Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 17 „Haustmyndir" á tónleikunum annað kvöld, sérkennilegt verk, í algerri mótsögn við hraða dags- ins í dag. Enn er sá tónlistarmaður, sem var okkur stoð og stytta, Róbert A. Ottósson, er í upphafi beindi braut minni inn í Hamrahlíð. Hann var kennari minn frá barnæsku og vinur til dauða- dags. Ég gekk aldrei svo frá verkefnaskrá fyrir kórinn, að ég bæri hana ekki undir hann, með- an hans naut við, og hann gerði mjög margar raddsetningar fyr- ir okkur. Eitt af því síðasta, sem hann gerði hér heima, áður en hann lézt — þá á ferð í Svíþjóð, — var að velja fyrir kórinn verk- efni til að syngja í söngkeppni í brezka útvarpinu — BBC. Hann hafði þá líka gengizt fyrir því, að ég færi, einn af átta kórstjórn- endum frá Evrópu, á alþjóðamót í Lincoln Center í New York. Þar vildi svo til, að mér var skipað til sætis við hlið kórstjóra frá ís- rael, — löndin okkar stóðu sam- an í stafrófsröðinni — og þau kynni hafa orðið til þess að Hamrahlíðarkórinn hefur farið í hljómleikaferð um Israel." Skilningur og hlýja En hvernig hefur kórstjóran- um liðið að þurfa alltaf að sjá á bak stórum hluta úr hljóðfærinu sínu á ári hverju. „Þess þarf ég vonandi ekki lengur í sama mæli,“ segir Þorgerður; „en víst var það stundum sárt. Ég tók við þeim sem nýgræðingum, sem þurftu oft mikinn stuðning, einkum framan af, og horfði á þá vaxa og breytast við að kynnast góðri tónlist. En þetta er hlut- skipti kennarans og uppaland- ans, — um leið og fuglinn getur flogið er hann frjáls og fer. Þau hafa þó haldið áfram að vera vinir mínir og komu aftur, þegar ég kallaði eftir aðstoð þeirra. Það hefur að sjálfsögðu verið mér ómetanlegur styrkur í þessu starfi, að foreldrar mínir voru báðir kennarar og hjá þeim kynntist ég þessu viðhorfi til uppeldisstarfsins. Þar fyrir utan söng ég sjálf í kórum undir handleiðslu föður míns allt frá níu ára aldri og má vafalaust rekja þangað áhuga minn á kór- tónlist og kórstarfi." Það fer víst enginn í grafgötur um það, sem til Þorgerðar þekk- ir, að Hamrahlíðarkórinn hefur átt hug hennar allan. — „Kórinn hefur bókstaflega stjórnað lífi mínu árum saman," segir hún, „en ég hef eins og við systurnar allar, hver á sínu sviði, átt ómet- anlega stoð þar sem er móðir okkar, — án hennar hefði þetta ekki áunnizt. Hún hefur þennan einstaka hæfileika til að veita jákvæða hvatningu, jafnframt því að gagnrýna og hjálpa til við að fylgja málum í höfn. Og kór- inn minn hefur átt athvarf hjá henni eins og Pólýfónkórinn á sínum tíma, — hann var stofn- aður heima í stofu foreldra minna. Leikmenn í tónlist þurfa nefnilega ekki síður uppörvunar við en þeir, sem hafa hana að starfi, því að þeir eru oft að reyna að gera hið ómögulega. En því má heldur ekki gleyma," heldur Þorgerður áfram, „að kórstarf fer mikið eftir því, hvernig forystu kórinn nýtur og í starfi Hamrahlíðar- skólans hefur öllu skipt sá skiln- ingur, sem ráðamenn skólans hafa sýnt honum, — fyrst Guð- mundur, rektor, sem fór með okkur allar ferðir meðan hann gat, en fékk það hlutverk síðan í hendur miklum ágætismanni, Árna Böðvarssyni, magister, og síðan Örnólfur rektor Thorlaci- us, sem hefur líka eindregið stutt þetta starf. Þá hefur það ekki haft svo lítið að segja hví- líkri hlýju við höfum mætt hjá húsvörðum og öðru starfsfólki skólans, sem hefur haft skilning á því, að við þyrftum að vinna á undarlegum tímum og