Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 Byggingasamvinnufélag Kópavogs 30 ára: Verðum að fá lóð- ir undir áfram- haldandi byggingar — segir Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri Byggingasamvinnufélag Kópavogs varð 30 ára þann 24. janúar sl., en það var .stofnað árið 1953 af nokkrum frumbyggi- um Kópavogs, tveimur árum áður en hreppurinn fékk kaupstaðarréttindi. Á þeim árum sem Byggingasamvinnufélag Kópavogs hefur starfaö hefur það skilað 484 íbúðum til félagsmanna sinna, 36 eru í byggingu, og að auki 17 íbúðir sem fé- lagið byggir við Neðstaleiti í Reykjavík f samvinnu við Byggingasamvinnufélag Reykjavfkur. .Sigtryggur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Bsf. Kópavogs, ræddi við Morgunblaðið við þessi tímamót um starf- semi félagsins að fornu og nýju. „Það er og hefur alltaf verið veru- legt átak hjá eignalitlu fólki að byggja eigið íbúðarhúsnæði, og var tilgangurinn með stofnun sam- vinnufélagsins að „koma í fram- kvæmd hugmyndinni um frjálsa samhjálp við húsbyggingar", eins og segir i fyrstu fundargerð félags- ins. I upphafi var farið hægt af stað, og fyrsta áratuginn skilaði fé- lagið frá sér 48 íbúðum. Á árunum 1963—1973 voru byggðar 103 íbúðir, en frá þeim tíma 333 íbúðir. 011 starfsemi félagsins gjörbreyttist til hins betra þegar það fékk, árið 1975, úthlutað lóðum við Engihjalla undir 237 íbúðir, og var þá ráðist í kaup á þeim tækjakosti sem félagið hefur yfir að ráða. Einnig var mikil fjölgun félagsmanna á sama tíma, og hefur sú fjölgun haldið óslitið áfram síðan, enda orðið algengt að byggt sé fyrir börn þeirra félags- manna sem voru með á fyrstu árum félagsins. Nú eru félagsmenn í Byggingasamvinnufélagi Kópavogs rúmlega 3300. Frá 1976 hefur öll starfsemi félagsins verið miðuð við að það geti skilað 40—60 íbúðum árlega til félagsmanna sinna. Starfsemin Frá fyrstu tíð hefur það verið helzta markmið félagsins að skila vönduðum íbúðum á kostnaðarverði til félagsmanna sinna. Mestallan þann tíma sem félagið hefur starfað, hefur verið mikil um- frameftirspurn á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Vegna þessa m.a. hafa byggjendur Bygginga- samvinnufélags Kópavogs fengið íbúðir sínar á verði sem er lægra en það sem gildir á almennum fast- eignamarkaði. Þar sem byggjendur greiða íbúðir sínar á 2—3 árum sem tekur að byggja þær, verður greiðslubyrðin einnig léttari en al- mennt gerist. Framtíðarverkefni Eins og kunnugt er hefur orðið mikil breyting á fjármagnsmarkað- inum á undanförnum misserum. Nær öll lán eru að fullu verðtryggð án þess að lánstími hafi lengst, af- greiðsla lífeyrissjóðslána tekur mun lengri tíma en áður, húsnæð- ismálalán hafa lítið hækkað í raungildi, og mikill fjármagns- skortur gerir vart við sig í banka- kerfinu. Þetta hefur þau áhrif að því unga fólki sem byggir hjá Bygg- ingasamvinnufélagi Kópavogs er sí- fellt gert erfiðara fyrir, þó ekki hafi enn komið til vandkvæða vegna þessa. Byggingasamvinnufélag Kópavogs hefur riðið á vaðið með nýjung í fjármögnun íbúðarhús- næðis, sem byggist á því að hluti af greiðslum byggjenda er lagður inn á verðtryggðan reikning í banka. Þegar safnað hefur verið í 2 ár, fæst sjálfkrafa lánafyrirgreiðsla byggjendum til handa. Með þessu móti er hægt að minnka greiðslu- byrði á byggingartímanum, allt að 25%, þó þetta hafi að