Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 14
Suðureyri: Nýtt dagheimili í notkun í febrúar Sudureyri, 27. janúar. HÉR á Sudureyri hefur verið ótíð og ófærð, eins og víða annars stað- ar síðastliðinn mánuð. Hefur verið mjög erfitt að halda götum bæjar- ins akfærum og gerði það erfiðara fyrir, að jarðýta hreppsins bilaði þegar verstu veðrin gengu yfir. Nú er hún komin í lag og er færðin að færast í eðlilegt vetrarhorf. Botnsheiði hefur ekki verið mokuð síðan fyrir jól. Hún var síðast fær bílum á Þorláksmessu og hefur ekki verið bílfært inn f botn sama tíma. Mikið hefur snjóað á leiðinni til ísafjarðar og ekki útlit fyrir að heiðin verði mokuð í bráð, enda Vegagerðin illa búin tækjum í slíkan stór- mokstur. Þetta kemur sér mjög illa fyrir okkur vegna þess hve mjög við erum háð ísafirði með alla aðdrætti og þjónustu. Um tíma var ekki hægt að moka út í Staðardal vegna bilunarinnar á jarðýtunni og varð þá björgun- arsveitin á staðnum að hjálpa bændum þar með aðdrætti og koma frá þeim mjólk sjóleiðina. Síðastliðið haust fékk Suður- eyrarhreppur nýjan snjóbíl og hefur hann komið sér mjög vel til flutninga yfir Botnsheiði. Sækir hann lækni til okkar frá ísafirði tvisvar f viku og annast aðra flutninga á fólki til og frá ísa- firði. Afli ársins 1982, innlagður hjá Fiskiðjunni Freyju hf., var sam- tals 6.108 tonn en afli ársins 1981 var 1.578 tonnum meiri, eða 7.686 tonn. Skuttogarinn Elfn Þor- bjarnardóttir lagði hér á land í fyrra 3.679 tonn, en þar að auki lagði hann á land hjá ísbirninum í Reykjavík 115 tonn. Línubátur- inn Sigurvon landaði hér 1.310 tonnum á árinu. Mb. ólafur Frið- bertsson landaði hér 558 tonnum, en hann var gerður hér út fram í júnímánuð. Síðan var hann seld- ur til Keflavíkur og útgerðar- fyrirtækið, Vonin hf., hætti. Annar bátur hefur ekki komið í stað Ólafs Friðbertssonar og hafa þeir menn, sem þar áttu at- vinnu sína, átt erfitt með að sætta sig við, að annar bátur skyldi ekki kóma til Suðureyrar. Haröfiskverkun, sem Vonin hf. rak, var hins vegar seld Ingvari Bragasyni, sem rekur hana með hráefni frá Freyju hf., þegar það fyrirtæki er aflögufært. Aflinn nú í janúar hefur verið frekar rýr. Elín Þorbjarnardóttir hefur farið í þrjár sjóferðir og aflað 171 tonns. Línubáturinn Sigurvon hefur hins vegar verið frá vegna bilunar og hóf ekki róðra fyrr en um síðustu helgi. Hráefni hefur því verið af skorn- um skammti, en þó hefur tekizt að halda fullri dagvinnu fyrir fiskvinnslufólkið. Á vegum Suðureyrarhrepps var á síðastliðnu ári byggð 600 rúmmetra steinsteypt vatnsþró. Einnig var hafin bygging á verkamannabústöðum, sem nú eru orðnir fokheldir og verður unnið áfram við þá í vetur. Síð- astliðin ár hefur verið í byggingu hér dagheimili að stærð 265 fer- metrar og er það byggt úr eining- um frá Siglufirði. Mun þetta dag- heimili verða tekið í notkun í næsta mánuði og verður það mjög vel búið. Á þessu ári verður unnið við hafnargerð fyrir um 2,3 milljónir króna. Þar er um að ræða frágang á nýjum viðlegu- kanti og lýsingu og uppsetningu á siglingaljósum. Á Suðureyri voru 487 á íbúa- skrá 1. desember 1981 en eru nú um 440 og er það um 10% fækk- un. Kemur þetta sér mjög illa fyrir svona lítið byggðarlag að missa í burtu 12 fjölskyldur. Allt er þetta fólk á besta aldri og er það mikið tómarúm, sem það hefur skilið eftir, bæði í starfi og leik. Illa hefur þessu fólki einnig gengið að selja íbúðarhús sín og er um helmingur þeirra óseldur. Meðfylgjandi myndir voru teknar hér á Suðureyri um miðj- an janúarmánuð. Halldór Steingrímur Hermannsson: Ríkisstjórnin mun bæta það tjón sem ekki fellur undir Viðlagasjóð „ÞAÐ, sem mér er efst í huga eftir að hafa heimsótt Patreksfjörð eftir snjóflóðin, er, að þrátt fyrir þetta sorglega slys, þar sem fjórar manneskjur fórust, þá finnst mér það þakkarvert að ekki fór enn verr. Það voru um 30 manns, sem bjuggu í þessum húsum og hefði þetta gerzt um hánótt, þegar allir voru í fasta svefni, hefði þetta get- að orðið miklu verra,“ sagði Stein- grímur Hermannsson, ráðherra, meðal annars er Morgunblaðið