oft óheppilegum fyrir aðra starf- semi. Það er ekkert ofsögum sagt, að lánið hefur leikið við okkur." Listahátíö ungra manna: „Gullströndin andar“ „Gullströndin andar“ er nafn sem valið hefur verið óvenjulegri lista- hátíð sem á annað hundrað ungir listamenn standa að. Hún mun sett saman af stórri myndlistarsýningu, ýmis skonar hljómlistarflutningi, Ijóðaupplestri o.fl. Blm. Mbl. sat fund með fulltrúum Gullstrandarinnar á kaffihúsi í miðborginni einn af þeira dögum sem hann rigndi hvað mest og var þar rabbað um tilurð og framkvæmd hátíðarinnar. Nafniö dregið af ruslahaug „Þarna er um samvinnu allra hópa listamanna að ræða, um- ræðan skapaðist á kaffihúsum og spratt af sameiginlegri þörf.“ Það eru þeir Kristján Jónsson, Anton Helgi Jónsson, Bubbi Morthens og Þorlákur Kristins- son sem hafa orðið. „Það má segja að þetta hafi þróast eins og snjóbolti, byrjaði smátt en hlóð síðan utan á sig og nú er hópurinn sem að þessu stendur kominn á annað hundr- að. Nafn hátíðarinnar er dregið af ruslahaugnum fyrir neðan JL-húsið sem jafnan hefur verið kallaður Gullströndin. Þar í hin- um enda hússins höfum við feng- ið inni en þar er mikið pláss sem eins og er stendur autt og er leigt undir vinnustofur fyrir listamenn og fleiri. Það er ein- mitt svona húsnæði sem hefur alltaf vantað, og gerir hátíð sem þessa mögulega. Þetta er mjög hrátt húsnæði, ekki beinlínis hægt að kalla þetta sérhannaða sýningasali, en það á bara eftir að gera sýninguna enn sérstæð- ari.“ Öllu ægir saman „Dagskrá hátíðarinnar er fjöl- breytt: Myndlistarsýning. Að henni standa 70 listamenn. Engin ákveðin stefna í myndlist er þar einkennandi, heldur ægir öllu saman. Hljómlist. Flutningur hennar er í hönd- um tónlistarmanna úr ólíkum aldursflokkum. Verður mikil breidd í verkefnavali og má telja að komið verði inn á flest það sem er að gerast í íslensku tón- listarlífi í dag. Lítið verður um fastar hljómsveitir, tónlistar- mennirnir koma fram meira sem einstaklingar og spila bæði einir og í hópum. Skáld munu lesa úr verkum sínum og er einnig á þeirra áætl- un að gefa út blað á meðan á hátíðinni stendur, tileinkað henni. Þá mun blað um myndlist hefja göngu sína á sýningunni. Leiklistarfólk hefur sýnt þó nokkurn áhuga og er hugsanlegt að einhverjar uppákomur verði á þeirra vegum. Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þessi hátíð á eftir að hafa, nú þegar hefur hún orðið til að dusta rykið af lista- mönnum sem legið hafa í dvala. Hátíðin opnar laugardaginn 29. janúar og stendur til 12. febrúar, hún er opin daglega frá 16—22, auk myndlistarsýningar- innar verður dagskrá á laugar- dögum, sunnudögum og á kvöld- in. Allir eru velkomnir, aðstoð- armenn hjálpa öldruðum að komast um auk þess sem lyfta gerir flutninga milli hæða auð- veldari. Við ítrekum að við von- umst til að sjá sem flesta og helst fólk á öllum aldri, því þarna er eitthvað fyrir alla.“ Hér má sjá >/«> þeirra listamanna sem að hátíðinni standa. Daði Guðbjörnsson í vinnustofu sinni, hann er þarna að leggja síðustu hönd á eitt af þeim verkum sem hann verður með á sýningunni. Mynd MbL/ ÓI.K.M. Séð yfir einn af sýningarsölunum þar sem undirbúningur er í fullum gangi. Mynd Mbl./ KE Gullströndin andar ... húsnæði hátíðarinnar við hlið JL-hússins. Mynd Mbl. / KK FRA FLORIDA færðu í mjólkurkælinum! Floridana safar og þykkni - bestu kaupin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.