sjálfsögðu engin áhrif á endanlegt verð fbúð- anna. Með aðlögun að því kerfi sem í gildi er á hverjum tíma á fjár- magnsmarkaðinum, og vissu um pólitízkan vilja á leiðréttingum hvað varðar húsnæðismálalán, verður þetta þó ekki það vandamál Pige Liv eftir Tine Bryld bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Tine Bryld er þekktur danskur höfundur, sem hefur sent frá sér nokkrar bækur, sem snúast um aðskiljanleg málefni ungdómsins nú um stundir. Mér sýnist þó sem Pige Liv gæti verið fyrsta skáld- saga hennar. Hún upphefst á því að konan Elsa er að snúa heim eftir sumarleyfi, sem hefur breytt lífi hennar nokkuð, heima bíða dóttirin Liv og maðurinn Kaj. Hjónabandið hefur verið heldur klént að undanförnu og þau ákváðu að halda sumarfrí hvort fyrir sig til að reyna að komast að niðurstöðu. Þetta lítur dálítið vel og forvitnilega út, nú verður sjálf- sagt gerð væn úttekt á sumarleyf- um þeirra þriggja og gerð skil á þeirri breytingu sem á þeim verð- ur og kann að hafa afdrifaríkar afleiðingar. En þá snýr Tine Bryld sér að því að gera skil á stúlkunni Liv, hún er fimmtán ára og upplif- ir heita ást þetta sumar og rakin er reynsla hennar og afstaða til foreldra síðustu árin. Þegar les- andi er á annað borð búinn að sætta sig við að einhverra hluta vegna tók sagan allt aðra stefnu en í upphafi virtist, snýr hann sér svo að því af fullum áhuga að lesa um Liv. Tine Bryld gerir henni af- skaplega góð og nærfærin skil og virðist í hvívetna gera sér grein fyrir þeim umbrotum, sem verða í unglingi á þessum árum, sem er á leið til hins fullorðna. Verulega fallegir kaflar og góðir aflestrar. Hins vegar hlýtur að valda undr- Tine Bryld un og vonbrigðum hvernig hún skilur við foreldrana. Að vísu kemur í ljós að Kaj hefur haldið framhjá Elsu, það er út af fyrir sig í lagi, enda hefur hún haldið framhjá Kaj. Af hverju hjóna- band þeirra þróaðist í þessa átt, er ekki svarað hér og raunar virðist Tine missa allan áhuga á að gera þeim Elsu og Kaj einhver skil og eru þau svo sem jafn áhugaverð í sjálfu sér og telpan Liv. Mér þykir höfundur sýna það með þessari bók að hún getur skrifað af mikilli innlifun og góð- vilja um ungt fólk og reynslu þeirra. Það gæti orðið spennandi að lesa fleiri bækur eftir hana, en þó mætti hún láta vera að útskýra jafn nákvæmlega og hún gerir stundum og þá þyrfti hún einnig að hafa valið sér það söguefni sem á að vera rauði þráðurinn svo að sagan brotni ekki í tvennt eins og útlit var fyrir um tíma. En vegna þess hve Tine Bryld hefur margt til að bera sem höfundur tekst henni að gera þessa bók, þrátt fyrir allt, læsilega og manneskju- lega. ^'gtryggur Jónsson framkvamda stjóri Bsf. Kópavogs. sem erfiðast verður við að glíma á næstu mánuðum. Meginforsenda þess að hægt sé að halda starfsemi félagsins gangandi er að fá lóðir undir áframhaldandi byggingar. Frá því félagið fékk síðast úthlut- að lóð sumarið 1981 hefur oft verið sótt um, án þess að nokkur svör bærust frá Kópavogsbæ. Verði ekki breyting þar á næstu vikurnar, er ljóst að verulega dreg- ur úr starfsemi félagsins upp úr miðju ári, og á næsta ári líkur þeim framkvæmdum sem í gangi eru. Öll undirbúningsvinna frá hendi fé- lagsins, svo sem hönnun, er tíma- frek, og því mikil nauðsyn á, að fé- laginu verði gefinn kostur á að skipuleggja starfsemina fram í tím- ann, enda er það ein forsenda þess að halda megi kostnaði f lágmarki. