Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 23. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Hvetja til undirbúnings verkfalls Varsjá, 28. janúar. AP. LEIÐTOGAR neðanjarðaranga Sam- ■stöðu í Póllandi hafa hvatt verkafólk í landinu til að fara að huga að undir- búningi allsherjarverkfalls í landinu. Áskorun þessi kom fram í plaggi, sem vestrænum fréttamanni var afhent f Varsjá í dag. Ekki er tekið fram hvaða dag leiðtogarnir hafa í huga. Áskorun þessi er hið fyrsta, sem heyrist frá leiðtogum neðanjarðar- anga samtakanna um langt skeið. Umrætt plagg var upp á átta síður og það stærsta, sem sést hefur frá fimmmenningunum frá þvl sl. sumar. Leiðtogarnir fimm hafa verið í felum allt frá því herlög voru sett í landinu í desember 1981. Þeir hafa hins vegar ekki þorað að koma fram í dagsljósið eftir að herlögum var aflétt. í áskoruninni var þeim tilmælum einnig beint til alþjóðasamtaka, m.a. Alþjóðavinnumálastofnunar- innar og Ámnesty-samtakanna, að þau sendu fulltrúa sína að réttar- höldum yfir sjö meðlimum Sam- stöðu, sem sakaðir eru um að hafa brotið gegn ríkinu. Áskorun leiðtoganna um undir- búning allsherjarverkfalls virðist fyrst og fremst vera tilraun af þeirra hálfu til að kanna styrk sinn og undirtektir á meðal verkafólks. Jóhannes Páll páfi II hitti Jozef Glemp, erkibiskup í Póllandi, að máli í dag í Vatikaninu. Ekki hafa verið gefnar út neinar yfirlýsingar um hvað þeim fór á milli á hálfrar klukkustundar löngum fundi þeirra. Hins vegar sagði Glemp fréttamönnum-í gær, að hann teldi öruggt að páfi heimsækti Pólland á áður ákveðnum tíma. Atti þriðja barnið og var rekinn úr flokknum l'eking, 28. janúar. AP. DAGBLAÐ alþýóunnar skýrói frá því í dag að félagi I kínverska kommúnistaflokknum hefði verið rekinn úr honum fyrir að eignast sitt þriðja barn. Að sögn blaðsins var Zhao Wenru, sem býr í borginni Shenyang í norðausturhluta landsins, aðvaraður af flokksyf- irvöldum fyrir tveimur árum, er hann og kona hans eignuðust annað barn sitt. Yfirvöld í land- inu berjast nú mjög gegn þvi, að hjón eignist fleiri en eitt barn til þess að stemma stigu við fólks- fjölguninni. Kona Wenru varð síðan ólétt þriðja sinni og Zhao skeytti því engu þótt flokksyfirvöld legðu hart að honum að láta konu sína gangast undir fóstureyðingarað- gerð. Sagðist hann meta þriðja barn sitt meira en aðild að kommúnistaflokknum. Ekki var skýrt frá því í Dag- blaði alþýðunnar hvort fyrri börn þeirra hjóna voru drengir eða stúlkur, en allt bendir til þess að þriðja barn þeirra hafi verið drengur, því fæðingunni var fagnað með miklum veislu- höldum. Þeir, sem létu lífið, voru aðal- lega úr röðum PLO og sýr- lenskra hermanna. Talið er að sprengjan hafi verið a.m.k. 150 kíló að þyngd. Hús þetta var einnig notað sem vopnabirgða- geymsla PLO-manna, og urðu áhrif sprengingarinnar því enn meiri en ella. Að sögn Nazim Chamoun, yf- BANDARIKJASTJÓRN hafnaði í dag tillögu Sovétmanna um kjarn- orkuvopnalaust svæði í Mið- Evrópu á þeim forsendum, að hún væri „óraunhæP* og „yki ekki á öryggi og jafnvægi í Evrópu.“ John Hughes, aðaltalsmaður varnarmálaráðuneytisins, sagði í dag, að Bandaríkjamenn hefðu áhyggjur af því, að tillaga á irmanns almannavarna í land- inu, höfðu í kvöld rúmlega 30 lík þegar verið grafin úr rústum hússins og taldar voru líkur á, að enn fleiri kynnu að finnast látnir undir þeim. Húsið, sem um ræðir, var þrjár hæðir og stendur nú ekki steinn yir steini þar. Tekist hafði að bjarga fjórum borð við þessa gegndi ekki öðru hlutverki en því að beina at- hyglinni frá viðræðum ríkjanna í Genf og Vínarborg. Sovétstjórnin lagði í gær til, að a.m.k. 500 km breitt svæði, sitt hvoru megin við landamæri ríkja Austur- og Vestur- Evrópu, yrði laust við öll kjarn- orkuvopn. Það svæði, sem Sov- étmenn hafa í huga, tekur til lifandi úr rústunum og talið var að nokkrir til viðbótar leyndust lifandi undir rústunum, þar á meðal armensk fjölskylda. Heyrðust neyðaróp hennar stöð- ugt er björgunarmenn unnu við að grafa sig í gegnum stein- steypubrot og járnbita. Engin skýring hefur fengist á því hvaða erindi armönsk fjölskylda gat átt í hús, þar sem bæði PLO-menn og sýrlenskir her- menn héldu til. Samningamenn fsraela og Bandaríkjamanna náðu í dag að sögn umtalsverðum árangri í stórs hluta A- og V-Þýskalands, svo og Tékkóslóvakíu. f opinberri tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu sagði m.a., að Bandaríkin og banda- menn þeirra í NATO hefðu farið gaumgæfilega yfir tillögur Sov- étmanna um kjarnorkuvopna- laust svæði í Mið-Evrópu, en ekki getað séð, að þær væru til viðræðum sínum, sem miðuðu að því að binda endi á síendur- teknar skærur á milli hermanna í Beirút og næsta nágrenni. Á fundi þessum var samþykkt að koma á síma- og talstöðvarsam- bandi til þess að afstýra yfirvof- andi átökum. Shafik Wazzan, forsætisráð- herra Líbanon, tilkynnti í dag, að hann myndi fara í heimsókn til Túnis í næstu viku og eiga þar viðræður við Yasser Arafat, leiðtoga PLO, um brottflutning herliðs PLO frá Líbanon. bóta fyrir öryggi og jafnvægi í Evrópu. Að sögn Hughes eru Banda- ríkjamenn enn sannfærðir um, að auka megi öryggi Evrópu með því að samþykkja fyrri til- lögur þeirra um verulega fækk- un kjarnorkuvopna og með því að útiloka allar meðaldrægar kjarnaeldflaugar, sem beint er að skotmörkum í Evrópu. Geysiöflug sprenging við bækistöðvar PLO í Chataura: Yfír 30 létust er þriggja hæða hús hrundi til grunna Beirút og Tel Aviv, 28. janúar. AP. MEIRA EN 30 manns létu lífið og tæplega 20 slösuðust, sumir mjög alvarlega, þegar sprengja, sem komið hafði verið fyrir í bifreið í bifreiðageymslu undir bækistöövum öryggis- gæslu PLO í líbanska bænum Chataura, sprakk í loft upp um hádegisbilið í dag. Tillagan stuðlar ekki að auknu öryggi og jaftivægi — segja Bandaríkjamenn og hafna tillögu Sovétmanna um kjarnorkuvopnalaust svæði í Evrópu YVashington, 28. janúar. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.