaðið á næstunni birta spurningar og svör um áfengisvanda- málið og önnur vímuefni. Lesendum Morgunblaðsins er gef- inn kostur á því að hringja inn spurningar um hvað eina, sem snertir þessi málefni og mun SÁA hafa milligöngu um að afla svara sérfróðra aðila við þessum spurningum. Þeir, sem hafa áhuga á eru beðnir að hringja í síma 10100 frá kl. 10—11 frá mánudegi til fóstudags og verða þá spurningar teknar niður. Spurningar og svör birtast síðan í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar. Hér fara á eftir fyrstu spurningar og svör: Hringið í síma 10100 frá mánudegi til föstudags Fræðsluefni til á íslensku Skagamaóur hringdi og vildi fá svar vid eftirfarandi spurningu: Kr til eitthvað lesefni um alkó- hólisma, eðli hans og hvaða leiöir má fara til lækninga á sjúkdómn- um? Hér á ég við lesefni á ís- lensku ætlað almenningi. Sé slíkt cfni til, hvar ná þá nálgast það. Anna Þorgrímsdóttir, deildar- stjóri fræðslu- og leiðbeiningar- stöðvar SÁÁ svarar: Já. Það er til lesefni á íslensku í bæklinga- og bókaformi, bæði um eðli alkóhólisma sem sjúk- dóms og fjölskyldusjúkdóms í fræðslu og leiðbeiningarstöð SÁÁ og á HR að Síðumúla 3—5. Vertu velkominn að hringja í síma 82399 eða koma til viðtals um leiðir til lækninga við ráð- gjafa okkar sem eru á staðnum frá 9—17 alla daga. Hlutfall kvenna eykst jafnt og þétt Hvert er hlutfall karla og kvenna meöal áfengissjúklinga? Sigurður Gunnsteinsson, dagskrárstrjóri á Sogni svarar: Frá ársbyrjun 1977 til ársloka 1981 voru innlagðir til SÁÁ sam- tals 5.549 manns. Þar af 4.381 karl og 1.168 konur. Hlutfall kvenna á meðferð- arstofnun SÁÁ hefur aukist jafnt og þétt frá upphafi. Það sama má segja um yngra fólk, en þar verðum við vör við mjög blandaða vímuefnanotkun, hass, áfengi og töflur. Drykkjumynst- ur kvenna er oft töluvert frá- brugðið drykkjumynstri karla. Það er eins og konunni takist betur að fela sína drykkju í skjóli umhverfis síns og er oft á tíðum betur „falin“ af sínum nánustu. Okkar reynsla er líka sú, að konan misnotar hlutfalls- lega oftar taugaróandi lyf sam- hliða áfengisnotkuninni. Oftast eru þessi róandi lyf notuð í þeim tilgangi að geta sinnt á einhvern hátt sínum skyldustörfum, t.d. gagnvart fjölskyldu og heimili, svo og til að draga úr kvíða og spennu, sem er afleiðing áfeng- isnotkunarinnar. Hægt að svipta menn sjálfræði sökum ofdrykkju Er hægt að svipta fólk sjálfræði sökum ofdrykkju? Þórarinn Tyrfingsson, læknir svarar: Já. Samkvæmt lögum um lög- ræði nr. 95 1947 er hægt að svipta mann sjálfræði eða fjár- ræði eða hvoru tveggja. „Ef hann sökum ofdrykkju, notkun- ar deyfilyfja eða annarra lasta er ekki fær um að ráða persónu- lega högum sínum eða fé, verður öðrum til byrði, vanrækir fram- færsluskyldu eða raskar þrá- faldlega opinberum hagsmun- um“. Ekki getur hver sem er gert kröfu um slíkt. Þeir helstu sem það geta, eru makar og náin skyldmenni eða sá drykkjusjúki sjálfur. Það er síðan dómara að meta réttmæti kröfunnar. Alkóhólisti getur aldrei orðið hóf- drykkjumaður Kona spyr: Maðurinn minn er hættur að drekka, en hefur aldrei verið erfið- ari í skapi en síðan hann hætti. Get ég ráðlagt honum að fara að drekka í hófi? Guðrún Hafliðadóttir, ráðgjafi í fjölskyidudeild á skrifstofu SÁÁ svarar: Nei, ef um alkóhólista er að ræða, þá getur hann aldrei orðið hófdrykkjumaður. Ef hann vill stunda ÁA-samtökin þá getur hann lært að lifa hamingjusömu lífi án vímugjafa. Ég ráðlegg ykkur að koma á kynningafund til okkar á fimmtudagskvöldi í Síðumúla 3—5 eða panta viðtal í síma 82399. Trúin á bata vegur þyngst Maður spyr: llefur fíkniefnaneytandi sömu möguleika til bata og alkóhólisti? Þórarinn Tyrfingsson, læknir svarar: Batahorfur vímugjafaneyt- enda ráðast af mjög mörgum þáttum. Kannski er þyngst á metunum trú á bata hjá ein- staklingnum sjálfum. Að reyna að gera sér grein fyrir batahorfum, einungis út frá þeim vímugjafa sem mest hefur verið notaður (áfengi, kannabisefni, lyf eða önnur fíkniefni(, er að mínu mati ekki það skynsamlegasta. Aðrir þætt- ir eru þar mun þyngri á metun- um. Segja má að batahorfur hjá fíkniefnaneytanda, geti bæði verið verri og betri en hjá þeim sem einungis hefur notað áfengi sem vímugjafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.