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja frá forsvars- mönnum bæjarins, skal félagið fá úthlutað lóðum fyrir áframhald- andi starfsemi, en líkt og í þjóðmál- unum er nú ljóst að „viljinn" einn dugar skammt. Það er von Byggingasamvinnufé- lags Kópavogs að úrlausn í lóða- málum fáist nú með nýju ári, enda væri lausn þeirra sú besta afmæl- isgjöf, sem félagið gæti fengið," sagði Sigtryggur Jónsson að lokum. Landið eitt Hvers vegna ekki? — eftir dr. Ragnar Ingimarsson Fánýtar reiknikúnstir Mánuðum saman hafa okkur borist fréttir af því, að sérfræð- ingar vinni baki brotnu, við hlið stjórnmálamanna, að því að upphugsa alls kyns reiknikerfi til notkunar á atkvæðatölur að kosningum loknum. Allt það sem birt hefur verið um þessi kerfi bendir til þess að hér sé um heldur fánýtar reikni- kúnstir að ræða, sem miðaðar séu við það að fullnægja duttl- ungum núverandi þingmanna en alls ekki í reynd nothæfar til að leysa þann frumvanda sem við blasir, þ.e.a.s. að kjósendur eru nú dregnir í dilka og úthlutað misgildum atkvæðisrétti eftir því hvar þeir eiga lögheimili. Jafnrétti kjósenda Ég hef fyrir stuttu bent á þann möguleika að umboðsmenn kjósenda á Alþingi fengju at- kvæðisvægi þar í samræmi við þann fjölda kjósenda sem að baki þeim stæði. Reyndar þykir mér ekki sennilegt að þingmenn mundu til langframa sætta sig við þann mikla mun sem yrði á atkvæðavægi þeirra, þ.e.a.s. allt að sjöfaldan mun. En þessum sömu þingmönnum virðist finn- ast það allt í lagi að við kjósend- urnir séu látnir lúta svona flokk- un þegar að atkvæðisréttinum kemur. En það finnast fleiri leiðir til að tryggja jöfn áhrif lands- manna á ákvarðanatöku á Al- þingi. Ein er sú að gera landið að einu kjördæmi og má furðulegt heita hversu litla umræðu aú hugmynd hefur fengið í fjölmiðl- Hverja er verið að kjósa? Ýmsir virðast telja að með því að gera landið að einu kjördæmi væri verið að auka flokksræði um allan mun, þ.e.a.s. stjórn- málaflokkarnir raði hver upp einum lista og að í reynd myndu kjósendur aðeins ákveða um 1—3 síðustu menn sem þannig kæmust að af hverjum lista. En hvernig er þetta í dag? Er það ekki í reynd þannig, að þegar í upphafi kosninga er búið að ákveða að langmestu leyti hverj- ir verða kosnir? Hér á ég að sjálfsogðu við það að mestur hluti frambjóðenda sé í öruggum sætum og við séum því í raun að kjósa um örfáa menn, sem sumir hverjir lenda að lokum inni á þingi með notkun hálfgerðrar Næring og saga — eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent Saga manneldis á íslandi er ein- hver sú sérstæðasta sem um getur í veraldarsögunni og endurspegl- ast e.t.v. best í gamla máltækinu: allt er matur í magann kemst nema holtarætur og harðasægjur. Hérna á síðunni er mynd eða línurit sem tekið er frá Jóni Steff- ensen, prófessor, og sýnir í hnotskurn sögu íslendinga frá þessu sjónarhorni, þ.e. manneld- issöguna. Myndin sýnir þrennt: áætlaðan fólksfjölda, meðalhæð karlmanna og loks áætlaðan fjölda hungurfell- isára á öld frá landnámstíð til okkar daga. Segir þessi mynd meira en mörg orð. í stuttu máli jókst mannfjöld- inn ört fyrstu þrjár aldir íslands- sögunnar, en eftir það fór fólkinu fækkandi vegna hungurfellis og drepsótta sem herjuðu á lands- menn. Það er athyglisvert að á 12. öld, þegar