Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 13 Elín Ósk Óskarsdóttir Kjartan Ólafsson Guðmundur Þ. Gíslason Kristín Sigtryggsdóttir Árni Sighvatsson Langar til draunialandsins Ítalíu „Ég hef lengi verið viðloðandi Söngskólann", sagði Kjartan „hef alltaf verið að grípa í kennslu úti á landi annað slagið. En ég hyggst ljúka söngkennaraprófinu í vor. Stefni að því allavega. Framtíðin er ekki skipulögð lengra en það hjá mér, en auðvitað langar mig út til að læra meira, sérstaklega til Ítalíu, draumalands söngvar- ans. Tónleikarnir á sunnudaginn leggjast vel í mig. Maður hefur skólast töluvert í þessu langa námi og hættur að kippa sér upp við það að koma fram.“ Hættir við búskapinn til að geta snúið sér að söngnum „Ég fór upphaflega i skólann til að fá einhverja tilsögn í raddbeit- ingu. Það var fyrir fjórum árum. En nú er svo komið að ég hef ákveðið að hætta búskapnum og helga mig söngnum algerlega." Svo mælir Guðmundur Þ. Gísla- son, 37 ára gamall bóndi (ennþá) í Biskupstungum. „Það fer einfald- lega ekki saman að vera á kafi í söngnum i Reykjavik og halda búi gangandi úti á landi. Það er engin málamiðlun til og ég varð að velja á milli. Þetta er fjórði veturinn sem ég er i Söngskólanum hjá Magnúsi Jónssyni, og væntanlega lýk ég 8. stigi í vor. Eg hef alltaf haft mik- inn áhuga á söng, t.d. sungið í kórnum í minni heimasveit, en það var ekki fyrr en ég fór í Söngskólann að ég áttaði mig á því hvað söngurinn var mikils virði. En ekki hefur mér tekist að venja mig af sviðsskrekknum. Satt að segja er ég alveg drullu- nervus fyrir þessa tónleika á sunnudaginn!" Byrjaði snemma að „troða upp“ Hver kannast ekki við hana: það er tekið í spotta og hún hreyf- ist. Með bönd strengd um andlitið horfir hún angistarfull í gegnum áhorfandann út í lífið eða út í sal- inn, eða jafnvel út í ekki neitt, og það er eins og einhverjar ógnvekj- andi hugsanir séu að naga hana að innan. Þetta er hún Kristín Sigtryggsdóttir í hlutverki Strengjabrúðurinnar á kápumynd samnefndrar bókar .;óns óttars Ragnarssonar. En Kristín er reyndar söngkona en ekki fyrirsæta „og vonandi verð ég einhver tíma betur þekkt fyrir söng minn en hlut minn í þessari bókarkápu og sjónvarps- auglýsingu", sagði hún og hló við. „Annars byrjaði ég snemma á því að troða upp, það fylgir söngáhug- anum, en hann hef ég haft frá því ég man eftir mér. Áður en ég hóf nám í söngskólanum kom ég svo- lítið nálægt poppinu, en fékk fljótlega leið á því og nú ræ ég að því öllum árum að ná sem lengst sem óperusöngkona. Ég hef minni áhuga á því að fara út í söng- kennslu. Kristín syngur hlutverk eins andans í Töfraflautunni sem nú hefur verið lengi á fjölunum í Gamla Bíói. Hóf nám í Söngskólanum 49 ára gamall „Ég hef sungið í kórnum um áratuga skeið, en mér hefur farið geysilega fram síðan ég byrjaði í Söngskólanum fyrir tæpum fjór- um árum,“ sagði Árni Sighvats- son, en hann var orðinn 49 ára gamall þegar hann settist á skóla- bekk í Söngskólanum. „Það sýnir að ekki er einhlítt að söngvurum geti ekki farið fram eftir að þeir eru komnir á miðjan aldur. Reyndar hefur mig alltaf langað til að læra söng almennilega, en það voru ekki mörg tækifæri til þess þegar ég var ungur; ef vel átti að vera var nauðsynlegt að sækja söngmenntun til útlanda, og til þess þarf alltaf talsvert átak. Kennari minn i Söngskólanum er Anna Júlíana Sveinsdóttir, og fyrir mörgum árum síðan lærði ég um nokkurt skeið hjá Maríu Markan. Það kann að hljóma und- arlega að ég skuli hafa verið hjá tveimur kvenkennurum, en þegar söngur er annars vegar skiptir engu máli hvaða rödd kennarinn hefur, því undirstöðuatriðin eru þau sömu í öllum söng.“ Sem stendur syngur Árni hlut- verk Surts í Litla sótaranum til skiptis við John Spade. Efnisskráin Efnisskrá óperutónleikanna á morgun er mjög fjölbreytt. Flutt verða atriði úr óperunum Brúð- kaupi Figaros og Don Giovanni eftir Mozart, úr Don Pasquali eft- ir Donizeti, Gioconda eftir Ponchielli, Leðurblökunni eftir Joh. Strauss, Grímudansleiknum, La Traviata og II Trovatore eftir Verdi, Mefistotele eftir Boito, La Bohéme eftir Puccini og Þryms- kviðu eftir Jón Ásgeirsson. Matargestum verður færður fordrykkur að hætti Luxemborgara. meö Urval, Hotel Esju og Flugleiðum haldin í BCCADWAT Matseðill Rjómasúpa dumont Pönnusteikt Luxem borg arsneiö með osti. Kokkar frá Luxemborg Verð kr. 330.- með rúllu- gjaldi. SUNNUDAGINN 30. JANÚAR NK. OG HEFST KL. 19. Kántrí hljómsveitin frábæra Buffalo Wayne kemur beint frá Lux í tilefni hátíöarinnar, skemmtir og leikur fyrir dansi. Gestur kvöldsins verður Valgeir Sig- urösson, veitinga- maður á Cockpit inn í Luxemborg. ilfllL# fel Magnús og Finnbogi verða með dinnertónlist. KVIKMYND sýnd verður ný kvikmynd frá Luxemborg — hjarta Evrópu. STRIPPER danssýning frá Sóleyju. BINGO spilaðar verða 3 umferðir. Vinningar m.a. vikuferð til LUX. THœldM sýna skíöafatnað frá SPORTVAL DISKO Gísii Sveinn Loftsson stjórnar. Miða- og borðapantanir í síma 77500 kl. 9—5 FLUGLEIDIR FEROASKRtFSTOFAH URVAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.