Morgunblaðið - 29.01.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.01.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 21 kjördæmi Ragnar Ingimarsson happa- og glappaaðferðar við ákvörðun uppbótarþingmanna. Flokkar geta áfram borið fram fleiri en einn lista Ef landið yrði eitt kjördæmi er alls ekki þar með sagt að að- eins einn framboðslisti verði í kjöri af hálfu hvers stjórnmála- flokks. Vel er hugsalegt að flokk- ur beri fram fleiri en einn lista, t.d. einn lista sem ætti rætur sínar í þéttbýli og einn eða fleiri sem kæmu úr dreifbýli. Alls ekki er víst að þéttbýlismenn kysu endilega þann lista sem úr þétt- býlinu væri kominn, þeim kynni að lítast betur á lista sem dreif- býlismenn væru í meirihluta á. Sama gildir að sjálfsögðu um dreifbýlismenn. Þegar upp væri staðið fengi hver flokkur þingmannafjölda í samræmi við kjörfylgi, þing- menn hefðu nánast sama fjölda kjósenda að baki sér, landsmenn hefðu sama kosningarétt og úr miklu meiru að velja. Við höfum ekki efni á þeirri togstreitu sem nú ríkir Hvers vegna er verið að gera einfalt mál flókið, skapa lands- hlutaríg og etja þjóðinni út í allskyns óskynsamlegar fjárfest- ingar vegna þarfa einstakra þingmanna til að gera vel við sína en kasta hagsmunum þjóð- arheildarinnar fyrir borð? Líti nú hver í kringum sig og sjái hvernig komið er fyrir okkur. Aðstæður hafa breyst Einu sinni var það aðalrök- semdin gegn því að landið væri gert að einu kjördæmi, að erfitt yrði fyrir þingmenn að halda sambandi við kjósendur sína vegna samgönguerfiðleika. Ég tel að þetta hafi verið gild rök- semd áður fyrr, en hún er það ekki lengur. Meðalhæð karla, fólksfjöldi og fjöldi mannfellisára á íslandi (Jón Steffen- sen, Menning og meinsemdir, Isafoldarprentsmiðja, 1975). Af þessum sökum vinnur Mann- eldisráð íslands nú sleitulaust að því að rannsaka fæðuvenjur þjóð- arinnar, þ.e. í því skyni að reyna að bæta heilsufar landsmanna. Það gildir auðvitað um þessar rannsóknir eins og aðrar að fáir stjórnmálamenn eru ennþá búnir að átta sig á gildi þeirra. Þótt eitthvað sé að rofa til í þeim efn- um. Sem betur fer eru æ fleiri að átta sig á því að það sem ræður úrslitum í baráttunni fyrir bættu heilsufari er hversu traustur sá grunnur er sem við byggjum á. [ i m nujM | n 1II Gísli Helgason flytur tölu um leið og hann afhendir skjalasafni Vestmannaeyja segulbandsupptökur og ýmis önnur gögn varðandi Eyjapistil, sem hann og bróðir hans, Arnór, gáfu. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. Vestmannaevjar: Heimaeyjargossins minnst Vestmannaeyjar, 2G. janúar. VESTMANNAEYINGAR minntust þess um helgina, að sunnudaginn 23. janúar voru liðin 10 ár frá því að upp- hófst eldgos á Heimaey með alkunnum aflciðingum. Messað var f Landakirkju þar sem séra Kjartan Örn Sigurbjörns- son sóknarprestur messaði. Fulltrúar frá Hvítasunnusöfnuðinum og aðventu- söfnuðinum lásu úr ritningunni og Magnús H. Magnússon alþingismaður flutti ræðu, en Magnús var bæjarstjóri í Eyjum á gostímanum. Landakirkja var þéttsetin fólki. Bæjarstjórn bauð bæjarbúum til kvikmyndasýningar í félagsheimil- inu þar sem sýndar voru myndir frá gosinu, svo og gamlar Eyjamyndir. Sýningar voru tvær og þær sóttu alls um 500 manns. Þeir bræður Gisli og Arnór Helgasynir afhentu skjala- safni Vestmannaeyja til varðveislu segulbandsupptökur og ýmis önnur gögn varðandi Eyjapistii þeirra bræðra, sem var fastur þáttur 1 út- varpinu gosmánuðina. Annars ætla Eyjabúar að bíða með frekari til- stand þangað til síðar í sumar.en fyrirhugað er að halda upp á það 3. júlí.að liðin verða 10 ár frá goslokum og upphafi endurreisnar í Eyjum eftir hamfarirnar miklu. Þá munu fulltrúar frá vinabæjum Vest- mannaeyja á Norðurlöndunum mæta á vinabæjarmót í Eyjum, ráð- gerð eru útihátíðahöld 3. júlí, sýn- ingum verður komið upp, og kirkju- kór Landakirkju er að æfa sérrstakt verk sem frumflutt verður í sumar. hkj. Frá þakkargjörð í Landakirkju. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. Leitiö ekki langt yfir skammt Húsavík í vetrarfríiö SiSJ' HVÍLD — MEGRUN — LÍKAMSRÆKT — ÚTIVERA ÞARFTU AÐ MISSA NOKKUR AUKAKÍLÓ? ÞARFNASTU HVÍLDAR? VILTU LOSNA FRÁ AMSTRI HVERSDAGSINS? VIÐ HOFUM LAUSNINA Sérhæft starfsfólk svo sem læknir, íþróttakennarar, sjúkraþjálfi, leiösögumenn og lipurt hótelstarfsfólk mun sjá til þess aö þér líöi sem best. Dagskrá: Dagskrá: ÁRDEGI: SÍÐDEGI: Kl. 08.00 Vakiö gegnum hátalarakerfi húss- Kl. 13.00 Hvíld. ihs meö léttri tónlist og likams- Kl. 14.00 Gönguferö meö teygjum. farafstjóra. Kl. 08.15 Boriö á herbergi heitt sitrónuvatn, Kl. 15.00 Létt miðdagskaffi. drukkiö meöan klæðst er (íþrótta- Kl. 15.30 Nudd. galli). Kl. 17.00 Frjáls tími. Kl. 08.30 Morgunleikfimi í sal, mál og vog. Kl. 19.00 Kvöldverður. Kl. 09.30 Morgunveröur. KVÖLD: Kl. 10.30 Sund — gufa — heitur pottur. Kl. 11.00 Frjáls tími. Kl. 20.30. Kvöldvaka. Kl. 12.00 Hádegisverður Stutt ganga tyrir svetn. Verö pr. mann á viku: Kr. 5.980 í 2m m/baði. Kr. 6.480 í 1m m/baöi. Innifalið í þessu verdi er: Gisting, allar máltíðir, læknisskoðun, sund, gufa, heitur pottur, leik- fimi, nudd, gönguferöir með fararstjórn, fræðileg erindi, flug og transfer flugvöllur — hótel — flugvöllur. Ath. Hámarksfjöldi í hópi er 20 manns. Áskilinn er réttur til breytinga á ofangreindu veröi. 1. vika 06/02 - 2. vika 13/02 3. vika 06/03 4. vika 27/03 5. vika 03/04 6. vika 10/04 13/02 ’83 20/02 '83 13/03 ’83 03/04 ’83 10/04 ’83 17/04 ’83 Söluaðilar: Hótel Húsavík, Ferðaskrifstofa ríkisins, Ferðaskrifstofan Úrval, Ferðaskrifstofan Útsýn, og ferðaskrifstofur víða um land. Vertu velkominn Húsavik SkniSt-41220

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.