fólki byrjar að fækka, fer mannfellir vegna matarskorts að láta á sér kræla. Jókst hann stig af stigi næstu þrjár aldirnar. Fimmtánda öldin var tiltölulega hagstæð í þjóðarbúskapnum, en eftir það tekur að halla undan fæti. Á 17. og 18. öld er talið að fjórða til fimmta hvert ár hafi verið hungurfellisár. Það er athyglisvert að rann- sóknir Jóns Steffensen (á beina- fundum) sýna að meðalhæð fs- lendinga lækkaði að jafnaði frá landnámsöld allt fram undir Iok átjándu aldar. Það var ekki fyrr en á 19. öld að loks tók að rofa til í þjóðlífinu. Efnahagurinn batnaði og fæðið varð fjölbreyttara. Fólksfjölgunin jókst ört auk þess sem togna tók lír hióðinni Mataræði í þúsund ár Fæði íslendinga í þúsund ár, frá landnámi fram yfir miðja síðustu öld, einkenndist einkum af því að meira en 90% af hitaeiningunum komu að jafnaði úr dýraríkinu. Þetta háa hlutfall dýraafurða er að vísu ekki einsdæmi, en engu að síður afar sérstætt og einkum bundið við þær þjóðir sem búa á mörkum hins byggilega heims. Helstu matvæli vpru mjólkur- matur, lambakjöt og fiskur. Jurta- afurðir voru fáar og yfirleitt lítill þáttur (innan við 10% orkunnar), þ.á m. ber, fjallagrös, söl og smá- vegis af grænmeti. A þessu einhæfa fæði þurfti þjóðin að lifa í tíu aldir. Aðeins með bættri þekkingu á átjándu öld og eftir það tókst þjóðinni að rjúfa vítahring fæðukreppu og fólks- fjölgunar. En það var ekki einasta að fæðið væri með því einhæfasta sem þekktist, heldur voru allar vinnsluaðferðir frumstæðari en gerðist og gekk í öðrum menning- arlöndum. Vandamálið var m.a. saltleysið. Allt fram á 19. öld var salt svo dýr og torfengin vara að einungis þeir sem voru vel efnaðir eða í sérað- stöðu gátu notið góðs af því. f stað saltsins notuðu íslend- ingar mjólkursýru (skyrmysu), reyk, kæsingu og sólþurrkun. Er þó engin þessara aðferða eins skjótvirk og kröftug og söltunin. Mataræði í hundrað ár Á 19. öld tók loks að birta til í þjóðlífinu. Sjálfstæðisöflunum hafði þá vaxið fiskur um hrygg. Upplýsingastefnan og iðnbylting- in áttu sinn þátt í því. FÆDA HEILBRIGÐI Meo bættum efnahag fóru íslend- ingar að geta flult inn korn í stórum stíl. Ræktun á kartöflum og græn- meti fór þá loks að skila þeim árangri sem um munaði. Úr korni og kartöflum fengu f s- lendingar langþráða sterkju og trefjaefni og C-vítamín (úr kart- öflunum). Vítahringurinn er rof- inn. Þjóðin fór að rétta úr kútn- um. í kjölfar korns og kartaflna sigldu að vísu fæðutegundir eins og sykur, kaffi og margvísleg krydd. Engu að síður voru breyt- ingarnar í heild til gífurlegra bóta. f fyrsta skipti í íslandssögunni hvarf skyrbjúgur af sjónarsviðinu. Ef til vill átti aukin C-víta- mínneysla þátt í því að meðalhæð- in tók að aukast (C-vítamín þarf m.a. til beinmyndunar). Þegar fyrsta landskönnun á mataræði íslendinga var gerð á árunum 1939—40 kom í ljós að hlutur jurtaafurða var ekki lengur innan við 10% af hitaeiningum, heldur um 50%. Næring og heilsa Heilsufar okkar ræðst ekki af því fyrst og fremst hve margir læknar starfa í landinu né hversu flókin og fín tæki eru til á sjúkrahúsum þótt þetta sé auðvitað mikilvægt. Heilsufarið ræðst fyrst og síðast af lífshállum fólksins í landinu, þ.e. lífsstflnum sem við kjósum okkur hver og einn. Án efa er mataræðið þar langmikilvægasti þátturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.