ræddi við hann um snjóflóðin á Patreksfirði. „I öðru lagi finnst mér þeir á Patreksfirði hafa tekið mjög vel á þessum málum og að vissu leyti með nokkru æðruleysi. Þeir eru ákveðnir í að hreinsa þetta upp og rétta við það mannlíf, sem þar er. Það, sem kannski er alvarlegast, er, að svona getur alltaf haft viss áhrif í för með sér og að menn missi jafnvel trú á staðnum. Mér sýnist heima- menn þó halda þannig á málum að það þurfi ekki að verða, hins vegar tel ég ákaflega nauðsynl- egt að þegar verði brugðið við og rannsakað mjög nákvæmlega hvérnig þetta verður, þetta voru áreiðanlega mjög óvenjulegar aðstæður og líklega rétt, að svona gerist ekki nema með löngu millibili, en engu að síður þarf strax að skoða þetta og gera þær ráðstafanir, sem menn ráða við til að koma í veg fyrir að svona geti gerzt aftur. Þarna hefur svo orðið gífur- legt tjón, sem ríkisstjórnin hefur lýst yfir að hún muni beita sér fyrir að verði bætt að því leyti, sem Viðlagasjóður gerir það ekki. Það tel ég einnig mjög mik- ilvægt. Þá vil ég bæta því við, að mað- ur trúir því ekki fyrr en maður sér hve gífurlegur kraftur býr í svona hamförum. Flóðið beinlín- is sneiðir í sundur járnbent steinsteypuhús, þannig að járnin standa bara út út veggnum, þetta er hreint ótrúlegt," sagði Steingrímur. Sighvatur Björgvinsson: Lýsi djúpri samúð með því fólki, sem þarna á um sárt að binda „ÞRÁTT fyrir allar þessar fréttir og myndir, sem hafa farið af þessu, þá jafnvel bregður mönnum, sem hafa fylgzt með því, í brún, þegar þeir koma á staðinn og sjá hvernig þetta lítur út. Hve gríðarlegt magn af snjó, krapi, aur og grjóti, jafnvel stórgrýti hefur farið þarna og hreinlega mikil mildi, að ekki skuli hafa farið verr en fór. Við lýsum auðvitað djúpri samúð með því fólki, sem þarna á um sárt að binda,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Vest- fjarðakjiirdæmis, er Morgunblaðið ræddi við hann um snjóflóðin á Patreksfirði. „En ef það væri eitthvert at- riði, sem ég mundi biðja fjöl- miðla sérstaklega um í þessu sambandi, væri það að styðja við bakið á því uppbyggingarstarfi, sem er þarna framundan og í öðru lagi að hjálpa fólki til þess að endurreisa þá trú á þennan stað, sem þarf að vera. Ég vil sérstaklega þakka fjölmiðlunum fyrir þann þátt í þeirra frásögn- um, þau hafa ekki bara látið sér nægja að skýra frá því, sem þarna gerðist og rekja hörmung- arsögu fólksins, sem þarna varð fyrir tjóni, bæði missi vanda- manna og miklu eignatjóni. Heldur hafa þeir líka horft fram á veginn og látið frá sér fara, bæði í leiðurum og frásögnum stuðning við íbúana, sem þurfa að endurreisa, ekki bara það, sem þarna hefur skaddazt, held- ur einnig trú fólksins á framtíð- ina. Það, sem kom út úr samtölum okkar þingmannanna við hreppsnefndina, var eiginlega tvennt. I fyrsta lagi, að okkur var falið að kanna hvernig með mál hefði verið farið í hliðstæðu tjóni, sem varð í Neskaupstað á sínum tíma. Þar voru tjónabæt- ur talsvert umfram það, sem gert er ráð fyrir f almennum reglum Viðlagasjóðs og sett sér- stök lög um aðstoð við Norðfirð- inga vegna snjóflóðavarnanna. Hins vegar var óskað eftir þvi, að við beittum okkur fyrir því, að það færi fram mjög rækileg könnum á hvaða ástæður lægju að baki þessa hlaups, sem menn áttu ekki von á af þessum stað. Það er verið að athuga það núna, menn frá Snjóflóðavörnum ríkisins eru komnir á staðinn til þess að kanna þetta og megin atriðið er að upplýsa íbúa stað- arins um það, hvað hefur gerzt. Snjóflóðahætta hefur verið tals- verð á Patreksfirði, en menn hafa alls ekki átt von á slíku af þessum stað, heldur talsvert miklu utar í byggðinni. Menn þurfa að vita það hvort þetta sé algjör undantekning, hvort eitthvað gerst þarna, til dæmis í sambandi við mannvirkjagerð, sem hefur valdið því, að þessi hætta hefur aukizt og hvort eitthvað sé hægt að gera til þess að draga úr þessari hættu eða koma í veg fyrir að svona hlutir endurtaki sig,“ sagði Sighvatur. Fer inn á lang flest heimili landsins! . Jlliariitinblaíitb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.